Morgunblaðið - 24.04.2004, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 24.04.2004, Qupperneq 24
ÁRBORGARSVÆÐIÐ 24 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ 1 4 4 4 Ertu að leita þér að nýjum skóm? Landmann 39.900.- 3 brennarar, tvískipt grill, Gagnvarinn viður ofl . Erum einnig með fleiri grill á staðnum grill Opnunartími: Mán-föst 11-18.30 Laugard 10-18 Sunnud 13-17 Skútuvogur 2 :: 104 Reykjavik Sími: 522-9000 :: Fax: 522-9001 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s Þátttaka í íþróttamiðstöð | Bæjarráð Árborgar samþykkti á fundi sínum 21. apríl að taka þátt í stofnkostnaði við Íþróttamiðstöð Ís- lands á Laugarvatni. Um er aðræða tillögu frá Samtökum sveitarfélaga á Suðurlandi sem felur í sér að önnur sveitarfélög í SASS en sveitarfélög í uppsveitum Árnessýslu greiði heild- arfjárhæð, 10 milljónir króna, sam- eiginlega á næstu þremur árum, 2005, 2006 og 2007. Upphæðin skipt- ist milli sveitarfélaganna eftir íbúa- fjölda 1. desember 2003.    Umhverfisvottun | Einar Njáls- son, bæjarstjóri Árborgar og Úlfur Björnsson, forstöðumaður Beluga, undirrituðu viljayfirlýsingu á fundi umhverfisnefndar Árborgar 15. apr- íl síðastliðinn um að vinna saman að því að umhverfisstefna Árborgar hljóti umhverfisvottun á grundvelli staðla Beluga.    Umgengni | Ari Már Ólafsson, fulltrúi í umhverfisnefnd Árborgar, lagði fram bókun á fundi nefnd- arinnar 15. apríl þar sem hann lýsir áhyggjum sínum af umgengni við hesthúsahverfið á Eyrarbakka. „Þetta er eitt það fyrsta sem blasir við er fólk ekur inn í sveitarfélagið Árborg. Er ásýnd hverfisins því mið- ur ekki til sóma fyrir sveitarfélagið,“ segir í bókuninni.    Tónleikar | Vortónleikar Kórs Fjöl- brautaskóla Suðurlands voru haldn- ir í Hveragerðiskirkju sumardaginn fyrsta. Þar mátti heyra og sjá árang- urinn af æfingum í vetur, fjölbreytt og skemmtileg verkefni. Einnig brugðu kórfélagar á leik á ýmis hljóðfæri. Stjórnandi kórsins er Ró- bert A. Darling. Bæjarmál í Árborg Hveragerði | Það er aldeilis nóg að gera hjá þeim Guðmundi Erlings- syni, Magnúsi Stefánssyni, Sól- veigu Jónsdóttur, Steindóri Gests- syni og Ylfu Lind Gylfadóttur þessa dagana. Þau eru leikarar í nýjustu upp- setningu Leikfélags Hveragerðis, Nakinn maður og annar í kjólföt- um eftir Dario Fo. Í vikunni, þegar fréttaritari leit inn á æfingu, var leikstjórinn Sig- urður Blöndal að leggja leikurum línurnar og formaður Leikfélags- ins, Anna Jórunn Stefánsdóttir, sat við píanóið og spilaði undir. Með þessari sýningu þar sem Steindór Gestsson er í aðal- hlutverki, er hann að halda upp á þrjátíu ára leikafmæli sitt. Frum- sýningin verður í kvöld, laug- ardaginn 24. apríl og verða sýn- ingar í Leikhúsinu Völundi við Austurmörk. Leikhúsið tekur upp nýbreytni í ár og breytist Leik- húsið í kaffihús, þar sem leik- húsgestir geta setið og notið veit- inga meðan þeir horfa á leiksýninguna. Auk þess að setja upp þessa sýn- ingu hefur verið öflugt barnastarf hjá Leikfélagi Hveragerðis í vet- ur. Krökkum hefur staðið til boða að koma í Völund einu sinni í viku og leika og æfa sig í að standa á sviði og láta í sér heyra. Anna Jór- unn Stefánsdóttir og Ylfa Lind Gylfadóttir hafa verið potturinn og pannan í þessu starfi og eiga heiður skilinn fyrir framtakið. Nakinn maður og annar í kjólfötum í Völundi Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir Guðmundur Erlingsson og Steindór Gestsson undirbúa sig fyrir frum- sýninguna á laugardaginn. Hveragerði | Sumarið heilsaði hér í Hveragerði með sól og blíðu. Dagskráin var fjölbreytt og uppá- komur víða um bæinn. Meðal ann- ars var opið hús á Heilsustofnun og Dvalarheimilinu Ási, frítt var í sund í Laugaskarði, vetnisstrætó flutti fólk á milli staða, opið hús var í H-húsinu, opið hús í mót- tökuhúsi bæjarins, sem er á hverasvæðinu, sýning yngri kyn- slóðar listamanna í Listasafni Ár- nesinga svo eitthvað sé nefnt. Í Garðyrkjuskólanum að Reykj- um var sumri fagnað að venju með glæsibrag. Skólameistari garðyrkjuskólans, Sveinn Að- alsteinsson, bauð gesti velkomna. Söngsveit Hveragerðis flutti vor- ljóð. Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra afhenti Heið- ursverðlaun garðyrkjunnar 2004. Þau hlutu Jón H. Björnsson, Hólmfríður A. Sigurðardóttir og Óli Valur Hansson. Jón er fyrsti landslagsarkitekt- inn hér á landi og rak um tíma fjölbreyttustu garðplöntusölu landsins. Hann var stærsti blóma- ræktandinn, stýrði Alaska blómabúðunum, var skrúðgarð- yrkjuverktaki og flutti inn fyrstu torfristuvélina, svo eitthvað sé nefnt. Hólmfríður var umsjónarmaður plöntusafns Lystigarðsins á Ak- ureyri 1973 til 1980. Hólmfríður kenndi grasafræði og um garð- blóm og fleira í garðyrkjuskól- anum frá 1985 til 2000. Hún gaf út íslensku garðblómabókina 1995 en það er handbók um fjölærar skrautjurtir og sumarblóm. Óli Valur kenndi við garðyrkju- skólann í nokkur ár. Hann var ráðinn garðyrkjuráðunautur hjá Búnaðarfélagi Íslands frá 1. júlí 1957 og starfaði við það í 28 ár. Hann ferðaðist um allt land og gaf góð ráð, skoðaði garða og hélt fræðslufundi. Viðurkenningu fyrir besta verk- námsstaðinn 2004 hlaut Garð- yrkjudeild Reykjavíkur. Hún fær þessi verðlaun fyrir besta verk- námsstaðinn, Borgargarða, sem Axel Knútsson skrúðgarð- yrkjumeistari stýrir. Axel hefur starfað hjá borginni síðan 1987 og hefur haft 9 verknámsnemendur á skúrðgarðyrkjubraut á þessum tíma og er með einn í þjálfun núna. Axel hefur alltaf lagt sig fram um að nemarnir komist í sem fjölbreyttust verkefni innan þess ramma sem deildin ræður við. Hvatningarverðlaun til Akurs Hvatningarverðlaun garðyrkj- unnar 2004 hlaut Garðyrkjustöðin Akur í Laugarási í Bisk- upstungum sem er í eigu Þórðar G. Halldórssonar og Karólínu Gunnarsdóttur. Á Akri hafa verið farnar óhefðbundnar leiðir varð- andi rekstur ylræktarvers. Öll ræktun á Akri hefur hlotið líf- ræna vottun. Undanfarin ár hafa þar verið framleiddar mjólk- ursýrðar afurðir úr lífrænt ræktuðu grænmeti og markaðs- settar sem vottaðar afurðir. Starfsemin er viðurkennd af Heil- brigðiseftirliti Suðurlands. Græn- metið frá Akri gengur undir nafn- inu, „Græni hlekkurinn“. Þar er í gangi svokölluð áskriftarsala; „Grænmeti í áskrift – valkostur fyrir vandláta“ og nýtur það fyrirkomulag síaukinna vinsælda. Helga Thorberg, sem hefur verið í fjarnámi við garðyrkju- skólann, afhenti Hólmfríði A. Sigurðardóttur eintak af lokarit- gerð sinni, sem fjallar um Hólm- fríði. Einnig fékk landbúnaðar- ráðherra eintak af ritgerðinni að ósk Hólmfríðar, þar sem hann hafði verið nemandi hennar á Hvanneyri og staðið sig með miklum sóma. Að lokum afhenti Tryggvi Arn- arson, formaður Félags iðn- og tæknigreina, bókasafni garð- yrkjuskólans bókagjöf. Sumri fagnað í garðyrkjuskólanum Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir Helga Thorberg afhenti Hólmfríði A. Sigurðardóttur eintak af lokaritgerð sinni, en landbúnaðarráðherra var m.a. nemandi hennar á Hvanneyri. Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir Auk heiðursverðlauna voru aðrar viðurkenningar veittar og á myndinni eru verðlaunahafar ásamt Guðna Ágústssyni landbúnaðarráðherra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.