Tíminn Sunnudagsblað - 25.06.1972, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 25.06.1972, Blaðsíða 7
hafi þá fremur en á öðrum timum elsk- að og virt öll sin skáld. Hins vegar er það vafalaust, að þáttur höfuðskáld- anna á 18. og 19. öld i viðreisnar- og frelsisbaráttu þjóðarinnar er gifurlega mikill, og það þótt þessi þáttur bók- menntanna sé enn að miklu leyti ókannaður sérstaklega sem slfkur. Má e.t.v. segja, að það hafi orðið hlutskipti skáldanna að kanna beztu framfara- leiðirnar og túlka þær siðan og útskýra fyrir þjóðinni á þvi máli, sem hún skildi bezt. Sú stefna, sem hér kveður mest að i bókmenntunum á árabilinu 1750—1850, er upplýsingin (fræðslustefnan). Hún átti upptök sin úti i Evrópu og spratt upphaflega m.a. upp úr nýjum upp- götvunum þar á sviði náttúruvisinda, sem drógu úr trú manna á hulin öfl og algjöra stjórn guðs á öllum atriðum lifs þeirra. Er reyndar talið, að hún hafi verið farin að ganga sér nokkuð til húðar þar, er mest fór að kveða að henni hér á siðari hluta átjándu aldar og byrjun þeirrar nitjándu. Upplýsing- in beindist hér á landi að eflingu hins hagnýta, fyrst og fremst i atvinnuhátt- um, en einnig kom hún fram i al- mennri skynsemishyggju, hófsemi i trúmálum, andstöðu gegn hindurvitn- um og gegn reyfarakenndum og fánýt- um bókmenntum, enda voru upplýs- ingarmenn yfirleitt fylgjandi frjálsri hugsun ásamt prent- og málfrelsi. Fyrsta upplýsingarskáldið hér á landi, sem það nafn er gefandi, er Eggert Ölafsson, og i skáldskap hans brýzt stefnan fram i mikilli fornaldardýrk- un. Þar sem afstaðan til íslands kem- ur fram, birtist hún fyrst og fremst i aðdáun á landinu fyrir notagildi þess, ásamt hryggð yfir þvi, hvernig högum þess sé nú komið samanborið við forna frægð. öflugasti brimbrjótur upplýsingar- innar hér á landi var svo sem kunnugt er Magnús Stephensen háyfirdómari. Aðrir boðberar hennar voru þó e.t.v. litlu siður merkir, og eru i þeirra hópi Eggert Ólafsson náttúrufræðingur og skáld, séra Björn Halldórsson i Sauð- lauksdal, Jón Eiriksson konferensráð, Hannes Finnsson Skálholtsbiskup og Magnús Ketilsson sýslumaður. Ahrif þessara leiðtoga i þjóðmálum og þa'r með i bókmenntunum voru mest á sið- ara helmingi 18. aldar, og i.skáld- skapnum má segja, að stefnunnar gæti einnig fyrstu tvo til þrjá áratugi 19. aldar, en þá er timi hennar lika liðinn, en timabil rómantikurinnar runnið upp. Rómantikin átti sér rætur i margs konar frelsishreyfingum i Evrópu á siðara hluta 18. aldar. Hér á landi ein- kenndist hún i bókmenntunum af ætt- jarðarást, m.a. af dýrkun og tilbeiðslu á fegurð og mikilfengleika islenzkrar náttúru, frelsiskröfum, og er i þvi efni einkum að nefna kröfurnar um endur- reisn Alþingis, og siðast en ekki sizt kemur hún fram i hillingakenndri fornaldardýrkun. Hin siðast nefnda átti m.a. rætur að rekja til þess, að boðberar rómantikurinnar hér á landi voru flestir lærðir úr Bessastaðaskóla og undan handarjaðri kennaranna þar, fyrst og fremst Sveinbjarnar Egilssonar, eins helzta frumherja vis- indalegra rannsókna á islenzkum fornbókmenntum eftir nútimakröfum. Sömuleiðis hefur fornaldardýrkun Eggerts ólafssonar vafalaust átt hér nokkurn hlut að máli, þvi að ýmis rómantisku skáldanna tóku hann sér til fyrirmyndar. Á sinn hátt var rómantikin þvi eins konar uppreisn gegn hugsunarhætti upplýsingarinnar, sér i lagi að þvi er varðaði viðhorfið til ættjarðarinnar, þar sem fegurð hinnar ótömdu og ó- snortnu náttúru var sett i öndvegið i staðinn fyrir hagnýtt notagildi lands- ins. Eins var það að hinu leytinu, aö leiðtogar rómantikurinnar létu sig dreyma um frjálst og fullvalda Island, þar'sem leiðtogar uppiýsingarinnar höfðu yfirleitt verið eindregnir fylgj- endur hins upplýsta einveldis og þess, að Island yrði áfram óaðskilinn hluti Danaveldis. Þá fylgdi rómantikinni einnig alhliða og meira eða minna óá- kveðin þrá eftir óendanleikanum og eilifðinni, sem hjá sumum rómantisk- u skáldunum gat brotizt úr sem þunglyndisleg bölsýni, ef þeim þótti seintganga að koma áhugamálum sin- um áleiðis. Hér á landi er Bjarni Thorarensen talinn vera fyrsta rómantiska skáldið. Fyrstu brautryðjendur stefnunnar urðu Baldvin Einarsson, útgefandi Ar- manns á Alþingi, en fyrst og fremst þó útgefendur Fjölnis, þar sem Jónas Hallgrimsson ruddi fyrrgreindum ein- kennum stefnunnar beina braut inn i islenzka ljóðagerð. Hins vegar kom það svo i hlut Jóns Sigurðssonar aö fylgja eftir i átt til fullnaðarsigurs þeim frelsiskröfum, sem upphófust jafnhliða rómantikinni. Þó að þessar stefnur af erlendum uppruna séu svo mjög áberandi i bók- menntum timabilsins, má eigi að siður ekki láta það villa sér sýn til algjörrar alhæfingar. Skáld þessa timabils hafa vitaskuld, svo sem bæði fyrr og siöar, hvert sin séreinkenni, bæði i vali á yrkisefnum og viðhorfum til þeirra. Einnig á við bókmenntastefnur þessa timabils það sama og jafnan i hvers konar sögulegum rannsóknum, aö þegar farið er að skoða þær niður I llannes Kinnsson Jón Eiriksson kjölinn, reynast einfaldar heildar- markalinur sjaldnast án frávika, ekki sizt þegar svo nærri er gengið, að ein- staklingarnir fara að koma i ljós, hver meö sinum sérkennum. Sömuleiðis má ekki heldur láta þess- ar erlendu stefnur yfirskyggja inn- lenda þáttinn i skáldskap timabilsins. Áhrif stefnanna ná vitaskuld ekki til að móta öll verk þeirra skálda, sem þeim heyra tii, heidur ortu þau mörg hver jafnframt áfram eftir eldri innlendum hætti, i mismunandi rikum mæli þó. Stefnurnar urðu þannig fyrst og fremst til að móta innlenda efniviðinn og breyta farvegi hans, en megin- straumurinn var óslitinn frá eldri tim- um. Hreint upplýsingarskáld eða hreint rómantiskt skáld er naumast að finna i skálda hópi þessa tima, heldur standa þau meira eða minna á göml- um innlendum merg. Annað atriði, sem nú skal að vikið, hafði og mikla þýðingu fyrir skáldskap þessa timabils. Það var sú hreyfing, sem þá komst á prentun bóka og tima- rita um veraldleg efni, en á þvi sviði varö þá mikil breyting frá eldri tim- um. Sunnudagsblað Timans 511

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.