Morgunblaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 18
ERLENT 18 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Laugavegi 32 sími 561 0075 Tangarhöfða 1 • 110 Reykjavík • Símar 567 2357 og 893 9957 Komið og skoðið húsbílana hjá okkur Benimar húsbílarnir eru sannkallaðir glæsivagnar með vönduðum innrétt- ingum, örbylgjuofni, sólarrafhlöðu, tengingu f. sjónvarp o.fl. Einn með öllu. VISSIR ÞÚ AÐ CLIPPER 80 VAR MEST SELDI HÚSBÍLINN 2003 1,88 x 0,66 m 1,80 x 1,20 m 2,40 x 1,345 m 1,83 x 0,66 m 1,30 x 2 m 1,80 x 1,20 m umboð á Akureyri sigurður valdimarsson Óseyri 5 KÝPVERJAR, bæði Grikkir og Tyrkir, munu greiða atkvæði í dag um tillögu Sameinuðu þjóðanna um sameiningu eyjarinnar en kannanir gefa til kynna, að Kýpur-Grikkir muni fella hana. Gríski hlutinn muni því fá aðild að Evrópusambandinu, ESB, 1. maí næstkomandi en sá tyrk- neski ekki. Yrði þessi útkoma mikið áfall fyrir Sameinuðu þjóðirnar og Kofi Annan, framkvæmdastjóra þeirra. Kýpur-Grikkir hafa barist fyrir sameiningu eyjarinnar allt frá árinu 1974 þegar tyrkneskt herlið réðst þar inn en nú saka þeir vestræn ríki og milligöngumenn þeirra um að ætla að neyða upp á þá óviðunandi samningi. Meðal annars með því að svipta þá rétti til að endurheimta það land og þær eignir, sem þeir misstu í hendur Tyrkja. Þá segjast Kýpur-Grikkir óttast, að það muni koma í þeirra hlut að bera allan kostnað af uppbyggingu og bættum lífskjörum í tyrkneska hlutanum en þau eru miklu síðri en í þeim gríska. Kýpur-Tyrkir vilja í ESB Tassos Papadopoulos, forseti Kýp- ur-Grikkja, hefur hvatt til, að samein- ingartillagan verði felld og undir það hafa tekið aðrir stjórnmálamenn og talsmenn grísku rétttrúnaðarkirkj- unnar. Hefur þjóðernisæsingurinn verið svo mikill, að grískir stuðnings- menn sameiningartillögurnar hafa næstum orðið að fara í felur. Rauf Denktash, leiðtogi Kýpur- Tyrkja, hefur ávallt barist gegn sam- einingu eyjarinnar og er sömu skoð- unar enn. Skoðanakannanir hafa hins vegar sýnt, að meirihluti tyrkneskra kjósenda á eynni er hlynntur samein- ingu, ekki síst nú þegar þeir eygja von um að komast inn í Evrópusam- bandið. Með aðild myndu lífskjör þeirra batna og þeir losna úr þeirri einangrun, sem þeir hafa verið í frá innrásinni 1974. Hafa þeir ekki fengið viðurkenningu nokkurs ríkis nema Tyrklands og verið beittir ýmsum refsiaðgerðum að auki. Tyrkneska stjórnin hefur hvatt Tyrki á Kýpur til að samþykkja til- lögu SÞ en ríkisfjölmiðlarnir á eynni hafa barist gegn henni og einnig þjóð- ernissinnar í Tyrklandi og herinn. Vonbrigði fyrir Annan Fyrir SÞ og Kofi Annan yrði það mikið áfall ef sameiningartillagan verður felld eins og allt bendir til. Hefur hann lagt mikið á sig og haft það sem forgangsmál að binda enda á 30 ára aðskilnað eyjarskeggja. Bandaríkin og ESB hafa líka lagt hart að Kýpur-Grikkjum að sam- þykkja tillöguna en verði hún felld, munu margir fara að spyrja um getu alþjóðlegra samtaka á borð við SÞ til að leysa erfið deilumál. Fréttaskýrendur segja samt, að lít- il hætta sé á, að orðstír SÞ muni bíða mikinn hnekki þótt úrslitin verði eins og skoðanakannanir benda til. „Hverjum stendur ekki á sama um Kýpur þegar allt kemur til alls? Það er ástandið í Írak, sem getur skipt sköpum fyrir Sameinuðu þjóðirnar,“ sagði einn fréttaskýrandinn. Aðild Tyrklands að ESB í húfi? Á þessu máli er síðan önnur hlið, sem er hugsanleg aðild Tyrklands að ESB. Tyrkneska stjórnin hefur sótt það fast að fá viðræður um hana en margir hafa litið svo á, að eitt mik- ilvægasta skrefið í þá átt og jafnvel forsenda sé sameining Kýpur. Raunar er ekki hægt að segja, að evrópskir stjórnmálamenn séu al- mennt hrifnir af þeirri hugmynd að fá Tyrkland inn í ESB en samt hafa þeir gagnrýnt leiðtoga Kýpur-Grikkja harðlega fyrir neikvæða afstöðu til sameiningartillögunnar. Það er þó ekki alveg víst, að þeim yrði það jafn- leitt og þeir láta, að tillagan yrði felld. Ekki er heldur ólíklegt, að margir Kýpur-Grikkir líti svo á, að nú fái þeir loks tækifæri til að gjalda Tyrkjum rauðan belg fyrir gráan, hefna inn- rásarinnar og leggja um leið stein í götu hugsanlegrar ESB-aðildar þeirra. Gríska stjórnin hvatti í gær önnur ESB-ríki til að taka niðurstöðunni í kosningunum af raunsæi, hver sem hún yrði. Sagði hún, að þótt tillagan yrði felld, yrði áfram unnið að því að leysa deiluna. Á kjörskrá á Kýpur eru 480.000 Grikkir og 145.000 Tyrkir. Búist var við, að niðurstaðan í kosningunum lægi fyrir upp úr nóni í dag. Tillaga um sameiningu Kýpur senni- lega felld !"##$%$ & $' &$()"*"*%+ ,-.+/ ! < <   ! ! = $  >?  "#$%& !%'$(') *+ ,' $(' @   %& ! < <   ! ! = $  >?  "# ,' $(' *+ ,' $(' @   1   ) $ +   - - -- 1   $  A 1   A    *   6  * 6:- 1   $  A 1    A . 6 1  )9.  - ./01234546"4* 78141 4**9234 "4 2*2 :';<# 5< '%'=>?%'<<  ;'$(';@% A# % &%  + << A& <'+>  ;'< 2 +)#>''=; !;<+ Gríski hlutinn fær þá einn aðild að ESB 1. maí – Yrði áfall fyrir SÞ og Annan Nikósíu, Sameinuðu þjóðunum. AFP. TYRKNESKIR Kýpverjar á fjöl- mennum fundi í fyrradag þar sem hvatt var til, að sameiningartillag- an yrði samþykkt. Á myndinni af stúlkunni stendur: „Fyrir mig, mamma“ og á borðanum segir: „Tengjumst umheiminum með einu jái.“ Flest benti til, að Kýpur-Tyrkj- um yrði ekki að þessari ósk sinni. Reuters „Fyrir mig, mamma“ ÁFORM um fjölgun léttlesta í breskum borgum gætu verið í uppnámi því núverandi léttlestar laða hvorki til sín farþega né fjár- festa, að því er fram kemur í skýrslu ríkisendurskoðunarinnar bresku (NAO) sem varar við fjár- festingum í léttlestarkerfum. Í skýrslu NAO kemur fram að tap sé á rekstri núverandi léttlest- arkerfa í Bretlandi. Þau hafi gagnað lítt við að draga úr bíla- umferð og samþætting þeirra við aðra samgöngumáta er engin, að því er fram kemur í frétt um mál- ið á fréttavef BBC. Rekstrartap léttlestarkerfanna hefur fælt einkafyrirtæki frá því að fjárfesta í nýjum léttlest- arkerfum. Alistair Darling samgöngu- ráðherra segir að hann muni skoða nýja valkosti reynist létt- lestirnar ekki fjárfestingarinnar virði. Léttlestarkerfi er að finna í sjö breskum borgum og hafa þau öll verið byggð upp á síðustu 25 árum. Tólf til viðbótar eru í upp- byggingu með ríkisstyrk sem nemur milljarði punda eða um 130 milljörðum króna. Ríkisendurskoðunin breska seg- ir að yfir stóra þröskulda sé að stíga eigi frekari þróun og upp- bygging léttlestarkerfa að eiga sér stað. Tilgreinir NOA sérlega léttlest- arkerfið í Sheffield sem verið hef- ur starfrækt frá árinu 1994 eða í áratug. Þar hafi verið búist við að einkafyrirtæki myndu fjárfesta í kerfinu fyrir allt að 80 milljónir punda. Árangurinn sé hins vegar sú að einungis ein milljón punda hafi skilað sér úr einkageiranum. Þá séu farþegar 45% færri en áætl- anir gerðu ráð fyrir. Og í léttlestarkerfinu á Birm- inghamsvæðinu séu farþegar að jafnaði 38% færri en forsendur við uppbyggingu lestarkerfisins byggðust á. Léttlestarkerfin Midland Metro, Manchester Metrolink, Croydon Tramlink og Tyne and Wear Metro eru öll rekin með tapi, að sögn NOA, og er árlegur halli á Midland Metro á Birmingham- svæðinu 11,4 milljónir punda á ári, eða um 1,5 milljarðar króna. Léttlestarkerfin óhagkvæm Breska ríkisend- urskoðunin varar við fjárfestingum í léttlestarkerfum sem hvorki laða að sér farþega né fjármagn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.