Tíminn Sunnudagsblað - 03.10.1971, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 03.10.1971, Blaðsíða 6
sem meira -er: Varðveitt að mestu munnlega trúarbrögð sín og helgi- siði, kjarna þeirrar lífsskoðunar, sem bannar þeim ofbeldi. Þegar ég stóð þarna milli kof- anna í Oraibi með litlu stúlkurn- ar hjá mér, berfsettar og óhreinar, þá vissi ég alltof lítið um Hópí- Indíánana til þess að voga mér að spyrja hvar væri að finna laun- helgar þorpsins, sem kallast kiva. Þar koma þeir saman, sem vegna ættar og aldurs eiga rétt til þess, og hafa um hönd helgisiðina, sem nauðsynlegir eru til þess, að líf kynþáttarins blessist og haldi áfram að 'gegna hlutverki því, sem skaparinn ætlaði honum. í þrjú ár unnu hvítur banda rískur fræðimaður og Hópí-Indí- áni að því að safna í fyrsta sinn sögnum og lýsingum á sögu og trú Hópíkynþáttarins. Var það gert að frumkvæði Indíána, sem gerðu sér ljóst, að sá tími færi að stytt- ast, sem þessi fræði geymdust í hinum munnlegu sögnum. Komu þrjátíu öldungar og höfðingjar til þeirra félaga og þuldu fræði sín. Síðan ferðuðust þeir víða um land- ið til þess að leita sannana um ýmislegt það, sem munnmælin hermdu, og stöðst það furðanlega. Fyrir nokkrum árum birtu þeir svo þessi fræði í mikilli bók, ári síðar en ég var þarna. Hverjar eru þá grundvallarhug- myndir Hópí-Indíána um sköpun heimsins? í upphafi var aðeins skaparinn Taiowa, og í huga hans rúmaðist geimurinn. Svo skapaði hann karl- kynsveruna Sótuknang til þess að vinna að sköpun heimsins fyrir sig. Hann sópaði efninu í lófa sinn og bjó til niu heima, einn handa skap- aranum, einn handa sjálfum sér og hina sjö handa lífinu, sem koma átti. Hann jafnaði vötnum um heimana eftir skipun síkaparans og setti loftið í hræringu um hvem heim. Næst tók Sótuknang efni úr fyrsta heimi lífsins og bjó til köngulóarkonuna sér til aðstoðar við sköpun lífsins. Hún bjó til tví- bura, sem snúa möndli jarðar og stjórna hljóðsveiflum, sem renna í gegnum jörðina, og allt líf, svo að heimurinn allur geti sungið skaparanum lof. Það er þessi al- heimssamhljómur, sem Indíáninn leitar sambands við, þegar hann iðkar helgiathafnir sínar, og hann gefur honum kraft til ýmissa hluta. En þvi aðeins næst sam- hljómurinn, að maðurinn hafi breytt vel og í engu brugðið út af því, sem skaparinn ætlaðist til. Næst eftir þetta voru sköpuð dýr og gróður. Svo tók köngulóar- konan leir með fjórum litum — gulan, rauðan, hvítan og svartan blandaði saman við hann hráka sínum, mótaði hann og sveipaði í hvítan hjúp, sem gerður var úr sjálfri hinni skapandi speki, og söng yfir þeim söng sköpunarinn- ar. Er hún lyfti upp hjúpnum, voru til örðnar fjórar mannverur í líkingu Sótuknang. Svo skapaði hún aðrar fjórar verur í sinni eig- in mynd, og þar voru þá komnar fjórar konur handa hinum fyrstu fjórum körlum. Þegar mannverurnar vöknuðu til lífs, þá voru enni þeirra rök og ofan á hvirfli þeirra var mjúk- ur blettur. Skaparinn hafði sam- band við mennina um þennan mjúka blett á höfði þeirra. Svo gaf Sótuknang mönnunum mál, sína tungu hverjum lit. Hann gaf þeim gáfuna til þess að tímgast og vit 702 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.