Morgunblaðið - 22.05.2004, Side 24

Morgunblaðið - 22.05.2004, Side 24
ÁRBORGARSVÆÐIÐ 24 LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Selfoss | Undirritaður hefur verið nýr samningur milli Árborgar og Skógræktarfélags Árnessýslu. Um er að ræða viðbótarsamning við samning sem gerður var 1966 við Selfosshrepp og fjallaði um gróður- setningu í 47 hektara landi Snæfoks- staða. Um margra ára skeið fóru ung- lingar, 12–14 ára, í sumarvinnu sinni í gróðursetningarferðir, en nú er svo komið að grisja þarf skóginn og leggja um hann göngustíga, kort- leggja og fjölga tegundum. Ætlunin er að 15–16 ára unglingar vinni að þessu verki undir verkstjórn og handleiðslu skógræktarfélagsins sem vinnur áætlanir og skipuleggur verkið. Bæjarstjórinn, Einar Njálsson, og formaður skógræktarfélagsins, Ósk- ar Þór Sigurðsson, skrifuðu undir samninginn í húsi félagsins í skóg- inum. Gengið var um skóginn með bæjarstjórnarmönnum þar sem Björn Bjarndal Jónsson og Böðvar Guðmundsson fræddu viðstadda um ýmislegt er varðar skógrækt og Ósk- ar sagði sögu skógarins á Snæfoks- stöðum. Morgunblaðið/Kári Jónsson Samningur: Bæjarstjóri Árborgar, Einar Njálsson, og formaður skógrækt- arfélagsins, Óskar Þór Sigurðsson, skrifa undir samning um kortlagningu, grisjun, göngustíga og fjölgun tegunda í skóginum á Snæfoksstöðum. Skógræktarsamn- ingur undirritaður Hveragerði | Ferðaþjónustuaðilar hér í Hveragerði í samvinnu við Upplýsingamiðstöð Suðurlands, skipulögðu heimsókn ferðaskipu- leggjenda, ferðaskrifstofa í Reykja- vík og starfsfólks upplýsingamið- stöðva hingað til Hveragerðis fyrir skemmstu. Að sögn Davíðs Samúelssonar, forstöðumanns Upplýsingamið- stöðvar Suðurlands, komu rúmlega tuttugu gestir. Dagurinn var vel skipulagður og hver mínúta nýtt til að sýna gestunum hvað er í boði í bæjarfélaginu. Fyrsti viðkomustað- urinn var Hverasvæðið, sem staðsett er í hjarta bæjarins og einstakt fyrir margra hluta sakir. Þar var gestum boðið upp á súpu og brauð frá fyr- irtækinu Kjöti og kúnst. Eggjasuða í hver Upplýsingamiðstöð Suðurlands hefur tekið að sér rekstur á Hvera- svæðinu og nú í vor hafa verið lagðir nýir göngustígar, upplýsingaspjöld sett upp við hverina, móttökuhúsið verið tekið í gegn og settar upp gamlar myndir, sem eru þrykktar á efni og nýttar sem gluggatjöld. Mót- tökuhúsið þjónar lykilhlutverki og verður opið daglega og eftir pönt- unum. Þar verður hægt að nálgast allar upplýsingar um hverasvæðið, hægt að panta leiðsögn um svæðið og einnig er hægt að fá að upplifa eggja- suðu í hver. Upplýsingamiðstöðin mun einnig bjóða upp á gönguferð um bæinn þar sem m.a. verður farið um hvera- svæðið og það kynnt ítarlega. Farfuglaheimilið Ljósbrá, einnig í hjarta bæjarins, var skoðað og þaðan haldið í Kjöt og kúnst. Þar fengu gestirnir að sjá hvernig framleiðslan fer fram og vakti það mikla athygli. Orkan frá hverasvæðinu er nýtt til upphitunar og er það einstök upp- lifun að fá að fylgjast með hvernig farið er að. Vel útbúið tjaldsvæðið var heimsótt, en þar eru þurrkher- bergi, þvottavél, gott aðgengi fyrir alla og rafmagn á staurum fyrir hús- bíla og fellihýsi. Næst var haldið í gönguferð vest- ur með Reykjafjalli og að sundlaug- inni í Laugaskarði og hún skoðuð. Í heimsókn í Frost og funa kynnti Knútur Bruun fyrirhugað heilsu- þorp í landi Ölfuss. Gistihúsið Frumskógar var heimsótt og skoðaðar þær breyt- ingar sem gerðar hafa verið sl. ár. Síðasti viðkomustaðurinn var nýja verslunarmiðstöðin hér í Hvera- gerði, sem hlotið hefur nafnið Sunnumörk. Þar var skoðað hús- næðið sem Upplýsingamiðstöðin kemur til með að flytja inn í 19. júní næstkomandi. Margt að skoða í Hveragerði Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir Hver mínúta nýtt í skoðunarferð: Davíð Samúelsson, forstöðumaður Upp- lýsingamiðstöðvar Suðurlands, býður gesti velkomna við komuna. Þorlákshöfn | Ása Berglind Hjálm- arsdóttir, tuttugu ára trompetleik- ari úr Þorlákshöfn, var með burtfar- artónleika frá Tónlistarskóla Árnesinga í Versölum síðastliðið mánudagskvöld. Ása Berglind hóf nám í Tónlistar- skóla Árnesinga sjö ára gömul, lærði þá á blokkflautu hjá Gesti Áskels- syni, fyrsti kennari hennar á tromp- et var Róbert Darling, núverandi skólastjóri Tónlistarskóla Árnes- inga. László Czenek kenndi henni einn vetur en kennari hennar síð- ustu tvö árin var Jóhann Stefánsson. Ása Berglind hefur samhliða trompetnáminu stundað píanónám við skólann. Hún hefur komið fram fyrir hönd skólans við ýmis tækifæri, bæði sem einleikari og í ýmsum samleiks- atriðum. Hún hefur einnig komið fram sem trompetleikari við ýmis tækifæri utan skólans. Hún hefur leikið með Skólalúðrasveit Þorláks- hafnar og Lúðrasveit Þorlákshafnar og tekið þátt í starfi Lúðrasveitar Æskunnar. Ása Berglind hefur fengið skóla- vist í Listaháskóla Íslands næsta vet- ur og stefnir hún á að verða tónlist- arkennari í framtíðinni. Með henni á tónleikunum kom fram Málmblás- arakvartett tónlistarskólans, sem í eru auk Ásu Berglindar þeir Jón Óskar Guðlaugsson, Páll Sigurðsson og Jóhann I. Stefánsson. Kristrún Elsa Harðardóttir, sem stundar nám í klassískum söng í Tónlistarskóla Árnesinga, söng einnig nokkur lög við undirleik Hel- enu R. Káradóttur píanóleikara og Ása Berglind lék á trompet með þeim í lagi Erics Claptons, Tears in Heaven. Trompetleikari brautskráist Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Ása Berglind Hjálmarsdóttir Selfoss | Menningarvakan „Vor í Árborg“ stendur nú yfir og verður opin til sunnudagsins 23. maí. Mikill fjöldi sýninga og annarra viðburða er í boði. Má þar nefna mál- verkasýningar, leiksýningar, draugavöku, messuhald, o.fl. Meðal dagskráratriða um helgina er ráðstefna Sagnfræðingafélags Íslands og Félags þjóðfræðinga á Íslandi í Draugasetrinu á Stokks- eyri undir nafninu „Menning og mannlíf við ströndina“. Flutt verða erindi um sögu og menningu hér- aðsins. Ráðstefnan er öllum opin og stendur allan daginn, henni lýkur með hátíðarkvöldverði í Drauga- setrinu. Viðgerðarsaga Tryggvaskála Skálavinafélagið býður fólki að skoða Tryggvaskála á laugardags- morgun og kynnast viðgerðarsögu hússins. Félagar í Flugmódel- klúbbnum Smástund sýna listflug á Eyrarbakkaflugvelli. Frítt verður í sundlaugar Árborgar á Selfossi og á Stokkseyri. Leikhópurinn Lab Loki leikur fyrir börn í félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka, leikendur eru Lára Sveinsdóttir og Kristjana Skúla- dóttir. Unnið er út frá hugmyndum Steinunnar Knútsdóttur og Jónu Ingólfsdóttur en mótað af leik- hópnum undir stjórn Steinunnar. Skógarganga verður um Hellis- skóg. Árleg kvennareið Hesta- mannafélagsins Sleipnis verður haldin út í óvissuna. Gamla Raf- stöðin við Eyrargötu á Eyrarbakka verður opin en þar er opið hús í vinnustofu listakonunnar Sjafnar Har. Keppt verður í Jórustökki, stökkkeppni stórstígra kvenna, framan við Hótel Selfoss kl. 14.30. Jórukórinn verður á staðnum og syngur nokkur vel valin lög af efn- isskrá sem að þessu sinni er helguð ástinni og kærleikanum. Milli kl. 15 og 19 munu unglinga- hljómsveitir og bílskúrsbönd stíga á stokk á útisvið í Sigtúnsgarði, Sel- fossi. Klukkan 21 flytja félagar í Leikfélagi Selfoss valin örleikrit, af- rakstur leikritunarsmiðju Karls Ágústs Úlfssonar og menning- arhátíðar, og lesa ljóð eftir valda höfunda í leikhúsinu við Sigtún. Á sama tíma verða Stuðmenn og hljómsveitin OFL á útisviði í Sig- túnsgarði, Selfossi. Stuðmenn halda síðan áfram á balli í Hvíta húsinu fram eftir nóttu. Á sunnudag kl. 10–12 er innlit í Suðurgötu, nýuppgert gamalt hús á Eyrargötu, Eyrarbakka. Fólki gefst kostur á að skoða húsið og heyra viðgerðarsögu þess. Eyri við Eyr- argötu er einnig til sýnis. Zophonías Már Jónsson leiðsegir í skoðunarferð í Traðarholtshelli kl. 14. Lagt er upp frá bænum Trað- arholti austan Stokkseyrar. Klukk- an 15 verður minnisvarði Rafstöðv- arinnar afhjúpaður vestan við gömlu Rafstöðina við Eyrargötu á Eyrarbakka. Klukkan 15–17 er dansleikur í tengslum við sýn- inguna Kjólarnir hennar ömmu. Fé- lagar í Félagi harmonikkuunnenda á Selfossi leika fyrir dansi eldri borgara. Fjöldi sýninga Fjöldi sýninga er á dagskránni á Eyrarbakka, Selfossi og Stokkseyri. Á Eyrarbakka eru gamlar Bakka- myndir eftir Brynjólf G. Brynjólfs- son. Ljósmyndasýning Magnúsar Karels Hannessonar er í Rauða húsinu. Út og suður með blýanti og vatnslitum nefnist myndlistarsýn- ing Ólafs Th. Ólafssonar og Þorpið úr ýmsum áttum nefnist sýning á ljósmyndum Erlings Bjarnasonar. Á Selfossi eru eftirtaldar sýn- ingar: Kjólarnir hennar ömmu. Listsýning Svandísar Egilsdóttur á Hótel Selfossi. Hannes Lárusson myndlistarmaður sýnir í búð- arglugga á Alvörubúðinni. Mál- verkasýning Snorrahópsins er í Listagjánni. Inga Hlöðversdóttir sýnir myndverk í Kaffi Krús. Sig- urlín Grímsdóttir sýnir vatns- litamyndir í Galleríi Østerby. Fjall- konur á Selfossi frá lýðveldis- stofnun nefnist sýning á ljósmynd- um í eigu Kvenfélags Selfoss og eru þær sýndar í golfskálanum Svarf- hólsvelli. Handverkssýning félags eldri borgara er í Grænumörk 5. Handverk leikskólabarna er í sýn- ingaskápum í Ráðhúsi Árborgar. Guðað á 36 glugga er sýning félaga í Myndlistarfélagi Árnesinga og Myndlistarfélagi Vestmannaeyja í gluggum á jarðhæð Austurvegar 6. Á Stokkseyri eru olíumálverk eft- ir Elfar Guðna sýnd í Hólmarast- arhúsi, Hafnargötu 9, og Vatns- litamyndir eftir Þórdísi Þórðar- dóttur í veitingahúsinu Við fjöruborðið. Auk þess eru söfn, vinnustofur og einkagallerí opin alla helgina. Fjölbreytt dagskrá vorhátíðar í Árborg Morgunblaðið/Kári Jónsson Margar sýningar: Í tengslum við Vor í Árborg eru leikskólar Árborgar með sýningu á verkum barna í Ráðhúsi Árborgar á opnunartíma ráðhússins. Kvennahlaupskonur | Bæjarráð Árborgar hefur samþykkt erindi frá Kvenfélagi Selfoss um aðgang hlaupara að Sundhöll Selfoss eftir Kvennahlaup ÍSÍ 19. júní nk.    Erindi | Eftir umfjöllun um erindi Umhverfisstofnunar varðandi lands- áætlun um meðferð úrgangs sam- þykkti bæjarráð á fundi sínum 13. maí að fara þess á leit við stjórn Sorpstöðvar Suðurlands að hún beitti sér fyrir gerð landsáætlunar fyrir aðildarsveitarfélög sorpstöðv- arinnar.    Umfjöllun í Ameríku | 6. maí sl. birtist löng grein um Fjölbrauta- skóla Suðurlands í tímaritinu Education Week sem gefið er út í Bandaríkjunum. Blaðamaður þess var hér á ferð sl. vetur og kynnti sér starf skólans á sviði upplýs- ingatækni. Birt eru viðtöl við nokkra kennara og nemendur og er umfjöllunin jákvæð gagnvart starf- semi skólans. Tímarit þetta er bæði gefið út á Netinu og á pappír. Net- slóðin er http://www.edweek.com/ sreports/tc04/article.cfm?slug= 35iceland.h23. Bæjarmál Árborg Hveragerði |14 náms- og starfs- ráðgjafar víða af landinu heimsóttu Garðyrkjuskólann á Reykjum nýver- ið þar sem þeir fengu kynningu á starfsemi skólans í máli og myndum. Sveinn Aðalsteinsson skólameistari tók á móti hópnum og farin var vett- vangsferð um skólasvæðið þar sem gróðurhúsin voru m.a. skoðuð. Síðan sáu fagstjórar brautanna um að kynna námið á einstökum brautum. Í lokin var gestum boðið upp á kaffi og meðlæti í mötuneyt- inu. Heimsóknin tókst vel og spurðu gestirnir mikið um starfsemi skól- ans. Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir Fræddust um Garðyrkjuskólann

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.