Tíminn Sunnudagsblað - 25.06.1972, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 25.06.1972, Blaðsíða 13
leitt ekki aörir en þeir, sem voru á sjálfum hvalveiöibátunum. — En hvernig var að vera á þessum hvalföngurum? Var það sæmileg at- vinna? — Þaö þótti nú heldur rýrt. Ég man vel eftir þvi, að þeir fengu þetta þrjá- tiu krónur — ja kannski þrjátiu og tvær, þrjár krónur á mánuði — og það var nú fremur slæleg þénusta, jafnvel miðað við peningagildi þessara ára. — Þú nefndir þarna áðan, að fjöl- skylda þin hefði stækkað fljótt. Eign- uðust þið hjónin mörg börn? — Þau urðu tiu, en auk þess var allt- af eitthvað af öðru fólki, svo það var sjaldan færra en þetta fimmtán-sextán manns i heimili, og oft allt upp i átján. Þaö var þvi marga munna að fæða, og veitti ekki af að hafa allar klær úti til fæðuöflunar. — Varstu þá ekki lika með stórt bú? — Nei, það var ég nú ekki ,enda hef- ur það aldrei orðið rikjandi regla á Vestfjörðum að hafa búin stór. Lengi vel var ég aðeins með kýr fyr- ir heimilið svona fjórar, oftast nær. — Svo margar þó? — Já, maður gat ekki komizt af með minna. Það var talið algert lágmark, en það væri einn speni á menn, eða með öðrum orðum, að fjórir menn væru um hverja kú. Þú sérð, að út fyr- ir þann ramma hef ég ekki fariö. En svo kom nú mjólkursala til Isafjarðar og þá fór maður heldur að fjölga kún- um. Aftur á móti var ég alltaf með fátt sauðfé, eða það held ég að ykkur á Austurlandi hefði að minnsta kosti þótt. Ég komst ekki i hundrað kindur, þær urðu aldrei fleiri en sjötiu til átta- tiu. — Voru heyskaparmöguleikarnir kannski takmarkaðir? — Já, á minni jörð voru þeir það — þangað til farið var að rækta. En það bjargaði miklu, að frá mér var skammt að kirkjustaðnum Holti, og þar voru svona allt að þvi óþrjótandi slægjur. — Og þangað hafið þið leitað, þegar að kreppti með heyöflun heima fyrir? — Já, þangað var mikið leitað. Ann- ars er þaösannast að segja umbúskap- inn þarna, að jarðir voru litlar og sundurslitnar. A flestum bæjum vár tvibýli og þribýli á sumum. Menn stunduöu lika sjóinn i og með, flestir hverjir, og stóð svo allt fram að heims- styrjöldinni siðari. — Ekki hafa þeir nú getað gert það nema suma tima ársins? — Nei, aö visu ekki. En það var allt- af gert á vorin og oft á haustin lika, en þó ekki eins almennt. —. Voru nokkrir umrenningar á heimaslóðum þinum, þegar þú varst að alast upp? Guðmundur Gilsson, bóndi og skipstjóri I Hjaröardal I önundarfiröi Nei. Eini sérkennilegi maöurinn, sem ég man eftir, var Simon Dala- skáld. Veit ég þó ekki, hvort rétt er að telja hann i hópi umrenninga. Ég man sérstaklega eftir honum fyrir,hve létt- ur og hvikur hann var i öllum hreyf- ingum. Og ef hann var að yrkja um heimilisfólkið, sem oft bar við, þá þurfti hann alltaf að flytja sig til og setjast við hlið þess, sem hann var að yrkja um þá stundina. Mér varð star- sýnt á þetta og man vel eftir þvi. — En voru nokkrir galdramenn á Vestfjörðum i barnæsku þinni? — Galdramenn? Nei, ég held nú siö- ur. — Og hafa kannski aldrei verið? — Það held ég hreint ekki. Aftur á móti mun þaðhafa verið til þar eins og viða annars staðar, að gamansamir menn gerðu sér það til dundurs i fá- sinninu að lofa hjátrúarfullum sálum að standa i þeirri meiningu, að þeir væru göldróttir. Ég er jafnvel ekki frá þvi, að menn hafi stundum hér fyrr- um, haft nokkurn ábata af slfku, þótt auðvitað hafi allt slikt veriö úr sögunni löngu fyrir mina daga. — En þjóðtrúin hefur þó ekki verið út dauð? Ég á við drauma, fyrirburði, fylgjur og annað þvilikt. — Eitthvað var nú til af sliku, en ég varð þess ósköp lftið var, og setti mig aldrei neitt inn i það. — Þú hefur kannski ekki verið neitt hneigður til, hjátrúar? — Nei, aldrei. Ég var hvorki forvit- inn né áhugasamur um slika hluti, og hef aldrei verið það. Sunnudagsblað Timans 517

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.