Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1973, Qupperneq 20
/■
Fyrst skulum við rifja upp tvær
gamlar vorvisur, sem sjaldan
verða of oft kveðnar, en það skal
játað, að höfundar eru ókunnir, en
gaman væri að fá linu, ef einhver
vissi þá með sannindum.
Fjalls úr hliö og fögrum dal
fargast viða snærinn.
Hrindir kviöa úr sinnusal
sunnan þýöi biærinn.
Nú er úti hláka hlý,
hiti, dögg og vindur.
Fönnin bráönar fjöllum i,
fiilast allar kindur.
Það er mikill siður á mannþing-
um — og var þó meiri — að láta vis-
ur fljúga um bekki. Á kennaraþing-
um hefur jafnan verið mikið visna-
flug svo sem vel hæfir. Hér skulu
rifjaðar upp nokkrar gamlar visur
frá þingi barnakennara, en þvi
miður vantar nú æskilegar tilefnis-
skýringar. Þessi er eftir Stefán
Jónsson, rithöfund og kennara,
sem marga visuna kvað i glöðum
hópi:
Margir verða að færa fórn
frekar cn þeir hugðust,
og um sæti í sambandsstjórn
sumum vonir brugöust.
Eftirfarandi visa Gunnars M.
Magnúss, rithöfundar og kennara,
er að likindum svarsending til
Stefáns:
Stefán féll, þá fór á kreik,
en frami titt meö árum vex,
-
og nú á að kjósa á nýjan leik
nítján hundruð — fjórir — sex.
Ef til vill er eftirfarandi visa
Steinþórs Guðmundssonar, kenn-
ara, ort um eigin afdrif e.t.v. i
sömu stjórnarkosningu:
Ég reiknast'pi lengur radikal,
en rifst á stjoHiarfundum.
Samt haföi ég af.hið háa val,
þótt hallaöist flcytan stundum.
Þá sendi Stefán Jónsson Ingimar
Jóhannessyni kennara og vini sin-
um eftirfarandi skeyti á kennara-
þingi:
Sjá mátti á þing þar
þrekna menn og stóra.
Þó er ávailt Ingimar
einn á borö viö fjóra.
Ingimar svaraði á þessa leið:
Stefán er ei stór að sjá,
stenzt þó raun viö hverja þrá.
Hefur sá af miklu aö má,
mun þvi lengi rita og spá.
Stefán sendi og stjórn Samb. isl.
barnakennara eitthvert sinn þetta
gamanskeyti og minntist, sem i
öfugmæli, Arngrims Jónssonar,
skólastjóra, sem kunnur var að
prúðmennsku i orði:
Stjórnin hefur stríöa lund,
styrjöldin fær þrifizt:
Arngrimur kom ekki á fund,
ailt um þaö var rifizt.
Loks er svo ein visa eftir Kristján
Sigurðsson kennara, ef til vill eins
konar yfirlit um þessar visna-
skylmingar:
Þótt viö heyrum brandabrak
býst ég viö aö allir standi.
Alvanir viö oröaskak
eru menn i þessu iandi.
t siðasta þætti voru birtar nokkr-
ar visur eftir Guðnýju Arnadóttur,
húsfreyju i Skógum i Reykjahverfi
i S.-Þing. Hér koma einar þrjár til
viðbótar, og er fyrst árnaðarósk á
merkisafmæli:
Bráöum hefst þinn bezti tugur,
bjart er yfir þinni sveit.
Ætiö samur öölingshugur
efii þig i framaleit.
Hér er heilræðavisa eftir
Guðnýju:
Haföu á þér haröa gát,
hugsaöu vel i tima.
Ýmsir hafa oröiö mát
fyrir óaðgæzlu sína.
Og að lokum er þessi visukveðja
frá Guðnýju:
Ef mér leyföi auönan hér
einhverju aö ráöa,
skyldi gæfan gefa þér
guli i lófa báöa.
Þessi sýnishorn af kveðskap hús-
freyjunnar i Skógum, visum, sem
orðið hafa til yfir pottum, prjónum,
gólfþvotti eða þvottabala, eru góð
mynd af þýðingu stökunnar i lifi
manneskjunnar i dagsins önn —-
jafnvel enn á vorum dögum.
Að siðustu er hér ein visa eftir
Skúla heitinn Þorsteinsson, náms-
stjóra, ástavisa til ferskeytlunnar:
Þegar reyndist leiöin löng
og lág var gleöisólin,
i ferskeytlunnar fræga söng
fundu margir skjólin.
Látum þetta nægja i dag.
Gnúpur.
428
Sunnudagsblað Tímans