Morgunblaðið - 22.05.2004, Síða 30

Morgunblaðið - 22.05.2004, Síða 30
LISTIR 30 LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í rska nóbelsskáldið Seamus Heaney gengur inn á Hótel Sögu og er ekki mikið að gefa öðrum gestum gaum; það er eins og hann eigi ekki heima meðal almennings og vilji forðast skarkalann með því að fara með veggjum. Hans heima er næði og friðhelgi heimilisins í Dublin og blaða- maður þarf nánast að ganga á hann til að ná at- hygli hans. Heaney er hæglátur og með mildilegt yf- irbragð. Hann er alvörugefinn, en þó vakir kímni í augunum; færist bros yfir andlitið um leið og samræðurnar verða persónulegar – þá vaknar áhuginn. Og setustofan á Hótel Sögu verður að heimili Heaneys. Heaney er einna kunnastur fyrir þýðingu sína á Bjólfskviðu, en hefur einnig gefið út fjöl- margar ljóðabækur og ritgerðir, en hann er fyr- irlesari við Harvard-háskóla. Heaney ólst upp í sveit og sækir oft yrkisefnin í írskt sveitalíf, en leitar einnig víða fanga í bókmenntasögunni og þó er nútíminn aldrei langt undan, m.a. átökin á Norður-Írlandi. Hann fékk bókmenntaverð- laun Nóbels árið 1995. Fram að viðtalinu höfðu samskipti við Hean- ey farið fram í símbréfum. Heaney hafði skrifað svör við nokkrum spurningum, sýnilega í tölvu, en síðan handskrifað ýmsar athugasemdir á út- prentið. Lék blaðamanni forvitni á að vita hvort það væri með þessum hætti sem Heaney ynni ljóð sín. „Svona svara ég viðtölum,“ segir hann og brosir ljúfmannlega. „Ef ég væri að semja ljóð, þá myndi ég nota penna og blek. Ég skrifa ljóð- in ekki beint á skjáinn; ég vil komast í snertingu við pappír.“ – Hvar semurðu ljóðin? „Ég hef vinnuaðstöðu á tveim stöðum. Ég skrifa við gamalt borð á háaloftinu á heimili mínu í Dublin. Svo á ég friðsælt hús í 40 mín- útna fjarlægð, rúmum 30 km fyrir utan borg- ina. Þar er algjör kyrrð og engir símar.“ Eftir stutta en kyrrðarlausa þögn í hótelanddyrinu bætir hann við: „Að svara viðtölum er fyrir mér eins og stjórnunarstarf. Þá þarf að koma hlut- unum í verk og það fljótt.“ – Af hverju notarðu símbréf? „Af því að ég er ekki með tölvupóst. Ég vil ekki tölvupóst.“ – Af hverju? „Ég hef enga þörf fyrir að heyra frá fólki sem vill ná tali af mér. Mér skilst að með tölvu- póstfang sé maður varnarlaus. Fólk geti dælt inn skilaboðum. Ég hef engan áhuga á því að fá boð um að fara neitt, ég vil ekki beiðnir um við- töl, ég vil ekki fyrirspurnir frá nemendum. Í hvert skipti sem ég svara ekki, þá er ég sekur. Aðferðir nítjándu aldar myndu alveg duga mér.“ – En fylgistu með þróuninni á Netinu? Ég spyr vegna þess að á Íslandi hefur gróskan í ljóðagerð að miklu leyti komið þar fram. „Ég veit ekkert um það. Ég hef ekkert verið á Netinu.“ – Nú stendur til að þú komir fram með sekkjapípuleikaranum Liam O’Flynn hér á landi. Hvernig er það samstarf tilkomið? „Ég og Liam unnum fyrst saman fyrir tólf árum á þjóðlagahátíð í suðurhluta Írlands. Við hittumst í skrúðhúsi lítillar kirkju í Co. Kerry, hálftíma áður en við áttum að koma fram, og ákváðum í fljótheitum, eftir því sem andinn blés okkur í brjóst, hvernig við ættum að samræma ljóð og lög. Við komum nefnilega ekki fram samtímis, heldur skiptumst á; ég flyt nokkur ljóð, þá hann nokkur lög, og svo koll af kolli. Fyrsta uppákoman tókst afar vel, að hluta til vegna þess að við höfðum þekkst í mörg ár. Ég bar ekki aðeins virðingu fyrir færni Liams á hljóðfæri, heldur líka þeirri köllun sem fólst í því að vera næstur í röð merkra sekkjapípuleik- ara, sem voru forverar hans og kennarar. Okk- ur leið vel saman á sviði og það færði ró yfir áhorfendur.“ – Geturðu lýst þeim ljóðum sem þú flytur? „Ég flyt ljóð frá ólíkum tímabilum á rithöf- undarferlinum. Sumt eru þýðingar, þ.á m. nokkur erindi úr Bjólfskviðu, stuttar lýsingar á sjóferðum – því Ísland er fyrir mér angi af þeirri siglinga- og vígaferlamenningu sem Bjólfskviða lýsir. Ég les líka ljóð sem byggð eru á gömlum írskum sögum um dýrlinga og munka, þar sem írskir munkar eru sagðir með- al fyrstu landnema á Íslandi. Þá flyt ég per- sónulegri ljóð, minningar og landslag. Mín skoðun er sú að í ljóðalestri eigi við ljóð, sem hafa skýra sögu eða skýrt sögusvið eða draga upp myndir. Hlustendur hafa aðeins eitt tækifæri til að nema ljóðið, svo það er best að velja ljóð sem eru eins afdráttarlaus og mögu- legt er – ekki síst þar sem ljóðin eru ekki á móð- urtungu hlustenda. Og síðan les ég að sjálfsögðu ljóð sem eiga rætur að rekja til norðursins og norrænnar arf- leifðar.“ – Hefur skáldskapur hlutverki að gegna í samfélaginu? „Joseph Brodsky lét eitt sinn svo um mælt að ef list kenndi okkur eitthvað, þá væri það það að skilyrði mannsins væru persónuleg. Ég geri ráð fyrir að hann hafi átt við að á endanum þurfi hver og einn að axla afstöðu sína til veruleikans innan eigin afmörkuðu vitundar. Engu skiptir hversu miklu magni upplýsinga er beint til þín, það skapast ekki þekking eða vísdómur fyrr en vitundin hefur meðtekið þær. Ég held að skáldskapurinn þurfi fyrst og fremst að hafa áhrif innan afmarkaðs sviðs vit- undarinnar, hann þurfi að mynda vaxtarhring [trés] í minni einstaklingsins. En ég held einnig að um leið og fimm eða tíu einstaklingar hafa öðlast hina ósannanlegu en þó óvéfengjanlegu raunverulegu reynslu sem skáldskapurinn fær- ir, þá myndist vísir að menningu og að sam- félagið breytist til hins betra vegna þess að þeir kunni að meta skáldskap. Mér líkar hugmyndin sem tékkneska skáldið Miroslav Holub setti fram fyrir mörgum árum um að listin verki á hugarstarfsemina eins og ónæmiskerfið í líkamanum. Hún vinnur gegn eitruðum og illkynjuðum áhrifum, þótt ekki sé tryggt að hún hafi betur. Svo, já, skáldskapur hefur mikilvægu hlutverki að gegna í samfélag- inu.“ – Þú hefur ort og skrifað margt um átökin á Norður-Írlandi. Ertu vongóður um að sættir séu að nást? „Það hefur margt breyst. Fyrir tíu árum, fyrsta september árið 1994, lýsti IRA [írski lýð- veldisherinn] yfir vopnahléi, að látið yrði af of- beldi. Síðan þá hefur hann ekki gripið til vopna og breski herinn dregið sig til baka upp að vissu marki. Ástandið hefur þróast frá grimmd- arverkum yfir í smásálarlega kreddu- trúarstefnu. Fólkið er smásálarlegt og kreddu- fullt. Það þarf menntun til og á eftir að taka tíma að breyta hugsunarhættinum, – þótt lítið sé. Fólk breytist ekki svo mikið,“ segir hann og hlær. „En að minnsta kosti getur innleiðingin, sem búist er við eftir 40 ára sóun, orðið til þess að minnihlutinn öðlist meiri sjálfsvirðingu og að meirihlutinn verði skilningsríkari. Enn er deilt um það. En almennt talað er ég þeirrar skoð- unar að þrátt fyrir samkomulagið milli breskra stjórnvalda og stríðandi afla á Norður-Írlandi, þá hafi ekki skapast fullar sættir og friðarferlið sé í stöðugri hættu. En það á eftir að komast á friður, fyrr eða síðar. Svo ég er vongóður, en ekki himinlifandi.“ – Að lokum, áttu einhver ráð uppi í erminni handa ungum skáldum sem eru að byrja að hasla sér völl? „Lesið skáldin sem vekja ykkur til lífsins, hvort sem þau njóta almennrar virðingar eða ekki. Lesið skáldin sem þið virðið og vitið að er- uð betri en þið. En ekki vera of hrokafull til að lesa skáldin, sem þið vitið innst inni að eru ekki svo góð, en veita ykkur samt innblástur. Á þann veg fáið þið ef til vill bæði sjálfstraust og örvun. En þegar allt kemur til alls, þá mun reynsla annarra ekki gera ykkur mikið gagn.“ Morgunblaðið/ÞÖK Seamus Heaney las Íslendingasögurnar af miklum áhuga á áttunda áratugnum. Skáldskapur breytir samfélaginu til hins betra Írska nóbelsskáldið Seamus Heaney flytur ljóð í bland við sekkjapípuleik í kvöld og næstu kvöld á vegum Listahá- tíðar. Pétur Blöndal talaði við hann um stjórnmál, skáldskap, tónlist og tækni, eða öllu held- ur tæknileysi. SKÁLDIÐ Seamus Heaney og sekkjapípu- leikarinn Liam O’Flynt koma fram á þremur uppákomum á vegum Listahátíðar í Reykja- vík undir yfirskriftinni „Skáldið og sekkja- pípuleikarinn“. Sú fyrsta verður í kvöld í Ný- heimum á Höfn í Hornafirði. Á sunnudags- kvöld koma þeir fram í Samkomuhúsinu á Akureyri og á mánudagskvöld í Íslensku óperunni. Skáldið og sekkja- pípuleikarinn FYRIR rúmu ári gaf Trausti Vals- son út bókina Skipulag byggðar á Ís- landi – frá landnámi til líðandi stund- ar. Það verk var að sínu leyti brautryðjendastarf, því að fátt eða ekkert hafði áður verið tekið saman um skipulagsfræði á Íslandi. Nú hef- ur höfundur ráðizt í það að gefa verkið út á enskri tungu, enda er hér íslenzkt grundvallarrit, sem án efa vekur forvitni erlendra fræðimanna. Enskri útgáfu hefur lítillega verið breytt, sums staðar hefur texti verið styttur og öðru bætt í, til dæmis nýrri vitneskju um framvindu virkj- ana í miðhálendinu. Skipt hefur verið um örfáar myndir eða þær teknar út. Að öðru leyti er fylgt frumútgáfu. Bókinni er sem áður skipt í fimm meginkafla. Í hinum fyrsta er rætt um landið og náttúruna sem hið mót- andi afl. Þá er fjallað um fyrstu skrefin í byggðarmótun og gerð grein fyrir meginatriðum, sem þar ráða. Í þriðja kafla, sem er lengstur, er fjallað um þróun skipulags bæja og óbyggðra svæða. Í fjórða kafla er þróun kerfa á landsvísu gerð skil og í fimmta og síðasta meginkafla er litið til lengri tíma og síðari tíma fram- vinda gerð að umtalsefni. Í umfjöllun um bókina á sínum tíma (Mbl. 4. jan. 2003) var nokkrum ábendingum komið á framfæri, en það verður ekki endurtekið hér. Á hinn bóginn má benda á, að frásögn og umfjöllun er víða mjög einskorð- uð við innlenda atburði, sem útlend- ingar eiga ef til vill erfitt með að skilja til hlítar. Sums staðar hefði verið full þörf á að rekja frásögn í stærra samhengi en hér er gert. Letrið á ensku útgáfunni er ívið smærra en á hinni íslenzku, svo að ekki hefur þurft að hnika til kortum og myndum, nema lítillega á stöku stað. Ekki getur sá, sem hér heldur á penna, lagt dóm á þýðinguna, en hún virðist gerð af nosturssemi. Með bók þessari er lagður grunn- ur að því að kynna íslenzk skipulags- fræði á erlendum vettvangi. Hún er til sannindamerkis um það, að ís- lenzk fræðirit eiga sum hver erindi út fyrir landsteinana ekki síður en skáldverk. Það er næsta víst, að margir erlendir skipulagsfræðingar geta sótt í hana bæði sögulegan og fræðilegan fróðleik, sem þeir hafa ekki haft aðgang að áður. Ensk út- gáfa markar því ákveðin og ánægju- leg tímamót. Íslenzkt verk um skipulagsfræði á ensku BÆKUR Náttúrufræðirit Höfundur Trausti Valsson. 480 bls. Há- skólaútgáfan. – Reykjavík 2003. PLANNING IN ICELAND – FROM SETTLE- MENT TO PRESENT TIME Ágúst H. Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.