Morgunblaðið - 22.05.2004, Síða 6

Morgunblaðið - 22.05.2004, Síða 6
Morgunblaðið/Golli Landslag leikið á píanó eftir Jóhannes Kjarval sem hangir uppi í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur dæmt Pétur Þór Gunnarsson fyrrverandi framkvæmdastjóra Gallerís Borgar til að greiða Guð- rúnu Kjarval, tengdadóttur Jó- hannesar S. Kjarvals listmálara, eina milljón kr. í miskabætur fyrir brot á höfundarréttarlögum með fölsun og sölu á fölsuðu málverki sem ranglega var eignað Jóhannesi Kjarval. Um er að ræða málverkið „Vorkomu“ sem Dani keypti hjá Gallerí Borg 1. maí 1994. Kaupverð var 396 þúsund krónur. Í stefnu segir að komið hafi í ljós að verkið var falsað og sé um að ræða mynd sem máluð er yfir eldra málverk eftir danska höfundinn Mogens Hoff og hafi líklegast verið notuð til þess alkýðmálning, en slíka málningu notaði Jóhannes Kjarval ekki. Verkið hafi síðan ver- ið höfundarmerkt með árituninni JS Kjarval án þess að vera verk Dæmdur til að greiða tengdadótt- ur Kjarvals eina milljón Umdeilt verk, Vorkoma, sem eignað er málaranum Jóhannesi Kjarval. þess höfundar. Sé verkið stæling af málverkinu „Landslag leikið á píanó“ eftir Jóhannes Kjarval sem málað var 1935–1938 og hangi uppi í ráðherrabústaðnum við Tjarn- argötu. Stefnandi hélt því fram að fram- kvæmdastjórinn hefði vitað eða mátt vita að málverkið hefði verið falsað og að það stafaði ekki frá Jó- hannesi S. Kjarval eins og gefið var til kynna í uppboðsskrá og áritun á verkið er ætlað að bera með sér. Stefndi hefði sjálfur keypt það mál- verk eftir Mogens Hoff á uppboði í Danmörku sem hið falsaða málverk var síðan málað yfir og síðan selt hið falsaða verk sem Kjarvalsverk. Stefnandi málsins situr í óskiptu búi eftir eiginmann sinn, Svein Kjarval sem lést árið 1981, en hann var sonur Jóhannesar S. Kjarvals. Sveinn var réttbær handhafi höfundarréttar að listaverkum föður síns eftir lát listamannsins. Eftir lát Sveins fer stefnandi með höfundarréttinn þar sem hún situr í óskiptu búi eftir skammlífari maka. Sveinn Sigurkarlsson héraðs- dómari dæmdi málið. Lögmaður stefnanda var Jóhannes Albert Sævarsson hrl. Stefndi hélt ekki uppi vörnum en hefur heimild til að krefjast endur- upptöku málsins. FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ LY K I L L I N N A Ð H Á L E N D I Í S L A N D S Borgartúni 23 · 105 Reykjavík · Sími: 512 7575 - www.heimur.is HÁLENDISHAN DBÓKIN ÖKULEIÐIR , GÖNGULE IÐIR OG ÁF ANGASTAÐ IR Á HÁLE NDI ÍSLAN DS Ö N N U R Ú TÁ FA 2 0 0 4 PÁLL ÁSGE IR ÁSGEIRS SON SHANDBÓKIN I S B N 9 9 7 9 9 6 3 9 3 NÝJAR LEIÐ IR OG FERS KAR UPPLÝ SINGAR NÝJAR LJÓS MYNDIR GEISLADISK UR MEÐ M YNDSKEIÐU M AF 80 VÖÐUM Á HÁLENDI NU FYLGIR BÓKSALI FRÁ 1872 FÁÐU NÝJA OG GLÆSILEGA FYRIR ÞÁ GÖMLU HÁLENDISHANDBÓK [ 2004 ] EF ÞÚ ÁTT FYRRI ÚTGÁFU HÁLENDISHANDBÓKARINNAR GETURÐU FARIÐ MEÐ HANA Í PENNANN EYMUNDSSON EÐA MÁL OG MENNINGU ÞAR SEM HÚN ER TEKIN UPP Í NÝJU BÓKINA Á 1.000 KR. ÞANNIG GETURÐU EIGNAST NÝJU BÓKINA Á AÐEINS 3.980 KR. Í STAÐ 4.980 KR. TILBOÐIÐ GILDIR TIL 15. JÚNÍ. PÉTUR Þór Gunnarsson, fyrrver- andi framkvæmdastjóri Gallerís Borgar, sem sýknaður var í Hæstarétti á miðvikudag í mál- verkafölsunarmálinu svokallaða, segist afar ánægður með niður- stöðu dómsins en segist hinn bóg- inn undrandi á viðbrögðum sak- sóknara hjá ríkislögreglustjóra við dómsniðurstöðunni. „Hæstiréttur staðfestir það sem ég hef alltaf haldið fram, þ.e. að ég væri saklaus í þessu máli,“ segir hann. „En ég er undrandi á viðbrögð- um Arnars Jenssonar og Jóns H. B. Snorrasonar hjá ríkislögreglu- stjóra, þess efnis að Hæstiréttur hafi ekki tekið afstöðu til hvers einstaks verks þ.e. hvort það væri falsað eða ekki. Eftir sjö ára rann- sóknarferli er fáránlegt að þeir sem bera ábyrgð á rannsókninni haldi svona löguðu fram því það hlýtur að vera í verkahring lög- reglunnar að komast að því hvort um sé að ræða falsanir áður en ákæra er gefin út. Þessi ummæli sýna hversu málið var veikt áður en það fór fyrir dómstóla, segir Pétur Þór.“ Hann segist hafa fundið fyrir ákveðnu ofstæki innan menning- argeirans á Íslandi á meðan málið var til meðferðar og fólk hafi kraf- ist fangelsisdóms hvað sem tautaði og raulaði. „Fólk leit hins vegar ekki til þess hvort framin voru mannréttindabrot á sakborningun- um í rannsóknarferlinu. Ég er al- veg sannfærður um að Hæstirétt- ur hefði ekki viljað sjá þetta mál fyrir Mannréttindadómstól Evrópu því þar hefði beinlínis verið hlegið að rannsóknarferlinu og íslensku réttarkerfi.“ Óttast ekki einkamál Pétur Þór segist að lokum ekki óttast hrinu einkamála á hendur sér í kjölfar dóms Hæstaréttar. „Ég hef engar áhyggjur af því vegna þess að það er langt síðan þetta mál gerði mig gjaldþrota og ég á engar eignir. Ef menn vilja eyða tíma og fjármunum í að höfða einkamál þá er það í lagi mín vegna.“ Afar ánægður með sýknudóminn Viðbrögð Péturs Þórs Gunnarssonar HÆSTIRÉTTUR Íslands staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur og hafnaði kröfu lögmanns Péturs Þórs Gunnarssonar um að ákæru- valdinu yrði meinað að leiða fram átján nafngreind vitni við aðalmeð- ferð málverkafölsunarmálsins svo- nefnda í dómi sínum nr. 113/2003, sem kveðinn var upp 3. apríl í fyrra. „Samkvæmt 70. gr. laga nr. 19/ 1991 leitar rannsóknari til kunn- áttumanna, þegar þörf er á sér- fræðilegri rannsókn vegna opinbers máls. Getur slík rannsókn á máls- atvikum verið nauðsynleg til þess að ákveða hvort sækja skuli mann til sakar og afla nauðsynlegra gagna til undirbúnings málsmeð- ferðar, sbr. 67. gr. laganna. Af þessu leiðir einnig að nauðsynlegt kann að vera að kveðja þann, er veitt hefur slíka sérfræðilega að- stoð, sem vitni fyrir dóm til þess að skýra þau gögn málsins, er frá hon- um stafa eða atriði, sem þeim tengj- ast. Verður að telja slíka vitna- leiðslu sérfræðings heimila, sbr. 1. mgr. 48. gr. laga nr. 19/1991, sbr. einnig dóm Hæstaréttar í dóma- safni 1999, bls. 2452. Af gögnum málsins verður ráðið að tíu af þeim átján einstaklingum, sem varnarað- ili hefur krafist að sóknaraðila verði meinað að kveðja fyrir dóm sem vitni í máli þessu, hafi unnið að sér- fræðilegum rannsóknum fyrir lög- reglu við rannsókn málsins, sbr. 70. gr. laga nr. 19/1991. Af þeim sökum verður talið heimilt að leiða um- rædda einstaklinga fyrir dóm sem vitni í því skyni að skýra þær rann- sóknir sem þeir hafa komið að, eða atriði sem þeim tengjast,“ segir meðal annars í dómni Hæstaréttar, sem hæstaréttardómararnir Guð- rún Erlendsdóttir, Haraldur Henr- ysson og Hrafn Bragason kváðu upp, og er að öðru leyti vísað til for- sendna hins kærða úrskurðar. Skilaboð til ákæruvaldsins Arnar Jensson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn hjá embætti ríkislög- reglustjóra, vísaði í samtali við Morgunblaðið til þessa úrskurðar Héraðsdóms og staðfestingar Hæstaréttar á honum. Í héraðs- dómnum væri kröfunni hafnað og þar kæmi meðal annars fram að vitnisburðir og skýrslur þessara sérfræðinga hefðu úrslitaþýðingu í málinu og það væri ekki sjáanlegt að þessi hagsmunatengsl hefðu þar áhrif. Hins vegar hefði komið fram að það yrði bara að metast þegar sönnunargögnin væru skoðuð í heild eða eitthvað á þá leið. Hæsti- réttur hefði síðan staðfest þennan úrskurð Héraðsdóms. Arnar sagði að þessi dómur hefði verið skilaboð til ákæruvaldsins um að það væri búið að taka á þessu meira að segja í Hæstarétti. Þetta væru sömu rök og meirihluti Hæstaréttar notaði síðan nú og ýtti gögnum þessara sérfræðinga út af borðinu vegna hugsanlegra hags- munatengsla. „Við erum alveg forviða og skilj- um ekkert hvað snýr upp og hvað snýr niður á þessu. Ég geri það að minnsta kosti ekki,“ sagði Arnar Jensson. Hann sagði það óskiljanlegt, ef Hæstiréttur hefði séð að sér og tal- ið sig hafa gert mistök í fyrri úr- skurðinum af hverju málinu hefði ekki verið vísað aftur í héraðsdóm. Í niðurlagi úrskurðar héraðs- dóms í ofangreindu máli segir að vitni þau sem um ræðir hafi „ýmist unnið sérfræðivinnu, gefið sér- fræðiálit vegna rannsóknar máls- ins, veitt lögreglu upplýsingar varð- andi málið eða þá gefið vitna- skýrslur hjá lögreglu undir rann- sókn þess. Verður ekki annað séð en að þessi atriði geti haft þýðingu fyrir málsúrslitin, sbr. 4. mgr. 128. gr. oml.“ Ennfremur segir: „Eins og segir hér að framan verður ekki annað séð en að framburður vitnanna sem um ræðir geti haft þýðingu fyrir úr- slit máls þessa. Á hinn bóginn kem- ur það sem ákærði heldur fram um tengsl vitnanna innbyrðis og við kærendur til álita þegar dómarar þurfa að meta skýrslur þeirra. Er það og skylda verjendanna að reifa það í málflutningi. Getur þetta ekki leitt til þess að ákæruvaldinu verði bannað að leiða vitnin og er synjað kröfu ákærða um það.“ Hafnaði kröfu um að vitni yrðu ekki leidd fram Á STJÓRNARFUNDI Mynd- stefs sem haldinn var síðdegis í gær var samþykkt eftirfarandi ályktun: „Stjórn Myndstefs lýsir yfir eindregnum stuðningi við ákvarðanir menntamálaráðherra í þá veru að skipa starfshóp til þess að yfirfara dóm hæstaréttar í „stóra málverkafölsunarmálinu“ og benda á leiðir til að taka úr umferð eða merkja sérstaklega hin fölsuðu listaverk. Stjórnin leggur áherslu á þau skaðlegu áhrif sem það mundi hafa ef hinar fölsuðu myndir færu í umferð á nýjan leik, áhrif sem snerta menningarsögu þjóð- arinnar, sæmdarrétt myndlistar- manna sem hlut eiga að máli og öryggi á íslenskum myndlistar- markaði.“ Þá samþykkti stjórn Mynd- stefs ennfremur á fundinum í gær að beita sér fyrir gerð gagnagrunns um skráningu ís- lenskra listaverka og eigenda- sögu þeirra. Myndstef styður ákvarðanir ráðherra Gagnagrunnur um listaverk

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.