Morgunblaðið - 22.05.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.05.2004, Blaðsíða 28
gefur góðan hita og hægt er að stýra hitanum mjög vel.“ Ólafur segist hreinsa grillið áður en hann setur það í skúrinn að hausti og fer svo lauslega yfir það áður en hann byrjar að grilla að vori. Einu sinni á sumri hreinsar hann svo það mesta af flöt- unum yfir brennurunum, en segir að það gefi annars bara góðan keim. Hann hefur lengi haft gaman af að grilla. „Svona eins og flestir, held ég. Við þekkjum það að þegar logn er og sól liggur grillilmur yfir heilu hverf- unum.“ Hann segist grilla hvað sem er. „Stundum gríp ég með mér tilbú- inn svínahnakka en ég grilla oftast lambakjöt. Nautalundir og T-Bone er sívinsælt, og oft grilla ég líka grænmeti og fisk.“ Máltíð eftir ein- falda matreiðslu er sú besta, að mati Ólafs. „Hvítlaukur, rósmarín og sítróna er kryddblanda sem hefur verið not- uð um aldir og klikkar aldrei. Þessi einfalda marinering er það besta á lambakjöt en svo er hægt að gera krúsídúllur í meðlæti og grænmeti,“ segir grillmeistarinn Ólafur. Hann gefur lesendum uppskrift að uppá- haldsgrillmáltíðinni sinni í augna- blikinu, lambahrygg með kartöflum, tómötum og rauðlauk. Kryddleginn lambahryggur Lambahryggur, sagaður í tvennt eft- ir endilöngu í búðinni svo auðveld- ara sé að eiga við hann heima. Kryddlögur: Ferskt rósmarín, bunki 1–2 hvítlaukar 3–4 sítrónur ólífuolía salt og pipar 4 stórar kartöflur/ bökunarkartöflur 4 plómutómatar 4 rauðlaukar balsamikedik jómfrúrolía smjör timjankvistur Og svona fer maður að, með orðum Ólafs: „Sítrónusafi og ólífuolía í skál, þeytt saman með gaffli eða píski. Rósmarínkvistirnir marðir með flöt- um kjöthamri (eða því barefli sem hendi er næst), hvítlaukurinn kram- inn með kokkahnífsblaði og hvort tveggja sett í sítrónublönduna ásamt salti og pipar. Lundirnar skornar varlega frá hryggnum og lagðar til hliðar. Hryggurinn tekinn í tvennt aftan við aftasta rifbein. Filletin tekin af aft- urhryggnum og snyrt, fituröndin höfð ofan á. Þá er að losa hryggsúl- una frá rifjastykkjunum, t.a.m. með þykkum sagtenntum hníf, vöðvinn fituhreinsaður eins og kostur er og fita og sinar hreinsað af rifjaendun- um. Kjötstykkin lögð í passlegt fat og kryddblöndunni makað á þau. Plast yfir, sett í ísskáp og er þá dagsverkið orðið harla gott. Hafi fólk ekki gam- an af kjötvinnslu sem slíkri er vita- skuld hægt að kaupa stykkin tilbúin, en þá missir þetta svolítið sjarmann. Þegar líður að matmálstíma daginn eftir eru laukarnir flysjaðir og klofn- ir í fernt eftir endilöngu, lagðir í ál- pappír ásamt drjúgri smjörklípu, nokkrum góðum skvettum af bals- amikediki, timjankvisti og dálitlu Maldon-salti. Álpappírnum lokað ut- an um þá og þetta síðan bakað við u.þ.b. 200 gráður í a.m.k. klukkutíma á grillinu eða þangað til laukurinn er orðinn vel sultaður og sætur. Kartöflurnar skornar í báta, penslaðar með ólífuolíu og grillaðar eftir smekk. Tómatarnir helmingaðir og settir með sárið niður á disk með Maldon- salti og pipar þar sem þeir bíða með- an kjötið er eldað. Kjötið var tekið úr ísskápnum um miðjan dag og nú eru stærstu rósmar- ínkvistirnir og hvítlaukshýðið hreins- að af. Lundirnar helmingaðar og þræddar á grillpinna. Filletin fara fyrst á brennheitt grillið, fituhliðin niður, og fá að eldast um stund um leið og þess er gætt að forða þeim reglu- lega undan mestu eldtungunum. Þá er að snúa þeim við um leið og rifjastykkin eru sett við hlið þeirra á grillið. Þetta er síðan brúnað eftir bestu samvisku og síðan fært yfir á kaldari hluta grillsins þangað til full- vissa er um að kjötið sé heitt í gegn, en heldur ekki meira en það. Þá er kjötið fært yfir á bretti, álpappír settur yfir og því leyft að taka sig meðan tóm- atarnir fara á heitt grillið, sárið niður fyrst og svo snúið á bakið. Balsamik og olía pískað saman og hellt yfir tóm- atana þegar þeir eru klárir og komnir á disk. Þá eru bara lundirnar eftir, en það liggur við að það þurfi bara að sýna þeim grillið svo þær verði tilbún- ar. Filletin skorin á ská í sentimetra þykkar sneiðar, rifjabitinn þverskor- inn milli rifja. Á hvern disk fara tvær til þrjár sneiðar af hvoru ásamt litlum lundarbita, kartöflur, rauð- laukur og tómatar.“ Morgunblaðið/Golli Við grillið: Ólafur Haraldsson stendur við grillið oft í viku. Á diski: Lambakjöt, kartöflur og grænmeti mynda bragðgóða heild. Grillilmur um heilu hverfin  MATARKISTAN| Að ýmsu er að huga þegar grillið er dregið fram á vorin og það er fátt sem ekki passar á grillið Þessa dagana er grillað í öðrum hverjum garði á landinu. Hvort sem það eru steik- ur, grænmeti eða fiskur er grillbragðið alltaf ómótstæðilegt. Steingerður Ólafs- dóttir velti fyrir sér grillgleðinni hér á landi og talaði við einn grillmeistara. www.ust.is/Matvaeli/ steingerdur@mbl.is Erlendir ferðamenn á Ís-landi eru sumir hissa áþví að íbúar þessa landshími yfir útigrillinu í öll- um veðrum. Grillilmurinn er einn af vorboðunum og lengir hið stutta ís- lenska sumar heilmikið og það er e.t.v. þess vegna sem landinn lætur sig hafa þetta þótt hann þurfi að vera í flíspeysu. Gasgrill er núorðið eitt af heimilistækjunum hjá mörgum. Sum eru orðin eins og hluti af eldhús- innréttingum úti í garði, með alls kyns hillum og brettum, hönkum og aukahlutum. Nóg pláss er fyrir ílát, áhöld og hráefni og nú er m.a.s. hægt að fá sér sérstaka wok-pönnu á gas- grillið. Gömlu kolagrillin standa reyndar enn fyrir sínu þótt engar séu hillurnar eða aukahlutirnir. Sumir kjósa jafnvel að hafa grillið fast í garðinum og þá gætu steyptu grillin sem fást hjá Skógrækt- arfélagi Reykjavíkur og sjást m.a. í Heiðmörk, verið kostur. Hörðustu grillmeistarar landsins eru löngu byrjaðir að grilla og gera það langt fram á haust og jafnvel vetur. Ekki eru allir byrjaðir að mat- reiða kræsingar úti undir berum himni og ágætt er að hafa nokkur at- riði í huga áður en fjárfest er í grilli eða áður en steikurnar fara að svitna á gamla góða grillinu. Ryðfrítt stál og stillanlegt hitastig Vandað grill er smíðað úr sterku efni, er stöðugt og grillgrindurnar eru emaleraðar eða úr ryðfríu stáli, samkvæmt upplýsingum frá Leið- beiningastöð heimilanna. Grillið ætti að vera með loki og grillgrindina hægt að hækka og lækka að vild. Gasgrill eru einmitt langflest með stillanlegri grind og í þeim er hægt að stilla hitastig eftir hentugleikum. Leiðbeiningastöðin bendir einnig á góð ráð úr Grillbók Hagkaupa sem vert er að hafa í huga áður en byrjað er að grilla, hvort sem er á gas- eða kolagrilli. T.d. að hafa hráefni, olíu, marineringu og krydd við höndina og muna að það tekur lengri tíma að grilla í trekk en logni. Þegar lítil stykki eru grilluð þurfa þau stuttan eldunartíma og þá á ristin að vera þétt við kolin eða brennarann. Við langan eldunartíma á ristin að vera langt frá kolunum eða brennaranum. Ágætt er að pensla grillristina þegar grillið er orðið heitt. Best er að salta kjöt ekki fyrr en að steikingu lokinni og ekki stinga í kjötið með gaffli eða prjóni því þá rennur safinn úr því. Til að koma í veg fyrir að grillpinnar úr tré brenni, er gott að láta þá liggja í vatni fyrir notkun í a.m.k. 12 klst. Ef kjöt er grillað við háan hita og nær að „kolast“, myndast efna- sambönd sem geta verið stökkbreyt- andi þegar þeirra er neytt, að því er fram kemur á vef Umhverfisstofn- unar. Nokkrar rannsóknir hafa sýnt fram á að þessi efni geti valdið krabbameini en ekki er hægt að svara því hvort bein tengsl séu milli magns af viðbrenndu kjöti og krabbameins. Bent er á að hægt sé að gera ýmsar ráðstafanir til að minnka líkur á að kjöt brenni við og þá helst að marinera kjöt áður en það er grillað. Umhverfisstofnun bendir fólki á að nota magrar kjöt- vörur frekar en feitmeti og fisk frek- ar en aðrar próteinvörur. Og þó að grænmeti brenni á grillinu myndast nánast ekkert af þeim efna- samböndum sem talið er að geti ver- ið skaðleg. Einnig er mælt með því að hafa kjöt í smáum sneiðum þar sem það þýði minni tíma á grillinu. Til að stytta grilltímann enn frekar er mælt með að fólk hugleiði að hita kjötið í örbylgjuofni í 2–5 mínútur áður en það er grillað og blóðinu eða safanum svo fleygt. Umrædd efna- sambönd myndast einnig þegar blóð lekur á grillkolin. Betra er að stjórna hitanum á gasgrilli og því er það ákjósanlegra til að koma í veg fyrir að kjöt brenni. Ef hitinn á grillinu fer yfir 210°C eykst hættan á myndun umræddra efnasambanda og há- marksgrillhiti ætti að vera 180°C, samkvæmt greininni. Ef kjötið brennur samt sem áður skal ávallt skera brennda hlutann í burtu því svartir bitar innihalda mest magn af efnasamböndunum. Grillar a.m.k. tvisvar í viku Ólafur Haraldsson auglýs- ingamaður byrjaði grillsumarið í apríl. Hann grillar yfirleitt tvisvar í viku en oftar ef góðviðrisdagarnir eru fleiri. Hann notar nú bandarískt Weber-grill þriðja sumarið í röð og er afar ánægður með það. „Í því eru þrír brennarar og mjög stór grill- flötur. Grillið er allt ákaflega vandað, DAGLEGT LÍF 28 LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÁHÖLD sem æskilegt er að hafa við höndina þegar unnið er við útigrill, skv. Grillbók Hagkaupa. Þykkir grillhanskar Grilltöng Pensill Grillspaði Beittur hnífur Skurðarbretti Vírbursti Úðabrúsi með vatni til að slökkva óæskilegan eld sem getur komið upp. Við höndina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.