Tíminn Sunnudagsblað - 03.10.1971, Side 10

Tíminn Sunnudagsblað - 03.10.1971, Side 10
Játvarður Jökull Júlíussoit ; ÆTTARNÖFN Inngangur — stefnur og staS?.. Við íslendingar eigum einn sér stæðan þjóðararf, þar sem er sá siður að kenna börn við föður sinn, sem syni hans eða dætur. Hjá öllum nálægum þjóðum mun þessi einfaldi og upprunalegi siður hafa glatazt fyrir löngu Ýms öfl hafa sótt að honum hér á landi. Ber þar fyrst til að nefna útlendinga, sem komið hafa til landsins með ættarnöfn sín og ættarnafnasiði, sem eðlilegt er. Það liggur einfaldlega í hlutarins eðli, að ættarnöfnin myndu vinna á og þeim fjölga jafnt og þétt hlut- fallslega, ef þeim væru engar hömlur settar. Verður vikið að þeim atriðum síðar. Hin aðaluppspretta ættarnafna er tilbúningur þeirra og notkun af hálfu innfæddra íslendinga. Lang oftast mun það hafa verið fyrir einskæra fordild, eftiröpunar- hneigð og hégómaskap, að menn tóku að nefna sig einhverju ætt- arnafni, enda af misjafnri smekk- visi eins og dæmin sanna greini- lega. Sum ættarnöfn eru klúðurs- leg dönskun á dslenzkum nöfnum, önnur helzt latneskun íslenzkra nafna. Er ekki því að neita að oft hefir tekizt að gæða slík nöfn nokkrum þokka, enda enginn vafi á, að tilgangurinn hefir verið að hefja þá, er þau nöfn áttu að bera, hátt upp yfir íslenzkan almúga upp á stall jafnfætis útlendum fremdarmönnum. Álitlegur að tölunni til er svo sá hópur ættarnafna, sem á að 'vera og er alíslenzkur. Þar er æði misjafn sauður í mörgu fé. Þar er 1 að finna allt frá hreinmeitluðum, Íátlausum, en þó fögrum alís- Ílenzkum nöfnum — einmitt nöfn- um er henta davel til að vera ,'skírnarnöfn — niður í þá vand- .ræðaiegu smeikkleysu ’ að hafa {Þessason og . Hinssón fyrir ættar- nöfn, rétt eins og lágkúrulegast tíðkast með Skandinövum. Lengi héfur þéss gætt hér á Tandi, að menn, eru hvergi nærri ,á eitt sáttir várðandi nafnasiði. Pyrir mörgum áratugum voru samþykkt lög, sem löggiltu þau ættarnöfn, sem þá voru til, en bönnuðu jafnframt að taka upp ný ættarnöfn eftir að lögin gengu í gildi. Einhvern veginn hefur það farið svo, að þrátt fyrir þessi ákvæði hafa allmörg ættarnöfn skotið upp kollinum og breiðzt út, án þess að nokkur amaðist við, enda mun oftast hafa farið lítið fyrir eftirliti með slíku. En einn lagastafur hefir verið í fullu gildi um alllangt árabil: Sá, að þeir, sem fá ríkisborgararétt samkvæmt árlegum lögum frá al- þingi, verða að taka upp íslenzka nafnvenju og skrifa sig dóttur eða son föður síns (eða dikta upp föð- urnafn, ef nafn rétts föður á enga færa leið inn í íslenzku.) Sem kunnugt er þykir þessi bráðnauðsynlega ráðstöfun harka- leg. Líklega er það bara tímaspurs mál, hvenær ákvæði þessi verða eitthvað milduð gagnvart fyrstu kynslóð innflytjenda af útlendu þjóðerni. En vonandi gengur breytingin ekki lengra, því við megum alls ekki gefa útlendum ættarnöfnum frjálsan farveg inn í tungu og þjóðlíf. Það er til marks um sérstöðu íslenzkrar málnotkunar og til marks um mótstöðuafl þjóðar og tungu gegn ættarnafnasiðum, og um leið sönnun þess, að hann er og verður framandi aðskotadýr, að fylgitöktum hans er yfirleitt hafn- að, jafnvel af ættarnafnafólkinu sjálfu. Þannig er það nánast algild regla, að fornafnið, skírnarnafnið, ræður hvar og hvernig nöfnum ís- lendinga er skipað í stafrófsröð. Þó er hin erlenda regla, að raða eftir stafrófsröð eftirnafna, stund- um notuð líka, þar sem ættarnöfn eiga í hlut. í öðrum tilfellum er útlenda siðnum alveg hafnað og skírnarnöfnin eru einráð um röð- unina. En skemmtilega þjóðlegt og broslegt er það, þegar íslenzkar konur ættarnafnamanna halda ættarnöfnum sínum, nú eða föður- nöl'num, sem er ennþá betra, þótt þær séu giftar og ættu skilyrðis- laust að heita ættarnafni bónda síns, væri útlenda siðnum fyligt. Atvik af þessu tagi eru ákaflega mikilvæt fyrir þjóðlegan málstað. Ef æskan vill rétta þér örvandi hönd. Ef á að gera sér fulla grein fyr- ir ættarnöfnum og taka afstöðu til þeirra, má ekki láta sér sjást yfir það, hvaða stöðu þau hafa í tungu og þjóðlífi. Þau eru í eðli sínu að- skotahlutir. Það er hægt, en frem- ur óþjált og andhælislegt, að um- bera þau. Það er vegna þess, að þeim fylgja framandi notkunarreglur. Ef grannt er að gáð, þá sést ann- að eftirtektarvert við þau ættar- nöfn, sem hér eru landlæg. Þau eru nokkurs konar steingervingar af áratuga- og aldagamalli tízku — forngripir, sem bera merki um smekk og málblæ löngu liðins tíma. Myndi nokkrum þykja það keppikefli, nú á áttunda tug tutt- ugustu aldarinnar, að nefna sig og niðja sína Gudmundsen, Thormod sen eða Thorhallí? Jafnvel efast maður um að sótzt yrði eftir Ár dalsted eða Hrísdalín, þótt punta þyrfti upp á nýríkan væntanlegan ættföður eða þá listamannsspíru eða rithöfundargrænjaxl. Ættarnöfnin eru eins og gömul fatatízka, rakin lið fyrir lið. Þau sem voru látlaus og fögur, halda áfram að vera það. Hin eru þó fleiri, sem sæta örlögum úreltrar tízku. Skírnarnöfnin njóta þess aftur á móti, að þau fá að lúta lögmáli end- urnýjunarinnar. Hvað þau snertir, þá helzt í hendur hvað með öðru, notkun sígildra nafna, sem flest eru aldrei upp á rönd við tízkuna, og önnur, sem koma og fara eftir sveifluhreyfingum tízkunnar. Hvaða afstöðu hefur unga kyn- slóðin svo til ættarnafnanna? Hvort vill unga konan heldur bera nafn föður síns, vera skrifuð dótt- ir hans, eða bera nafn, sem langa langa-langa-langafi mannsins henn- ar kom með frá útlöndum? Barn- ið hennar mun verða að 128. hluta frá þeim góða ættföður komið, nema fólk af ættinni hafi gifzt inn- byrðis. Unga kynslóðin hefur það bein línis á valdi sínu, hvort ættar- nafnasiðurinn sæ'kir á eða kemst á undanhald. Það er ekki haft hátt um það, en dylst samt ekki, 7Ö4 ItlHINN — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.