Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1973, Qupperneq 7

Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1973, Qupperneq 7
Bergsveinn Skúlason Þegar ég var hræddur við örninn Þeir, sem uxu upp i Inneyjum Breiðafjarðar á fyrstu tveimur ára- tugum þessarar aldar, mun varla svo milda vetur, að ekki legði is milli byggðra eyja á þeim slóðum. Flóinn austur af eyjunum til lands, var lika fullur af is timum saman, en oftast lausum og á reki fyrir vindum og straumum. —Flóinn var þvi illfær eða jafnvel ófær löngum vetur hvern, og teppti allar samgöngur milli lands og eyja. En isinn milli systranna: Skál- eyja, Hvallátra og Svefneyja oftast gengur, enda grunnsævi mikið á þvi svæði og stutt milli skerja og boða, isn- um til halds og trausts. Að þeim is var veruleg samgöngu- bót, meðan hann var mannheldur. En alltaf var isinn á hreyfingu, þótt hann færðist ekki úr stað. Hann fylgdi sjónum, hækkaði og lækkaði með sjávarföllunum. Og þar sem eyjar voru lágar, og sandfjara eða grundir gengu fram i sjó, ruddist isinn upp á þær um flóð svo langt sem hann komst. Fraus þar niður og bætti utan á sig um hvert stórstraumsflóð og i hverju kaf- aldséli. Mynduðust oft af þessum ruðningi, háir garðar og hrannir við flæðarmálið, sem oft sátu eftir þegar fjalfelluna leysti eða rak burt af eyja- sundunum og flóanum i vordögum. Voru þessar ishrannir eða garðar við sjávarmálið nefndir móður. Þegar fjaran og skerin fyrir framan móðinn voru orðin auð, sóttu kindurn- ar — sem kannski ekki höfðu séð fjöru né smakkað fjörugróður vikum eða mánuðum saman — mjög i þetta gósenland sitt, þótt oftast væri þar ekki auðugan garð að gresja. Isinn hafði séð fyrir þvi, á stærri eða minni svæðum. Það fór þó nokkuð eftir þvi hvernig viðraði meðan hann losnaði við landið, rak burtu eða leystist upp. Auk þess, var sá fjörugróður. sem eftir var á skerjunum að liðnum isa- vetri, talin skepnum mjög óhollur fyrst i stað. Isinn, sem legið hafði á leirvognum, strandaði oft á skerjunum þegar hann var að kveðja, en skildi þar eftir sig leir og önnur óhreinindi, sem ekki þótti æskilegt að bærust ofan i féð. Skerjagróðurinn þurfti að skolast og hreinsast, helzt i nokkrum brimsúg, áður en hann þótti æskilegt fóður. Móðnum fylgdi lika sú hætta, að féð kæmistekki upp úr fjörunni aftur, þeg- ar það hafði snöltrað i henni um stund. Kindunum reyndist auðveldara að ryðjast fram yfir móðinn en upp yfir hann aftur. Varð þvi að hafa vakandi auga með þeim þann tima, sem isinn var að fara, fjaran að hreinsast og móðurinn að hverfa. Ekki man ég nú lengur hve gamall ég var, þegar ég eitt sinn sat yfir kind- um föður mins i eyju allfjarri bæjar- eyjunni i Skáleyjum. Eyjan var brydd- Skáleyjar á Breiðafirði. j Sunnudagsbiaö Timans 415

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.