Tíminn Sunnudagsblað - 03.10.1971, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 03.10.1971, Blaðsíða 21
Kunningjunum iieiSsað Að jafnaði er ekki kær vinátta með hundum og sauðfé. Þó getur svo verið. Þessi ær er frá Núps- túni í Hrunamannahreppi og ný- komin af fjajli eftir sumardvöl á afrétt. Og hér sjáum við, hvernig bæjarhundarnir heilsa henni. Ekki verður betur séð en það séu sann- kölluð blíðuhót, er Þau auðsýna hvort öðru, ærin og hundurinn, hvað sem kann að hafa dregið til svo náins kunningsskapar þeirra á milli. Hvolpurinn stendur hógvær fyrir aftan og fylgist með. Heimilisfólkið horfði á þessa at- höfn út um gluggann, því þetta gerðist heima við bæ, og Guðmundi Guðjónssyni þótti þess vert að sækja myndavélina, því að hún er ævinlega óljúgfrótt vitni. stefnu hinna eldri manna. Þar Voru reikningsskil, og þar mátti heyra töluð orð í fullri meiningu án undandráttar. En þar voru einn- ig jafnaðar deilur og mælt til vin- áttu. Þannig koma minningarnar mér fyrir sjónir. Ekki er ætlan mín að rekja hér lengi þennan þátt liðinna atburða. Þó get ég ekki stillt mig um að draga frarn tvö atvik, sem sýna, að fleira var sinnt í Hamasrétt en brýnustu skyldum við fjárskil- in. Við erum stödd í almenningi Hamarsréttar fagran haustdag. Sól in er ekki komin í hádegisstað og réttarstörf eru um það bil hálfn- uð. Okkur verður litið norðvestur yfir réttina, og fyrir augun ber konu, er kemur ríðandi norðan fjörukambinn. Hún hvetur hestinn og heldur að réttardyrum. Við gangveginn rennir hún sér liðlega úr söðlin- um og leggur taum hestsins yfir dyrastöpulinn. Svo gengur hún teinrétt og hvatlega í átt að al- menningnum. Þar kastar hún kveðju á fólkið. Svo snýr hún máli sínu að ungum manni nærstödd- um, sem var höfði hærri en aðrir þeir, sem í almenninnum voru. Þegar þau hafa tekið tal saman, dregur hún skjal úr barmi sín um og réttir honum, en hann kveður sé hljóðs og les. Að lestri loknum talar hann frá eigin brjósti. Hér voru þau að vinna að einu og sama máli, húsfreyjan á Heiða felli, Auðbjörg Jakobsdóttir, og tengdasonur hennar, Guðmundur Arason, síðar hreppstjóri á Illuga- stöðum. Þau eru að minna á ung- an mann í hreppnum, sem hefur orðið að ganga undir þann örlaga- dóm að missa aðra höndina á há- skeiði ævinnar, og þau biðja hreppsbúa að leggja sitt litla lóð á vogarskálina til að bæta honum þann missi, að svo miklu leyti sem það er á þeirra valdi. Hvað er lífið? Háski og alvara, tvær greinar á sama stofni. Ég sagði áður að Hamarsrétt hefði ve/ið staður reikningsskila. Þar voru ósjaldan innkölluð sveit- argjöld. Við vissum, hvað það þýddi, er góðkunningi oikkar tók sér sæti á vegg almenningsins og fór að handleika brúna leðurvesk- ið með ólinni, sem rennt var í smeyg yfir miðjuna, enda stóð þá sjaldan á kallinu til gjaldenda. Ég minnist eins slíks atviks. Granni okkar er kominn í sæti sitt og beinir rödd sinni til þin og mín í almenningnum. En þá uppgötvum við tíðum, að við höf- um farið vanbúnir að heiman, og þá var að grípa til þeirra ráða sem helzt voru tiltæk. „Ætli hann Fúsi geti ekki lánað mér?“ Og Fúsi lánaði. — „Ég ætla að biðja Sigfús“ — og Sigfús lánaði og lánaði. Loks var nafnalistinn á gjald- skránni á enda, og síðast var Sig fús kaiiaður og beðinn að borga útsvarið. Einum of seint. Brunn urinn var þurrausinn. Sigfús hafði lánað allt úr veskinu sínu. Þá hló skattheimtumaðurinn og sagði: „Trúir nokkur því, að hann Sig- fús í Stöpum geti ekki brogað út- svarið sitt?“ Tíminn með sína þjóðlífshætti breytist. Nú sést ekki lengur, að bændur og búalið raði sér í hvamminn og stýfi þykk sauðaföll úr hnakktöskum. En ennþá á Ham- arsrétt með sínu sérkennilega um- hverfi aðdráttarafl. Um hásumar- skeið renna langferðabílar að rétt- inni og húsfreyjur úr höfuðstað Norðurlands taka mali sína og ganga í hvamminn. Þættir tilver- unnar eru á ýmsa vegu samofnir og litbrigði lífsins mörg. En að baki okkar þylur niður tímans við eyru, og við berumst fram fyrir næsta leiti. ★ T f M I N N — SUNNUDAGSBfcAÐ 717

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.