Tíminn Sunnudagsblað - 03.10.1971, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 03.10.1971, Blaðsíða 5
að ef menn gleymdu lietjusögu Indíánanna, væru þeir að veikja rætur bandarísks þjóðlífs. Menn ættu ekki að gleyma, að þegar Benjamín Franklín samdi stjórnar- skrána, hafði hann til hliðsjónar þau lög, sem Iroquois-Indíánarnir höfðu sett sínum kynþáttum. Með- ferðina á Indíánum á fyrri árum sagði hann vera skugga, sem erfitt væri að afmá, og hætt við, að sam- skipti yfirvaldanna við þá mótuð- ust sífellt af slæmri samvizku. Flestir Indíánar voru veiðimenn og stríðsmenn, sem litu á það sem eðliiegan og sjálfsagðan atvinnu- veg að heyja stríð við aðra kyn- þætti. En kynþættir Indíána skipta Iiundruðum, sumir segja þeir séu nærri því þúsund talsins. En einn kynþáttur hefur skorið sig úr um lifnaðarhætti. Ilann hefur einkum slundað akuryrkju og handiðnir og meginkjarni trúarbragða hans hef- ur verið að halda frið við alla menn. Þetta eru Hóp Indíánar, sem nú liafa aðalsetur sitt á vernd- arsvæði í Arizona. Það er fyrst og fremst af þessum Indíánum, sem mig langar að segja ykkur. Apríldag einn stóð ég á brekku- brún í auðnarlegu landslagi og horfði yfir víðáttuna miklu, sem kölluð er Málaða eyðimörkin, (Painted Desert) og nær yfir feiknarlegt flæmi í Arizóna. Næst mér var mikið náttúruundur,'hinn steinrunni skógur. sem komið hef- ur upp úr sandinum. Hann var lif- andi viður fyrir 160 milljónum ára, en fyrir áhrif ýmissa efna eru fyrrverandi trjástofnar nú harðir eins og gimsteinar, og séu þeir slípaðir, sindra í þeim hinir ótrú- legustu litir. Það var stórkostlegt að skoða þetta fyrirbæri. En þeg- ar litið var yfir landið umhverfis, virtist það lítt fallið til þess að brauðfæða menn af gróðri sínum og bera eyðimerkurnafn með réttu. Á þessu svæði eiga að minnsta kosti þrjár Indíánakvíslar sér grið- land, Apachar, Navahóar og Hópí- ar, og liggur land Navahóa að landi Hópía á alla vegu. Þegar ekið var inn í þessa auðn, vakti fyrst at- hygli, að gróðurinn, sem aðeins var í smáskúfum hér og þar upp lir sandinum, var svo sölnaður og grófur að sjá, að óskiljanlegt virt- ist, að þessar kindaskjátur, sem maður sá á stangli öðru hverju, gætu iagt sér hann til munns, hvað þá heldur nautpeningurinn. Ekki höfðum við lengl ekið, þegar við sáum hræ af kú við veginn, nokkru seinna kind og kálf, hálf- orpin sandi. Ömurleiki hins vátns- lausa lands varð æ meira þrúg- andi. Með löngu millibili mættum við örfáum bifreiðum. Moldarlit híbýli Indíánanna voru á stöku Stað hálffaiin undir brekkubrún- um og óralangt á milli. Einu reisu- legu mannabústaðirnir voru stöku Skóli og verzlunarstaðir. Sviptibylj ir lyftu skrælnuðum runnagróðri og hröktu undan sér. Stundum þeyttust þessir stóru hnoðrar á undan okkur eftir veginum langa stund, eins og beinagrindur. dans- andi í spotti yfir vanmætti lífsins í þessu skrælnaða landi. Litirnir í landslaginu voru marg ir, frá gulu í rautt, en græni lit- urinn var sjaldséður: Örlítill trjá- gróður eða grænn akurblettur við vatnsból, en víðs fjarri var, að slík ummerki væru við hvert byggt ból. Oft var maður ekki viss um, hvort það var klöpp eða kofi, sem fyrir augun bar. Eftir margra klukkustunda akst- ur komum við að verzlunarstað í klettagili og stönzuðum til þess að fá okkur hressingu. Inni í veitinga- stofunni voru eingöngu Indíánar. þéttvaxið fólk, svarthært, breið- leitt og koparbrúnt á hörund, og einkennilega hljóðlátt á okkar mælikvarða. Allir ræddust þar við á okkur óskiljanlegu máli, en þeir, sem ávarpaðir voru á ensku, virt- ust allir skilja hana. Staðurinn all- ur og fólkið var hreinlegt. Æði- mikið var um bíla af ýmsum gerð- um, einkurn þó litla vörubíla, og sátu gjarna farþegar flötum bein- um á pallinum. Þarna vorum við þá komin í land Hópí-Indíána, og nú lá leiðin um aðalbyggð þeirra á hásléttun um þremur, sem taka við hver af annarri eins og hjallar á liálend- inu, sem þarna rís upp af eyði- mörkinni með sorfnum klettarák- um. Hér voru nokkur hundruð manna þorp við veginn og strjálli byggð fjær. Allt var með flrum- stæðu sniði, skrautlaust með öllu og ömurlegt í okkar augum. Á brún þriðju hásléttunnar beygðum við af aðalveginum og ókum mold- •argötui’ að þorpinu Oraibi, sem stendur fremst á brekkubrún. Nolckrir hestar voru á beit við veg- inn, smávaxnir og alla vega skjótt- ir, og minntu tilsýndar AÍJdð á ís- lenzka hesta. Þegar að þorpinu kom, urðum við að biðja leyfis að mega ganga þar um og glteiða gjald fyrir, og jafnfamt var ok'ft- ur sagt, að vildum við taka mynd- ir af húsum, sem enn væri búið í, yrð' m við að greiða íbúunum einn d al fyrir hverja mynd. En auð hús n áttum við mynda ókeypis. Þarna vorum við stödd á sögu- legum stað, bæði fyrir hvíta menn og Indíána. Þarna hefur verið byggð svo menn viti í níu hundr uð ár. og þó sennilega lengur, og er þetta sá staður innan Banda- ríkjanna, þar sem menn vita lengst hafa verið búsetu samfellt. Húsin hafa víst ekki breytzt mikið þess- ar níu aldir. Þau eru hlaþin úr mórauðu grjóti. án steinlíms, og þökin úr steinhellum, sem lagðar eru á granna rafta, því langt er að sækja við í nytjaskóg. Það eitt mátti nýtizkulegt kallast. að gler var komið í suma glugga. og svo stóðu bílar og þvottavélar utan við suma kofana. í miðju þorpinu var hlaðinn bakarofn undir húsvegg, og var hann þéttaður með leir og járnhellu Skotið fyrir dyrnar. Þar er allt brauðið bakað enn í dag með sama hætti og tíðkazt hefur um aldir. Ekki var margt fólk á ferli. Nokkur börn slógust þó fljótt í för með okkur, og gerðust tvær litlar telpur dyggir fylginautar mínir og leiddu mig milli húsa. Það voru einu Indíánabörnin. sem gáfu sig að mér að fyrra bragði, og kann að hafa ráðið verulega þar um, að ég átti svolitið af súkkulaði í pússi mínu. Piltar voru að hlaða sprek- um á bíl, og ávarpaði fylgdarmað- ur okkar þá, en þeir svöruðu fáu og voru lieldur úfnir á svip. Höfð- inginn var ekki heima, og þótti mér það miður, því hann er merki- legur maður. Var greinilegt, að leiðsögumáður okkar vildi ekki gera neitt, sem heimamönnum kynni að mislíka, og út Skýrði vandlega, að við, sem með honum vorum, værum Evrópumenn, sem hefðu áhuga á málum Indíána. Það voru því livorki miklar né merkilegar upplýsingar, sem við fengum þarna á staðnum, en samt voru áhrifin frá þessu umliverfi furðu- sterk. Þarna í auðninni, sem virt- ist sízt gjöful börnum sínum, hafði þetta fólk þraukað í aldir, og það, T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 701

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.