Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1973, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1973, Blaðsíða 15
Luigi Pirandello Ekkert undanfæri Smásaga Paolino Lovico hlassaöi sér niöur á stól úti fyrir dyrunum á lyfjabúöinni i Piazza Marina. Hann tók upp vasa- kútinn sinn, þerraöi svitann, sem streymdi niöur úr hárinu, og ofan eir- rautt andlitiö. Svo gægðist hann inn fyrir i búöina og spurði lyfsalann, Saro Pulejo. — Er hann kominn og farinn aftur? — Gigi? Nei, hann kemur vist bráöum. Þvi spyrjiö þér eftir honum? — Þvi? Ég þarf á honum að halda. Þvi?...Þér eruö of hnýsinn maöur minn. Hann breiddi vasaklútinn á höfuö sér, studdi olnbogunum á hnén og höndum undir kinn og horfði til jaröar, dimmur á svip. Hvert mannsbarn i Piazza Marina þekkti hann. Þaö leið ekki á löngu þangaö til einn kunningi hans átti þarna leið um. — Sæll vertu, Paoli! Lovico hvarflaöi augum til manns- ins, en leit svo aftur niður fyrir sig og tautaði um leiö: — Láttu mig i friöi! Annar kunninginn kallaði til hans: — Paoli, hvað er að? Þá þreif Livico vasaklútinn af höföi sér og vatt sér viö á stólnum, svo aö hann sneri andlitinu næstum þvi beint að búðarveggnum. — Paoli, er þér illt, spurði Saro Pulejo, hann stóð við borðið i búð sinni. — Æi, farðu til fjandans, sagði Paolino Lovieo og rauk nú inn i búðina. Þig varðar ekkert um þaö, skaltu vita. Ekki er ég að spyrja þig, hvort þú sért lasinn, eða friskur, hvaöa veiki þú hafir, eða hafir ekki. Láttu mig i friði! —Svona, svona, svaraði Saro. Svei mér, ef halanaðra hefir ekki bitið þig. Þú spurðir eftir Gigi, svo að ég hélt, að.... — Eins og ég sé eina kvikindið á allri jörðinni? þrumaöi nú Lovico með leift- randi augum og pataöi höndum af geðofsanum. Skyldi ég svo sem ekki geta átt sjúkan húnd, eða kvefaðan kalkúnshana? Þér er fjandans nær að halda þig aö þinu verki. — Hæ! Þarna kemur Gigi, sagði Saro r>io,ju..úi. Gigi Pulejo vatt sér inn úr dyrunum og gekk rakleitt aö bréfakassa, sem hékk á veggnum, til þess aö sjá, hvort þar væri nokkur áriðandi skilaboö. — Sæll Paoli! — Ertu vant' viö látinn, spuröi Paolini Lovico ..og tók ekki undir kveðjuna. — Afskaplega, sagði Pulejo læknir og stundi við. Hann keyröi hattinn aftur á hnakka og þerraði svitann af enni sér með vasaklút. Þessa dagana, vinursæll,er ósköpinn öll að gera. — Jú, ég heföi haldiö þaö, svaraöi Paolino Lovico og dæsti gremjulega. Hann kreppti hnefana meö ógnunar- svip og hækkaöi röddina: Hvaöa drepsótt er nú það? Kólera? Svarti dauði? Eða eru sjúklingarnir aö drepast úr krabbameini hjá þér, eöa þá franzós? Nei góöurinn. Þú verður nú að gera svo vel aö ljá mér eyra. Hér er ég kominn, hálfdauður, eöa vel þaö. Og ég heimta að ganga fyrir.... þarna Saro, þarft þú ekki að fara að gera eitthvað? — Onei, hvað viltu þvi? — Jæja, þá förum við, sagði Lovico, þreif i handlegginn á Gigi Pulejo og dró hann út meö sér. Ég get ekki sagt þér frá þessu hér inni. — Er það löng saga, sagði læknirinn, þegar þeir voru komnir út á götuna? — Mjög löng. — Heyrðu, vinur sæll, mér þykir það leitt, en ég hefi engan tima.... — Hefurðu ekki tima? Veiztu hvað ég geri? Ég fleygi mér fyrir strætis- vagn, fótbrýt mig og læt þig dúsa yfir mér fram um nón........ Hvertþarftu annars aö fara? — Fyrst og fremst þarf ég að lita inn hérna rétt hjá, i Via Butera. — Ég kem meö þér, sagði Lovico. Þú ferð inn og lýkur þér af, en ég bið eftir þér við dyrnar. Svo getum við haldið áfram að tala saman, þegar þú ert bú- inn. — En — heyrðu — hver fjandinn gengur annars á fyrir þér? Læknirinn stanzaði andartak og horföi á vin sinn. Paolino Lovico varð nú aö sannri hryggöarmynd. Þaö voru ósköp aö sjá hann, hokinn i hnjáliðunum og með lafandi máttlausa handleggi, er hann svaraði: — Gigi minn góður, það er úti um mig! Hann vatnaði músum i ákafa. — Segðu mér frá þessu, sagði læknirinn i hvetjandi róm. Við skulum halda áfram. Nú, nú, hvað hefir eigin- lega komið fyrir? Paolino gekk nokkur skref. Svo nam hann staðar, tók i ermi læknisins og mælti, þviliktsem hann byggi yfir hinu mesta leyndarmáli: — Ég tala við þig i trúnaði, eins og bróður, mundu það. Annars steinþegi ég. Hvernig er það ekki eitthvað likt um lækna eins og skriftafeður? — Það er vist um það. Við höfum einnig okkar þagnarskyldu embættis- ins vegna. — Það er ágætt. Þvi þá verður það er ég segi þér algerlega okkar i milli, rétt eins og það væri sagt viö prestinn i skriftastólnum. Svo greip hann annarri hendi um magakúluna, setti upp ógnunarsvip og bætti við með hátiðlegri rödd: — Þögull eins og gröfin — ha? Svo sperrtihann upp augun, studdi visi- fingri á þumalfingurgóm svo sem til þess að leggja sérstaka áherzlu á hvert orð, sem hann ætlaði nú að segja og mælti seint og með þunga i rödd- inni: Petella heldur tvö heimili! — Petella? spurði Gigi Pulejo gjör- samlega undrandi. Hvaða maöur er Petella? — Drottinn minn dýri! Hvaö — Petella skipstjóri! þrumaði nú i Lovico. Petella hjá Sameinaða félaginu. — Ég kannast ekkert við þann mann, sagði Pulejo læknir. — Hvað! Þekkiröu hann ekki! Jæja, þvi betra, þá. En þú þegir eins og steinn, hvað sem þvi liður, ha?... Tvö heimili, endurtók hann, jafn dimmur á svip og áður. Annaö hér og hitt i Naples. — Nú, nú? — Ha! Svo þér finnst þetta eins og hvað annað ekki neitt? spuröi Paolino Lovico, og varð á augabragði ygldur i framan af reiði. Giftur maður notar sér aðstöðu sina sem sjómaður og Sunnudagsblað Tímans 423

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.