Tíminn Sunnudagsblað - 25.06.1972, Síða 9
Ivan Faludi:
Viltu bíða mín?
Við áttum heima i gömlu hrófatildri
i útjaðri milljónaborgarinnar Moskvu
— úthverfi, sem nefndist hinu örðuga
nafni Losinoostrovskaja.
Hægra megin við okkur — og aðeins
fúið timburþil á milli — voru tvær
holdugar stúlkur frá Úkraniu. önnur
var trúlofuð lögreglumanni, fámálg-
um manni, sem hafði elzt fyrir aldur
fram, með hörkulegt yfirskegg og
flöktandi augu. Þessi heitmaður stúlk-
unnar hafðist oft við i herberginu
næturlangt, og það var ekki endilega
alltaf sama stúlkan, sem naut þess
sóma að hafa hann hjá sér.
Vinstra megin bjó öldruö kona með
dótturdóttur sina. Gamla konan var
orðin hrum. Hún var astmaveik og
orðin hálffarlama. Telpan var fjórtán
ára, augun stór og blá, hárið ljóst, rétt
eins og vagga hennar hefði staðið á
Norðurlöndum. Hún hét Ljóska, og
hún minnti einna helzt á konungsdótt-
ur úr einhverri ævintýrabókinni, sem
við lásum i bernsku.
Kerlingin skapstygg, mædd af elli og
'heilsuleysi, kannski lika geðstirð að
upplagi. Telpan var á sifelldum hlaup-
um i búðirnar að sækja brauð og stein-
oliu. Hún var tággrönn mjög alvarleg i
bragði og mesti bókaormur. Hún lék
sér aldrei við börnin i nágrenninu.
Þetta var einþykk og sérvitur
prinsessa.
Þetta var rétt eftir 1930, og þá var
Moskva ekki staður, þar sem dekrað
væri við prinsessur. Fyrsta fimm-ára-
áætlunin var komin til framkvæmda,
og allir voru önnum kafnir. Borgin
sogaði til sin bændur úr fjarlægum
héruðum og breytti þeim i erfiðismenn
við sitt hæfi. Þeir settust þar um kyrrt,
er ný borgarhverfi skyldu risa, og
sváfu á jörðinni fyrst i stað með
samanbrotna flik undir höfðinu.
Með bændunum barst óboðinn
gestur til borgarinnar: Taugaveiki.
Þessi sjúkdómur vakti fyrst mikla
skelfingu, en fólk vandist hættunni
smám saman. Þetta var eitt af þvi,
sem menn urðu að horfast i augu við.
Sjúkir menn voru fluttir burt með
úthverfalestunum. og likum var raðað
i likhúsin.
— Ljóska, sagði ég við telpuna. Þú
ættir ekki að liggja i þessum bóka-
druslum úr safninu. Þú gætir fengið
taugaveiki.
Hún horfði undrandi á mig, en sagði
svo:
—- Varðar þig eitthvað um heilsu
mina, Ivan Stepanóvitsj?
— Nei, svaraði ég. En það er
heimskulegt að vera að sækjast eftir
taugaveiki. Mig langar til þess að sjá
þig glaða — sjá þig leika þér við hin
börnin.
— Glaða? Attu við, að ég eigi að
velta mér hérna i aurnum eins og hin»
ir krakkarnir? Eða fara i skrúðgöngu
með framherjunum og syngja þessar
asnalegu visur þeirra? Mig langar
ekki til þess, Ég veit að i gamla daga
Ég tók að mér heilsuverndina. Ég
útvegaði Ljósku bækur hjá kunn-
ingjum minum. Kunningjar minir
hæddustað mér. Þessi árin voru fáir,
sem hirtu um að lesa gamlar sögur
eftir Aksakoff og Túrgenéff. En ég
varð bezti vinur Ljósku — nei, eini vin-
urinn, sem hún átti , að ég held. Hún
kom á móti mér á hverju kvöldi og
spurði.
— Ertu með einhverja gamla bók
handa mér?
Ég áorkaði þvi, að hún kynntist
gömlu bókmenntunum, en inn á milli
reyndi ég að skjóta fáeinum nýjum
bókum — ritum manna, sem skrifuðu
um fimm-ára-áætlunina og samyrkju-
búskapinn. En þess konar sögum skil-
aðihúnmér venjulega ólesnum daginn
eftir.
— Góði tvan Stepanóvitsj — ég bað-
um skemmtilegar sögur um ungar
stúikur, sem dreymir um ástir — fall-
egar sögur, þar sem sagt er frá finum
mönnum.
— Finum mönnum —hvað áttu við,
Ljóska?
— Æ. þú veizt það....Menn, sem
kyssa stúlkur á höndina og fórna öllu
fyrir það, sem þeim finnst gott.
— Ljóska min, sagði ég. Við lifum
einmitt á þeim timum, þegar ótal
margir fórna öllu fyrir það, sem þeir
vænta sér mikils af. Hugsaðu um
hetjurnar meðal verkalýðsins, sem
eru að reisa landið úr rústum — alla
þá, sem vinna og vinna þar til þeir
hniga niður, hvort heldur það er i
verksmiðjum eða rannsóknarstofum.
Eða hugsaðu um kennarana, sem
kenna vannærðir i skólunum frá
morgni til kvölds án möglunar og
„Viltu biða min”, sagði
Ljóska litla, fjórtán ára rúss-
nesk stúlka við ungverjann Ivan
Faludi, þegar hann var i
Moskvu um 1930.
Frá þessum kynnum segir
hann i nýlegri bók sinni sem hér
birtast smákaflar úr, en hann
kann frá mörgu að segja frá
árunum fyrir fyrir strið og i
striðinu. Hánn fiúði til Húss-
lands á Stalinstimanum eftir
brottvisun úr Noregi.
keppa að þvi einu að ala upp nýja og
betri kynslóð.
Hún horföi á mig ásökunaraugum.
— Hvernig getur þú, Ivan Stephanó-
vitsj, talað svona? Það er eins og þú
sért að lesa grein i blaðinu hennar
ömmu. Finnurðu ekki, hvað allt þetta
er tilgangslaust?
Hún hljóp inn til ömmu sinnar og
sótti skáldsögu, sem ég hafði lánað
henni fyrir tveim vikum. Þetta var
þykk bók, og hún blaðaði lengi i henni.
Grannir barnsfingurnir flettu og
flettu, þar til hún fann loks blaðsiðu, er
geymdu orð, er áttu aö tæta sundur
röksemdafærslu mina.
— Hér er það — hérna. Þetta er
Túrgenéff, þú veizt — hann, sem aldrei
yfirgaf söngkonuna sina. Hann var
maður. Og hérna segir hann frá öðrum
manni, sem var jafnriddaralegur og
hannsjálfur: Rússa, sem háði einvigi
út af stúlku við liðsforingja, sem var
nærgöngull við hana. Og stúlkan var
ekki einu sinni trúlofuð Rússanum,
heldur öðrum manni. En þetta skilur
þú ekki. Þetta eru samt hetjur — sann-
kallaðar hetjur.
Og Ljóska fór að lesa söguna um
Sanin, unga — manninn, sem varð ást-
fanginn af itölsku bakaradótturinni:
,,Eruð þér kannski heitmaður þess-
arar ungu stúlku? spurði liðsforinginn.
Nei, svaraði Sanin — ég er henni á
engan hátt nákominn. En ég er Rússi
og horfi ekki afskiptalaus á svona
ágengni. Hér er annars nafnspjaldið
mitt. Liðsforinginn getur komið til
min, þegar honum þóknast. Og um leið
og Sanin sagði þetta, fleygði hann
nafnspjaldinu sinu á borðið og tók rós
stúlkunnar, sem einn liðsforingjanna
hafði lagt á diskinn sinn”.
Ljóska var orðin rjóð. Hún hvessti á
mig augun eins og dómari, sem flett
hefur ofan af sakborningnum.
— Og heitmaður stúlkunnar var
þarna lika, sagði hún. En hann var
Sunnudagsblað Tímans
513