Morgunblaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 53
DAGBÓK
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
NAUT
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert opin/n og ástrík/ur og
hefur mikla þörf fyrir ör-
yggi. Þú ert líka forvitin/n og
leitar því stöðugt nýrrar
þekkingar.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú hefur mikla hugarorku í
dag. Reyndu að nýta hana
sem best og koma sem mestu
í verk.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú ert ákveðin/n í að kaupa
þér eitthvað í dag. Þú ert
sannfærð/ur um að það muni
veita þér ánægju og að þú
munir bera það, sem um
ræðir, með stolti.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú ert orkumikil/l og hefur
mikla þörf fyrir hreyfingu.
Reyndu að vera sem mest úti
í dag.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú ert óvenju sjálfsörugg/ur
í dag. Þetta gerir þig færa/n
um að grípa þau tækifæri
sem þú færð og gera sem
mest úr þeim.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þetta er góður dagur til að
vera með öðru fólki. Mæltu
þér mót við vini þína og
njóttu lífsins.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Notaðu daginn til að leita
svara við þeim spurningum
sem leita á þig. Þú ert óvenju
ákveðin/n og skarpskyggn og
ættir því að geta komist til
botns í hlutunum.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú átt mjög auðvelt með að
sannfæra aðra um það sem
þú segir í dag. Það gefur orð-
um þínum aukið vægi að þú
trúir því sjálf/ur sem þú ert
að segja.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú ert mjög einbeitt/ur í dag
og þar sem þú ert tilbúin/n til
að leggja hart að þér ættirðu
að ná mjög góðum árangri.
Það hentar þér þó betur að
vinna ein/n en með öðrum.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú hefur gaman af að takast
á við hvers konar þrautir í
dag. Þú gætir líka tekið upp
á því að daðra svolítið enda
jafnast samskipti kynjanna
oft á við flóknustu þrautir.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þetta er góður dagur til við-
gerða á heimilinu og til að
ræða heimilisvandamál. Ef
þú vilt að aðrir geri hlutina
eftir þínu höfði þarftu að
sannfæra þá um ágæti þess.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú færð góðar hugmyndir í
dag. Þú munt jafnframt
njóta þess að fara í stutt
ferðalag og að leika við börn-
in.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þér ætti að ganga vel í pen-
ingamálunum í dag hvort
sem þú ert að eyða pening-
unum eða afla þeirra.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
AFTURHVARF
Ó, græna jörð, ó, mjúka, raka mold,
sem myrkur langrar nætur huldi sýn.
Ég er þitt barn, sem villtist langt úr leið,
og loksins kem ég aftur heim til þín.
Ég viðurkenni mína synd og sekt:
ég sveikst frá öllum skyldum heiðvirðs manns
og elti vafurloga heimsku og hjóms
um hrjóstur naktra kletta og auðnir sands.
Mitt fólk, mitt land, minn himinn og mitt haf!
Heim kemst að lokum allt, sem burtu fer.
Ég drúpi höfði þreyttu í þögn og bæn:
Þú ert ég sjálfur. Fyrirgefðu mér!
Steinn Steinarr
LJÓÐABROT
DEMANTSBRÚÐKAUP. 60 ára hjúskaparafmæli eiga í dag
hjónin Pálína Hraundal og Óskar Hraundal, Hvassaleiti 56,
Reykjavík. Þau verða að heiman.
EINS og svo oft áður fær
suður skemmtilegt og krefj-
andi verkefni. Nú þarf hann
að finna rétta taktinn fyrir
þvingun í sex gröndum.
Austur gefur; NS á
hættu.
Norður
♠K5
♥Á4
♦ÁK104
♣ÁK963
Vestur Austur
♠G9742 ♠103
♥73 ♥DG10985
♦D52 ♦G93
♣DG10 ♣82
Suður
♠ÁD86
♥K62
♦876
♣754
Vestur Norður Austur Suður
-- -- 2 hjörtu Pass
Pass Dobl Pass 2 spaðar
Pass 3 hjörtu Pass 3 grönd
Pass 4 grönd Pass 6 grönd
Pass Pass Pass
Vestur kemur út með
hjarta. Það er skynsamlegt
að spara innkomuna heima á
hjartakóng og taka á ásinn í
borði. Spila svo laufás og
litlu laufi. Vestur fær þann
slag og gerir best í því að
spila tígli. Hvernig á að
ljúka málinu?
Ellefu slagir eru á borð-
inu og sá tólfti liggur í loft-
inu með tvöfaldri þvingun.
En eftir tígulinn frá vestri
verður erfitt að henda
heima í frílauf blinds og því
þarf að tímasetja spila-
mennskuna nákvæmlega.
Til að byrja með eru þrír
efstu í spaða teknir (og tígli
hent úr borði). Næst eru
laufin tekin.
Norður
♠--
♥4
♦K10
♣9
Vestur Austur
♠G9 ♠--
♥-- ♥DG
♦D5 ♦G9
♣-- ♣--
Suður
♠8
♥K6
♦8
♣--
Blindur á út og spilar
laufníu. Austur verður að
henda tígli og þá getur suð-
ur kastað hjartasexu. Vest-
ur er í engum vandræðum,
enn sem komið er, og hendir
spaðaníu. En þegar sagnhafi
spilar næst hjarta á kónginn
þvingast vestur með hæsta
spaða og valdið í tíglinum.
Tvöföld þvingun í áföngum.
E.s. Ef vestur hefði spilað
hjarta þegar hann fékk
laufslaginn, hefði suður get-
að hent tveimur tíglum
heima í frílauf blinds og þá
hefði þvingunin virkað á
báða mótherja í sama slag.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4
4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be2
e6 7. f4 Dc7 8. 0-0 Be7 9. Be3
0-0 10. g4 d5 11. e5
Re4 12. Bd3 Rxc3 13.
bxc3 Dxc3 14. f5 Bc5
Staðan kom upp í
frönsku deilda-
keppninni sem lauk
fyrir skömmu. Vikt-
or Bologan (2.665)
hafði hvítt gegn
þýska stórmeist-
aranum Philipp
Schlosser (2.564).
15. f6! Bxd4 16.
Bxh7+ Kxh7 17.
Bxd4 Dh3 18. Hb1!
Tryggir framhald
hvítu sóknarinnar
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
sem svartur á erfitt með að
ráða við. 18. – Rc6 19. Hb3
Dh6 20. g5! Dg6 21. Hh3+
Kg8 22. Dg4 gxf6 23. Hxf6
Dg7 24. Hfh6 Re7 25. Dh5
Rg6 26. Hh7 og svartur
gafst upp enda fátt til varn-
ar.
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynn-
ingar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga fyr-
irvara fyrir sunnudagsblað.
Samþykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmæl-
istilkynningum og/eða
nafn ábyrgðarmanns og
símanúmer. Fólk getur
hringt í síma 569-1100, sent
í bréfsíma 569-1329, eða
sent á netfangið ritstj
@mbl.is. Einnig er hægt að
skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1,
103 Reykjavík
ÁRNAÐ HEILLA
MEÐ MORGUNKAFFINU
Það eru bara komin mánaðamót rétt einu sinni!
Laust í vefjagigtarleikfimi o.fl. hópa hjá Gigtarfélagi Íslands.
Léttar æfingar, teygjur og slökun. Áhersla lögð á rétta líkamsbeitingu.
Tilvalið fyrir alla sem eru að byrja að hreyfa sig.
Sjúkraþjálfarar með langa reynslu.
Hulda S. Jeppesen - Ása Dóra Konráðsdóttir.
PANTANIR Í S. 530 3600 EÐA 824 7454
Gigtarfélag Íslands
Ertu með
verki?
Hvernig væri að
koma sér af stað
í hreyfingu fyrir
sumarið?
Hulda S. Jeppesen Ása Dóra Konráðsdóttir
„Hvað er svo glatt sem góðra vinafundur“
Félag harmonikuunnenda heldur dansleik í Glæsibæ
í kvöld kl. 21.30. Húsið opnað kl. 21.00.
Hljómsveit Þorsteins R. Þorsteinsssonar ásamt Villa Guðmunds.
og hljómsveit Ingvars Hólmgeirssonar ásamt söngvaranum
Þorvaldi Skaftasyni leika fyrir dansi.
Mætum öll og tökum með okkur gesti.
„Láttu þér ekki leiðast, líttu við í Glæsibæ“. F.H.U.R
Ljósmynda-listsýningin
LESIÐ Í LANDIÐ
HAFNARBORG, MENNINGAR- OG LISTASTOFNUN
HAFNARFJARÐAR, STRANDGÖTU 34
OPIÐ Í DAG KL. 11.00 - 17.00.
Opnunartími
mán.-fös. kl. 11-18
lau. kl. 11-14
Hverafold 1-3 • Torgið Grafarvogi • Sími 577 4949
Skipagötu 5 • Akureyri • Sími 466 3939
Breyttur opnunartími á
laugardögum
kl. 11-14
Afmælistilboðinu
lýkur í dag