Tíminn Sunnudagsblað - 25.06.1972, Qupperneq 14
Trillan „Maja", sem Guömundur geröi út mörg ár til þess aO atla Djargar 1 uu,
þegar búskapurinn gat ekki framtleytt hinni stóru fjölskyldu.
— Myrkfælnina hefur þú þó ekki
losnað alveg við, vænti ég?
— Ekki alveg, nei, en ekki get ég þó
með sanni sagt, að hún hafi verið mér
fjötur um fót um dagana. Samt man
ég aðeins eftir þvi aö hafa fundið til
myrkfælni, þegar ég var krakki, en
hvorki var það oft né mikið. Drauga-
sögurnarvoru þá að mestu horfnar, og
foreldrar minir voru alveg sérlega
frábitnir öllu þess háttar. A minu
bernskuheimili var ekki talað um
drauga, nema þá helzt til þess að mót-
mæla tilveru þeirra. Annars verð ég
nú að viðurkenna það, að i landareign-
inni heima var til álfakirkja. Stóð hún
á svokölluðu Mjóanesi. Ég leit oft
þangað — af forvitni, en ekki hræðslu
— þegar ég átti leið þar nálægt, en ég
sá aldrei neitt.
— En svo maður snúi sér aö annarri
hlið þjóðfræða:
Þú ert alinn upp við kvöldvökur og
sögulestur?
— Já. Það var alltaf lesið upphátt á
kvöldin og það voru lika kveönar
rimur. Fósturbróðir minn, sem var tíu
árum eldri en ég, las mikið og hann
kvað lika. Og ef gestur kom, sem
vitað var að væri vel læs, var honum
gjarna fegin bók til þess að skemmta
sér og öðrum. Menn kunnu ekki neitt
sérlega vel við það að sitja auöum
höndum i þá daga, og það þótti viður-
kvæmilegra að fá mönnum bók, heldur
en eitthvert annað verk, ef þeir voru
nætursakir á bæ.
— En hvaö var þetta, sem þið lásuö
mest?
— Við lásum fyrst og fremst Is-
lendingasögurnar. En svo var stofnaö
518
lestrarfélag i sveitinni skömmu eftir
1890 og það hjálpaði mönnum mikið og
gerði lesefni þeirra fjölbreyttara.
Annars held ég, að örnfirðingar hafi
lengi verið heldur félagslyndir menn.
Það var snemma á árum stofnað þar
búnaðarfélag. En þegar fór að dofna
yfir þvi, var stofnað þar annað félag,
sem hét Vonin. Um það hafði forgöngu
Hólmgeir Jensson, bóndi og dýra-
læknir á Þórustöðum. Það var hugsað
sem málfundafélag, og það var það,
sem stofnaði lestrarfélagið, sem ég
var að minnast á áðan. Annars lét
Vonarfélagið mörg mál til sin taka, og
ræddi til dæmis mikið um garðrækt og
annað, sem til framfara horfði, en var
mönnum nýlunda. Og þetta varð ekki
árangurslaust, þvi upp úr siöustu
aldamótum var kominn kartöflu-
garður á hvert einasta heimili, en áður
hafði það verið sárafágætt að sjá slika
hluti við hibýli manna. Ætli það hafi
ekki verið þrjú eða fjögur heimili 'I
allri sveitinni, sem áður höfðu haft
litils háttar af kartöflum. Meira
var það nú ekki. Þessu gerbreytti sá
framfaraandi, sem Vonarfélaginu
hafði tekizt að kveikja hjá mönnum.
— Það er auðheyrt, aö þið hafið verið
á undan öðrum sveitum, hvað snertir
stofnun félagssamtaka. Komu þá ekki
ungmennafélögin fljótt til sögunnar
hjá ykkur?
— Það var stofnaö ungmennafélag hjá
okkur árið 1908, og upp úr þvi fór aö
draga úr starfi Vonarfélagsins, þvi hið
nýja félag tók upp á sina arma mörg
þau framfaramál, sem gamla félagið
hafði barizt fyrir. Til dæmis varð ung-
mennafélaginu mikið ágengt með að
bæta málfar manna.
— Já, fannst ykkur verða áberandi
munur á þvi?
— Mikil ósköp. Já, það var alveg ber-
sýnilegt. — Eða auðheyrt, ef menn
vilja það orðalag heldur. Þegar ég var
barn, voru iðnaðarmenn kallaðir klén-
smiðir, snikkarar, og svo framvegis,
og i búðinni voru þeir, faktorinn og
assistentinn. Auðvitað var allur þessi
dönskumokstur af þvi sprottinn, að
verzlunin var enn hálfdönsk, og sam-
skipti við Dani höfðu til skamms tima
verið mjög náin. En ungmennafélagið
okkar gekk i skrokk á öllu þessu af
mikilli röggsemi, og á undra-
skömmum tima hafði þvi tekizt að
hreinsa þessar slettur úr daglegu
máli manna.
. — Var ofið á heimilum á uppvaxtar-
árum þinum?
— Já, Faðir minn óf mikið, og ég var
ekki gamall, þegar ég fór að taka þátt i
þvi verki. Það mun hafa verið fljótlega
eftir að ég fermdist, sem ég tók alveg
við vefnaðinum af föður minum. Ein-
hverju sinni man ég eftir þvi, að við
systkinin vorum að reikna hvað ég
myndi hafa ofið yfir veturinn — ein-
hvern vetur, ég man ekki hvaða ár
þetta var — þá taldist okkur svo til, að
ég hefði ofið fimm hundruð álnir. Og
það er reyndar ekki svo litið. Þá var
enn sá siður i landi, að heimilin byggju
mest að sínu, bæði hvað snerti fæði og
klæði.
— Þú nefndir fæði. Hvernig bjugguð
þið ykkur undir veturinn?
— Aðalfæðan var hertur steinbitur.
Harðfiskur. Lika voru hertir þorsk-
hausar mikið notaðir til manneldis.
— Eitthvert kjötmeti hafið þið hlotið
að hafa?
— Ojá. En ekki var það nú mikið. A
haustin var kjötið saltað niður i tunnu,
en það var ekki svo mikið, að það
nægði okkur nema svona fram um
páskana, með þvi að vera borið á borð
tvisvar i viku. Og á stórhátiðum fékk
maður hangikjöt.
— Og hvernig var húsakosturinn?
— Það voru alls staðar baðstofur.
Þar var sofið, setið og unnið, hver á
sinu rúmi. Stærð hússins var þetta
þrjú eða fjögur stafgólf. Niðri var
gestaherbergi i öðrum endanum, en i
hinum endanum var eldhúsið, eftir að
eldavélarnar komu til sögunnar. A
flestum bæjum var bikuð skarsúö.
— Þetta hefur þá ekki lekið?
— Nei, það gerði það ekki.
— Hvenær fóru torfubæirnir að vikja
fyriröðrum og vandaöri húsum, þarna
i þinni heimabyggð?
— Það varð nú fljótlega upp úr alda-
mótum, en þó auðvitaö hægt og hægt I
fyrstu. Á árunum 1904 til 1910 voru
Sunnudagsblað Timans