Tíminn Sunnudagsblað - 25.06.1972, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 25.06.1972, Blaðsíða 6
Eysteinn Sigurðsson Eysteinn Sigurðsson Svo hefur talazt til á milli okkar Jóns Helgasonar ritstjóra, að ég skrifi á næstunni hér i Sunnudagsblaðiö nokkrar greinar, sem fjalla eiga um markverðustu ljóðskáld, sem að kvað hér á landi á hundrað ára timabilinu frá miðri átjándu öld fram um miðbik þeirrar nitjándu. Verða greinar þessar væntanlega nálægt einum tug talsins, en óráðið er, h\ crsu ört þær birtast, heldur má gera ráð fyrir, að nokkuð iiði á milli. Það er ekki fyrir tilviljun, að þetta timabil hefur hér orðið fyrir valinu. Á þessum tima verður mikil og alhliða endursköSnn r Höðagerð, hún hefst sH°P}ií'yCes og viröingar eftir aö hafa búið við einangrun og að mestu takmarkazt við þröngt svið yrkisefna um alllangt skeið. Þarna koma fram góðskáld hvert á eftir öðru og nokkur stórskáld, þótt þau ættu raunar eftir að verða fleiri á timunum, sem á eftir fóru. Þessi skáld héldu að nokkru uppi merki innlendrar hefðar á fornum grunni i skáldskap sinum. Eins og gef- ur að skilja var arfur þeirra fornbók- menntirnar, bæði dróttkvæði og Eddu- kvæði, íslendingasögur, konungasög- ur, miðaldakvæði og aðrar greinar is- lenzkra bókmennta fyrir siðaskipti. Hið sama átti einnig við um þá miklu bókmenntastarfsemi, sein hér hófst eftir siðaskiptin, þar sem einkum má Arfur og minnast Guðbrandar Þorlákssonar Hólabiskups og svipmikillar bókaút gáfu hans. Bókmenntastarfsemi siða- skiptatimans beindist fyrst og fremst að sálmagerð og þýðingum og frum- samningu guðsorðarita. Urðu þessar tvær greinar hinar umfangsmestu i bókmenntum timabilsins 1550—1750, og náði hvor um sig siðar hátindi i Passiusálmum Hallgrims Péturssonar og Húspostillu Jóns Vidalins. En fleira var þó ort og ritað á tima- bilinu 1550—1750 en guðsorðið eitt. Rimnagerð efldist mjög og vikivakar komu til sögunnar. Margs konar ver- aldleg ljóðagerð kom fram eða efld- ist, svo sem erfiljóð, sjálfsævisögu- kvæði, kraftaskáldskapur og særinga- kvæði, ástarkvæði, gamankvæði, heimsádeilukvæði margs konar og ljóðabréf, svo hið helzta sé nefnt. Ekki má heldur gleyma Austfirzku skáldun- um svo nefndu, Einari Sigurðssyni i Heydölum og afkomendum hans, en þessi skáld sköpuðu nánast sjálfstæð- an skáldaskóla, sem hélzt lengi og fyrst og fremst einkenndist af léttri og óbundinni kveðandi og yrkisefnum, sem sótt voru i daglega lifið, svo sem hestar, tóbak, vinnufólk, kotbændur og annað i svipuðum dúr. Skáld timabilsins 1750—1850 byggðu vitaskuld á þessum heimafengna arfi og héldu i yrkisefnavali áfram eftir svipuðum brautum. En jafnframt þvi sóttu þau sér fyrirmyndir til annarra átta, og erlend skáldskaparáhrif auk- ast hér verulega og eru reyndar undir- staða að ýmsu þvi fremsta, sem þá verður til. 1 þvi sambandi er að nefna þýðingar ýmissa erlendra ondvegis- verka, sem eru allmargar á timabilinu og höfðu veruleg £hrif á innlendan skáldskap. Stóbu þessi áhrif i beinum tengslum við þær tvær bókmennta- stefnur, upplýsingu og rómantik, sem á timabilinu kvað mest að. Þessi miðlun erlendra áhrifa kom á timabilinu fyrst og fremst i hlut lærðu skáldanna eða þeirra úr hópnum, sem höfðu haft aðstöðu til að afla sér menntunar eða dveljast erlendis og kynnast þar straumum og stefnum. Slikir menn settu mesta svipmótið á skáldskap timabilsins, en i skugga þeirra má þó ekki gleyma sjálfmennt- uðu alþýðuskáldunum, sem á þessum tima voru nánast á hverju strái. Heita mátti. að hver sveit og hvert Skáldaþættir I samtími byggðarlag ætti sér sitt skáid. Hin beztu þeirra kváðu langa rimnaflokka, en önnur létu sér nægja að setja sam- an bragi, þar sem taldir voru ógiftir yngissveinar og yngismeyjar eða bátaformenn i byggðarlaginu, yrkja bæjavisur, þar sem hver úr hópi bænda og búaliðs fékk sina einkunn, yrkja um húsdýr sin, erfiljóð um látna granna eða að fást við hver önnur þau yrkisefni, sem fábreytni hversdags- lifsins færði upp i hendurnar. Það hefur orðið hlutskipti hins mikla meirihluta þessa fólks að hverfa að fullu og öllu i móðu gleymskunnar, og hið sama á við um velflest verk þess. Mikið magn af slikum kveðskap er þó varðveitt i handritum, einkum i Landsbókasafni. Mest af þvi verður ó- liklega nokkurn tima gefið út, en hins- vegar bera þessi lúnu blöð og lösnu skræður fagran vott um óþreytandi bókiðjuáhuga fátæks almúgalýðs á norðurhjara veraldar, sem dró fram lifið á kotbúskap og fiskidrætti, undir viðskiptaharðstjórn og efnaleysi til hvers konar eigin frumkvæðis. Það er ekki af virðingarleysi, sem þessara al- þýðuskálda er ekki getið hér i ýtarlegu máli hvers um sig, heldur af i.mu, að kringumstæðurnar bjuggu þannig að þeim, að skáldskapur þeirra hlaut að verða fátæklegur og einskis virði eftir- komendunum nema sem sögulegar minjar. Hins vegar hefst á þessu timabili með lærðu skáldunum sá háttur, að þau skipa sér fremst i fylkingu i bar- áttunni fyrir endurreisn lands og þjóð- ar. Stór hluti skáldanna frá miðri átjándu öld og allt fram yfir siðustu aldamót voru jafnframt stjórnmála- menn á sinna tima mælikvarða, en meginviðfangsefni þeirra, sem létu sig hérlend þjóðmál varða á þessum tima, var einmitt það, hvernig mætti rétta þjóðina úr kútnum, að berjast fyrir endurbótum á framfærsluatvinnuveg- um hennar og á verzlunarháttunum, og þegar fram i sótti að vinna að sjálf- stæði hennar. Af þessu leiðir það, að mikill hluti af kveðskap timabilsins er hvetjandi og örvandi til dáða og framfara. Skáldin voru i forystusveitinni, og hjá hinni kveðskaparelskandi þjóð sinni fundu þau þann hljómgrunn sem þurfti. Vita- skuld er það ofmælt, að Islendingar 510 Sunnudagsblaö Timans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.