Tíminn Sunnudagsblað - 09.01.1972, Síða 14
V/Ð GLUGGANN
Norska ríkisstjórnin hefur á
prjónunum frumvarp um þátt-
töku verkafólks í stjórn fyrir-
tækja, og verður þar svo fyrir
mælt, aS hlutafélög, sem hafa
tvö hundruð menn eða fleiri í
þjónustu sinni, lúti yfirstjórn
ráðs, sem að þriðjungi er skip-
að kosnum fulltrúum verka-
fólks. Þetta ráð skal fjalla um
alla fjárfestingu, sem eitthvað
kveður að, ákvarðanir um hag-
kvæmni í rekstri og breytingar
á framleiðsluháttum, er áhrif
hafa á það, hve margt fólk get-
ur notið vinnu hjá fyrirtækinu.
Þetta ráð á einnig að velja fyr-
tækjunum stjórn og formann
hennar. Þessi ákvæði eru talin
muni taka til um þús. norskra
fyrirtækja með rúmlega tvö
hundruð og þrjátiu þúsund
verkamenn í þjónustu sinni.
Sömuleiðis á meirihluti vinnu-
þega í fyrirtækjum, þar sem
vinna fimmtíu menn eða fleiri,
að geta krafizt þess, að þriðjung
ur stjórnar fyrirtækisins sé val-
inn af þeim sjálfum og úr
þeirra hópi.
Þetta er hugsað sem fyrsta
skrefið í átt til svonefnds at-
vinnulýðræðis, og er gert ráð
fyrir fjölþættari löggjöf, er
stefni í sömu átt, á næstu árum
tveim til þremur.
★
Könnun hefur verið gerð á
því í Noregi, hversu mikill tími
fer í súginn þar í landi í bið-
stofum. Hefur mönnum reikn-
azt svo til, að biðstofur lækna
gleypi tíu milljónir klukku-
stunda á ári, en sú tala marg-
faídast, þegar við bætist allt
norp fólks í biðstofum fjár-
málastofnana, embættismanna,
lögfræðinga, verkfræðinga,
skólastjóra eg margra annarra.
Vinnutapið, sem af þessu hlýzt,
jafngildir allsherjarverkfaili í
ekki svo fáa daga á ári hverju,
og í rauninni er það miklu
meira en virðast kann í fljótu
bragði, því að þessi seta fólks
í biðstofum hefur miklar og
margvíslegar keðjuverkanir og
valda öðrum töfum og óþægind-
um, sem enginn kostur er að
gizka á, hversu miklu tjóni
valda. Enn bætist hér við sá
háttur embættismanna og skrif-
stofufólks að draga við sig svör
við erindum fólks, jafnvel þótt
engu torveldara sé að veita þau
strax heldur en síðar, og jafn-
vel láta þeim ósvarað langtím-
um saman, þótt það hafi í för
með sér margfalda fyrirhöfn og
umstang.
Norsk nefnd, sem rannsakað
hefur þetta mál, hefur komizt
að þeirri niðurstöðu, að fækka
megi þessum biðtímum um
helming með góðum vilja og
góðu skipulagi.
í þokkabót er það sameigin-
legt svo til öllum þessum bið-
stofum, að þær eru einhverjar
hinar ömurlegustu vistarverur,
sem dæmi eru um, sætin iðu-
lega harðir trébekkir og oft allt
of fá, og óhrein ræksni af göml-
um, útlendum myndablöðum
liggjandi í kös á borði handa
fólki til þess að una við, ef
nokkuð er.
★
Pompidou, forseti Frakklands,
og Marcellin innanríkisráðherra
hafa hótað því, að dauðarefsing
verði lögð við eiturlyfjasöiu,
ef ekki tekst að kveða slikan
verknað niður með öðrum
hætti. í þessu máli virðast þeir
hafa stuðning bæði meðal hægri
manna og vinstrimanna. Korsíku
búar eru taldir skæöastir allra
eiturlyfjasala í Frakklandi, og
er álitið, að þeir hafi náð slílk
um völdum í Suður-Frakklandi,
að stjórnmálamenn ráðstafi lög
reglustjóraembættum og sak-
sóknaraembættum að fyrirlagi
foringjanna. Tölur hafa ekki ver
ið birtar um það, hversu marg
ir menn láta nú lífið árlega í
Frakklandi sökum eiturlyfja-
neyzlu, og er talið, að þessi tala
sé svo geigvænlega há, að stjórn
arvöld vilji ekki auka ótta al-
mennings með því að gera hana
heyrinkunna.
★
Alþjóðalögreglan í París hef
ur afhjúpað glæpamannahring,
sem hafði það að atvinnu að
ginna kynblendingsstúlkur í
Brasilíu til Evrópu og selja
þær þar í vestur-evróþskum
stórborgum. Forgöngumaður
þessa fyrirtækis var ítalskur,
en auðmenn í ýmsum löndum
áttu hlut að því. Eina stúlkn-
anna hafði glæpahringnum tek-
izt að selja í Vestur-Berlín á
sjö hundruð þúsund krónur, en
oftast hafði hann orðið að láta
sér lynda miklu lægra verð.
★
í Sovétríkjunum er fjörutíu
og ein milljón nautgripa. Árið
1970 nam mjólkurframleiðslan
þar áttatíu og þrem milljónum
smálesta.
★
Á ársþingi dönsku krabba-
meinsnefndarinnar, sem haldið
var í Óðinsvéum, var samþykkt
að banna þátttakendum reyk-
ingar á fundunum, þar sem
slíkum mönnum bæri ríkust
skylda til þess að gera hreint
fyrir sínum dyrum. í hópnum
var þó aðeins einn maður, sem
að jafnaði var með vindil uppi
í sér, prófessor frá Árósum. >
Hann beygði sig að sjálfsögðu i
fyrir samþykktinni.
T I H I N N
SUNNUOAG8BLAB