Morgunblaðið - 22.05.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30.
Vegna skipulagsbreytinga eigum
við eftirfarandi til ráðstöfunar í
þessu glæsilega húsi.
2. Hæð framhús. samtals 336 fm. Skrifstofur
í toppstandi, gott lyftuhús, glæslegt útsýni
yfir Laugardalinn.
Húsnæðið uppfyllir allar kröfur til nútíma
skrifstofureksturs.
Eignin er í eigu Landsafls, sem er öflugt
sérhæft fasteignarfélag.
Sanngjörn og hagstæð leiga fyrir rétta aðila.
Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, s. 588 4477 eða 822 8242.
Suðurlandsbraut - til leigu
Það er víst ekki mikið hægt að hjálpa upp á gunguskapinn í þér, en það er ástæðulaust að
druslast í kolskemmdu bananadressi, nóg er nú til af Bónus-bönunum.
Kynnir rannsóknir sínar erlendis
Wagner þekkti
Snorra-Eddu og
Völsungasögu
Víða um heim erustarfrækt Rich-ard Wagner-fé-
lög, sem hafa tónlist
þessa þýska óperujöfurs í
hávegum á ýmsan máta.
Á Íslandi hefur fé-
lagsskapur um Wagner
og tónlist hans einnig
verið starfræktur um
skeið.
Wagnerfélagið á Ís-
landi heldur úti dagskrá
um tónskáldið og verk
hans, og hefur beitt sér
fyrir sýningum á óperum
Wagners af mynddiskum.
Þá hefur Wagnerfélagið
ennfremur beitt sér fyrir
rannsóknum á tengslum
stærsta verks Wagners,
Niflungahringsins, og ís-
lenskra fornbókmennta
og komið því til leiðar að Árni
Björnsson þjóðháttafræðingur
gat sinnt rannsóknum á þessu
efni. Niðurstöður Árna er að
finna í bókinni Wagner og Völs-
ungar, sem kom út árið 2000.
Árni er nýkominn heim úr vel
heppnaðri fyrirlestraferð um
Bandaríkin.
Hvernig kom það til að þú
tókst á hendur þessa fyrirlestra-
ferð til Bandaríkjanna?
„Wagnerfélagið á Íslandi
sendi kynningu á enskri og
þýskri þýðingu bókar minnar,
Wagner og Völsungar, til Wagn-
erfélaga víða um heim. Félagið í
New York, sem er mjög fjöl-
mennt, bauð mér að halda fyr-
irlestur um efni hennar á mál-
þingi um Niflungahringinn sem
haldið var 25. apríl. Það hafði
síðan samband við önnur Wagn-
erfélög í Bandaríkjunum sem
varð til þess að ég hélt líka er-
indi í Boston, Minneapolis og
Chicago.“
Hverjar voru helstu niðurstöð-
ur rannsókna þinna, og hverju
breyta þær um sýn okkar á Nifl-
ungahringinn?
„Nýjungin er sú að ég sýni
fram á að næstum því allar að-
fengnar hugmyndir Wagners í
þremur fyrstu hlutum Niflunga-
hringsins, Rínargullinu, Valkyrj-
unni og Siegfried, eru komnar úr
íslenskum fornbókmenntum. Það
er ekki fyrr en í síðari hluta síð-
ustu óperunnar, Ragnarökum,
sem efni er að nokkru leyti tekið
úr þýska miðaldakvæðinu
Nibelungenlied. Í prógrömmum
óperuhúsa er hins vegar jafnan
sagt að Nibelungenlied sé aðal-
heimildin, en eddukvæði, Snorra
Edda og Völsungasaga séu eins-
konar aukageta.
Reyndar er óþarfi að vera
nokkuð að leita að heimildum
Wagners. Sagan sem hann sjálf-
ur vinnur úr fyrirmyndunum
stendur alveg fyrir sínu og er
býsna snjöll. En vilji menn á
annað borð tilgreina heimildir
hans, þá er best að
gera það í réttri röð.“
Hvernig hafa við-
tökur fræðaheimsins
við niðurstöðum þín-
um verið?
„Bókin er nú svo nýkomin út á
erlendum málum að enn er ekki
við miklum viðbrögðum að búast.
Þó hafa þegar birst ritdómar í
tímaritum í Þýskalandi, Hol-
landi, Englandi og Bandaríkjun-
um og allir talið þetta mjög
spennandi niðurstöður. Enginn
sem ég hitti hefur enn vefengt
þær. En þetta hefur ekki farið á
forsíður stórblaðanna! Mér
finnst Ameríkanar almennt vera
opnari fyrir þessu en Þjóðverjar.
Enda finnst sumum þeirra
kannski að verið sé að gera lítið
úr barnalærdómi sínum með því
að benda á hvað Niflungaljóðið
þeirra er í rauninni smár þáttur í
Hringnum.“
Segðu okkur örlítið frá mál-
þinginu í New York?
„Þarna voru um 250 manns.
Ég hélt inngangserindið en fimm
aðrir fjölluðu aðallega um Rín-
argullið frá ýmsum sjónar-
hornum. Þeir sem voru að
syngja Alberich, Erdu og Loka í
Metropolitan-óperunni sátu líka
við pallborð í klukkustund. Mér
var sagt síðar að Langridge sem
syngur Loka ætli að senda mér
einhverjar fyrirspurnir. Ég hafði
vitaskuld engan frið í kaffihléum
fyrir fólki sem vildi ræða erindið
og láta mig árita bókina sem
rann þarna út eins og heitar
lummur svo þau urðu strax að
panta viðbótarupplag frá Cornell
University Press Service sem
sér um dreifinguna.“
Hvernig hefur bókin annars
selst?
„Ég veit það ekki gjörla. Hún
var nýútkomin á Bayreuth-hátíð-
inni í fyrra og þá seldist strax
eitthvað. Hún verður þar að
sjálfsögðu aftur í sumar. Tals-
vert hefur selst í Bandaríkjunum
og enski útgefandinn Anthony
Faulkes hjá Viking Society í
London segist ekki muna eftir
annarri eins sölu á bók frá félag-
inu í áratugi. En svona bók kall-
ar samt varla á neina
metsölu.“
Eru fleiri fyrir-
lestraferðir í sjónmáli?
„Mér er boðið að
halda erindi í sjálfri
Bayreuth í ágúst og þigg það
væntanlega. Síðan var félagið í
Dublin að sýna áhuga vegna sýn-
inga á Hringnum í september.
Loks á að færa Hringinn upp í
Adelaide í Suður-Ástralíu í nóv-
ember og Wagnerfélagið þar
býður mér að halda erindi. Þeir
segjast hins vegar ekki hafa efni
á að borga flugferðina svo ég
veit ekki hvað úr því verður.“
Árni Björnsson
Árni Björnsson þjóðháttafræð-
ingur er doktor í menningarsögu
frá Háskóla Íslands. Auk bókar-
innar um Wagner og Völsunga,
er Árni höfundur ritanna vin-
sælu, Sögu daganna, Jóla á Ís-
landi, Merkisdaga á manns-
ævinni og Íslensks vættatals.
Árni hefur um árabil starfað við
Þjóðminjasafn Íslands.
Boðið að
halda erindi
í Bayreuth
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest
dóm Héraðsdóms Reykjavíkur og
dæmt konu um 23,7 milljónir króna
bætur vegna umferðarslyss sem hún
lenti í árið 2000. Konan krafðist rúm-
lega 79 milljóna króna bóta.
Konan slasaðist alvarlega þegar
hún missti stjórn á bifreið sinni á
Klofningsvegi við Nýpuhlíð á Skarðs-
strönd 24. maí árið 2000. Með henni í
bílnum voru dætur hennar tvær, 12
og 7 ára gamlar. Eftir slysið mátu
læknar örorku konunnar varanlega
100% án þess að frekari bata væri að
vænta, og varanlegan miska 90%.
Konan krafðist 79 milljón króna
bóta með vöxtum og dráttarvöxtum,
m.a. á grundvelli tekna sem hún hefði
getað aflað með því að vinna að fyr-
irtæki sem hún og maður hennar
voru að koma af stað þegar hún lenti í
slysinu.
Miðað við laun fyrir slysið
Þessu hafnaði trygginafélag kon-
unnar, Lloyd’s of London, en krafa
tryggingafélagsins var að konunni
yrðu greiddar bætur miðað við laun
hennar árin fyrir slysið. Þau ár voru
tekjur konunnar svo lágar að miða
þurfti bótafjárhæð við lágmarks-
tekjur, og fengust þannig út 23,7
milljóna króna bætur með vöxtum og
dráttarvöxtum. Á þetta féllst Hér-
aðsdómur Reykjavíkur með dómi
sínum frá 29. apríl 2003, og staðfesti
nú Hæstiréttur dóm héraðsdóms í
einu og öllu. Málskostnaður fyrir
Hæstarétti var felldur niður.
Einn dómari, Ólafur Börkur Þor-
valdsson, skilaði sératkvæði, og vildi
hann leggja verðmæti vinnu við
heimilisstörf að jöfnu við launatekjur
konunnar, þó að hún hefði ekki kraf-
ist bóta á þeim grunni.
Mál þetta dæmdu hæstaréttar-
dómararnir Gunnlaugur Claessen,
Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur
Börkur Þorvaldsson. Lögmaður kon-
unnar var Reimar Pétursson hrl., en
lögmaður Lloyd’s of London var
Baldvin Hafsteinsson hrl.
Dæmdar 23,7 milljónir
vegna umferðarslyss
FIMM ungmenni voru hand-
tekin á hlaupum vítt og breitt
um Laugardalinn skömmu eft-
ir miðnætti aðfaranótt föstu-
dags.
Tildrög málsins voru þau að
sést hafði til ungmennanna þar
sem þau brutust inn í gám við
veitingastað sem er í Grasa-
garðinum.
Nældu sér í níu
bjórkassa í gámi
Úr gámnum tóku þau
ófrjálsri hendi níu bjórkassa
en þegar þau urðu vör eftirfar-
ar lögreglu tvístraðist hópur-
inn. Lögregluþjónar hlupu
unglingana uppi hvern af öðr-
um vítt og breitt um Laugar-
dalinn og gistu þeir fanga-
geymslur lögreglunnar um
nóttina.
Handtekin
eftir bjór-
þjófnað í
Laugardal