Tíminn Sunnudagsblað - 09.01.1972, Síða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 09.01.1972, Síða 15
Þórunn EBfa Magnúsdóttír MAREN þjoílsfsþættír 14. Brugðið á leik mitt í lífsins önn. Áður en skilið er við árið 1912 er rétt að líta um öxl til sumars- ins. Þó að annríki væri mikið, mörg vinnuloforð að efna, áður en Maren legði upp í suðurferð með haust- inu, eins og hún hafði ætlað sér, lét hún það eftir sér að taka sér nokkurra daga orlof. En þá mun hana að sjálfsögðu ekki hafa órað fyrir því, að fyrir henni lægi heim- iiisaðstoð og hjúkrun á Katastöð- um, Ærlækjarseli og Sandfells- haga, heldur hefur hún verið búin að skipuleggja vinnu sína til hausts. Það var í fullu samræmi við lundarfar Marenar, bjartsýni henn- ar og trú á, að allt gengi „með guðs hjálp“, að hún brá á leik mitt í lífsins önn. Hana langaði til að hitta ýmsa vini áður en hún færi suður, og henni hraus ekki hugur við að vinna um helgar og nótt með degi, hafði fyrr gert það, svo að hún gæti efnt loforð sín og þó komizt suður, áður en veður færu að spillast og sjólag þyngdist. En sakir sjóveiki voru vetrarferðir henni kvíðaefni, hún reyndi því að komast hjá þeim, enda þótt henni þætti að mörgu leyti bezt að fella niður saumaskap um há-skamm- degið, enda vildi þá tími til sess- vinnu ódrýgjast, auk þess, sem hún kaus að dveljast með móður sinni og öðru skylduliði um hátíð- arnar, jól og nýár, og vera því til ánægju og aðstoðar. Áður en Maren lagði upp í or- lofsferð sína var hún í Ási og gekk að heyskap á túni, bæði til hjálp- ar og sjálfri sér til ánægju. Skógarilmurinn fylgdi henni úr hlaði í Ási, og á ferð sinni það- T f M 1 N N — SUNNUDAGSBBAÐ an og norður eftir Öxarfirðinum hefur hin fagurskyggna og ilm- næma ferðakona getað tekið und- ir með skáldinu, Einari Benedikts- syni, sem orti á ferð sinni um Öx- arfjörð: Ég byrgist við runnalimið lágt, í lognkyrrð öll hlíðin glitrar. og ilmbylgjan um mig titrar“. Maren setur sér það sem aðaltak- mark ferðarinnar — að því er hún lætur uppi — að sækja heim forn- vinina í Presthólum. Heimilið þar hafði orðið henni sem opið hlið að víðfeðmu og fögru héraði, sem hún batt við tryggð. Landslag var þar slíkt sem nú, að öðru leyti en því, að víðáttu- miklar túnasléttur hafa breiðzt yf- ir kjarr og lyngmóa, þar sem gott var til berja, einatt rétt við túnfót- inn. En sveitarbragur var að sjálf- sögðu ólíkur því, sem nú er. Heim- ili almennt fólksfleiri og stórbýli voru oft sem heimur í hnotskurn með margbreytilegu mannlífi sínu. í Presthólum hafði Maren eign- azt fyrstu vinstúlkuna eftir að norður kom, Höllu (Halldóru) Bald- vins. Henni var að vísu einkar hlýtt til Láru Lárusdóttur frá Presthól- um, en þær höfðu svo sem fyrr er getið kynnzt í Reykjavík, í skóla Bergljótar Lárusdóttur. Lára var mikil eftirlætistúlka og ekki bundin við sérstök skyldu- störf í Presthólum, hún gat komið og farið eftir vild, og Reykjavík dró hana fast að sér, Húsavík einn- ig, en þaðan var mannsefni henn- ar, Ólafur Jónsson, Arasonar prests á Húsavík. Ólafur var um nokkurt árabil læknir í Reykjavík. Sem áður er frísn komi® voru þeir bræður, Ólnftír og Rútur, er kvæntist Marenu, systur Láru, sum- arið 1911, og iióf með henni bú- skap á Sigurðarstöðum á Melrakka- sléttu, eignarjörð síra Halldórs Presthólum. Staða Höllu Baldvins í Presthó’ a heimilinu var allt önnur en Láru. fóstursystur hennar. Það mátti y’- irleitt ganga að Höllu vísri í Pref,- hólum. Hún var hægri hönd frök- en Halldóru við bústörfin, og hiti og þungi heimilisstjórnar- innar hvíldi æ þyngra á herðum hinnar grönnu og fínbyveðu stúiku eftir því sem árin færðust yfir nöfnu hennar og fóstru og þrek hennar fór þverrandi. Þó að Halla ynni mikið. allt að því stritaði við búið í Presthólum, var yfir henni viss fyrirmennsku- blær, þó að hún gæti ekki efíir al- mennum mælikvarða talizt mikil fyrir manni að’ sjá, en þá þótti gerðarlegt, að stúlkurnar væru mátulega þybbnar, búkonuiegar En Halla var grönn og smáleit, hún var töluvrrt freknótt og það gerði að verkum. að hún sýndist blakkari á hörund en þá þótti fall- egt, þá voru í tízkuheiminum not- aðar sólhlífar til varnar gegn sól- bruna, en íslenzkar stúlkur, sem gengu að útiviiítíu í sólskini. báru höfuðklúta, sem þær létu slúta fram yfir enni og skýla vöngum, þessir klútar voru kallaðir dyllur. Þótt Halla Baldvins væri ekki bú- konulega vaxin né aðsópsmikil í fasi, bar hún með sér myndarskap og snyrtimennsku, og klæðaburð- ur hennar var í ýmsu frábrugðinn því sem algengast var. Ég minn- ist hennar á útisam'komu í Öxar- firði í léttum suínarkjól úr ljósu mússulíni, en flestar konur þar á hennar reki voru í íslenzkum bún- ingi, sem þrengdi að þeim, en síð og víð pils úr klæði eða dömu- kambgarni þyngdu hreyfingar þeirra í skóglend'inu. Þá daga, sem Maren dvaldist í Presthólum, hafa þær vinstúlk- urnar fylgzt að, hvar sem Halla var að störfum. Ef til vill hafa þær brugðið sér út í gróðurríkt hraun- ið við bæjartúnið, þar voru margar berjasælar dokki.'. 2Í

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.