Tíminn Sunnudagsblað - 25.06.1972, Side 19
Og erfisdrykkjan var einnig meö fullum sóma, en þó meö hófi. Eikkert vín um
hönd haft. enda var Brandur bindindisköttur.
öðrum grimmur og tortrygginn. Við
fráfall hans er mikill harmur kveðinn
að öllum læðum i nágrenninu, og hafa
þær eigi treyst sér til þess að fylgja
honum til hinztu hvilu.
Vottum við þessum læðum dýpstu
samúð, sem og fóstru hans, er þykir
sjónarsviptir orðið hafa við fráfall
þessa mikilsvirta heimilisvinar, og
lllyleg heimiliskveðja var flutt yfir
kistu Brands, og talaði þar fjárhaids-
maður Brands og ráðgjafi.
Kista Brands var haglega smiðuö og
hin snotrasta, en blóm voru afþökkuð.
mun sess hans seint verða fullskip-
aður.
Hið vinalega mal er þagnað, og
myndi það kosta ærið fé hjá Stefi. En
vér vonum, ef þú hittir óvini þina á
eilifðarenginu, þá heyir þú aðeins við
þá kalt strið, en begripir þig ekki á
hinum vængjuðu verum, sem þarna
kunna að vera á flökti. Vér kveðjum
svo með lotningu þetta tittnefnda,
tigulega fress, og vonum vér, að and-
inn mikli sjái þér fyrir glæstum veiði
löndum, þar sem belgheitar læður
verma hvilu þina, og megir þú þar
rikja um aldir alda.
Af ketti ertu kominn, af ketti skaltu
aftur verða og með köttum skaltu upp
risa-
Arfur og samtími
Framhald af bls. 512
sjálfur skáld, svo að orð sé nú á ger-
andi.
Þá er að nefna Hið islenzka bók-
mennta félág , sem stofnað
var i Heykjavik og Kaupmannahöfn
1810 að frumkvæði danska málfræð-
ingsins Rasmusar Kristjáns Rask. Ut-
gáfustarfsemi þess'varð snemma um-
fangsmikil, en timarit á þessu
timabili voru tslenzk sagnablöð
(1817—26) og Skirnir, sem hóf göngu
sina 1827 og kemur út enn. Upp úr
þessu hófust siðan þau timarit úti i
Kaupmannahöfn, sem hvert manns-
barn þekkir, Ármann á Alþingi, sem
Baldvin Einarsson og Þorgeir Guð-
mundsson gáfu út 1829—32, Fjölnir,
sem út kom 1835—47, og loks Ný fé-
lagsrit, sem Jón Sigurðsson hóf útgáfu
á 1841. Nefna má og fleiri blöð frá
þessum tima, svo sem Sunnanpóstinn,
sem nú er einkum minnzt fyrir skærur
hans við Fjölni.
Það atriði hinnar almennu lands-
sögu timabilsins 1750—1850, sem eink-
um snertir skáldskapinn á sama tima,
er þvi upphaf útgáfu bóka og timarita
um hagnýt og veraldleg efni. Sömu-
leiðis höfðu þær frelsis- og framfara-
hugmyndir, sem hingað bárust þá frá
Evrópu, mikil áhrif á þróun ljóðlistar,
fyrst og fremst þó á yrkisefnavalið,
þ.e. menn iitu gjörólikum augum á
söguna, landið og náttúru þess frá þvi
sem áður hafði tiðkazt. Þessar hug-
myndir bárust hingað frá þáverandi
höfuðborg landsins, Kaupmannahöfn,
og geta má þess, að þennan tima var
þar talsverð gróska i andlegu lifi, sem
og i dönskum bókmenntum, enda áttu
nýjustu stefnur og hræringar sunnan
úr Evrópu þá sem endranær greiða
leið þangað. Fyrsta ljóðskáldið, sem
snéri þaðan hingaö heim altekið af
nýjum hugmyndum, var Eggert Ólafs-
son, og að honum og verkum hans
verður vikið i næstu grein.
(Helztu heimildir: Saga tslendinga,
VI. og VII. bd.: Stefán Einarsson: Is-
lenzk bókmenntasaga 874—1960 (Rvk.
1961): Vilhjálmur Þ. Gislason: tslenzk
endurreisn (Rvk. 1923): Jón Helgason
dr. theol. biskup: Meistari Hálfdán
(Rvk. 1935): Jón Helgason próf.:
Hrappseyjarprentsmiðja 1773—1794
(Kmh. 1928): Klemens Jónsson:
Fjögur hundruð ára saga prentlistar-
innar á tslandi (Rvk. 1930). )
o
Sunnudagsblað Tímans
523