Morgunblaðið - 22.05.2004, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 22.05.2004, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Þ egar leiðtogar ríkja heims komu saman í New York fyrir fjórum árum í tilefni af árþús- undamótunum sam- þykktu þeir það markmið að fátækt- in í heiminum minnki um helming fyrir árið 2015. Þeir settu sér einnig markmið í umhverfismálum, frá loftinu sem við öndum að okkur til verndunar skóga og sjávar. Eitt af markmiðum þeirra var að tryggja „sjálfbæra þróun“ vegna þess að þeir skildu að taka þarf mið af um- hverfinu til að hægt verði að tryggja langvarandi hagvöxt, framfarir og stöðugleika á plánetu okkar. Vandamálið er að nú þegar aðeins tæp tíu ár eru þar til markmiðin eiga að nást hefur skelfilega lítið áunnist í umhverfismálunum. Við vitum að við getum staðið okkur miklu betur. Árangurinn af Montreal-bókuninni um að draga smám saman úr notkun ósoneyð- andi efna hefur til að mynda sýnt hvað þjóðir heims geta gert þegar þær taka höndum saman. Áætlað er að vegna bókunarinnar verði komið í veg fyrir 20 milljónir húð- krabbameinstilfella og 130 milljónir drertilfella í heiminum. Þessi árangur ætti að hvetja okk- ur til að halda áfram á sömu braut. En nú þurfum við að grípa til að- gerða sem eru í samræmi við um- fang þeirra erfiðu viðfangsefna sem við stöndum frammi fyrir. Aðgerða- leysi okkar til þessa hefur ekki að- eins orðið til þess að ójafnvægis gætir í heiminum heldur er hann einnig í hættu. Eyðing skóga eykst enn: nær 100 milljónir hektara hafa tapast á síðustu tíu árum – að miklu leyti vegna þess að milljónir fátækra bænda í Afríku og Rómönsku- Ameríku neyðast til að höggva nið- ur tré vegna þess að það er eina úr- ræðið sem þeir hafa til að verða sér úti um land til ræktunar og eldivið. Losun koltvísýrings eykst: Evr- ópusambandið stefnir að því að draga úr losun gróðurhúsaloftteg- unda um 8% fyrir árið 2010, en verði ekkert að gert minnkar hún aðeins um 0,5%. Um 12% af fugla- tegundum heimsins, 24% af spendýrategundunum og 30% af fiskategundunum eru annað veik fyrir eða í bráðri útrým arhættu. Viðfangsefnin í umhverfism eru jafnvel enn hrikalegri í þ arlöndunum þar sem fimm af milljörðum íbúa heimsins bú þessum löndum tengjast umh ismálin þróunarmálunum me um hætti – og fátæktinni. Me milljarður manna í þróunarlö unum hefur ekki aðgang að h vatni. Yfir tveir milljarðar m hafa ekki aðgang að hreinlæt isaðstöðu. Á ári hverju deyja til sex milljónir manna, aðalle börn, af völdum sjúkdóma se Taka þarf mið af umh þegar markmiðin eru R 15% bera ábyrgð á 50% koltvísýringslosunar í heiminum. Iðnríkin að beita sér fyrir umhverfisvænni framleiðslu og neyslu. Eftir James D. Wolfensohn H undraðshluti þeirra jarðarbúa sem lifa á minna en dollar á dag minnkaði um tæpan helming milli áranna 1981 og 2001, úr 40% í 21%. Þetta þýðir að þeim sem búa við sára fátækt fækkaði úr 1,5 í 1,1 milljarð, þegar mið er tekið af fólksfjölguninni. Þessi árangur sýnir að hægt er að sjá til þess að tala þeirra sem búa við sára fátækt lækki um hundruð milljóna á að- eins tveimur áratugum. Þessar tölur, sem eru í árs- skýrslu Alþjóðabankans um þró- unarmál og byggjast á könnun á heimilishag fólks víða heim, vekja von um að hægt verði að ná fyrsta markmiðinu af átta sem sett voru á aldamótafundi 189 heimsleiðtoga í september 2000, það er að tala þeirra sem búa við fátækt lækki um helming fyrir 2015, frá því sem hún var 1990. Tölurnar staðfesta ennfremur greinilega að hagvöxtur á stóran þátt í því að draga úr fátæktinni, hvað sem sumir segja. Í Kína, svo dæmi sé tekið, hafa meðaltekj- urnar aukist um 8,5% á ári frá 1981 og hinum fátæku hefur fækkað um rúmar 400 milljónir. Á hinn bóginn hefur fjöldi örfátækra íbúa Afríku sunnan Sahara nær tvöfaldast frá 1981, úr 164 í 314 milljónir, eða úr 42% í 47% af íbúum þessa heims- hluta. Meginástæðan fyrir þessari skelfilegu þróun er að hagvöxtur hefur látið á sér standa: á þessu sama tímabili minnkaði heildar- landsframleiðslan á hvern íbúa í heimshlutanum um 13 af hundraði. Svipuð þróun var af sömu ástæðu í Austur-Evrópu og Mið-Asíu en fá- tæktin hélst nær óbreytt í Róm- önsku-Ameríku. Nú er því að koma í ljós að ár- angurinn í baráttunni gegn fátækt er mjög mismunandi eftir heims- hlutum. Afturkippur í sumum löndum og heimshlutum vegur upp á móti góðum árangri í öðrum. Alls staðar er helsta skýringin fólgin í hagvextinum eða efnahags- samdrætti. Áhrif hagvaxtarins vega þyngst gegn fátæktinni Það er rétt að sami hagvöxtur getur leitt til mismunandi breyt- inga á fátækt eftir því hvort fátæka fólkinu farnast eins vel – eða illa – og öðrum íbúum landsins. Þetta á jafnvel við um Kína og Indland, þar sem hagvöxturinn er mikill en ójöfnuður í tækifærum – sem fest- ur er í sessi með misjöfnum að- gangi að heilsugæslu og skólum – dregur úr áhrifum hagvaxtarins á fátæktina. Í Suður-Asíu eru nær 40% barnanna vannærð og hlutfall þeirra sem innrituð eru í skóla eða ljúka námi er lágt. Auðugasti fimmtungurinn meðal fullorðinna íbúa Brasilíu hefur lokið tíu ára skólanámi að meðaltali en fátæk- asti fimmtungurinn aðeins þriggja ára. Í úrtaki, sem náði til 20 þróun- arlanda, minnkaði dánartíðnin meðal barna í fátækasta fimmt- ungnum helmingi minna en meðal annarra barna. Þegar á heildina er litið kemur samt í ljós að áhrif ójafnaðar eru ekki eins þýðing- armikil og áhrif hagvaxtar þegar menn leita skýringa á mismunandi árangri eftir löndum og heims- hlutum í baráttunni gegn fátækt. Þróunin í Kína – og að mörgu leyti einnig á Indlandi – bendir til þess að efnahagsumbætur, áhersla á einkaframtak og markaðslausnir, jákvæð viðhorf til utanrík- isviðskipta og samkeppni, geti komið af stað miklum hagvexti og viðhaldið honum í nokkur ár. Þessi vöxtur hefur síðan orðið til þess að dregið hefur úr fátæktinni. Er hægt að nota þessa formúlu í öðr- um heimshlutum? Ýmislegt bendir til þess að svo sé. Margar rík isstjórnir í Rómönsku-Amer Austur-Evrópu hafa sýnt að eru staðráðnar í að koma á u um, beita sér meðal annars f auknum utanríkisviðskiptum samlögun. Haldi þær áfram braut njóta lönd þeirra góðs efnahagsbatanum í heiminu myndi auðvitað styrkja þess un ef þessi lönd fengju meir gang að mörkuðum þróunar Í Afríku eru aðstæðurnar iðari, með langvarandi samd mörgum löndum, vaxandi fá síðustu tvo áratugina og min andi lífslíkur vegna HIV-vei og alnæmis. Flest lönd í Afr sunnan Sahara, svo og nokk Mið-Asíu, hafa ekki komið á miklum efnahagsumbótum o löndin í Austur- og Suður-A Þau hafa ekki heldur notið s aðgangs að erlendu fjármag þróunaraðstoð. Efnahagsleg frammistaða þeirra er þess slæm og ekki hefur tekist að úr fátæktinni. Til að binda e samdráttinn í mörgum þeirr nauðsynlegt að koma á umb byggja upp stofnanir og mó Fátækum getur fækk Eftir Francois Bourguignon Blokkir og hreysi hlið við h ur skilyrði á Indlandi og víð DÓMUR HÆSTARÉTTAR Dómur Hæstaréttar í mál-verkafölsunarmálinu svo-nefnda, sem féll sl. miðviku- dag, hefur vakið mikla athygli og umræður en þeir tveir einstakling- ar sem ákærðir voru í málinu voru sýknaðir. Athygli hefur vakið að meirihluti Hæstaréttar fellir ekki efnisdóm heldur kemst að þeirri niðurstöðu að sérfræðilegar álitsgerðir frá starfsmönnum Listasafns Íslands „geti ekki talizt tækar fyrir dómi til sönnunar um atriði, sem varða sök ákærðu“, þar sem Listasafnið sé kærandi í málinu. Orðrétt segir í dómi Hæstaréttar um þetta mál: „Fallast verður á það með ákærðu, að staða Listasafns Íslands sem kæranda í þessu máli valdi því óhjákvæmilega að sér- fræðilegar álitsgerðir, sem lögregla aflaði á framagreindan hátt hjá starfsmönnum þess fyrir útgáfu ákæru, geti ekki talizt tækar fyrir dómi til sönnunar um atriði sem varða sök ákærðu, en einu verður að gilda í þeim efnum, hvort um er að ræða myndverk, sem listasafnið lagði fram kæru um eða verk, sem því voru óviðkomandi. Breytir engu í þessu sambandi að byggt hafi ver- ið að nokkru á hliðstæðum sönn- unargögnum frá starfsmönnum Listasafns Íslands í máli því, sem Hæstiréttur felldi áðurnefndan dóm á 4. nóvember 1999, enda voru myndverk þau, sem sakargiftir þar lutu að, safninu óviðkomandi. Verð- ur af þessum sökum ekki komizt hjá því að líta við sönnunarmat fram hjá niðurstöðum rannsókna, sem unnar voru af starfsmönnum Listasafns Íslands fyrir atbeina lögreglu. Úr þeim bresti á sönn- unarfærslu, sem hér um ræðir, hefði hins vegar af hálfu ákæru- valds mátt bæta undir rekstri máls- ins með því að leita eftir dómkvaðn- ingu kunnáttumanna samkvæmt 1. mgr. laga nr 19/1991 til að leggja mat á þau atriði, sem nauðsyn kann að hafa borið til, en til þess var fullt tilefni vegna athugasemda í mála- tilbúnaði ákærðu fyrir héraðsdómi.“ Á mæltu máli þýðir þetta vænt- anlega að það er skoðun Hæsta- réttar að ekki sé hægt að notast við álit sérfræðinga, sem starfa hjá Listasafni Íslands þar sem safnið sé kærandi í málinu. Út af fyrir sig væri hægt að skilja þá hugsun sem að baki liggur ef annað kæmi ekki til. Hinn 3. apríl á síðasta ári felldi Hæstiréttur dóm, sem varðar þátt sérfræðinganna í málinu. Þá hafði annar ákærða krafizt þess að ákæruvaldinu yrði synjað um að leiða fyrir dóm 18 einstaklinga sem komið höfðu að rannsókn málsins sem sérfræðingar. Fyrir þeirri kröfu voru færð ákveðin rök m.a. þau að vitnin væri „óeðlilega hags- munatengd máli þessu og rannsókn þess.“ Héraðsdómur hafnaði þessari kröfu og um þetta tiltekna atriði sagði m.a. í héraðsdómi: „Vitni þau sem um ræðir hafa ýmist unnið sér- fræðivinnu, gefið sérfræðiálit vegna rannsóknar málsins, veitt lögreglu upplýsingar varðandi málið eða þá gefið vitnaskýrslur hjá lögreglu undir rannsókn þess. Verður ekki annað séð en að þessi atriði geti haft þýðingu fyrir málsúrslit- in … Eins og segir hér að framan verður ekki annað séð en að fram- burður vitnanna sem um ræðir geti haft þýðingu fyrir úrslit máls þessa. Á hinn bóginn kemur það sem ákærði heldur fram um tengsl vitn- anna innbyrðis og við kærendur til álita þegar dómarar þurfa að meta skýrslur þeirra. Er það og skylda verjendanna að reifa það í málflutn- ingi. Getur þetta ekki leitt til þess að ákæruvaldinu verði bannað að leiða vitnin og er synjað kröfu ákærða um það.“ Dómi héraðsdóms var áfrýjað til Hæstaréttar. Í dómi réttarins í apr- íl fyrir ári segir m.a.: „Samkvæmt 70. gr. laga nr. 19/ 1991 leitar rannsóknari til kunn- áttumanna, þegar þörf er á sér- fræðilegri rannsókn vegna opinbers máls. Getur slík rannsókn á máls- atvikum verið nauðsynleg til þess að ákveða, hvort sækja skuli mann til sakar og afla nauðsynlegra gagna til undirbúnings málsmeð- ferðar sbr. 67. gr. laganna. Af þessu leiðir einnig að nauðsynlegt kann að vera að kveðja þann, er veitt hefur slíka sérfræðilega aðstoð, sem vitni fyrir dóm til þess að skýra þau gögn málsins, er frá hon- um stafa eða atriði, sem þeim tengj- ast. Verður að telja slíka vitna- leiðslu sérfræðings heimila … Af gögnum málsins verður ráðið að tíu af þeim átján einstaklingum, sem varnaraðili hefur krafizt að sókn- araðila verði meinað að kveðja fyrir dóm sem vitni í máli þessu, hafi unnið að sérfræðilegum rannsókn- um fyrir lögreglu við rannsókn málsins … Af þeim sökum verður talið heimilt að leiða umrædda ein- staklinga fyrir dóm, sem vitni í því skyni að skýra þær rannsóknir, sem þeir hafa komið að eða atriði, sem þeim tengjast.“ Að öðru leyti vísar Hæstiréttur til forsendna héraðsdóms m.a. þeirra sem vitnað er til hér að framan. Þegar dómar Hæstaréttar fyrir ári og nú eru lesnir saman er erfitt að komast hjá þeirri niðurstöðu, að í þeim felist ákveðin mótsögn og að starfsmenn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra hafi verið í góðri trú um að vinnubrögð þeirra og rannsóknaraðferðir væru í sam- ræmi við þá afstöðu, sem fram kom hjá Hæstarétti fyrir ári. Ekki þarf að hafa mörg orð um mikilvægi þess að Hæstiréttur sé samkvæmur sjálfum sér og segi ekki eitt í dag og annað á morgun. Í gær varð þess vart bæði á Al- þingi og í fjölmiðlum að dómur Hæstaréttar væri talinn áfellisdóm- ur yfir starfsmönnum efnahags- brotadeildar og vinnubrögðum þeirra. Það er hins vegar erfitt að komast að annarri niðurstöðu en þeirri að þeir hafi unnið samkvæmt þeim skýru vísbendingum, sem finna mátti í dómi Hæstaréttar frá því í apríl í fyrra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.