Morgunblaðið - 22.05.2004, Page 27
Friedwiese
Sími: 0049-8652-4123
Veffang: http://www.friedwiese.de/
isl.htm
Netfang: eder@friedwiese.de
UPPI í hlíð á góðum stað milli
Berchtesgaden og Königsee í suð-
austurhluta Þýskalands stendur
húsið Friedwiese. Þaðan er út-
sýni til Alpanna og gnæfir fjallið
Watzmann, 2.713 metra hátt, yfir.
Í Friedwiese er boðið upp á
gistingu í herbergjum með baði,
svölum eða verönd. Hægt er að fá
sjónvarp í herbergin gegn
greiðslu ef óskað er. Aðstaða er
til að hita kaffi og afnot af kæli-
skáp. Í setustofu er borinn fram
morgunverður. Ýmsir áhugaverð-
ir staðir eru í nágrenninu, svo
sem Arnarhreiðrið (Kehlstein-
haus) og saltnámurnar Salzberg-
werk við Königsee. Fallegar
gönguleiðir við allra hæfi eru á
svæðinu. Aðeins 30 mínútna akst-
ur er til fæðingarborgar Mozarts,
Salzburg í Austurríki. Opið er
allt árið, en í Berchtesgaden eru
góð skíðasvæði auk þess sem
stutt er í vinsæl skíðasvæði í
Austurríki.
Gestgjafinn er íslenskur, Helga
Þóra Eder.
GISTISTAÐUR
Íslenskur
gestgjafi
í Þýskalandi
FERÐALÖG
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2004 27
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
0
8
8
8
5
Þeir sem íhuga að fá sér bíl hafa um fleiri leiðir að velja en nokkru
sinni fyrr. Sumir sjá sér hag í að taka bílinn á einkaleigu eða
rekstrarleigu. Aðrir vilja frekar kaupa bíl og eignast hann.
VÍS býður nú:
Hærra lánshlutfall: Hámarksbílalán VÍS verður 100%
af kaupverði bíls en var 70% áður. Vextir eru breytilegir
á lánstíma.
Óbreyttan lánstíma: Lánstími verður allt að 7 ár.
Margar ástæður eru fyrir því að kaupa bíl fremur en að taka hann
á leigu. Með bílaláni eignast þú bílinn á lánstímanum og getur
breytt honum að vild eða selt hann þegar þér hentar.
Hringdu í VÍS í síma 560 5383 og fáðu nánari upplýsingar eða
komdu við á næstu bílasölu.
VÍS, Ármúla 3, 108 Reykjavík, www.vis.is
Þjónustuver VÍS, símaþjónusta mánudaga
til föstudaga kl. 8:00-19:00, sími 560 5000
og er alls 21 km. Tíminn er tekinn
hjá hverjum hlaupara fyrir sig með
hjálp sérstaks tölvukubbs og hver
og einn getur lagt af stað þegar
hann er kominn til Pepparholm.
Hægt er að skrá sig til leiks fram í
júní, þátttökugjald er 50 evrur ef
skráning fer fram fyrir 1. júní en
hækkar í 60 evrur eftir 1. júní.
EF LEIÐ skokkara liggur til gamla
höfuðstaðarins Kaupmannahafnar
á næstunni, væri ekki úr vegi að
skrá sig í hálfmaraþon yfir
Eyrarsundsbrúna, sem fram fer
sunnudaginn 13. júní nk. „Brolopp-
et“ frá Danmörku til Svíþjóðar, er
einstakt að því leyti að byrjað er í
einu landi en endað í öðru.
Hlaupið hefst í Pepparholm,
manngerðri danskri eyju í Eyrar-
sundi og endar í Málmey í Svíþjóð
HLAUP
Hálfmaraþon
á milli landa
Scanpix Nordfoto
Eyrarsundsbrúin: Ekki leiðinlegt að hlaupa hálfmaraþon yfir þessa brú.
www.broloppet.com
Á VEFSLÓÐ ferðamálaráðs Dyfl-
innar á Írlandi er í boði allt að 75%
afsláttur á gistingu í borginni í
sumar. Á vefsíðunni www.visit-
dublin.com/accommodationdeals
er tekið fram að fjöldi gistinótta er
takmarkaður og því best að panta
sem fyrst.
Morgunblaðið/Þorkell
DUBLIN
Allt að 75%
afsláttur
www.visitdublin.com/accommoda-
tiondeals