Tíminn Sunnudagsblað - 25.06.1972, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 25.06.1972, Blaðsíða 4
Jðn Þórðarson: Grafið úr gleymsku Dóttir heimasætunnar á Hofi, sem hét eftir Agli Skallagrímssyni Séra Þórarinn Erlendsson var fyrst prestur i Bjarnanesi og prófastur i Austur-Skaftafellssýslu. Fékk Hof i Alftafirði og sleppti þvi brauði ekki fyrr en 1882. Kona hans var Guðný Benediktsdóttir eldri, Þorsteinssonar á Stóru Heiði i Mýrdal. Niðjar þeirra urðu margir, en hér verður aöeins minnzt elztu dóttur þeirra, Guðrúnar, sem i fyllingu tímans gekk að eiga hinn mikla athafnamann, Carl Daniel Túlinius, kaupmann á Eskifirði. Börn þeirra voru: Þórarinn Erlendur, Karl Andrés, Axel Valdemar, Ottó Friðrik, Agla, Axelina Johanne og gjarni. Tvö siðast töldu börnin munu hafa dáið ung. Tveir synir þeirra fengust við verzl- unarstörf. Karl varð verzlunarstjóri á Fáskrúðsfirði, en Ottó rak verzlun á Oddeyri við Eyjafjörð. Þórarinn varð stórkaupmaður i Kaupmannahöfn og hafði skipaútgerð. Hann tdk þátt i Is- lendingafélaginu i Höfn. Vorið 1906 lánaði hann félaginu „Kong Inge” til skemmtifarar félagsins. Var þá farið á sunnudegi til Helsingjaeyrar og þar höfð samkoma með danski á veitinga- stað nokkrum. Ekki er vitað til að hann tæki nokkuð fyrir skipslánið. Fjórði bróðirinn, Axel V. Túliníus, sem fæddist 6. júní 1865, gekk mennta- veginn. Hann varð sýslumaður i Suð- ur-Múlasýslu 1895, en fékk lausn frá embætti 1911 og fluttist þá til Reykja- vfkur. Hann var forstjóri konungsfar- arinnar 1907. Siðar formaður Iþrótta- sambands Islands og skátahöfðingi Is- lands. Meðan Axel gegndi sýslu- mannsstörfum, þurfti hann vitanlega árlega að fara i þingferðir um sýsluna, Sá, er þetta ritar, leit hann fyrst aug- um, er hann var á einni slíkri yfirreið fyrir réttum 70 árum, vorið 1901. Hann reið fyrir ofan garð á bæ þeim, sem ég átti heima á, áleiðis að næsta bæ, en það hvarflaði aldrei að mér, að hún væri ekki að segja satt. A þessu fékk ég óþyrmilega að kenna. Það var mesti harmleikur lifs mins. Ég man þaö eins og það hefði gerzt i gær. Það var mánudaginn 31.mai. Sólin skellihló á himninum, og ég var glaður og kátur i anda eins og mér hefði nýlega tæmzt arfur i Ameriku. Hvað á ég að gera af 508 bóndinn þar var vanur aö ferja hann yfir fjörðinn til Djúpavogs. Sem fyrr segir var Axel forstjóri konungsfararinna 1907. Vafalaust hefur hann haft margt að hugsa i sam- bandi við það starf, en engu að siöur gaf hann sér tima til að muna eftir yngstu dætrum bóndans, sem ferjaði hann aö jafnaði yfir Berufjörð. Keypti hann handa þeim volduga eldavél og fagra brúðu, sem hann sendi þeim frá Reykjavik. Sennilega eru þeir færri, af alislenzkum embættismönnum, sem hefðu sýnt slika hugulsemi undir sam- bærilegum kringumstæðum. Enn minnast systurnar þessarar gjafar frá Axel V. Túliniusi með ástúð og virð- ingu. Þá er að segja frá dóttur þeirra hjóna, sem fæddist 8. júli 1866 og i skirninni hlaut nafnið Aglf:. Faðir hennar mun að mestu haia ráðið nafn- inu. Hann átti Egilssögu, sem hann dáði mjög og las að jafnaði.einnig eftir að hann var kominn i kör. En þar eð honum þótti bókin nokkuð þung til að halda á henni i rúminu, skar hann upp úr henni arkirnar. Var fundið að þessu við-hann, en hann svaraði þvi til, að það væri hann. sem ætti bókina. Agla ólst upp hjá foreldrum sinum á Eskifirði til tuttugu og fjögurra ára aldurs. Hún varð snemma hin glæsi- legasta stúlka, frið, skynsöm og skemmtileg i viðræðum. Á heimili for- eldra hennar á Eskifirði var mjög gestkvæmt. bæði innlendra og er- lendra manna. Við slik tækifæri var dóttirin talin eiga ósmáan þátt i gleð- skap og ánægjulegum viðræðum. Bú- skapur mun og hafa verið henni hug- stæður, þvi þegar hún var 24 ára, átti hún um hundrað fjár. Ekki ól hún samt aldur sinn hér á landi, þvi að áliðnu sumri 1890 fór Agla alfarin úr for- eldrahúsum og var för henni heitið til Danmerkur. I kaupmannahöfn lagði hún stund á hjúkrun og varð siðar for- stöðukona barnahælis i Höfn. Þá er Agla hafði dvalizt i Höfn um fimm ára skeið, giftist hún dönsk- um manni, Frederik Petersen, er var bankastjóri i Skive á Jótlandi. Þar bjuggu þau um 35 ára skeið til ársins 1930, er þau fluttust til Kaupmanna- hafnar. I Skive tók frú Agla mikinn þátt i fé- lags- og bæjarmálum. Hún starfaði alllengi fyrir Rauða kross Danmerkur og var sæmd heiðursmerki þeirrar liknarstofnunar og var lengi formaður i „Dansk Kvindesamfund”, Skive- deildarinnar. öll liknarstarfsemi áttu ötulan starfsmann, þar sem hún var, ekki sizt sú hlið starfseminnar, er vissi að bættum hag barna og unglinga i Skive. Margur fátæklingurátti skjól undir verndarvæng hennar, enda var hennar sárt saknað, er hjónin fluttust til Hafnar. Frú Agla og maður hennar eignuð- ust dóttur, er Aase hét. Hún giftist Dragheim bankastjóra. Son áttu þau, sem lauk stúdentsprófi. Bróðir frú Aase var skirður Bjarni Túlinius Petersen. Hann á dóttur er Grete heit- ir og varð stúdent. Frú Agla Túlinius Petersen andaðist i Kaupmannahöfn 17. júli 1945, 79 ára. Þremur árum siðar lézt maður henn- ar. Þau höfðu verið gift i fimmtiu ár, er frú Agla lézt. Þegar liða tók á ævi hennar, hafði hún oft stytt sér stundir með þvi að rifja upp endurminningar frá æsku- heimili sinu og bernskustöðvum, en ekki auðnaðist henni þó að lita þaer augum, eftir að hún hvarf af landi burt. Við samantekt þessara minninga hefur verið stuðzt við Ættir Austfirð- inga og umsögn ritstjóra ritsins „Heima og erlendis”, sem fjallaði um tsland og Islendinga erlendis. A A ^ A A A *U*|ruð ÖU^-A-l‘LA-I*U*«A * * AAAAA *,», mér i kvöld? hugsaði ég, þegar ég hafði hámað i mig kvöldmat, sem var hinn sami i öll mál: kaldar fiskbollur upp úr dós. Það var mjög innspirandi. Þá datt mér snjallræöi i hug. Auðvitað að fara upp á Hvitaband og gera at i Höllu. Ég skokkaði af stað, ískrandi af heift og hefnigirni. Sú skal nú fá það! Nú skal hún fá að iðrast misgerða sinna við mig undanfarnar vikur. Ég flæ hana lifandi. Ég hringdi bjöllunni með æsandi eftirvæntingu. Bara, að hún væri nú að vinna. Það var strax opnað fyrir mér. Ég skauzt inn með öndina i hálsinum og skimaði i allar áttir. Jú, þarna situr fórnardýrið i setustofunni, grun- laust um allar þær lævislegu snörur og Sunnudagsblaö Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.