Morgunblaðið - 13.05.2004, Page 8
8 C FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
NVIÐSKIPTI F
yrirtæki eru oft of feim-
in að nálgast stjórnvöld
ef þau reka sig á við-
skiptahindranir í milli-
ríkjaviðskiptum,“ segir
Martin Eyjólfsson, forstöðumaður
Viðskiptaþjónustu utanríkisráðu-
neytisins (VUR). Hann segir að ýms-
ar breytingar hafi verið gerðar á
starfsemi VUR að undanförnu til að
koma betur til móts við fyrirtækin.
Þá hafi verkaskipting VUR og Út-
flutningsráðs verið skýrð og sam-
starfið aukið til að koma í veg fyrir
tvíverknað.
Þrír starfsmenn VUR eru stað-
settir í utanríkisráðuneytinu í
Reykjavík, einn á skrifstofu Útflutn-
ingsráðs og sex viðskiptafulltrúar
starfa í sendiráðum og ræðisskrif-
stofum Íslands erlendis. Auk þess
starfa öll sendiráð Íslands, auk
margra ræðismanna, fyrir Við-
skiptaþjónustuna.
Breytt samstarf
við Útflutningsráð
Gagnrýnt hefur verið að VUR og Út-
flutningsráð, sem er samstarfsvett-
vangur ríkisins, hagsmunasamtaka
og fyrirtækja í útflutningi, séu að
fást við sömu hluti. Martin segir að
brugðizt hafi verið við þessari gagn-
rýni að undanförnu með markvissum
hætti.
„VUR og Útflutningsráð tilheyra
klárlega sömu fjölskyldu. Markmiðið
er að minnka tvíverknað og gera
eina þjónustukeðju fyrir atvinnulífið.
Við erum ekki í samkeppni,“ segir
Martin. „Samstarf okkar við Út-
flutningsráð er gjörbreytt. Við höf-
um skilgreint betur skilin á milli
þjónustu viðskiptafulltrúa VUR og
markaðsfulltrúa Útflutningsráðs er-
lendis. Jafnframt eigum við samstarf
við Útflutningsráð og fyrirtæki um
tvö ný störf viðskiptafulltrúa til
reynslu í eitt ár, annars vegar í Dan-
mörku, en þar tekur nýr viðskipta-
fulltrúi til starfa á næstu vikum, og
hins vegar í Póllandi.“
Hann segir að þegar skipulögð séu
ferðalög viðskiptasendinefnda til út-
landa sé markmiðið að Útflutnings-
ráð sjái um skipulagningu og fram-
kvæmd að mestu leyti, nema þegar
utanríkisráðherra sé með í för. Þá
hafi VUR og Útflutningsráð skipzt á
starfsmönnum; einn starfsmaður
VUR sé á skrifstofu ráðsins og öfugt.
Þannig sé aðgangur að viðskipta-
fulltrúum VUR seldur hjá Útflutn-
ingsráði.
„Einnig má geta þess að viðtals-
tími sendiherra Íslands erlendis var
færður úr utanríkisráðuneytinu á
skrifstofu Útflutningsráðs og aug-
lýstur með nýjum og skilvirkari
hætti. Það var breyting sem skilaði
ótrúlegum árangri, því að aðsóknin
margfaldaðist og viðbrögð fyrir-
tækja hafa verið mjög jákvæð,“ segir
Martin. „Viðskiptafulltrúarnir koma
líka heim með reglulegu millibili og
það gengur mun betur að selja tíma
þeirra eftir að við jukum kynningu á
viðtalstímunum og færðum þá í Út-
flutningsráð.“
Sendiráðin nýtt í
þágu viðskipta
Martin segir að nýjung í starfi VUR
séu verkefnasamningar við sendi-
ráðin, þar sem leitazt sé við að setja
ramma um starf þeirra að viðskipta-
málum. Samningarnir kveða á um
gerð verkefnaáætlana, skráningu
fyrirspurna frá fyrirtækjum og
verkbókhald um þann tíma, sem fer
til starfs að viðskiptamálum. Á skrif-
stofu VUR er þetta starf sendiráð-
anna síðan árangursmetið í lok hvers
árs. „Þetta agar vinnubrögðin og
gerir þau markvissari og betri. Við
höfum fengið jákvæð viðbrögð frá at-
vinnulífinu, sem telur utanríkisþjón-
ustuna í auknum mæli veita sér góða
þjónustu,“ segir Martin.
Hann nefnir sem dæmi um að
samstarf sendiráðanna og atvinnu-
lífsins geti skilað árangri, að Ingi-
mundi Sigfússyni, sendiherra í Jap-
an, hafi tekizt að fá fyrirtæki, sem
hugði á uppsetningu álþynnuverk-
smiðju í Skandinavíu, til að skoða að-
stæður á Íslandi. „Ísland hafði í
þeirra huga verið óþekkt stærð og
Japanirnir höfðu ekki áttað sig á því
að Ísland væri eins vel á veg komið
tæknilega og raunin er. Sendiherr-
ann neitaði að gefast upp og fékk
stjórn fyrirtækisins til að koma til
Íslands og gera rækilega könnun á
kostum og göllum þess að staðsetja
verksmiðjuna hér. Niðurstaðan varð
reyndar sú að þeir töldu Ísland ekki
hagstæðasta kostinn, en þetta er
gott dæmi um hvernig markvisst
starf sendiráðs kom Íslandi á kort-
ið.“
Öryggisnet fyrir þá stærri
Martin segir að á nærmörkuðum,
t.d. í Vestur-Evrópu, séu það einkum
smærri fyrirtæki, sem nýti sér þjón-
ustu viðskiptafulltrúanna. Þau fái
þannig í raun niðurgreidda skýrslu-
gerð og aðra þjónustu. „Fyrirtæki,
sem vill t.d. skoða viðskiptatækifæri
í Frakklandi en hefur engin efni á að
leita til einhvers af stóru ráðgjafar-
fyrirtækjunum, getur fengið hjá
okkur faglega grunnaðstoð í upphafi.
Við skönnum markaðinn og komum
t.d. á fundi með frönskum aðilum.
Við hjálpum þessum fyrirtækjum
fyrstu skrefin og liðveizla sendiráðs-
ins og stjórnvalda er ákveðinn styrk-
ur.
Stærri fyrirtækin líta hins vegar á
okkur sem öryggisnet, ef kreppa
kemur upp í samskiptunum við
stjórnvöld eins og þegar setja átti
innflutningsbannið á fiskimjöl í ESB
á sínum tíma. Fyrirtækin nýta sér
jafnframt ræðismannanetið, en ut-
anríkisþjónustan hefur á að skipa
250 ræðismönnum, sem margir
hverjir eru miklir Íslandsvinir og
leggja gjarnan mikið á sig fyrir ís-
lenzk fyrirtæki. Ræðismenn í Suður-
Ameríkulöndum hafa t.d. tekið að
sér umboð fyrir Marel og í Íran hef-
ur ræðismaður Íslands unnið mikið
starf fyrir Atlanta.“
Tækifæri í Austur-Evrópu
Martin segist telja að útvíkka þurfi
net VUR til nýju ESB-ríkjanna í
Austur-Evrópu til að nýta þau tæki-
færi, sem liggi í miklum hagvexti
þar. Meðal annars geti utanríkis-
þjónustan stuðlað að því að koma ís-
lenzkum fyrirtækjum inn í uppbygg-
ingarverkefni, sem styrkt verði af
Þróunarsjóði EFTA, fyrst og fremst
með því að koma þeim á framfæri og
skipuleggja fundi með rétta fólkinu.
Á næstunni verður ráðinn viðskipta-
fulltrúi í Póllandi, til reynslu í tólf
mánuði, en Pólverjar fá um helming
styrkjanna úr EFTA-sjóðnum. „Ég
held að full ástæða sé til að útvíkka
þetta fyrirkomulag; að fara hægt af
stað með einum starfsmanni og án
skuldbindinga. Ef það reynist ekki
þörf fyrir þá þjónustu er hægt að
hætta henni aftur,“ segir Martin.
Óformleg og sveigjan-
leg eining
Hann segist telja að utanríkisráðu-
neytið þurfi að láta viðskiptalífið vita
betur af því hvað það geti gert til að
greiða götu fyrirtækja á erlendum
mörkuðum. „Menn reka sig stundum
á að nýjar reglur í EES-ríkjum gera
þeim erfitt fyrir, lenda í vandræðum
með tvísköttunarsamninga og svo
framvegis. Við höfum leiðir til að
koma athugasemdum og fyrirspurn-
um á framfæri beint við stjórnvöld í
viðkomandi ríkjum, sem oft greiðir
úr flækjunni,“ segir Martin. „Það má
heldur ekki gleyma því að utanrík-
isþjónustan er í vinnu fyrir íslenzk
fyrirtæki við að skapa þeim verð-
mæti með alþjóðlegum samningum.
Við höfum til dæmis fengið betri við-
skiptakjör í Evrópusambandinu fyr-
ir sjávarafurðir en Norðmenn. Bara
stækkunarsamningur EES sparar
íslenzkum síldarútflytjendum 200–
300 milljónir árlega í beinhörðum
peningum, fyrir utan óbeinan kostn-
að sem útflytjendur hefðu orðið fyrir
hefði 15% tollur lagzt á eins og útlit
var fyrir á tímabili. Nýi loftferða-
samningurinn við Kína verður líka
gulls ígildi fyrir ferðaþjónustuna
þegar fram líða stundir.“
Hann segist í ákveðnum skilningi
líta á sig sem umboðsmann fyrir-
tækja í útflutningi gagnvart stjórn-
kerfinu. „VUR á að vera eining, sem
er snörp, óformleg og sveigjanleg og
laus við skriffinnsku,“ segir Martin.
Snörp, óformleg og sveigj-
anleg viðskiptaþjónusta
Viðskiptaþjónusta utanríkisráðuneytisins
aðstoðar fyrirtæki í útflutningi við að kanna
markaðinn og greiða úr flækjum skriffinnsk-
unnar. Ólafur Þ. Stephensen ræddi við forstöðu-
mann VUR, Martin Eyjólfsson.
olafur@mbl.is
!
"#$
"
%
!" $% &#
'%"
&'
( ) *
Morgunblaðið/Árni Torfason
Í þjónustu atvinnulífsins Martin Eyjólfsson, forstöðumaður VUR, segist
líta á sig sem umboðsmann fyrirtækja gagnvart stjórnvöldum.
LYFJAFYRIRTÆKIÐ Pharma-
co skiptir um nafn næstkomandi
mánudag og kallast eftir það Actavis.
Nafnbreytingin mun taka til flestra
dótturfyrirtækja Pharmaco-sam-
stæðunnar, sem rekin hafa verið
hvert undir eigin merki undanfarin
ár. Nöfn á borð við Balkanpharma,
Delta, Omega Farma, Pharmamed
og UNP hverfa því á næstunni. Tvö
fyrirtæki innan samstæðunnar munu
vegna sérstakra samninga áfram
nota eigin nöfn, þ.e. Fako í Tyrklandi
og Zdravlje í Serbíu, en munu auð-
kenna sig með ensku orðunum „an
Actavis Company“. Þá mun markaðs-
svið Actavis, Medis, sem selur lyf til
þriðja aðila, halda þeirri starfsemi
áfram undir sama nafni.
Einn fyrirtækisbragur
Á blaðamannafundi, þar sem nýtt
nafn og merki fyrirtækisins var
kynnt í gær, sagði Róbert Wessman,
forstjóri Pharmaco, að Pharmaco-
samstæðan hefði nú um 7.000 starfs-
menn í 25 löndum. Á undanförnum
4–5 árum hefðu 16 ný fyrirtæki bætzt
við samstæðuna. „Við höfum haldið
nöfnunum á öllum þeim fyrirtækjum,
sem við höfum keypt. Við sögðum í
byrjun að við vildum nýta þann styrk,
sem væri í þeim nöfnum, en við höf-
um líka sagt að nú væru ákveðin
tímamót í okkar lífsferli. Það skiptir
miklu máli að skipta upp eina ímynd,
eitt vörumerki og einn fyrirtækja-
brag. Við ætlum okkur að innleiða
ákveðin gildi gagnvart öllu því starfs-
fólki sem við höfum í dag, þannig að
við erum ekki bara að breyta nafninu
heldur koma ákveðnum skilaboðum
til okkar 7.000 starfsmanna,“ sagði
Róbert.
Hann sagði að það hefði legið ljóst
fyrir að Pharmaco væri nafn, sem
ekki hefði verið skráningarhæft við
áformaða skráningu félagsins á
hlutabréfamarkað í London. Á blaða-
mannafundinum kom fram að
Pharmaco-nafnið væri í notkun með
einum eða öðrum hætti hjá um 130
fyrirtækjum í heiminum.
Unnið úr 800 tillögum
Pharmaco leitaði til sænska ráðgjafa-
fyrirtækisins Scriptor, sem sérhæfir
sig í að finna nöfn á fyrirtæki og fékk
auk þess ráðgjöf frá Financial Dyna-
mics í Bretlandi. Þá var auglýsinga-
stofunni Hvíta húsinu falin grafísk
hönnun nýs merkis félagsins og alls
kynningar- og auglýsingaefnis, sem
gefið verður út vegna nafnbreyting-
arinnar. Sænska fyrirtækið kom með
800 tillögur, sem síðan var unnið úr.
Nýja nafnið er samsett úr tveimur
latneskum hlutum; acta, sem þýðir
framtakssemi og frumkvæði og vis,
sem þýðir styrkur, að sögn Róberts,
sem segist telja báða hluta endur-
spegla vel það sem samstæðan standi
fyrir.
Merki félagsins samanstendur af
nafninu Actavis og mynd af töflu, sem
einnig má sjá t.d. hnött út úr, segir
Róbert. Appelsínuguli liturinn var
valinn með það í huga að skera sig úr
í lyfjageiranum, þar sem blár litur er
ríkjandi. „Við vildum lit, sem stæði út
úr og væri dálítið nýtízkulegur,“
sagði Róbert.
Aðgreining móðurfélagsins og
dótturfélagsins á Íslandi verður með
þeim hætti að móðurfélagið (áður
Pharmaco hf.) mun bera nafnið
Actavis Group hf., en dótturfélögin
(áður Delta og Omega Farma) verða
Actavis hf.
Pharmaco-
samstæðan
verður Actavis
Morgunblaðið/Golli
Nýtt nafn og vörumerki Guðrún Hálfdánardóttir upplýsingafulltrúi, Róbert Wessman forstjóri og Halldór Krist-
mannsson, framkvæmdastjóri ytri og innri samskipta, kynntu í gær nýtt nafn og merki Pharmaco – nú Actavis.