Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1973, Side 12

Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1973, Side 12
 Aö liðinni upprisuhátið á fimmta degi hins nýbyrjaða sumars, sitja tveir menn á tali i litilli kompu við Armúla. Þungbúin vætuský hanga yfir borginni og rökkurdjúpið skortir þann heillandi bláma, sem er einkenni hins skugga- lausa, islenzka kvöldhimins. Tveir menn á tali, sagði ég. Réttara er að segja: Annar hlustar. Hinn segir frá. Hann heitir Tryggvi Daniel Thor- steinsen. — Að segja frá uppvexti minum? Það er nú svo langt siðan, að flest frá þeim dögum er horfið i timans djúp. Faðir minn var norskur, Ole Thorsteinsen. Hann var skósmiða- meistari og meðal hinna fyrstu, sem bjó til handsaumaða skó hér á Islandi. Móðir min er dönsk, Anine Nilsen, Hún er frá Jótlandi. P'oreldrar minir kynntust hér á fslandi og stofnuðu fyrst heimili i Hafnarfirði. Þar er ég fæddur, enda talinn fslend- ingur, þótt þau séu bæði útlendingar. Faðir minn er látinn, en móðir min er ennþá á lifi. nú niutiu og þriggja ára gömul. Ég hitti hana siðast i morgun, blessaða. Sjálfsagt mætti margt segja frá uppvaxtarárum minum, sem nútiðarmanni kæmi ókunnuglega fyrir sjónir, svo þau það”. Og satt að segja var mér ekki hlýtt til föður mins á þeim tima ævinnar. Ég gat alls ekki skilið, að það þyrfti að kosta flengingu, þótt maður gerði smávegis axarsköft. f skólanum var ég annálaður fyrir að lenda i skammar- króknum. Ég var ákaflega laginn að brjóta rúður. Ef ég fleygði i vesturátt var næstum þvi vist, að steinninn fór i austurátt — það var eins og ólanið elti mig alltaf hvað þetta snerti. — Eftir að ég komst til manns, fór ég að endurskoða af- stöðuna til föður mins, og hún breyttisthonum i vil. Sérstak- lega þó eftir að hann var allur, þá komst ég að þeirri niðurstöðu, að hann hefði flengt mig of sjaldan. — Ég var latur að lesa, en komst þó alltaf sómasamlega gegnum prófin. Það átti ég fremur forsjóninni að þakka en áunnum eigin dyggðum. Allar refsingar á heimilinu féilu i hlut föður mins, og þar sem foreldrar minir voru útlendir, giltu hjá þeim sömu uppeldishættir gagnvart okkur börnunum, og þau höfðu vanizt i sinum uppvexti.. Móðir min var ströng og krafðist skilyrðislausrar hlýðni við settar reglur, og þoldi engar úrtölur né vangaveltur, ef Eg mundi ótrauður feta sömu slóð — segir Tryggvi Thorsteinssen breyttir eru timarnir. Tviburabróður minn man ég vel. Hann dó ungur og hét Sigfreð. Hann virtist sjálfkjörinn leiðtogi okkar krakkanna, sem voru á svipuðu reki. Hann hafði bjarta og fagra barnsrödd. sem allir höfðu yndi af að heyra. Mér heíur verið sagt, að þeir sem guðirnir elska deyi ungir. I þessu tilfelli geri ég þau orð að minum. P'rægur læknir sagði einu sinni við mig, að ég væri i engri hættu fyrst um sinn, þvi þeim sem skrattinn vissi visa, lægi ekkert á. Hann hefði alltaf tima til aðhirða sitt góss. Ég gekk fyrst i Landakotsskóla, sem þá var talinn einn sá bezti i bænum. En sökum fjárskorts foreldra minna varð ég að yfirgefa þann heldrimannaheim. og fórum við bræðurnir þá i Miðbæjarskólann, eða ef svo mætti orða það — út i almenning. Sannleikurinn er vist sagnabeztur. ef ég minnist eitthvað á þessa skólagöngu mina, að ég þótti uppvöðslu- samur og fyrirferðarmikill. Ég var snemma skapheitur og fljótur að reiðast, enda ákaflega laginn að verða brotlegur við ýmiss konar boð og bönn. Aginn á heimili foreldra minna var ákaflega strangur, og ég taldi það einstaka heppni, ef svo leið vika, að ég var ekki hýddur. En ég átti það skilið, og ég segi eins og Japaninn: „Það fyrsta sem faðirinn gerir, þegar hann kemur heim úr vinnunni, er að flengja börnin sin. Og ef hann veit ekki fyrir hvað, þá vita 420 um störf var að ræða. En hún er góð kona, og þá segir móðurhjartað alltaf til sin þannig að refsing hennar verður alltaf mildari. — Og ég held, að mamma hal'i fundið meira til en við strákarnir. þegar pabbi var ekki heima og það kom i hennar hlut að flengja okkur fyrir afbrotin. Og sannarlega var þessi agi vel meintur og skilaði árangri þvi meiri eftir þvi sem skilningur okkar óx og við kunnum betur mun á réttu og röngu. Það er eins og gamalt orðtak segir: „Maður agar þann sem maður elskar”. Þetta dæmi gekk þvi upp. Foreldar minir voru mjög trúaðir. Móðir min kom hingað til lands sem hjálpræðishersforingi. og þau kynntust hér. A hjúskap þeirra bar aldrei skugga að ég held. Þau töluðu aldrei stvggðaryrði hvort til annars og refsuðu okkur aldrei með nöldri eða stóryrðum. A heimilinu var aldrei blótað. Hvorki vin né tóbak var þar um hönd haft. svo að ekki er þeim að kenna. þótt eitthvað hafi farið úrskeiðis hjá okkur bræðrum. Liferni þeirra á heimilinu gaf gott fordæmi, og við, drengirnir þeirra, getum ekki bent á neitt i fari þeirra, sem afsakar það að við fetuðum ekki sama stig. En þau voru auðvitað ekki eini áhrifavaldurinn i lifi okkar. Ég held. að i þá daga hafi á flestum heimilum, þótt alislenzk væru, verið nokkur agi. En eftir þvi sem ég bezt man, mun þar hafa verið algengast að löðrunga börnin —en Sunnudagsblað Timans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.