Tíminn Sunnudagsblað - 25.06.1972, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 25.06.1972, Blaðsíða 10
huglaus, og þegar liösforinginn gerðist nærgöngull við stúlkuna, þá var það Sanin, sem tók upp hanzkann fyrir hana Hinn var vesalingur. Og veiztu svo, hvernig fór? Þeir skutu hvor á annan — færið fimmtón skrefið eins og vera bar. Og svo varð Sanin heitmaður stúlkunnar i staðinn fyrir hinn. Ö, fvan Stephanóvitsj! Ég hef hugsað um hann heila nótt, og þó veit ég, að hann getur ekki lengur verið á lifi. Þetta gerðist árið 1840 — fyrir niutiu og tveimur árum. En hugsaðu þér bara, að þá skyldi vera til svona hugað fólk, sem ekki var alltaf að velta fyrir sér tölum eða vitna i ræður, sem enginn getur hent reiður á. — Ljóska, sagði ég i viðvörunartón. Þú talar eins og andbyltingarsinni. Geturðu ekki skilið, að fólk eins og þessi sögupersóna, sem þú ert að vitna i, hugsaði ekki um annað en ein- hvern hégóma, sem þvi einu kom við. Þetta fólk hugsaði ekki um aðra. Ástarþvaður, Ljóska —svona er það? Þú ert barn enn, og hvað varðar þig um svona fugla, sem heyja einvigi og láta skjóta sig vegna einhverrar stelpu? En nú var Ljósku nóg boðíð. — Skammastu þin ekki, fvan Step- hanóvitsj? Að þú skulir ekki skilja þetta betur en það hitt? Þú talar bara eins og Kostia frændi, þegar henn er að þusa um þessar vélar og verksmiðjur —-eða þá vinnutima og framleiðslu. Og ég,sem hélt, að þú værir öðru visi! Augu hennar skutu gneistum, og ljóshærð og litfrið konungsdótturin breyttist i reiða skapmikla konu, sem kunni sannarlega að bita frá sér. Einn góðan veðurdag fékk ég her- bergi út af fyrir mig inn i Moskvu. Það var eins og að fá stórvinning i happ- drætti. Herbergi inni i borg. ekki stein- snar frá Ljúbijanka, gamla fangels- inu, og aðeins fimmtán minútna ganga á vinnustaðinn! Að fá að ganga og þurfa ekki að troða sér inn i strætis- vagn, þurfa ekki að stimpast við konur og börn — það var mikið happ! Ég saknaði ekki neins, sem ég hafði búið með mánuðum saman — nema Ljósku. Þegarég rogaðist út með tösk- una mina, stóð hún i hliðinu. Hún bað mig að gleyma sér ekki. Hún tók vandræðalega i höndina á mér,þakkaði fyrir allt hefðarfólkið, sem ég hafði komið henni i kynni við, og allar þær stundir, þegar við spjölluðum saman. Nú var þessu lokið. — Ljóska, sagði ég að siðustu. Ef eitthvað kynni að bjáta á — ef amma þin deyr, meina ég, og þú kynnir að lenda á hrakhólum — leitaðu mig þá uppi. Eg skal reyna að hjálpa þér. Svo gleymdi ég Ljósku eiginlega og öllu þessu fólki, sem henni var hug- leiknast. Vinnukappið, stjórnmálin og alls konar mótlæti dró huga minn frá Losinaja og litlu stúlkunni, sem hafði verið kunningi minn. En þrem mán- uðum eftir brottför mina birtist Ljóska i skrifstofu minni og hélt á tösku, sem var enn verr leikin heldur en min. Hún hneigði sig eins og hver önnur telpa og rétti mér höndina. — Hér er ég, tvan Stephanóvitsj, sagði hún. Amma er dáin. Þetta kom eins og reiðarslag yfir mig. Þarna stóð Ljóska. Hún hafði vitjað min, nákvæmlega eins og ég hafði boðið henni, og hún ætlaðist til þess, að ég greiddi götu hennar. En hvernig átti ég að gera það? — Tylitu þér, sagði ég. Hún settist á bezta stólinn, og þegar ég hafði virt hana fyrir mér, sá ég, að hún hafði stækkað til muna. Hún var ekki heldur jafnbarnalega og hún hafði verið fyrir nokkrum mánuðum. Hún var komin vel á veg að verða kven- maður — ef svona konungsdóttur hæfir slikt nafn. Þvi að enn fannst mér Ljóska vera hálfgerð konungsdóttir —ljóshærð.stærilát og þrálynd. — Jæja. Ljóska.stamaði ég. Hvernig heldurðu. að þú kynnir við þig innan um þá, sem eru i þjónustu flokksins? Til dæmis i einhvers konar skóla? Hún þreif töskuna sina og gekk til dyra, án þess að svara einu orði. Hún virti mig ekki einu sinni viðlits. — Ljóska! hrópaði ég. Biddu! Ég mundaði pennann minn og fór að teikna alls konar karla á blaðsnepil — karla. sem grétu, ef munnvikin voru látin siga niðúr, en hlógu, ef þau horfðu upp. Ljóska staldraði við, horfði á teikningar minar og fór svo allt i einu að hlæja. Aldrei fyrr hafði ég heyrt hana hlæja. Mér létti, að hlátur skyldi þó ekki vera bannfærður i hug- myndaheimi hennar. Og hvilikur hlát- ur! Skáld hefðu hér gripið til gamal- kunnrar likingar um klingjandi silfur- bjöllur. Sjálfur held ég, að hlátur Ljósku hafi frekar likzt þeim hljómi, sem við hevrum þegar við sláum te- skeið i vel slipað vinglas. Og nú settist Ljóska andspænis mér og fór að auka við teikningar minar. — Þú skalt láta munnvikin ná ennþá lengra upp, og i öllum hamingju bæn- um — hafðu styttra á milli augnanna — svona! Sérðu ekki, hvað karlinn hlær innilega. Og ef við látum þetta strik ná alla leið upp á enni, þá er hann farinn i fýlu. — Ljóska, sagði ég ströngum rómi og tók af henni pennann — þú hæðist að mér. Það er eitt og annað, sem þú ættir að festa þér i minni. 1 fyrsta lagi er ég ekki göfugmennið Sanin, sem hættir lifi sinu vegna stelpukjána. 1 öðru lagi skaltu taka töskuna þina og koma með mér. Þú getur búið hjá mér fyrst um sinn. Auðvitað hef ég ekki ráð á öðru en einu herbergi, en ég get útvegað einhvern beddagarm handa þér. Og ég reyki ekki, svo að tóbaksreykur gerir þér ekki lifið leitt. — Þakka þér fyrir, ívan Stephan- óvitsj, sagði hún og gerði eins og ég skipaði henni. Ég bauðst ekki til þess að bera töskuna hennar. Ég vildi ekki dekra við hana, auk þess sem ég átti nokkurs i að hefna vegna meðferðar hennar á körlunum, sem ég teiknaði. Þegar við nálguðumst Ljúbljanka, sneri ég mér að henni og sagði kulda- lega: — Og þú verður að vinna, Ljóska — þú verður að vinna eins og fjandinn standi yfir þér með reiddan halann. Þú ferð i búðir fyrir mig og sýður kvöld- mat handa okkur. Og á daginn ætla ég að láta þig læra, þvi að þú kannt ekk- ert, skilur ekkert og verður aldrei neitt, ef þú lærir ekki. Og nú var eins og silfurskeið væri slegið i heila röð af slipuðum glösum. Það varð mikil breyting á lifi minu. Eiúbýiinu. sem ég hafði þráð, var iok- ið, og nú var lika endir bundinn á slark mitt i hopi góðra vina. Ég bar ábyrgð á Ljósku. Ef það skyldi nú gerast ein- hvern góðan veðurdag, að hún þreytt- ist á mér og gömlu bókunum sinum! Ég vildi ekki festa hugann við slikt. Ljóska var orðin hluti af lifi minu, eins og konungsdóttirin er hluti af heimi barnsins, og ég vildi ekki nugsa til þess, að ég missti hana frá mér. Ljóska varð til meiri gagnsmuna en ég hafði imyndað mér, þegar ég tók hana til min i herbergið. Ég varð mér úti um stórt spjald, sem ég reisti upp framan við rúmið mitt, svo að ég gæti látið eins og ég væri einn i herberginu og þyrfti ekki að slökkva ljósið vegna hennar. Ljóska keypti það, sem okkur vanhagaði um. Hún fór i biðraðir til þess að sækja steinoliu og brauð, hún þreif herbergið og bjó um mig, og hún las gamlar bækur. Hún las svo mikið, að ég fór að kviða þvi, að bráðum yrði allt upplesið. — Ég verð liklega að fara að skrifa skáldsögu af gömlu gerðinni handa þér Ljóska, sagði ég. Það hiýtur að vera orðið fátt. sem þú átt ólesið. Hún klappaði saman lófunum. — Ó, fvan Stephanóvitsj — gerðu það! Skrifaðu skáldsögu um ósvikið fólk, sem hefur hjartað á réttum stað og er óhrætt við að fórna hverju sem er. En ekki samt fyrir fimm-ára- áætlunina. . . . — Gættu þin. Ljóska, sagði ég og benti út um gluggann. Þar blöstu við 514 Sunnudagsblað Timans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.