Tíminn Sunnudagsblað - 09.01.1972, Side 6
Nú datt prófastinum ráC í hug.
— Það má enn ráða bót á þessu,
úr því að yður er Jvetta svona hug-
leikið, frú Dahlgren, sagði hann
— ég sé, hvað við getum gert.
Kapelláninn minn er bráðlaginn í
höndunum, fyrirtaks teiknari —
hér á dögunum teiknaði hann
reglulega fallega mynd af Lovísu,
sem henni sjálfri finnist alveg
ágæt. Yðar vegna, frú Dahlgren,
skal ég biðja hann að reyna-. Svo-
leiðis mynd getur þó alltaf orðið
til minja um Hennar Náð, þó að
hún verði dapurlegri á að horfa
heldur en ef hún hefði verið gerð
af henni lifandi.
Ráðskonan klökknaði af þakk-
látssemi. Auðvitað hlaut þetta að
verða dapurleg mynd. En veggn-
um var þó borgið.
— Það yrði mér ósköp dýr-
mætt, sagði hún og margþakkaði
prófastinum hugulsemi hans. Það
jaðraði eiginlega við, að hún hefði
látið huggast.
Að stundu liðinni kvaddi pró-
fasturinn.
Prófasturinn lét ekki sitja við
orðin tóm. Stuttu síðar kom kapel-
iáninn, séra Ann?'>-3, með úrvals-
pappír, fallega stutan vafinn, og
langan blýant, sern stóð upp úr
brjóstvasanum. Ráðskonan jós yfir
hann þakklætisorðum á meðan
hann var að komast úr stigvélun-
um.
Ungi presturinn strauk hárið
aftur með eyranum og engdist eins
og maðkur á öngli í síðri kápu
sinni.
— Ég gat ekki neitað þessu,
sagði hann, þegar óskin kom úr
þessari átt, þó að ég viti ekki,
hvort ég get þetta. Það er sjálf-
sagt vandasamt að teikna dáið
fólk, og ég hef aldrei gert það
áður. Þetta gæti orðið líkt fyrir-
myndinni, en getur aldrei líkzt
náðugri frúnni eins og hún var á
meðan hún lifði.
En ráðskonan hlustaði ekki á
þessar undanfærsl t>r. Hún sagðist
reiða sig á hann, og svo kom hún
með tvö glös og helíti í þau þykku
og dökku malagavíni.
Ráðskonan var orðin glaðari og
reifari, er þau höfðu tæmt glösin,
og listamanninum hafði aukizt
áræði. Hann bað ráðskonuna að
láta færa sér skerborð, festi papp-
írinn á það með fjárum nálum,
yddi blýantinn vandlega og sagði
sér væri ekkert að vsnbúnaði.
Þau gengu niður stigann.
Útidyrnar stóru voru opnar,
rétt eins og gestanna væri von þá
og þegar, og úti í trjágöngunum,
þar sem bjartir sólskinsblettir og
fjólubláir skuggar lögðust eins og
flikrótt voð yfir fallið laufið, sló
fyrir léttum og kátum vindsveip-
um, er drukkið höfðu í sig rakan
svala úti í kirkjugarðinum, þar
sem eskitrén teygðu bleikar krón-
ur yfir saltpéturshvíta veggi og
kalda og þunga legsteina.
Þeim fannst báðum eins og
gamla frúin sæti þarna í móttöku-
salnum, líkt og hún biði gesta með
þessi hvössu augu, sem allt sáu,
viðbúin að hncigja sig örlítið, nóg
til þess að brakaði í silkinu — og
það fór hrollur um þau, þegar þau
snertu málmkaldan hurðarhún-
inn. Þau litu óttaslegin í kringum
sig, og vitaskuld var þarna enginn,
silkistóllinn við arininn auður, en
samt fóru þau eins hljóðlega og
þau gáíu, og ekki laust við, að þau
væru skjálfhent, þegar þau stigu
yfir þröskuldinn og lokuðu á eftir
sér.
Inn í frúarherbergið lagði ofur-
lítinn sólargeisla gegnum rifu á
gluggahleranum, og arið sveif
fram og aftur í geislanum. Það var
eins og eitthvað, sem legið hafði
þarna inni, þögult og gleymt, hefði
öðlazt líf við hvíslandi orðaskipti
þeirra og hljóðar hugsanir og var-
færnislegt fótatak — það seildist
til þeirra úr hornunum, þar sem
skein í granna, gyUta fætur stól-
anna í hálfrökkrinu, það iðaði í
blómfléttunum á veggfóðrinu og
augum fólksins á myndunum, er
urðu skyndilega svo undarlega lif-
andi, það steig upp úr arninum,
þar sem livít aska af brunnum
pappír lá enn, og streymdi frá
holdugum ráðgjafanum og öllu,
sem leyndist bak við flúraðan
skjöldinn á sporöskjulaga ramm-
anum. Allt sogaðist að þessari gulu
og fölu geislarák, sem haustsólin
þrengdi inn í gegnum rifuna, allt
sigldi í gegnum hana eins og þeg-
ar andar hverfa inn í vegg, og það
var engu líkara en gustur af hrær-
ingu einhvers, sem maður sá ekki,
heldur aðeins skynjaði, ylli þess-
um fislétta dansi rykkornanna.
Hún, sem var dáin, var í öllu og
ails staðar, dældin í kögurprýdda
stólsetuna minnti á léttan líkama
hennar, gulum silkifellingum
gluggatjaldanna gat eins vel verið
að hún hefði hagrætt, flekkirnir á
litmyndunum á krystalskerjun-
um voru móða úr munni hennar:
Kannski var hún hér enn, og þögn-
in hennar þögn.
í dagstofunni fyrir innan var
annað andrúmsloft. Þar voru opn-
ar dyr fram á ganginn, og þar
voru opnir gluggar, þægi-
legur súgur og fótatak lifandi
manna. Bæði drógu andann léttar,
án þess að hafa orð á því, sem á
þau hafði leitað, og kapelláninn
fór að nostra við blýantinn og
braut af honum oddinn með vilja,
svo að hann gæti tafið tímann.
Stofuþeman kom inn, og hún
klappaði saman höndunum af
kæti, þegar hún heyrði, hvað á
seyði var. — Ári var þetta gam-
an, sagði hún. Smiðurinn Jóhann
Jóhannsson, er náttúrlega á ferli,
því að ekki getur hann getið sér
til um lengdina á kistunni — og
hún bendir á hálfopna svefnher-
bergishurðina. Þessa stundina var
smiðurinn frammi í eldhúsinu að
tala við vinnukonurnar, það heyrð-
ist til hans inn í stofuna, dapur-
legur áhyggjuhreimur í drafandi
röddinni.
— Það gerir ekkert til María,
sagði kapeláninn — það er bara
betra að vita af honum nærri,
hugsaði hann, og sem hann hafði
lokið við að ydda blýantinn og sótt
í sig veðrið, íannst Iionum bezt að
hefjast handa og ljúka þessu af.
Þau gengu inn, öll þrjú.
Tjöldin, sem dregin voru fyrir
gluggana, blöktu ofurlítið í gol-
unni, og birtan inni í herberginu
óx og dvínaði til skiptis, þegar
þau bærðust, eins og hún stjórn-
aðist af hægum andardrætti.
í rekkjunni lá iíkið með livita
kniplinga, sem huldu til hálfs þess-
ar gulu hendur, er virtust svo und-
arlega berar hringlausar. Kapellán
inn dró varfærnislega fram stól og
hagræddi teikniborði sínu. En svo
datt honum allt í einu í hug, að
hann yrði að þreifa fyrir sér, hvar
bezt væri að vera, og hann fór að
virða andlit konunnar fyrir sér.
Það blasti honum við, og birt-
an kom aftan frá. Þess vegna bar
á það skugga, og í skugganum virt-
ist konan ekki dáin, tæpast að hún
svæfi. Það var öllu heldur eins
og hún þættist sofa, svo að hún
fengi að liggja kyrr óáreitt, og
horfði fram fyrir sig gegnum
1 I II I N N — SlJNNliDAÍiSHI Af*