Morgunblaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÓSKÖP er ég orðinn leiður á skömmum stjórnmálamanna og í kjölfar þeirra fjölmiðla á Landspít- ala – háskólasjúkrahúsi. Halli á rekstri, óstjórn, skipulagsleysi og léleg afköst eru tíðar upphrópan- ir. Þessar vítur eru órökstuddar og skaðlegar að mörgu leyti. Í fyrsta lagi eru þetta óheppi- legar árásir á lækna og spítala þar sem þeir starfa sem falln- ar eru til þess að rýra álit sjúklinga sem eiga lif og limi undir hæfni þeirra. Í öðru lagi spillir það óhjá- kvæmilega starfsanda á spítölum. Tveimur spítölum var fyrirskipað að sameinast og er mörgum það efamál hvort það var rétt ákvörðun eða tímabær vegna ónógs undir- búnings. Ég vann lengi í stóru fyr- irtæki sem fyrirskipað var að sam- einast öðru fyrirtæki, sem var mögulega nauðsynlegt en árang- urinn var sá að hið nýja fyrirtæki var að sumu leyti óstarfhæft um skeið. Samkomulag milli einstak- linga fyrri fyrirtækja var blandið tortryggni og uppsagnir á starfs- fólki í hinu nýja fyrirtæki voru ákaflega umdeildar. Við þessu mátti búast við sameiningu spít- alana. Þá var jafnframt erfiður flutningur milli deilda spítalanna og innan deildanna. Hvernig er hægt að krefjast þess að spítalar hlíti fortakslaust fjár- lögum gerðum á Alþingi? Við gerð fjárlaga liggja ekki fyr- ir upplýsingar um lækningaþörf eða fjármagnsþörf vegna nýrra lyfja sem koma á markaðinn, lyfja sem stundum skilja milli lífs og dauða. Vel rekin loðnubræðsla gerir sér að sjálfsögðu fjárhagsáætlun. Ef uppgrip verða á loðnu fer hún að sjálfsögðu úr skorðum. En það er skaðlaust því að hagnaður verður töluvert meiri. En má ekki segja að þegar fjár- hagsáætlun spítala bregst útgjalda- lega getur það ekki þýtt að hagn- aður verði líka meiri? Munurinn er eingöngu sá að þar eru tekjurnar björgun hinna ýmsu hluta sem til- heyra gangverki mannsins, jafnvel lífi hans. Ekki peningar! Við eigum hér „gúrúa“, fjármála- snillinga sem fjármálafyrirtæki greiða laun sem jafngilda launum allrar ríkisstjórnarinnar, saman- lögðum launum fjölda lækna sem vinna hér störf á heimsmælikvarða. En svo er fyrir að þakka að eðli landans er að una ekki fyrr en að Fróni er aftur komið eftir langt nám og störf erlendis. En spurningin er: Hefði ekki verið skynsamlegra að ráða einn þessara „gúrúa“ sem einvald við fjármála- og framkvæmdastjórn spítalanna en að fela nefnd undir stjórn sveitarstjóra utan af landi sem hafði nefndarstarfið að auka- starfi! Formaðurinn komst þó að þeirri niðurstöðu að ekki færi saman sveitarstjórastarf og rekstur eins stærsta fyrirtækis landsins í tilvist- arkreppu. Ég var ekki á fjárlögum þegar mér var tilkynnt að ég þyrfti að fara í erfiða krabbameinsmeðferð í byrjun síðastliðins árs. Þar var ekkert rætt um kostnað sem þó var ljóst að yrði mikill. Árangur með- ferðarinnar var að því virðist mjög góður og var það mikið að þakka nýjum lyfjum sem réðu úrslitum. Ekki er víst að þessi lyf hafi kom- ist inn í forsendur fjárlaga. En ekki er hikað við að taka þau í notkun, þrátt fyrir allt. Já, þrátt fyrir allt. Hversu mörg slík óvænt tilfelli geta komið upp í heildar- starfsemi Landspítala – háskóla- sjúkrahúss? Auðvitað ber að spara, spara án þess að fórna. Ef það á að spara með því að fórna á ekki að fela þeim ákvörðunarvaldið sem öllu vilja fórna til að líkna. Þingmaður sagði í sjónvarpsvið- tali að hann vildi sama árangur fyr- ir minni útgjöld. Eru afköstin ekki nóg? Annað hefur ekki verið rök- stutt. Vinna á spítölum er annars eðlis en uppskipun eða bókfærsla. Könnun á viðbrögðum líkamans er flókin og tímafrek og einstakling- arnir ólíkir. Á krabbameinsdeildinni kynntist ég starfsfólki sem var afbragð ann- arra. Það virtist vinna mjög vel en um það er ég ekki dómbær. En það skapaði sér tíma til að sinna and- legum þörfum sjúklinganna og gef- andi og þiggjandi einstaklingar urðu vinir. Það er ekki hægt að vera veikur, jafnvel hræddur um endalokin, í betra umhverfi en þarna og á það við um allt starfs- liðið og jafnframt það sem sinnti heimahjúkrun og endurþjálfun. Það skilur að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Andlegt ástand sjúklings ræður miklu um árangur meðferðar. Þetta er saga mín af þessari deild en mér hefur verið sagt af sömu reynslu á öðrum deildum. Það er eitthvað sérstakt í genum þess fólks sem velst til hjúkrunarstarfa. Það þarf hugvit til að skipu- leggja og spara á stóru spítölunum. En það er ekki hægt að gera kröf- ur um vélræna vinnu. Það hefur skort öll fagleg rök í gagnrýnina á spítalana, í kröfuna um niðurskurð. Líf mitt og þitt er háð umhyggju þessa fólks sem þar vinnur. GUÐMUNDUR W. VILHJÁLMSSON, Hrísmóum 5, 210 Garðabæ. Spítalar og loðnubræðsla Frá Guðmundi W. Vilhjálmssyni: Guðmundur W. Vilhjálmsson Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Beini © LE LOMBARD VILTU KOMA ÚR TUNNUNNI SIGMUNDUR! ÞETTA VAR BARA MEINLAUST GRÍN! ÞETTA ER EKKI AÐ GANGA ÞAÐ ER ALVEG ÚTILOKAÐ AÐ ÉG SKILJI VIÐ MÓTORHJÓLIÐ MITT. HÚN OG ÉG ERUM SVO NÁIN ÉG MYNDI EKKI LIFA ÞAÐ AF! VILL HANN MYND? VERTU SÆL ELSKAN MÍN. ÉG GLEYMI ÞÉR ALDREI. ÞÚ ERT SVO FALLEG Í LAGINU ACHMED, KEYRÐU MIG Á FLUGVÖLLINN. VIÐ SKULUM ATHUGA HVORT VIÐ FINNUM EKKI GAMLA SPITFIRE SEM GETUR ENNÞÁ FLOGIÐ EÐA ÞYRLU VINUR MINN Á LÍTINN BÁT EN ÉG VEIT EKKI MEÐ SAHARA... JÆJA, VIÐ SKULUM HALDA ÁFRAM AÐ LAGA HJÓLIÐ ÞAÐ ER EKKI NÓGU FLJÓTT AÐ FARA Í GANG Æ YFIRVARASKEGGIÐ FESTIST Í STARTARANUM!! SVONA, NÚ GENGUR ALLT VEL EF ÞETTA HELDUR SVONA ÁFRAM ÞÁ FERÐ ÞÚ BEINUSTU LEIÐ Á HAUGANA!! EN... Risaeðlugrín © DARGAUD HVAÐ HEF ÉG NÚ GERT? ? HVAÐ HEFUR ÞÚ GERT HONUM? SVARAÐU! ÉG? EKKI NEITT! ÉG LOFA. ÞETTA GERÐIST BARA ALLT Í EINU ER ÞAÐ JÁ? HVAÐ SEGIRÐU HILMAR? GLÆPAMAÐURINN SEGIST VERA SAKLAUS ÆÆÆ! ÉG FÉKK TAK Í BAKIÐ ÞEGAR ÉG VAR AÐ KALLA Á HANN. Æ... ÞAÐ SAMA GERÐIST Í GÆR ÞEGAR ÉG SVAF Í VINNUNNI. ÞETTA ER SVO VONT! ÆÆÆ! ÉG SKIL... framhald ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.