Tíminn Sunnudagsblað - 25.06.1972, Síða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 25.06.1972, Síða 17
Halldór Pétursson: r A útfarardegi Brands Brandssonar Brantlur Brandsson var stór og stæöilegur köttur. Svo segir i kvæði Grims Thomsens, að Sörli sé heygður Húsafells i túni og hneggi þar við stall með öllum tygjum. Þar biður hann upprisunnar og tilþrifamikilla spretta á vegum fjalla nýjum. Enn er þess dæmi, og liklega ófá, að miklir gæðingar séu heygðir með viðhöfn, jafnvel með öllum tygjum. Kettir og hundar, sem kærir hafa verið heimafólki, eru lika stundum grafnir með talsverðri viðhöfn. En sá köttur, sem við vitum einna mest haft við að loknu lifshlaupi sinu, átti heima suður i Fossvogi og hét Brandur Brandsson. Við birtum hér húskveðj- una, sem flutt var, ásamt allmörgum myndum frá útför og erfisdrykkju, þvi að einnig voru þar myndasmiðir nær- staddir eins og gerist, þegar merkar persónur kveðja jarðljfið. Hér fer á eftir heimiliskveðjan: Við erum hér saman komin i dag til þess að kveðja hinn mikilsvirta heimilisvin og drápara, Brand Brandsson, Brandur fæddist hér á Snælandi árið 1944 i kassa úti i geymslu, og átti hann þar sammerkt við marga, sem hæst ber i heimssög- unni, en fæddir eru i lagu hreysi. Hann varð snemma þroskavæniegur og byrjaði fljótt að brýna klær og hvessa vigtennur, enda kenndi móðir hans honum að veiða mýs og rottur. Brandur gekk ætið að þessu verki af mikilli alúð og mesta dugnaði og lykt- aði viðureign hans við þessi kvikindi jafnan á þann hátt, að hann beit af þeim hausinn. En vonir hans stefndu hærra: Hann vildi verða einvaldur yfir öllum köttum i Kópavogi, lama og hræða fressin, en hafa læðurnar sér til ánægju og yndishóta. Guðný hús- freyja, fóstra hans, sem hann trúði á, studdi hann með ráðum og dáð. 01 hún hann á nýmjólk, rjóma, heilagfiski og nýju kjöti og öllu, sem hann gat i sig látið. Brandur varð þvi snemma allra katta mestur, sterkastur og þyngstur, og kom likamsþunginn honum að góðu gagni i ógurlegum orustum, sem hann háði. Þegar hér var komið, hætti hann að veiða, bretti aðeins granirnar, ef hann sá rottu, en óneitanlega var eins og skottið styttist, ef hann sá fugl, enda loddi það lengi við, að hann krækti sér i einn og einn fugl upp á sport eins og titt er um góðborgara. Hversdagslega var Brandur heitinn hægur og hibýlaprúður, beit menn Sunnudagsblað Tínnans hvorki né reif, jafnvel þótt honum væri sýndur ójöfnuður, heldur færði sig um set. Margir urðu til þess að strjúka gljatægoan belg nans, og tók hann þvi jafnan með vinsamlegu mali og lét rifa i grænar glyrnur án þess að klær gægðust fram undan gangþófunum. Þeir voru miklir mátar, hann og Litli risinn, en þó vijdi Brandur ekki láta hann bera sig lengi á höndum sér. Oft var lika dátt með honum og Gamla risanum, þegar þeir ræddu utanrikis- málin. Aftur á móti risu hárin á báð- um, þegar farið var út i friðarpólitfk- ina, og lauk þeim orðræðum stundum á þann hátt, að Brandur stökk upp i mikilli reiði og rauk á dyr. Brandur var tortrygginn mjög og lét engan ná sér utan dyra nema fóstru sina, en til hennar kom hann, hvar ser' hún var stödd.en hirti þó ekki til hlitar um predikanir hennar um betra 521

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.