Tíminn Sunnudagsblað - 09.01.1972, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 09.01.1972, Blaðsíða 10
En María beuli á blævænginn, köttinn og IsJUfestina, sem kapel- láninn hafði teiiknað af svo frá- bærri alúð, að hver einasti hlekk- ur sást greintlega: — Er þetta ekki dásamlegt? Og á það varð ráðskonan að fall ast, þegar hún hafði rýnt betur á myndina, og h'eit gleði gagntók hana, og hún beið þess með seytl- andi eftirvaéntingu, að hún fengi að halda á listaverkinu í hendinni. Nú kom smiðurinn fram aftur. Hann hafði þegar varpað frá sér öllum jarðneskum vonum sínum, og það vottaði ekki lengur fyrir neinni beiskju eða þykkju, þegar hann renndi tárvotum augum til hennar, sem verið hafði hans, því að þetta var hinzta kveðjan. Anna gerði sér aftur á móti ekki það ómak að líta við honum, heldur herpti munninn enn fastar saman, sælli og hreyknari en nokkru sinni fyrr, jafnvel farin að ímynda sér, að hún hefði bara gengið í draumi fram að þessu og væri nú fyrst vöknuð til vitundar um það, hver hún var. Og enn svaf kötturinn. Kapelláninn lauk myndinni með örfinu pirumpári, sem átti að draga fram blæbrigði silkisins, og síðan skrifaði hann stafina sina af mikilii vandvirkni í annað hornið að neðan — reis að því búnu upp og teygði úr sér — Þetta varð góð og falleg mynd, sagði hann — sjáið þér bara, frú Dahlgren, og berið hana saman við fyrirmyndina. Frú Dahlgren horfði og rýndi og bar saman. Það vantaði hreint ekki neitt á þessa mynd. ekki einu sinni klærnar á kettinum. — Ég verð yður ævinlega þakk- lát, séra Anneus, sagði hún og hneigði sig Og svona miklu yngri heldur en ég kynntist henni! — Eðlilega, sagði listamaður- inn, eðlilega. Hún er kornung þarna, svona eins og hún kann að hafa verið, þegar hún var við hirð- ina. Frú Dahlgren þótti ennþá vænna um myndina, úr því að hún var af Hennar Náð-svona ungri, og María, sem hrifnust var af blæ- vængnum, rfið sér ekki fyrir Kæti. Allt í einu mundi hún þó eftir fyrirsætunni sem Jnn liúkti hreyf- ingarlaus á loíólnum og drap tittl- inga eins og 'fr'm ætti lífið að leysa. — Þú míii standa upp, Anna, sagði hún valdmannslega, og farðu svo undir eins úr kjólnum. Við þessi orð var eins og allur lífsfögnuður viki frá stúlkunni í einni svipan: Þessu var lokið, draumurinn búinn. Hún stóð upp án þess að hugsa um köttinn, sem vaknaði við það, að hann slengdist á gólfið, og hljóp á samri stundu eins og byssubrenndur inn í svefnherbergið, sem smiðurinn hafði skilið eftir opið. — Við verðum að sjá, hvert hann fer, hrópaði María, og flýtti sér á eftir honum. Þarna fyrir innan hvíldi gamla frúin í hvítri og kaldri birtu svip- urinn tvíræður og koppar í kinn- um eins og Hennar Náð væri að því komin að skella upp úr, allar hennar endurminningar og hugs- anir, sem nú voru hættar leik sín- um, krepptar bak við luktar brár, og kötturinn kominn á skemilinn við höfðalag hennar, lagztur þar í kuðung og barði skottinu. Anna hafði elt Maríu inn, en er- indið var ekki annað en fá að líta í spegilinn. Hana hafði langað svo innilega til þess að sjá sig, og nú stóð hún þarna í öllu skartinu og horfði hugfangin á sjálfa sig. En þetta varð skammvinn gleði: Hún varð að fara út og afklæðast allri dýrð, og við það var hún allt of handsein til þess, að þóknast mætti óþolinmæði stofuþernunnar. Hún kæfði sárt andvarp, þegar frú Dahlgren þakkaði kapellánin- um enn einu sinni þessa ómetan- legu mynd, sem vissulega átti að skipa heiðursess meðal fátæklegra eiginmuna hennar, hvar sem þeir kynnu nú að verða vistaðir. Og nú heyrðist allt í einu hófadynur og vagnaskrölt einhvers staðar langt úti á veginum: Ættingjarnar voru að koma til þess að leggja undir sig rfki gömlu frúarinnar. Nú varð að hafa hraðan á, og aumingja Önnu voru ekki nein grið gefin. Smiðurinn vafraði með tárvot augu í kringum kistuviðinn úti í garðinum, heiðarlegur og grand- var maður hafði verið rændur stúlkunni sinni, og allt líf hans lá í rústum. En myndina góðu lét frú Dahl- gren setja í fallegan. svartan ramma og hafði af henni mikla ánægju. Hún sýndi hana öll- um, sem til hennar komu, tæpti fyrst á því að hún væri kannski ekki hárná- kvæm, eiginlega gerð eftir minni, en beindi meginþunga ræðu sinn- ar að ætt og uppruna frúarinnar sælu, en lét svo smám saman fvrn- ast yfir. að brögð hefðu veriS í tafli. Lotning þeirra, sem virtu fvr- ir myndina, gerðu hana henni ennþá dýrmætari. og þesar hún lá banaleguna, vildi hún óð og upp- væg hafa hana hjá sér í rúminu. Svo liðu tímar, og myndin komst í eigu málverkasafnara, sem lét skrifa á hana nafn Hennar Náð- ar, gömlu frúarinnar. Og nú þegar menn eru á hlaupum eftir öllu, sem gamalt er og gott, hefur þessi snotra og haglega gerða mynd öðl- azt sögulegt gildi. Hún hefur upp- ljómað skilning margs mannsins á anda og inntaki horfins tíma og leitt þeim í hug grun um þá fornu fágun hugsana- og tilfinningalífs- ins. sem nú er týnd og tröllum gefin. J.H. þýddi. □ 18 TfMINN SUNNUPAGSBI.AÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.