Morgunblaðið - 22.05.2004, Side 18
ERLENT
18 LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
BANDARÍSKA dagblaðið The
Washington Post birti í gær frá-
sagnir þrettán fyrrverandi fanga af
pyntingum í Abu Ghraib-fangelsinu
í Írak og sex áður óbirtar myndir
þar sem bandarískir hermenn sjást
pynta og niðurlægja fanga. Fang-
arnir fyrrverandi segja meðal ann-
ars að hermennirnir hafi neytt þá til
að borða mat úr klósettunum og að
konur í bandarísku herlögreglunni
hafi gælt við kynfæri þeirra.
The Washington Post segir að
eiðsvarnar yfirlýsingar fanganna
séu á meðal gagnanna sem notuð
verða fyrir herrétti í máli sjö banda-
rískra hermanna sem hafa verið
ákærðir fyrir illa meðferð á föngum
í Abu Ghraib. Fangarnir voru yf-
irheyrðir frá 16. til 21. janúar,
skömmu eftir að Bandaríkjaher hóf
fyrstu rannsókn sína á málinu.
Beittir kynferðislegu ofbeldi
The Washington Post kveðst hafa
fengið hundruð óbirtra mynda af
pyntingunum og birti sex þeirra í
gær. Talsmaður bandaríska varnar-
málaráðuneytisins segir að mynd-
irnar sem blaðið birti eða lýsti virð-
ist vera svipaðar og hundruð mynda
sem bandarískum þingmönnum
voru sýndar fyrr í mánuðinum.
Á myndunum sjást meðal annars
fangar hnipra sig saman fyrir fram-
an hunda sem ógna þeim. Á öðrum
myndum sjást fangar neyddir til að
fróa sér og fangaverðir sjást berja
þá og beita kynferðislegu ofbeldi.
Ennfremur var föngum ógnað með
byssum.
Á einni myndanna, sem The
Washington Post birti, sést einn
fanganna, sem virðist vera útataður
í saur, neyddur til að ganga í beinni
línu með hettu fyrir höfðinu fyrir
framan fangavörð með kylfu.
Neyddir til að ganga
eins og hundar
Í 65 síðna vitnisburði fanganna
fyrrverandi segjast þeir hafa verið
neyddir til að borða mat úr klósett-
unum og að konur í herlögreglunni
hafi gælt við kynfæri þeirra.
„Þau neyddu okkur til að ganga
eins og hundar á höndunum og
hnjánum,“ sagði einn fanganna. „Og
við þurftum að gelta eins og hundar,
ef við hlýddum ekki börðu þau okk-
ur fast í andlitið og bringuna án mis-
kunnar. Að því loknu fóru þau með
okkur í klefana okkar, fjarlægðu
dýnurnar og helltu vatni á gólfið,
létu okkur síðan liggja á maganum
og sofa á gólfinu með poka yfir höfð-
inu. Þau tóku myndir af öllu saman.“
Einn fanganna kveðst hafa orðið
vitni að því að túlkur Bandaríkja-
hers hafi nauðgað 15–18 ára pilti
sem hafi æpt af sársauka. Annar
fangi segir að nokkrir hermenn hafi
nauðgað einum fanganna með pípu-
laga fosfórljósi. Einn túlka Banda-
ríkjahers í Abu Ghraib-fangelsinu
hefur verið ákærður fyrir að auð-
mýkja fanga kynferðislega, að því er
The Wall Street Journal skýrði frá í
gær.
Blaðið hafði eftir bandarískum
embættismanni að túlkurinn hefði
aðstoðað við að niðurlægja þrjá
fanga sem hefðu verið „naktir, hand-
járnaðir hver við annan og látnir
vera í kynferðislegum stellingum“.
Ekki kom fram hvort þetta er
túlkurinn sem er sakaður um að
hafa nauðgað unglingnum.
Hundruð fanga í Abu Ghraib-
fangelsinu voru látin laus í gær og
nokkrir þeirra sögðust hafa sætt illri
meðferð bandarískra fangavarða.
Þeir voru fluttir í þrettán rútum eft-
ir að ákveðið var að leysa 472 fanga
úr haldi.
AP
Bandarískur hermaður heldur í hund sem ógnar fanga í Abu Ghraib-fangelsinu í Írak. Er þetta ein af sex myndum
sem The Washington Post birti í gær og sýna hrottafengna og niðurlægjandi meðferð á íröskum föngum.
Fleiri myndir
af pynting-
unum birtar
Skýrt frá hrollvekjandi vitnisburði
fyrrverandi fanga í Írak
Washington, Abu Ghraib. AFP, The Washington Post.
Algjör vinslit hafa nú orðiðmeð Ahmed Chalabi, leið-toga Íraska fram-kvæmdaráðsins, og
Bandaríkjamönnum og kannski ekki
vonum fyrr. Ljóst er, að hann hafði
ríkisstjórn George W. Bush að ginn-
ingarfífli í langan tíma og fullyrð-
ingar hans um gereyðingarvopnin
og væntanlega ánægju Íraka með
innrásina voru bara skáldskapur.
Þar fyrir utan er hann sakaður um
mikla spillingu og nú stendur yfir
rannsókn á því hvort hann hafi
njósnað fyrir erlend ríki, til dæmis
Íran.
Bandarískir og íraskir hermenn
réðust inn á skrifstofu Chalabis á
fimmtudag og höfðu þaðan með sér
ýmis gögn, tölvur og skjöl. Brást
Chalabi við með því að lýsa yfir, að
þar með væri öllum samskiptum
hans við framkvæmdaráðið og her-
námsyfirvöldin lokið.
Chalabi sagði á blaðamannafundi í
fyrradag, að hann væri tryggasti
bandamaður Bandaríkjanna í Írak
og teldi framkvæmdaráðið nauðsyn-
legt að ráðast gegn sér, þá sýndi það
vel í hvaða stöðu það væri gagnvart
þjóðinni. Á fundi í gær fordæmdi
ráðið aðförina að Chalabi og lýsti
allri ábyrgð á hendur Bandaríkja-
mönnum. Þeir segja hins vegar, að
hún hafi verið að frumkvæði Íraka
sjálfra.
Uppspuni,
spilling og njósnir
Chalabi hefur verið í miklu afhaldi
í Washington og hann og samtök
hans, Íraska þjóðarráðið, hafa feng-
ið um 25 milljónir ísl. kr. mán-
aðarlega frá Bandaríkjastjórn,
meira en 2,4 milljarða kr. alls. Fyrir
fjórum dögum tilkynnti hins vegar
bandaríska varnarmálaráðuneytið,
að þessum greiðslum yrði hætt.
Ástæðurnar fyrir því eru margar:
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagði í viðtalsþætti
við NBC-sjónvarpsstöðina um síð-
ustu helgi, að upplýsingar um fær-
anlegar efna- og lífefnaverksmiðjur í
Írak hefðu verið vísvitandi rangar
en þær voru komnar frá Chalabi
þótt Powell nefndi það ekki sér-
staklega. Þessar verksmiðjur voru
ein aðalröksemd Powells fyrir inn-
rás í Írak á frægum fundi í örygg-
isráðinu.
Bandaríska leyniþjónustan grun-
ar Chalabi um að hafa stundað
njósnir fyrir erlend ríki, einkum Ír-
an, en hann er sjíti og hefur mikil
tengsl í Íran. Stendur nú yfir rann-
sókn á því máli en sagt er, að upplýs-
ingarnar, sem lekið var, hafi aðeins
verið á vitorði mjög fárra manna í
framkvæmdaráðinu. CBS-
sjónvarpsstöðin fullyrti í gær, að
Chalabi hefði sjálfur afhent Írön-
unum upplýsingarnar.
Bandarískir embættismenn
segja, að Chalabi hafi haft afskipti af
rannsókn á misferli innan Samein-
uðu þjóðanna varðandi leyfilega olíu-
sölu Saddams Husseins og samtök
hans eru sökuð um að hafa makað
krókinn á enduruppbyggingu í Írak,
einkanlega gjaldmiðilsskiptunum.
Þeim var nefnilega falið að brenna
gömlu Saddam-seðlana en mikið af
þeim er ennþá í umferð, sumir „dá-
lítið brunnir“. Þá eru Chalabi og
samtök hans sökuð um að hafa látið
greipar sópa um ríkiseignir og notið
þess, að Chalabi er fjármálaráð-
herra framkvæmdaráðsins.
Ýmsar yfirlýsingar Chalabis að
undanförnu hafa auk þessa farið fyr-
ir brjóstið á Bandaríkjamönnum en
hann hefur til dæmis sakað þá um að
halda aftur af fullveldisréttindum
væntanlegrar bráðabirgðastjórnar.
Þá hefur hann barist hart gegn ný-
legum ákvörðunum bandarískra
herforingja um að slaka á banni við
samstarfi við fyrrverandi foringja í
her Saddams.
Það var raunar fyrir áeggjan
Chalabis og gegn ráðleggingum
Joes Garners, fyrirrennara Pauls
Bremers, landstjóra Bandaríkjanna
í Írak, að Bremer ákvað að reka alla
„baathista“, stuðningsmenn Sadd-
ams, úr opinberu starfi. Var Chalabi
fengið það verkefni. Sagði hann upp
60.000 starfsmönnum, þar af 30.000
kennurum, og allt í einu voru
400.000 hermenn atvinnulausir.
Ekki er ólíklegt, að ein af afleið-
ingum af vinslitunum við Chalabi
verði sú, að gömlu „baathistarnir“
verði nú boðnir velkomnir. Hefur
Bremer raunar gert það nú þegar að
því tilskildu, að þeir hafi ekki brotið
neitt sérstakt af sér.
„Skiptir ekki máli“
Chalabi hefur verið að safna glóð-
um elds að höfði sér í nokkurn tíma
og sem dæmi má nefna, að yfirlýs-
ingar hans í viðtali við blaðamann
Daily Telegraph í Bagdad í febrúar
féllu ekki í góðan jarðveg hjá ýmsum
bandarískum embættismönnum.
„Við erum misskildar hetjur,“ sagði
hann. „Einræðisherrann Saddam er
fallinn og Bandaríkjamenn eru í
Bagdad. Það, sem sagt hefur verið
hingað til, skiptir ekki lengur máli.“
Ljóst er, að Ahmed Chalabi, leiðtogi íraska framkvæmdaráðsins, hefur dregið Banda-
ríkjastjórn á asnaeyrunum í langan tíma með röngum upplýsingum og er að auki sakaður
um margvíslega spillingu. Þá er hann grunaður um að hafa njósnað fyrir erlend ríki.
Uppáhaldið
sem féll í ónáð
AP
Ahmed Chalabi með fjölskyldumynd, sem hann segir hafa verið skemmda
er hermenn réðust inn á skrifstofu hans síðastliðinn fimmtudag.
Bagdad, Washington. AP, AFP.
MYNDIR af Saparmurat
Niyazov, forseta Túrkmenist-
ans, sem hangið hafa uppi
víða í Ashgabat, höfuðborg
landsins, voru skyndilega
teknar niður í gær og stytta
af forsetanum, sem staðið hef-
ur framan við innanríkisráðu-
neytið, hvarf einnig.
Talsmaður borgarstjóra
Ashgabats sagði í gær, að nú
giltu þær reglur, að myndir af
forsetanum skyldu ekki vera í
opinberum byggingum, held-
ur veggspjöld með pólitískum
skilaboðum. Niyazov minntist
þó ekkert á þetta í athöfn sem
hann stýrði í gær þegar ný
pappírsverksmiðja var tekin í
notkun.
Skrifstofa borgarstjórans
sagði, að í stað myndanna af
forsetanum kæmu myndir úr
þjóðlífinu og tilvitnanir í ræð-
ur og heimspekileg skrif for-
setans en bækur Niyazovs eru
skyldulesning í skólum og á
vinnustöðum í Túrkmenistan.
Stjórnarfarið hefur í sí-
auknum mæli einkennst af
einræði og persónudýrkun.
Árið 1999 var Niyazov lýstur
forseti fyrir lífstíð og faðir
allra Túrkmena (Túrkmen-
bashi) og myndir af honum
voru hengdar upp á flestum
byggingum í miðborg Ashgab-
ats og í verslunum, skólum og
opinberum byggingum um
landið allt.
Ein kenning um mynda-
hvarfið var sú, að með opnun
pappírsverksmiðjunnar hefði
verið ákveðið að veggspjöld
og myndir yrðu héðan í frá
aðeins prentuð á pappír sem
þar væri framleiddur. Emb-
ættismenn hafa hins vegar
ekki viljað gefa neinar skýr-
ingar.
Forseta-
myndir
fjarlægðar
Asghabat. AFP.