Morgunblaðið - 22.05.2004, Qupperneq 2
FRÉTTIR
2 LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
RÆNDI BANKA MEÐ ÖXI
Vopnað bankarán var framið í
útibúi Landsbankans við Gullinbrú í
gærmorgun. Maður vopnaður öxi
réðist inn í bankann, hótaði starfs-
fólki og komst út með eitthvað af
peningum. Hann var handtekinn á
hlaupum skömmu síðar.
Atlaga gegn offitu
Heilbrigðisráðherrar í ríkjum Al-
þjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar,
WHO, samþykktu í gær áætlun um
að berjast gegn offitu og öðrum svo-
nefndum lífsstílssjúkdómum. Nú
þjáist fleira fólk í heiminum af offitu
en vannæringu. Mælt er með að ýtt
verði undir áhuga barna á að borða
hollan mat og hreyfa sig meira. Mest
var deilt um ráðleggingar sérfræð-
inga sem vilja að minna sé notað af
sykri og salti í unnum matvörum.
Þrír í forsetaframboði
Frestur til að skila framboði til
forsetakjörs rann út á miðnætti, og
höfðu þá þrír skilað vottuðum með-
mælalistum. Í framboði eru því Ólaf-
ur Ragnar Grímsson, Ástþór Magn-
ússon og Baldur Ágústsson.
Nýjar myndir vekja óhug
Birtar hafa verið í bandarískum
blöðum óhugnanlegar myndir af
fangavörðum sem niðurlægja og
hræða með ýmsum hætti íraska
fanga og beita þá kynferðislegu of-
beldi. Sigað er stórum hundi að ein-
um og annar er látinn ganga um
nakinn og ataður einhverju sem
virðist vera saur.
Umræðum á Alþingi frestað
Ekki tókst að ljúka þriðju um-
ræðu um fjölmiðlafrumvarpið í gær-
kvöldi og var umræðunni frestað til
kl. 10 í dag, og er reiknað með að
þingfundur standi fram eftir degi.
Konunglegt brúðkaup
Krónprins Spánar, Filippus,
gengur í dag að eiga blaðakonuna
Letiziu Ortiz. Þrír af hverjum fjór-
um Spánverjum segjast í könnunum
vera sáttir við val prinsins á kvon-
fangi en Ortiz er fráskilin og þykir
hafa munninn fyrir neðan nefið.
Álitamál vakna
Ríkislögreglustjóri segir lög-
fræðileg álitamál vakna í kjölfar
dóms Hæstaréttar í málverkaföls-
unarmálinu. Hann segir lögreglu og
ákæruvald þurfa að fara yfir hvaða
þýðingu dómurinn hafi fyrir meðferð
sakamála.
Y f i r l i t
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir
sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Í dag
Sigmund 8 Umræðan 36/37
Viðskipti 12 Kirkjustarf 38/39
Erlent 16/18 Minningar 40/43
Höfuðborgin 21 Bréf 48
Akureyri 22 Myndasögur 48
Suðurnes 23 Staksteinar 50
Árborg 24 Dagbók 50/51
Landið 25 Íþróttir 52/55
Ferðalög 26/27 Leikhús 56
Daglegt líf 28/29 Fólk 56/61
Listir 30/31 Bíó 59/61
Forystugrein 32 Ljósvakamiðlar 62
Viðhorf 36 Veður 63
* * *
Í DÓMI Hæstaréttar í mars í vor var
íslenska ríkið sýknað af bótakröfu
foreldra sex ára gamallar stúlku
vegna meintra mistaka lækna við
fæðingu hennar. Í því máli, sem raun-
ar var einkamál, hafði Hæstiréttur
sjálfur frumkvæði að því að leita sér-
fræðiálita hjá starfsmönnum annars
málsaðilans, þ.e. Landspítala – há-
skólasjúkrahúss, og notaði það álit til
þess að hnekkja sönnunarfærslu hér-
aðsdóms um sök spítalans. Í mál-
verkafölsunarmálinu, sem dæmt var í
á miðvikudag, taldist vitnisburður
sérfræðinga á vegum Listasafns Ís-
lands ekki tækur vegna tengsla
þeirra við safnið.
Á þetta bendir Jón Steinar Gunn-
laugsson, prófessor við lagadeild Há-
skólans í Reykjavík.
Tengslin meiri í
Landspítalamálinu
„Tengsl þessara sérfræðinga voru
auðvitað miklu meiri við sakaraðilann
í því máli en tengsl sérfræðinganna í
málverkafölsunarmálinu við sakar-
aðila í því máli,“
segir Jón Steinar.
„Í Landspítala-
málinu voru sér-
fræðingarnir í
fyrsta lagi að
fjalla um skaða-
bótakröfu á hend-
ur spítalanum
sem þeir vinna
hjá og þeir voru
að fjalla um gjörð-
ir starfsbræðra sinna á spítalanum,“
segir Jón Steinar en tekur fram að
hafa verði hugfast að fyrra málið hafi
verið einkamál en hið síðara opinbert
mál og vitaskuld sé ljóst að gerðar
séu meiri sönnunarkröfur í opinber-
um málum en einkamálum. „Mér er
samt nær að halda að það sé ekki svo
mikill munur á reglum sem gilda um
hæfi og vanhæfi til þess að fjalla um
sönnunargögn eftir því hvort um er
að ræða opinbert mál eða einkamál.
Að mínu mati er augljóst ósamræmi í
því að telja að það hafi ekki bara verið
í lagi að leita álits sérfræðinganna í
Landspítalamálinu heldur hafði rétt-
urinn sjálfur óbeðinn frumkvæði að
því að afla þeirra sérfræðiálita. Það
er augljóst ósamræmi í því miðað við
niðurstöðu réttarins í málverkaföls-
unarmálinu, jafnvel þótt menn hafi í
huga að málin eru ekki alveg sam-
bærileg. Sá munur er að mínu mati
ekki þess háttar að hann réttlæti
þennan mismun,“ segir Jón Steinar.
Tekið skal fram að það voru ekki
sömu dómararnir sem dæmdu mál-
unum tveimur. Þrír hæstaréttardóm-
arar dæmdu þó í þeim báðum, þau
Guðrún Erlendsdóttir, Hrafn Braga-
son og Garðar Gíslason. Eins og fram
hefur komið skiluðu þeir Garðar og
Hrafn sératkvæði í málverkafölsun-
armálinu þar sem þeir komust að
þeirri niðurstöðu að ákærðu væru
sannir að sök en meirihlutinn, Guð-
rún Erlendsdóttir, Markús Sigur-
björnsson og Pétur Kr. Hafstein,
komst að þeirri niðurstöðu að þær
sérfræðilegu álitsgerðir sem lögregla
hafði aflað gætu ekki talist tækar fyr-
ir dómi.
Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður
Augljóst ósamræmi í nið-
urstöðum Hæstaréttar
Jón Steinar
Gunnlaugsson
TÖLUVERT hefur sést af ref á
Suðurlandsundirlendi að undan-
förnu og er það mat manna að
honum sé að fjölga.
Undanfarnar þrjár vikur hafa
ábúendurnir í Múlakoti II í Fljóts-
hlíð, þau Stefán Guðbergsson og
Sigríður Hjartar, fimm sinnum séð
ref á vappi út um gluggann á
íbúðarhúsi sínu, á öllum tímum
dags og telja að þar hafi tvö eða
jafnvel þrjú dýr verið á ferðinni.
Á uppstigningardag var í heim-
sókn hjá þeim Svanur Lárusson
frá Hellishólum, sem er bær stutt
þar frá, og í því sem þau standa
upp frá matarborðinu sjá þau ref í
hlíðinni fyrir ofan bæinn. Svanur
var þá að tala við son sinn, Aron, í
símanum og ákveður Aron að
koma með riffil og kemur síðan
skömmu síðar og nær að skjóta
refinn fyrir framan bæinn. Ref-
urinn reyndist vera með fýl í
kjaftinum en fýlsvarp er í hlíðinni
og var rebbi búinn að bíta af hon-
um hausinn.
Brá skjótt
við og skaut
refinn
Ljósmynd/Sigríður Hjartar
Aron Svansson með refinn sem hann skaut á uppstigningardag.
UMBOÐSMAÐUR Alþingis mun
taka saman og kynna af sinni hálfu
reglur sem hann óskar eftir að
gildi um sam-
skipti stjórn-
valda og um-
boðsmanns.
Þetta kom
fram á fundi,
sem forseti og
fyrsti varaforseti
Alþingis áttu
með umboðs-
manni og for-
sætisráðherra í
gær, en tilefnið var samtal sem
forsætisráðherra átti við umboðs-
mann Alþingis að morgni 4. maí.
sl. og fjallað hefur verið um á op-
inberum vettvangi.
Í frétt frá skrifstofu forseta Al-
þingis, sem Halldór Blöndal, for-
seti Alþingis, Guðmundur Árni
Stefánsson, fyrsti varaforseti,
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmað-
ur Alþingis, og Davíð Oddsson for-
sætisráðherra skrifa undir, segir
að það sé og hafi jafnan verið
ágreiningslaust að umboðsmaður
sé sjálfstæður í störfum sínum og
óháður fyrirmælum frá öðrum, þar
með töldu Alþingi.
Muni umboðsmaður Alþingis
taka saman og kynna af sinni hálfu
reglur, sem hann óski eftir að gildi
um samskipti stjórnvalda og um-
boðsmanns, m.a. um hver hafa
skuli að þeim frumkvæði og form.
Reglur um þessi samskipti verði
þannig ljósar jafnt þeim sem
starfa innan stjórnsýslunnar sem
almenningi.
Umboðsmaður set-
ur samskiptareglur
Tryggvi
Gunnarsson
SLÖKKVILIÐ höfuðborgar-
svæðisins var kallað að húsi við
Bræðraborgarstíg klukkan
0.45 eftir miðnætti aðfaranótt
föstudags. Vegfarandi sem
hringdi í slökkviliðið sagðist
hafa heyrt sprengingu í að-
draganda eldsvoða og sagði
varðstjóri SHS að svonefndum
mólótoff-kokkteil, eða heima-
tilbúinni bensínsprengju, hefði
verið varpað í húsið. Talsverðar
skemmdir urðu á glugga og
gluggatjöldum og tók það
slökkviliðið 20 mínútur að
slökkva eldinn.
Eldfimur vökvi í flösku
Lögreglan í Reykjavík hefur
tekið málið til rannsóknar og
segir Karl Steinar Valsson að-
stoðaryfirlögregluþjónn að svo
virðist sem glerflösku með eld-
fimum vökva hafi verið kastað í
húsið með þeim afleiðingum að
sprenging varð. Mun hluti
vökvans hafa slest inn um opinn
glugga og eldur kviknað í
gluggatjöldum. Sótskemmdir
hafi orðið innan- sem utan-
hússs. Enginn hafi verið heima.
Þá hafi enginn verið handtek-
inn vegna málsins en rætt verði
við 25 ára mann í þágu rann-
sóknarinnar.
Heyrði
sprengingu í
aðdraganda
eldsvoða
REIKNAÐ er með að fjöldi
undirskrifta fólks sem skorar á
Ólaf Ragnar Grímsson, forseta
Íslands, að skrifa ekki undir
fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórn-
arinnar hafi náð yfir tíunda
þúsundið í gær.
Róbert Marshall, formaður
Fjölmiðlasambandsins, segir
að um miðjan dag hafi verið
komnar um 8.500 undirskriftir
á vefsíðuna www.askorun.is, en
auk þess hafi verið gengið um í
Smáralind og Kringlunni til að
safna undirskriftum sem ekki
hafi verið taldar.
Róbert segir að á vefinn bæt-
ist á bilinu 1.000 til 1.500 undir-
skriftir á dag.
Fjölmiðlasambandið vonast
til þess að náist að safna 30 þús-
und undirskriftum, og segir
Róbert að það yrði „hinn full-
komni sigur í málinu“.
10 þúsund
skora á
forsetann