Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1973, Qupperneq 18
fætur. Fjandinn hafi það! Þetta er
sjóðandi!
— Hvað er að herra minn?
— Oh....oohh! stundi Lovico og
glennti upp augun og munninn, sem
mest hann gat.
— ögn af vatni, vatnssopa, sagði nú
knæpumaðurinn. Hérna fáið yður
vatnssopa.
— Buxurnar minar! vældi Paolino
og horfði á þær.
Hann dró upp vasaklút dýfði einu
horninu niður i vatnsglasið og tók að
nudda blettinn af kappi. Hvað sem öllu
leið, féll honum vel að finna til
gufunnar á skálduðu lærinu.
Hann breiddi úr blautum vasa-
klútnum, en fölnaði jafnskjótt upp er
hann leit á hann, fleygði skildingum á
veitingaborðið og snaraðist úr. En
hann var ekki fyrr kominn fyrir hornið
á sundinu, við aðalgötuna, en hann
rakst á Petella skipstjóra.
Komið þér sælir! Þér hér?
— Já. Ég ... ég.... stamaði Paolino
Lovico, sem fannst hann vera búinn að
missa sinn siðasta blóðdropa. Ég...
ég... fór snemma á fætur ... og
— Fóruð að fá yður göngu i morgun-
svalanum? sagði Petella og lauk við
setninguna fy.rir hann. Hamingjusami
maður. Engin 1 vandræði... engar
áhyggjur.. frjáls! Ógiftur maðurinn!
Lovico horfði fast i augu honum, til
þess að komast að þvi, hvort... Já ...
Það var þesslegt ,,, Sú staðreynd, að
skepnan var kominr. á flakk svona
snemma, og svona yggldur og ólmur á
svipinn...þýddi það, að hann hefði
enn rifizt við konu sina i gærkvöldi.
— Ég myrði hann! hugsaði Lovico
með sér, svei mér ef ég drep hann
ekki! Honum tókst nú samt að svara,
og brosa kurteislega um leið.
— Nú, ég sé ekki betur en að þér séuð
lika. ..
— Ég drundi Patella. Hvað?
— Þér lika....snemma á fótum.......
— Já, svo. Þér undriBt, að sjá mig
svo snemma á fótum? Ég hefi átt
slæma nótt, prófessor góöur. Það er
kannski vegna hitans...ég veit ekki—
— Hvaö, gátuö þér ekki... gátuð þér
ekki sofið vel?
Ég svaf alls ekkert. Petella hækkað
röddina bálvondur. Þér skiljið, að
þegar ég get ekki sofið, ekki einu sinni
blundað, þá verð ég úfinn i skapi.
— En afsakið.... hvaða sök ........
stamaði Lovico og skalf eins og hrisla
en reyndi samt að brosa. A nokkur
annar sök á þvi, ef ég mætti spyrja?
— Nokkur annar? spurði Petella
undrandi. Hvernig i ósköpunum ætti
það að vera öðrum að kenna?
— Nú, þér sögðust hafa orðið reiður.
Reiður við hvern? Við hvern eruð þér
að deila, þegar heitt er i veðri?
— Ég verð reiður við sjálfan mig, við
veðrið, við alla, sagði Petella. Mér
verður þungt um andardráttinn. Ég er
vanur sjónum. Og hvað þurrlendið
snertir prófessor einkum að sumar-
lagi, þá þoli ég það ekki. Ég þoli ekki
þurrlendið, með öll sin hús.. veggi og
kvenfólk.
— Ég drep hann, muldraði Lovico,
svei mér ef ég geri það ekki! Hann
brosti samt ögn og hélt áfram.
— Svo yður geðjast heldur ekki að
kvenfólki?
— Tja, kvenfólk.... Já, sannast að
segja, að þvi er mig snertir kvenfólk.
Þér vitið að skip mitt fer sina leið, og
ég hefi ekkert af kvenfólki að segja
langtimum saman. Ég tala ekki um nú
orðið, siðan ég tók að eldast. En þegar
ég var ungur — Jú, eiginlega hneigðist
ég heldur að þvi i þá daga. En af einu
get ég hælt mér. ... ég hefi alltaf haft
stjórn á sjálfum mér. Þegar mér
sýnist, ber ég mig eftir þvi, en annars
læt ég það alveg sigla sinn sjó
— Alltaf? (Ég drep hann).
— Alltaf, þegar mér sýnist — þér
skiljið. Með yður er þetta á allt annan
veg, ha? Þér látið auðveldiega
ánetjast? Svolitið bros, eða ending
feimnislegt augnatillit — er ekki svo?
Hérna, segið mér nú eins og er.
Lovico nam staðar, horfði beint
framan i hann og sagði:
— A ég að segja yður sannleikann?
Jæja þá, ef ég ætti konu...
— Nú, við erum ekki að tala um
konur.Hvað koma þær þessu máli við?
Ég sagði kvenfólk, kvenfólk! Og
Petella fór að skellihlæja.
— Eru ekki konur kvenfólk? Hvað
ætli þær séu annað.
— Ójú, rétt er það. Þær eru auðvitað
kvenmenn .... stundum! En þér eruð
ekki enn búinn að fá yður konu, og ég
vona, yðar vegna, að þér eignist aldrei
konu. Konur sjáið þér...
— Hann tók nú um handlegginn á
Lovico og lét dæluna ganga. Lovico
titraði af kviða er hann virti fyrir sér
andlit skipstjórans tók eftir þvi,
hvað augun voru þrútin og neðan við
þau voru bláir baugar. Hann hugsaði
sem svo, að ef til vill liti hann svona
út, vegna þess, að hann hefði orðið
andvaka... ef til vill... En þvi brá fyrir
við og við hjá honum, i einu og einu
orði, já ekki laust við að svo gæti verið
að ... að vesalings konunni væri borgið.
En þar á milli fylltist hugur hans
kviða og auk heldur örvæntingu. Þetta
kvalræði ætlaði engan endi • að fá
þrællinn vildi stöðugt halda áfram og
fór með hann allar götur meðfram
höfninni. Loksins sneri hann við og
hélt heim á leið.
— Ég skil ekki við hann, hugsaði
Lovico með sér, ég fer heim með
honum, og ef hann hefir brugðizt
skyldu sinni, þá verður þetta siðasti
dagur okkar allra.
Hann var svo haldinn af þessum
grimmdaráformum, svo gagntekinn
af hatursfullum tilfinningum, aðhann
vissi hvorki upp né niður, þegar hann
kom fyrir götuhornið og varð litið
heim að húsi Petella — og sá hangandi
á snúrunni við gluggann — drottinn
sæll og góður! einn... tvo ...þrjá...
fjóra... fimm vasaklúta. Nefið á
honum grettist, munnurinn stoo gai-
opinn og hann snarsvimaði af
fagnaðarvimunni, sem á hann kom,
svo nærri lá, að hann næði ekki
andanum.
— Hvað er að? hrópaði Petella og
studdi hann, svo hann dytti ekki.
— Kæri skipstjóri! sagði Lovico,
blessaðir verið þér, þakka yður fyrir,
þakka yður kærlega! Æ....það hefir
verið mér sú einstök ánægja
....þessi...þessi...yndislega morgun-
ganga...en ég er þreyttur.......alveg
uppgefinn....eg er hreint að velta út
af. Þakka yður, þakka yður hjartan-
lega, skipstjóri. Verið þér sælir og
góða ferð! Sælir! Þakka yður fyrir!
Petella var ekki fyrr kominn inn i
hús sitt en Lovicotók til fótanna niður
götuna, hrópandi og kallandi af
fögnuði. Með breiðu brosi og gleði-
ljóma í augum breiddi hann úr
hendinni, öllum fimm fingrunum,
framan i hvern mann, sem hann
mætti.
Endir.
Sunnudagsblað
Tímans
óskar gjarnan eftir
vel rituðum
frásögnum frá
liðinni tíð
um minnisverða
og sérstæða
atburði.
Handrit þurfa
að vera vélrituð
Sunnudagsblað Timans
426