Tíminn Sunnudagsblað - 03.10.1971, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 03.10.1971, Blaðsíða 7
Sfðustu förufálkarnir Förufálkarnir eru úr sögunni í Danmörku. Síðasta fálkaparið átti sér hreiður á Möns Klint, þar sem verið hefur varpstaður þessarar fálkategundar eins lengi og menn rekur minni til. Sumarið 1969 tókst fálkunum að klekja út ungum, en þeim var rænt rétt áður en þeir urðu fleygir, og þykir sannað, að þar hafi verið að verki út- lendir fálkaveiðimenn. Sumarið 1970 voru egg fuglanna ófrjó. í sumar urpu þeir ekki. í mörg ár hefur verið sýnt, að hverju fór. Sumarið 1958 áttu förufálkar síðast hreiður á Borgundarhólmi, og þannig hef- ur hver varpstaðurinn af öðrum l farið í eyði. Danir hafa mjög lagt sig fram um að bjarga þessum fálkastofni, þótt ósigurinn sé nú endanlega innsiglaður. Margt ber til, að svo hefur farið. DDT og kvikasilfur hefur vafalaust haft skaðvænleg áhrif á frjó- semi fuglanna. Skyttur og bréf- dúfnaeigendur hafa lengi haft horn í síðu þessara fugla, og er talið, að einn slíkur hafi grandað síðustu ungum fálk- anna á Borgundarhólmi. En þyngst á metunum er þó talið, ; að tekið hefur verið að nýju að temja fálka. Tamdir fálkar hafa komizt í hátt verð, og gráðugir útsendarar hafa víða verið á ferli í leit að fálka- hreiðrum og rænt þau, er þeir hafa séð sér færi á. Slíka menn könnumst við meira að segja við hérlendis. í Svíþjóð hefur förufálkastofn inn einnig verið á undanhaldi, og er nú talið, að aðeins hafi verið um tuttugu hreiður í öllu landinu í sumar. Þýzkir hreið urræningjar eru þar á flakki hvert einasta ár, og hafa Svíar gripið til þess ráðs að láta gæta hreiðranna allan sólar- hringinn, unz ungarnir eru orðn ir fleygir. Með öðrum hætti hef ur ekki verið unnt að halda þessum tillitslausu, óboðnu gest um í skefjum. til að syngja skaparanum lof. Hann afhenti þeim jörðina og bað þá að gleyma aidrei virðingunni fyrir skapara sínum, og fólkið dreifðist um jörðina. Og mennirnir skildu, að jörðin var móðir þeirra, af því brjóstum hennar lifðu þeir, og að sólin var andlit föður þeirra. Síð- an vita þeir, að mannlegir foreldr- ar þeirra eru aðeins verkfæri í hendi hinna guðdómlegu foreldra mannanna. Og hryggurinn í mann- inum svaraði til mönduls jarðar. í báðum voru vissar aflstöðvar, sem skipzt gátu á sveiflum og gerðu mönnum viðvart, ef eitthvað f ór aflaga. En svo fór, að mannfólkið gleymdi boðum Skapara síns. Þeir ifóru að telja sér trú um, að þeir væru hver öðrum ólíkir, og dýrin væru ekki bræður þeirra. Vernd- arandi dýranna lagði hönd slna á afturfætur þeirra, rétt undir skott- inu, svo að þau fældust mennina og hlupu frá þeim af ótta. Enn sést merkið eftir hönd andans á antilópum og dádýrum. Og snákur kom til mannanna ’og spillti þeim, þar til þeir fóru með ófrið hver á hendur öðrum. Samt voru alltaf nokkrir, sem lifðu eftir boði skap- arans. Til þeirra kom Sótuknang í rödd stormsins og sagði þeim, að það yrði að eyðileggja heiminn. Hann skipaði þeim að fylgja skýi um daga og stjörnu um nætur á öruggan stað, fékk þeim vist í mauraþúfu, en eyddi jörðina með eldi. Síðan leiddi hs In hina vitru aftur út á jörðina, þegar hann var búinn að endurskapa hana, og þeir bjuggust um á ný. En dýrin bjuggu ekki framar hjá þeim. Þá fóru mennirnir að verzla sín á milli og hættu að gera sig ánægða með heiminn eins og hann var. Þeir gleymdu að lofa skaparann, en lof sungu varning sinn í staðinn. Þá hófust illindi milli þorpa, og aftur voru hinir vitru fluttir niður I hí- býli mauranna. Þá skipaði Sótu- knang tvíburunum, sem stjórna möndli jarðar, að sleppa honum, og jörðin endasteyptist, og fjöllin hrundu í höfin, og jörðin þey.tt.’st köld og dauð um geiminn, og allt líf fraus í hel. Loks var öllu skip- að á réttan stað á ný og mennirn- ir leiddir út til að taka við hin- T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 703

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.