Morgunblaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Fyrsta íslenska hermannamessan?
Sálfræðingafélagið 50 ára
Mikil framrás
sálfræðinnar
Um þessar mundireru 50 ár síðanSálfræðingafélag
Íslands var stofnað. Í til-
efni þess verður sérstakur
hátíðafundur félagsins
haldinn í Víkingasal Hót-
els Loftleiða kl. 15:00 í dag.
Á fundinum verður fjallað
um stöðu sálfræðinnar á
Íslandi og í Evrópu, heil-
brigðis- og tryggingamála-
ráðherra flytur ávarp og
núlifandi stofnfélagar
verða heiðraðir. Morgun-
blaðið ræddi við Toumo
Tikkanen, formann EFPA
(European Federation of
Psychologists Associa-
tions) sem er sérstakur
gestur Sálfræðingafélags-
ins í tilefni afmælisins en
hann heldur erindi á hátíð-
arfundinum um stöðu sálfræðinn-
ar í Evrópu í dag sem fags og
starfsgreinar.
– Segðu okkur aðeins fyrst frá
Evrópusamtökunum…
„Sálfræði kom fram sem fræði-
grein í Evrópu fyrir meira en
hundrað árum og nú er kominn
tími til að greinin hasli sér end-
anlega völl og verði skilgreind í
evrópsku mannlífi og í gervallri
Evrópu. Sálfræðingum og sál-
fræðinemum fjölgar mjög í Evr-
ópu nú um stundir, einnig fjöl-
breytni þeirrar þjónustu sem
sálfræðingar veita. Evrópusam-
tökin, eða EFPA, eru vettvangur
um 150.000 sálfræðinga í 31 landi í
Evrópu. Hins vegar eru einstak-
lingar með sálfræðimenntun um
287.000 í umræddum löndum,
samkvæmt könnun sem gerð var
vorið 2003. Áætlað er að sálfræð-
ingar í þessum löndum muni
verða um 371.000 árið 2010, sem
er 4% fjölgun á ári og alls 29%
fjölgun á árunum 2003 til 2010.
Flestir eru sálfræðingar í Þýska-
landi, 45.000 og á Ítalíu, 41.000, en
í Frakklandi eru þeir 35.000 og á
Spáni 30.000. Um þessar mundir
eru 277.000 sálfræðinemar í
EFPA-löndunum. Mikill munur
er á því milli landa hversu há tíðni
menntaðra sálfræðinga er á skrá
hjá EFPA, hæst er tíðnin á Spáni,
100% og á Norðurlöndunum, 90–
95%.“
– Er menntun sálfræðinga sam-
bærileg í Evrópulöndunum ... og
eru kröfurnar á líkum línum?
„Já. Segja má, að bæði mennt-
un og kröfur séu sambærilegar í
Evrópulöndunum, en aðeins
Norðurlöndin fimm, Danmörk,
Finnland, Ísland, Noregur og Sví-
þjóð hafa þó stjórnarfarslegar
samþykktir um starfsvettvang
sálfræðinnar og sálfræðinga.
Starfsheitið er verndað í alls tíu
EFPA-löndum, auk átta annarra
Evrópulanda. Í fimm löndum til
viðbótar eru sambærilegar reglu-
gerðir í smíðum“
– Hver er starfsvettvangur sál-
fræðinga í dag ... og hefur hann
breyst eða mun hann breytast í
náinni framtíð?
„Samkvæmt könnun sem gerð
var á vegum EFPA í
maímánuði 2003, starfa
um 50% sálfræðinga á
heilbrigðissviði, um
20% á sviði mennta og
þróunar, um 15% í at-
vinnu- og viðskiptalíf-
inu. 15% sem eftir eru, dreifast
víða.
Ef við lítum fyrst á sálfræðinga
í heilbrigðisgeiranum, þá er það
afar eðlilegt að prósentan sé
mishá frá einu landi til annars og á
sér oftast sögulegar skýringar.
Há tíðni í heilbrigðisgeiranum er
einkum í þeim löndum þar sem
sálfræðin á sér langa hefð og
öruggar rætur. Dæmi um þetta er
t.d. Ítalía, þar sem nánast allir sál-
fræðingar vinna innan heilbrigð-
isgeirans, 80% í Noregi, 75% í
Bretlandi, 70% í Grikklandi g
Austurríki, 68% í Þýskalandi og
60% í Finnlandi svo eitthvað sé
nefnt. Í löndum þar sem sálfræðin
er enn að festa sig í sessi er þessi
tala auðvitað lægri, t.d. má nefna
Króatíu og Eistland 13%, Lett-
land og Litháen 18% og Pólland
20%.
Í mörgum Evrópulöndum er
það eftirtektarvert hversu margir
sálfræðingar vinna í menntakerf-
inu og eru Lettland og Ísland góð
dæmi þar um, Lettland með 64%
og Ísland 40%. Þá má nefna Tyrk-
land og Króatíu með 38%. Í sum-
um löndum þekkist það varla að
sálfræðingar séu ráðnir innan
menntakerfisins og má nefna á
Ítalíu. Þá eru tölurnar ennfremur
lágar í þeim löndum þar sem hlut-
fallslega margir sálfræðingar
starfa í heilbrigðisgeiranum, t.d. í
Þýskalandi 3% og Bretlandi 13%
og einnig má nefna Noreg og Sví-
þjóð með 14 og 15%.
Sálfræðingar í atvinnulífinu eru
mismargir frá einu landi til ann-
ars og endurspeglar eins og í öðr-
um tilvikum mismunandi áhersl-
ur. Er þátttaka þeirra á bilinu 6 til
35%, Bretland og Belgía hæst.
Fjórði flokkurinn sem ég gat
um, er víðfeðmur og þar koma sál-
fræðingar að hinum ýmsu verk-
efnum og starfa stundum ekki í
nafni sálfræðinnar þó að menntun
þeirra nýtist þeim.“
– Geturðu tjáð þig
um veg sálfræðinnar á
Íslandi?
„Mér sýnist Ísland
vera dæmi um land þar
sem sálfræðin hefur
verið í mikilli framrás allra síð-
ustu árin þrátt fyrir að greinin sé
rótgróin, en 50 ára afmæli Sál-
fræðingafélagsins er til marks um
það. Til dæmis þurftu íslenskir
sálfræðingar að fullnuma sig er-
lendis til skamms tíma og er það
styrkur greinarinnar í dag, að það
besta hafi verið sótt til annarra og
bætt hér við góðan grunn.“
Tumo Tikkanen
Tumo Tikkanen er fæddur í
Helsinki 4. mars 1951. Lauk
mastersnámi í heimspeki frá Há-
skólanum í Helsinki 1980 og
framhaldsnámi í sálfræði frá Há-
skólanum í Jyväskylä í Finnlandi
árið 2000. Tumo hefur unnið víða
sem sálfræðingur, m.a. á barna-
spítölum, við fjölskylduráðgjaf-
arstofnanir, í skólum og víðar.
Hefur verið formaður samtaka
finnskra sálfræðinga og Evrópu-
samtaka sálfræðinga frá 1998.
Eiginkona Tumo er Auli Tikk-
anen, skólastjóri, og eiga þau tvö
uppkomin börn.
…í þeim lönd-
um þar sem
sálfræðin á
sér langa hefð
HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands
eystra hefur dæmt tvítugan mann í 3
mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir
að slá annan mann með glerflösku í
hálsinn en við það brotnaði flaskan
og af hlaust djúpur skurður. Ákærði
var einnig dæmdur til að greiða
brotaþola 125 þúsund krónur í bætur
auk sakarkostnaðar.
Fram kemur í dómnum, að ákærði
var ásamt félögum sínum, í göngu-
götu Hafnarstrætis á Akureyri í
ágúst á síðasta ári og hittu þeir ann-
an piltahóp. Allir voru undir áhrifum
áfengis. Kom til deilna og átaka á
milli hópanna, einkum þó ákærða og
brotaþola en fram kemur í dómnum
að rekja megi upphaf átakanna til
óláta og leiðinda þess síðarnefnda.
Hins vegar fellst dómurinn ekki á að
barsmíð ákærða með glerflösku hafi
verið nauðsynleg eins og á stóð.
Fjártjón og miski þess sem fyrir
flöskunni varð, voru metin rúmar
188 þúsund krónur en dómurinn
taldi rétt að hann bæri tjón sitt að
einum þriðja þar sem hann hefði
ekki verið vítalaus gagnvart ákærða
áður en hann fékk áverka sinn.
Málið dæmdi Ólafur Ólafsson.
Verjandi ákærða var Ólafur Rúnar
Ólafsson hdl. og sækjandi Guðjón
Jóel Björnsson sýslumannsfulltrúi.
Þriggja mánaða fangelsi fyrir
árás á mann með glerflösku