Tíminn Sunnudagsblað - 09.01.1972, Síða 2
10
Ég var að lesa grein í blaði
hér fyrir nokkirt, og þá datt
mér það í hug: Hve forkunnar-
gott er að vera dauður. Fæstir
valda háskalegrí hneykslun eí't
ir það, og samfélagið hefur ekki
lengur teljandi öinun af þeim,
sem var fjandans níð að mýla
og binda á klafa í samtíðarfjos-
inu. Þegar grasið er gróið á
leiði þeirra, má jafnvel gera
nokkurt veður út af þeim, og
hver veit nema það komi upp
úr dúrnum, að þetta hafi verið
snillingar á sínu sviði og látið
eftir sig perlur í arí. Og það er
svo gott, að það kostar ekkert
að gangast við því: Enginn miss-
ir neins í, hvergi glatast spónn
úr aski, ekki nokkur sála þarf
að sjá ofsjónum yfir því eins
og viðbúið hefði verið, ef þetta
hefði komizt í hámæli, áður
en það var tímabært. Svo geysi-
haglegt er þetta, engu síður en
geitin i Snorra-Eddu, að það
eru ekki hinir dauðu einir, sem
hrósa mega happi, heldur einn-
ig þeir, sem eftir lifa. Við er-
um nefnilega öll samvizkusamt
fólk, og okkur leiðist að hafa
aðra utan garðs og viljum alls
ekki gera það lengur en nauð-
synlegt er. Og þá er gott að
geta sikrifað og talað fallega
og aflað sér þægilegrar synda-
kvittunar fyrir lítils háttar
skeytingarleysi, eða þótt ]>ínu-
lítið ranglæti ) ynni að vera,
með hugðnæmum orðuum, sem
leggjast eins og blómum ofinn
sveigur á rétta moldarhrúgu.
Því að okkur norður hér dett-
ur alls ekki i hug að klippa
blað úr bók sögunnar og líma
annað í staðinn. Við látum það
bara standa autt, þar til öllu
er óhætt, og launum, þegar
Öllu hefur verið til skila hald-
ið. Smefcklega, vel, fyrirhafnar-
lítið, ódýrt.
•k
En stráin í húsagörðunum
vilja ekki deyja. Ég segi ekki,
að þau standi þar ung og þyrst
eins og hjá Ómari Khayyam,
en græn eru þau. Það er eins
og þau hafi vitað á sig, að nú
yrðu mildustu áiamót í heila
öld og þraokað til þess að
njóta svo fágæts fyrirbæris. I
gömlum annálum er þess stöku
sinnum getið. að útsprungnir
fíflar hafi sézt á þorra (eða er
kannski góan, sem þar er mið-
að við?), og verði nú svona tíð
eða þessu lík ti) langframa —
hver veit nema við sjáum þá
blóm á þeim tíma, þegar allt
er vant að liggja í dái ' Og svo
getur :íka hitt gerzt, að það
verði kominn snjór og gaddur,
þegar prentsverton verður þorn
uð á blaðsíðunni, þar sem þetta
birtist. Því að flest er fallvalt
og veröldin duí.tlungafull, ekki
sízt veðurfarið á honum Garð-
arshólma. Én þá er að taka því
með þolinmæði, því að allt iæt-
ur náttúran rísa upp í fyllingu
tímans. Og kalblettina græðir
hún líka, þar sem þeir eru, þeg-
ar henni hefur unnizt tími til
þess.
★
Þegar kalið er nefnt, beinist
hugurinn að öðru: UppHæstr-
inum, auðnunum, melum og
söndum, örfoka umdi, eyddu
skóglendi, þar sem birkið ilm-
aði fyrrum og slkýldi gróðri og
fénaði. Það er ekki nýlunda,
að menn finni sárt til þess,
hvernig landið hefur verið leik-
ið, og þess vegna sungu ung-
mennafélagarnir hér á árunum:
Komið grænum gróðri að
skrýða. En eigi að síður eru
það einhver ánægjulegustu
veðrabrigðin í þjóðfélaginu, að
nú er loks kominn á það veru-
legur skriður, — án þess að
lítið sé gert úr því, er hingað
til hefur verið aðhafzt til gróð-
urverndar, skógræktar, og sand-
græðslu — að gagngert viðnám
verði hafið og reynt að snúa
taflinu við. Vísindaleg rann-
sókn hefur farið fram á gróð-
urfarinu og beitarþoli þess, og
hún styðst við almennan skiln-
ing á því, að nú verði að láta
hendur standa fram úr ermum,
bvggja á niðurstöðum þeirra
rannsó*kna, sem gerðar hafa
verið og gerðar verða, og hætta
að syndga upp á náð, sem ekki
stendur til boða. Og nú verðum
við að öðlast þann skilning, að
við, mennirnir, fólkið í landinu,
erum aðeins hluti af náttúrunni
og alls ekki herrar hennar nema
að takmörkuðu leyti. A8
minnsta kosti er óumdeilan-
leg staðreynd, að okkur mun
grimmilega hefnast fyrir fá-
vizku okkar og tillitsleysi, ef
við beitum herradómnum af
ófyrirleitni og vanvizku, og á
það raunar jafnt við á sjó og
landi, svo sem runnið mun upp
fyrir flestum, sem yfirleitt leyfa
sér þann munað að hugsa og
minnast þess, að dagur fæðist
af degi og kynslóð af kynslóð.
Við getum aðeins seilzt til lands
gæðanna að vissu marki. ef við
viljum ekki gerast landníðingar
og ræningjar á kostnað okkar
sjálfra í náinni framtíð, svo
að ekki séu nefndar óbornar
kynslóðir. Þetta eru sannindi.
sem ekki er aðeins vert. heldur
fyrst og fremst skylt, að geyma
vel í minni með boðorðunum
tíu og öðru góðu. „Sú kemur
tíð, að sárin foldar gróa ‘, orti
Hannes Hafstein, og ég held.
að nú séu loks forsendur til
þess að græða þau, svo að um
muni: Nokkuð almennur vilji
til þess að vinna það nytiaverk
og þekking og reynsla, rem ger
ir það kleift. J.H.
ooí$<5ooo<
ItMINN — SllNMJUAUSBl.AÐ