Tíminn Sunnudagsblað - 03.10.1971, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 03.10.1971, Blaðsíða 19
Margt í háttum nútíðarfólks á sér djúpar rætur. Hér stöndum við ef til vill andspænis venjum, sem eiga rætur sínar langt aftur í myrkri löngu horf- inna alda og minna á hugmyndir, sem bregður fyrir í Eddu. verða, féklk efcki lengur meðhald í þjóðfélaginu. Þess er áður getið, að Álaborg- arbiskupinn gaf mörgu gaum. Sumarið 1704 var hann á vísitasíu- ferð í biskupsdæmi sínu. 11. ágúst skrifaði hann í dagbók sína: „Frá prestsetrinu í Bjergeby flýtti ég mér til Ásdalskirkju, þar sem sóknarpresturinn predikaði. Þegar ég hafði yfirheyrt só<knar- fólkið, gekk ég upp að herrasetr- inu, sem þar er rétt hjá, heimsótti ráðsmanninn og sfcoðaði þar hina gömlu og glerhörðu svínssíðu, sem geymd hefur verið á þessum stað í nokkur hundruð ár. Hana skal einn hinna gömlu eiganda staðar- ins, Bjúgna-Karl, hafa látið hengja upp eins og enn eru sögur um“. Ásdalur er í norðan verðri Vend- ilsýslu, alllangt norðan við Hjörr- ing, og í byrjun átjándu aldar var þetta höfðingjasetur, umgirt síkj- um og víggörðum. Seinna voru ný hús reist á öðrum stað, örskammt frá hinum fyrri, „svínssíðan“, sem raunar var svínslæri, var flutt þangað með öðru því, sem eigend- umir vildu varðveita. Þetta svínslæri hangir þar enn í skoti yfir aðaldyrunum, þótt raunar sé lítið eftir af því annað en beinin, og hold allt utan á þeim mjög saman- skroppið. Aftur á móti er verra að henda reiður á Bjúgna-Karli. Gamlar sagnir herma að vísu, að hann hafi fyrstur manna setzt að í Ásdal og reist þar bæ fyrir gróða sinn af strandþjófnaði. En hann er hvergi tengdur hinu einkennilega svíns- læri nema í dagbók Álaborg; - biskupsins. Það er aftur á m L þjóðsaga, að bræður tveir h; i deilt um villisvín, sem sært haii verið á landi annars, en imnið á landi hins, og þegar dómur hafði gengið í þessu þrætumáli, hafi þeir hvor um sig hengt upp hjá sér hluta af svíninu til minja um deiluna. Raunar eru til margar út gáfur af þessari sögu, og eru þar tilnefnd ýms herrasetur norðan Limafjarðar. Er þar jafnan vikið að deilu út af svíni, og er það þá skýringin á því, hvers vegna lær- in voru hengd upp til svo langr- ar geymslu, að sá, sem lengur gæti lialdið sínu læri, hefði talið það sönnun þess, að hann hefði haft rétt fyrir sér. Á einu fallegasta höfðingjasetri í Vendilsýslu, Voex-garði, er líka til ævagamall snepill úr skinni, er varðveittur hefur verið kynslóð eftir kynslóð um mörg hundruð ára Strítt hárið ber þvi órækt vitni, að skinnið er af villisvíni. Fylgja því nokkuð sundurleitar sagnir, ýmist um deilu aðalsmanna eða deilu nafngreindra hjóna, sem sannanlega voru uppi á sextándu öld og áttu Voergarð. Það má heita undarlegur siður að geyma svínslæri og vænan part úr villisvínsskinni í mörg hundruð ár. Slíkar sagnir eru þó tengdar við eigi færri en sjö höfðingjaset- ur í Vendilsýslu, og enn í dag má sjá á sumum þeirra, að þær hafa við nokkuð að styðjast. Á fjóruin þeirra eru þær minjar, er sanna þetta, þótt ekki hafi nema tveir verií. tilgreindir hér. Raunar er það á nc. ;krum stöðum víðar í Dan- mörk i, að slíkar minjar eru varð- veitíar, bæði svínslæri og höfuð dýra. jafnvel suður á Borgundar- hóli i, og á einum bæ í Danmörku er i • örg hundruð ára gamalt hval- rif g ymt sem helgur dómur væri. Af þessu má ráða, að það hafi ein- hvern tíma verið siður víðsvegar um Danmörku að geyma einhverj- ar slíkar leifar dýra, og framar öðru svínslæri, og þessi siður virð ist fyrst og fremst hafa verið tíðk aður á höfðingjasetrum. Fræði- menn lofgja lítinn trúnað á það, að þetta eigi rót sína að rekja til einhverra deilna, þótt þjóðsagnir gefi þá skýringu. Hitt virðist ligg:a í augum uppi, að þetta eru (eða hafa verið) verndargripir. Þá skoð- un styrkir það, að víða eru sagnir um, að óhöpp hafi borið að, þeg- ar fleygja átti þessum gripum — bruni, slys eða sjúkdómar — og hafi þá orðið að leita þá uppi að nýju og hengja þá á sinn stað til þess að firra staðinn meira grandi. Bak við þetta virðist búa eld forn trú, sem einkum hefur verið rík meðal þeirra, sem betur voru settir í þjóðfélaginu. Þar sem þessi siður hefur einkum verið bundinn við svín, leiðir það ósjálfrátt hug- ann að Sæhrímni í Eddu, sem og því, hversu sumar ættir norrænna manna að minnsta kosti hafa að fornu haft mikið dálæti á svínum. Má þá í framhaldi af því minnast kenninga Barða Guðmundssonar um nafngiftir hérlendis, og sam- band skáldskapariðkana og átrún- aðar á svín. Skinnsnepillinn, sem eigendur VoergarSs hafa geymt í mörg hund . 5 ár sem verndargrip. T í IVI I N N SUNNUDAGSBLAÐ 715

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.