Tíminn Sunnudagsblað - 09.01.1972, Page 12

Tíminn Sunnudagsblað - 09.01.1972, Page 12
| Hún er náiega | fimmtug orbin, | en jbó sjálfkjörin | á Ólympíuleikana Þegar Danir velja á þessu ári i íþróttafólk það, sem þeir senda á ólympíuleikana í Þýzkalandi, verð- ur fyrirsjáanlega í hópnum kona, sem líklegt er, að setji met á sömu stundu og hún birtist á leiíkvang- i inum: Hún verður elzt allra þátt- takenda, enda þegar orðin amma. ; íþrótt sína byrjaði hún ekki að iðka fyrr en fyrir rúmum áratug, er dóttir hennar gifti sig og flutt- í ist að heiman. Og orsökin var sú, að henni fannst þá orðið svo tóm- legt heima. Þessi kona á fceima í Gladsakse, i einu af úthverfum Kaupmanna- hafnar, og heitir Lilý Lentz, fjöru- tíu og sjö ára gömul. Á daginn vinnur hún í símtækjaverksmiðju. íþrótt þessarar konu er boglist. Hún tók sér fyrst boga í hönd af hreinni rælni árið 1959. Það varð til þess, að hún keypti sér boga. Kunningjar hennar sögðu í háði, að nú ætlaði hún að fara að feta í fótspor Hróa hattar, og satt að segja datt engum annað í hug en hún yrði fljótt leið á boganum. En reyndin varð önnur. Hún æfði sig af kappi, og smám saman varð hún markvissari og markvissari. Eftir nokkur ár komst hún í meist- araflokkinn danska, þótt svo væri til aldurs komin, að hún hefði get* að verið móðir flestra keppinauta sinna. Á þessu óri setti hún nýtt Danmerkurmet, er svo var gott, að það hefði nægt henni til þess að komast í fjórða sæti í heimsmeist- arakeppninni í Jórvík á Englandi í sumar. Hún er eina konan í Dan- mörku, er tekizt hefur alveg ótví- rætt að fullnægja þeim kröfum, sem gerðar verða til þátttakenda 20 'I I M I I\l N SIJNMJDAGSBI.AÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.