Morgunblaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 24
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
24 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
1 4 4 4
Ertu að leita
þér að nýjum
skóm?
Landmann
39.900.-
3 brennarar,
tvískipt grill,
Gagnvarinn viður ofl .
Erum einnig með
fleiri grill á staðnum
grill
Opnunartími:
Mán-föst 11-18.30
Laugard 10-18
Sunnud 13-17
Skútuvogur 2 :: 104 Reykjavik
Sími: 522-9000 :: Fax: 522-9001
1 4 4 4
w w w. g u l a l i n a n . i s
Þátttaka í íþróttamiðstöð |
Bæjarráð Árborgar samþykkti á
fundi sínum 21. apríl að taka þátt í
stofnkostnaði við Íþróttamiðstöð Ís-
lands á Laugarvatni. Um er aðræða
tillögu frá Samtökum sveitarfélaga á
Suðurlandi sem felur í sér að önnur
sveitarfélög í SASS en sveitarfélög í
uppsveitum Árnessýslu greiði heild-
arfjárhæð, 10 milljónir króna, sam-
eiginlega á næstu þremur árum,
2005, 2006 og 2007. Upphæðin skipt-
ist milli sveitarfélaganna eftir íbúa-
fjölda 1. desember 2003.
Umhverfisvottun | Einar Njáls-
son, bæjarstjóri Árborgar og Úlfur
Björnsson, forstöðumaður Beluga,
undirrituðu viljayfirlýsingu á fundi
umhverfisnefndar Árborgar 15. apr-
íl síðastliðinn um að vinna saman að
því að umhverfisstefna Árborgar
hljóti umhverfisvottun á grundvelli
staðla Beluga.
Umgengni | Ari Már Ólafsson,
fulltrúi í umhverfisnefnd Árborgar,
lagði fram bókun á fundi nefnd-
arinnar 15. apríl þar sem hann lýsir
áhyggjum sínum af umgengni við
hesthúsahverfið á Eyrarbakka.
„Þetta er eitt það fyrsta sem blasir
við er fólk ekur inn í sveitarfélagið
Árborg. Er ásýnd hverfisins því mið-
ur ekki til sóma fyrir sveitarfélagið,“
segir í bókuninni.
Tónleikar | Vortónleikar Kórs Fjöl-
brautaskóla Suðurlands voru haldn-
ir í Hveragerðiskirkju sumardaginn
fyrsta. Þar mátti heyra og sjá árang-
urinn af æfingum í vetur, fjölbreytt
og skemmtileg verkefni. Einnig
brugðu kórfélagar á leik á ýmis
hljóðfæri. Stjórnandi kórsins er Ró-
bert A. Darling.
Bæjarmál í Árborg
Hveragerði | Það er aldeilis nóg að
gera hjá þeim Guðmundi Erlings-
syni, Magnúsi Stefánssyni, Sól-
veigu Jónsdóttur, Steindóri Gests-
syni og Ylfu Lind Gylfadóttur
þessa dagana.
Þau eru leikarar í nýjustu upp-
setningu Leikfélags Hveragerðis,
Nakinn maður og annar í kjólföt-
um eftir Dario Fo.
Í vikunni, þegar fréttaritari leit
inn á æfingu, var leikstjórinn Sig-
urður Blöndal að leggja leikurum
línurnar og formaður Leikfélags-
ins, Anna Jórunn Stefánsdóttir,
sat við píanóið og spilaði undir.
Með þessari sýningu þar sem
Steindór Gestsson er í aðal-
hlutverki, er hann að halda upp á
þrjátíu ára leikafmæli sitt. Frum-
sýningin verður í kvöld, laug-
ardaginn 24. apríl og verða sýn-
ingar í Leikhúsinu Völundi við
Austurmörk. Leikhúsið tekur upp
nýbreytni í ár og breytist Leik-
húsið í kaffihús, þar sem leik-
húsgestir geta setið og notið veit-
inga meðan þeir horfa á
leiksýninguna.
Auk þess að setja upp þessa sýn-
ingu hefur verið öflugt barnastarf
hjá Leikfélagi Hveragerðis í vet-
ur. Krökkum hefur staðið til boða
að koma í Völund einu sinni í viku
og leika og æfa sig í að standa á
sviði og láta í sér heyra. Anna Jór-
unn Stefánsdóttir og Ylfa Lind
Gylfadóttir hafa verið potturinn
og pannan í þessu starfi og eiga
heiður skilinn fyrir framtakið.
Nakinn maður og annar
í kjólfötum í Völundi
Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir
Guðmundur Erlingsson og Steindór
Gestsson undirbúa sig fyrir frum-
sýninguna á laugardaginn.
Hveragerði | Sumarið heilsaði hér
í Hveragerði með sól og blíðu.
Dagskráin var fjölbreytt og uppá-
komur víða um bæinn. Meðal ann-
ars var opið hús á Heilsustofnun
og Dvalarheimilinu Ási, frítt var í
sund í Laugaskarði, vetnisstrætó
flutti fólk á milli staða, opið hús
var í H-húsinu, opið hús í mót-
tökuhúsi bæjarins, sem er á
hverasvæðinu, sýning yngri kyn-
slóðar listamanna í Listasafni Ár-
nesinga svo eitthvað sé nefnt.
Í Garðyrkjuskólanum að Reykj-
um var sumri fagnað að venju
með glæsibrag. Skólameistari
garðyrkjuskólans, Sveinn Að-
alsteinsson, bauð gesti velkomna.
Söngsveit Hveragerðis flutti vor-
ljóð. Guðni Ágústsson landbún-
aðarráðherra afhenti Heið-
ursverðlaun garðyrkjunnar 2004.
Þau hlutu Jón H. Björnsson,
Hólmfríður A. Sigurðardóttir og
Óli Valur Hansson.
Jón er fyrsti landslagsarkitekt-
inn hér á landi og rak um tíma
fjölbreyttustu garðplöntusölu
landsins. Hann var stærsti blóma-
ræktandinn, stýrði Alaska
blómabúðunum, var skrúðgarð-
yrkjuverktaki og flutti inn fyrstu
torfristuvélina, svo eitthvað sé
nefnt.
Hólmfríður var umsjónarmaður
plöntusafns Lystigarðsins á Ak-
ureyri 1973 til 1980. Hólmfríður
kenndi grasafræði og um garð-
blóm og fleira í garðyrkjuskól-
anum frá 1985 til 2000. Hún gaf
út íslensku garðblómabókina 1995
en það er handbók um fjölærar
skrautjurtir og sumarblóm.
Óli Valur kenndi við garðyrkju-
skólann í nokkur ár. Hann var
ráðinn garðyrkjuráðunautur hjá
Búnaðarfélagi Íslands frá 1. júlí
1957 og starfaði við það í 28 ár.
Hann ferðaðist um allt land og
gaf góð ráð, skoðaði garða og hélt
fræðslufundi.
Viðurkenningu fyrir besta verk-
námsstaðinn 2004 hlaut Garð-
yrkjudeild Reykjavíkur. Hún fær
þessi verðlaun fyrir besta verk-
námsstaðinn, Borgargarða, sem
Axel Knútsson skrúðgarð-
yrkjumeistari stýrir. Axel hefur
starfað hjá borginni síðan 1987 og
hefur haft 9 verknámsnemendur á
skúrðgarðyrkjubraut á þessum
tíma og er með einn í þjálfun
núna. Axel hefur alltaf lagt sig
fram um að nemarnir komist í
sem fjölbreyttust verkefni innan
þess ramma sem deildin ræður
við.
Hvatningarverðlaun
til Akurs
Hvatningarverðlaun garðyrkj-
unnar 2004 hlaut Garðyrkjustöðin
Akur í Laugarási í Bisk-
upstungum sem er í eigu Þórðar
G. Halldórssonar og Karólínu
Gunnarsdóttur. Á Akri hafa verið
farnar óhefðbundnar leiðir varð-
andi rekstur ylræktarvers. Öll
ræktun á Akri hefur hlotið líf-
ræna vottun. Undanfarin ár hafa
þar verið framleiddar mjólk-
ursýrðar afurðir úr lífrænt
ræktuðu grænmeti og markaðs-
settar sem vottaðar afurðir.
Starfsemin er viðurkennd af Heil-
brigðiseftirliti Suðurlands. Græn-
metið frá Akri gengur undir nafn-
inu, „Græni hlekkurinn“. Þar er í
gangi svokölluð áskriftarsala;
„Grænmeti í áskrift – valkostur
fyrir vandláta“ og nýtur það
fyrirkomulag síaukinna vinsælda.
Helga Thorberg, sem hefur
verið í fjarnámi við garðyrkju-
skólann, afhenti Hólmfríði A.
Sigurðardóttur eintak af lokarit-
gerð sinni, sem fjallar um Hólm-
fríði. Einnig fékk landbúnaðar-
ráðherra eintak af ritgerðinni að
ósk Hólmfríðar, þar sem hann
hafði verið nemandi hennar á
Hvanneyri og staðið sig með
miklum sóma.
Að lokum afhenti Tryggvi Arn-
arson, formaður Félags iðn- og
tæknigreina, bókasafni garð-
yrkjuskólans bókagjöf.
Sumri fagnað í garðyrkjuskólanum
Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir
Helga Thorberg afhenti Hólmfríði A. Sigurðardóttur eintak af lokaritgerð
sinni, en landbúnaðarráðherra var m.a. nemandi hennar á Hvanneyri.
Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir
Auk heiðursverðlauna voru aðrar viðurkenningar veittar og á myndinni
eru verðlaunahafar ásamt Guðna Ágústssyni landbúnaðarráðherra.