Morgunblaðið - 22.05.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.05.2004, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2004 33 J afnrétti kynjanna í íslensk- um stjórnmálum var til um- fjöllunar á vel heppnuðu málþingi Landssambands framsóknarkvenna (LFK) á Hótel Sögu í gær. LFK hefur starf- að af miklum krafti allt frá stofnun sambandsins árið 1981 og er mik- ilvæg eining í starfi Framsókn- arflokksins, en formaður samtakanna er Una María Óskarsdóttir, aðstoð- armaður umhverfisráðherra. Jafnréttismál voru ekki forgangs- mál í íslenskum stjórnmálaflokkum framan af 20. öldinni. Konur 40 ára og eldri fengu kosningarétt árið 1915 og síðan rétt til jafns á við karla þremur árum síðar. Fyrsta konan til að bjóða sig fram til þings árið 1916 var Bríet Bjarnhéðinsdóttir, þáverandi formað- ur Kvenréttindafélags Íslands. Hún náði ekki kjöri en fyrsta þingkonan, Ingibjörg H. Bjarnason, settist á þing árið 1922. Óhætt er að fullyrða að Bríet Bjarnhéðinsdóttir stóð í forystu ís- lenskrar kvennabaráttu á fyrstu ára- tugum 20. aldar og lagði hún grunn að jafnréttisvakningu meðal kvenna og annarra jafnréttissinna. Þess má geta að ríkisstjórnin samþykkti fyrr á þessu ári að gangast fyrir gerð minn- isvarða í minningu hennar, en á árinu 2006 verða 150 ár liðin frá fæðingu Bríetar og þykir því tilhlýðilegt að minnast afreka hennar með því að reisa henni minnisvarða sem tákn um þýðingarmikið jafnréttisstarf hennar. En það liðu enn mörg ár þangað til konum fór að fjölga á Alþingi. Allt frá árinu 1922 þegar fyrsta konan settist á þing og til 1983, eða í 60 ár, urðu konur flestar þrjár í senn á Alþingi. Ein kona átti sæti á þingi fyrir Fram- sóknarflokkinn á þessum tíma. Það var Rannveig Þorsteinsdóttir, þing- maður Reykvíkinga á árunum 1949– 1953. Önnur kona tók ekki sæti í þing- flokki framsóknarmanna fyrr en 1987 þegar Valgerður Sverrisdóttir var kjörin á þing. Ingibjörg Pálmadóttir bættist síðan í hópinn 1991, Siv Frið- leifsdóttir 1995, Jónína Bjartmarz í árslok 1999 og svo Dagný Jónsdóttir 2003. Konur eru því núna þriðjungur þingflokks framsóknarmanna og í hópi varaþingmanna flokksins eru jafnmargar konur og karlar. Hlutfall kvenna á þingi eftir kosningarnar 2003 var rétt rúm 30% þannig að hlut- fallið hjá Framsóknarflokknum er ör- lítið hærra en á Alþingi í heild. Flestir kvenráðherrar úr Framsóknarflokknum Ingibjörg Pálmadóttir varð fyrst kvenna í Framsóknarflokknum til að verða ráðherra þegar hún tók við heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- inu árið 1995. Siv Friðleifsdóttir tók síðan við umhverfisráðuneytinu að loknum kosningunum 1999 og Val- gerður Sverrisdóttir tók við iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu í árslok 1999. Á tímabili voru því þrjár konur ráð- herrar á sama tíma fyrir hönd flokks- ins en hafa verið tvær síðan Ingibjörg Pálmadóttir hætti í stjórnmálum í apríl 2001. Þessar konur hafa gegnt ráðherrastörfum í samtals 15 og hálft ár, þar af Ingibjörg í sex ár, Siv í fimm ár ogValgerður í fjögur og hálft ár. Konur hafa því setið í ráðherrastól- um fyrir atbeina Framsóknarflokks- ins lengur en fyrir tilverknað nokkurs annars flokks á Íslandi. Fjórar konur hafa setið sem ráðherrar fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins; Auður Auðuns í eitt ár, Ragnhildur Helgadóttir í fjög- ur ár, Sólveig Pétursdóttir sömuleiðis í fjögur ár og nú Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í hálft ár. Samtals eru þetta níu og hálft ár. Aðeins tvær aðrar konur hafa gegnt ráðherrastörfum hérlendis, báðar fyrir Alþýðuflokkinn, og eru það Jóhanna Sigurðardóttir sem var ráðherra í sjö ár og síðan Rannveig Guðmundsdóttir í hálft ár. Við framsóknarmenn erum að sjálf- sögðu stoltir af því að vera í far- arbroddi í þessum efnum þegar kem- ur að tölfræði jafnréttismálanna, en leggjum jafnframt áherslu á að með auknu jafnrétti – sjálfsögðu jafnrétti – hefur hugsunarhátturinn að mörgu leyti breyst verulega. Það sem áður var aðeins fjarlægt takmark er nú orðið raunhæft markmið og end- urspeglar eitt meginverkefni stjórn- málaflokka, sem er það að halda fram ákveðinni stefnu til lausnar sameiginlegra við- fangsefna þjóðfélagsins en reyna jafnframt að vera í takt við hugsanagang samfélagsins hverju sinni. Í því felst m.a. að bjóða fram einstaklinga sem hafa breiða skírskotun. Flest sjónarmið komi fram Allir þeir sem hafa kynnst vinnu við að koma saman fram- boðslistum þekkja að við það starf er reynt að gæta þess að sem flest sjónarmið komi fram. Reynt er að tryggja ákveðið jafnvægi milli aldurshópa, starfsgreina, byggð- arlaga og ekki síst á milli kynja. Það þykir ekki skynsamlegt að stilla upp lista hvort sem er til Alþingis eða sveitarstjórnar þar sem einstaklingar af öðru kyninu skipa öll efstu sætin. Það þykir einfaldlega sjálfsagt að sjónarmið beggja kynja komi þar fram. Þetta er viðhorf sem er ekki mikið rætt vegna þess að það þykir sjálfsagt, en það eru ekki mörg ár síð- an að svo var alls ekki. Í samfélagi okkar eru konur sífellt að láta til sín taka á fleiri sviðum. Á það var bent í gær, að konur hafa nú um nokkurt skeið verið mikill meiri- hluti nema í íslenskum háskólum. Þess mun gæta í auknum mæli í sam- félaginu á komandi árum. Áhrifin munu koma fram í stjórnmálunum og vonandi ekki síður í viðskiptalífinu, en konur eru nú innan við 5% stjórn- armanna í helstu fyrirtækjum hér- lendis. Það er ekki orðið sjálfsagt að konur setjist í stjórnir fyrirtækja eins og orðið er með framboðslista stjórn- málaflokkanna eins og fyrr var getið. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, benti á mál- þinginu í gær á að þessar konur sem nú eru að útskrifast úr háskólum landsins kæri sig ekki um neina sér- meðferð. Þær vilji vitaskuld vera metnar á forsendum eigin verðleika en ekki með tilliti til kynferðis. Það hlýtur líka að vera takmark okkar allra að ekki þurfi að koma til neinna sérstakra aðgerða til að tryggja jafn- rétti í samfélaginu. Það verði einfald- lega sjálfsagt og engin þörf á að ræða það sérstaklega. Við eigum því miður talsvert í land með það en að því hljót- um við öll að stefna. Jafnrétti kynjanna í íslenskum stjórnmálum Eftir Björn Inga Hrafnsson Höfundur er aðstoðarmaður utanríkisráðherra og varaþingmaður í Reykjavík. ’Það hlýtur líka að veratakmark okkar allra að ekki þurfi að koma til neinna sérstakra aðgerða til að tryggja jafnrétti í samfélaginu. Það verði einfaldlega sjálfsagt og engin þörf á að ræða það sérstaklega.‘ ðhvort ming- málum þróun- f sex a. Í hverf- eð bein- eira en önd- hreinu anna t- a fimm ega em ber- ast með vatni eða vegna loftmeng- unar. Haldi þessi þróun áfram er ljóst að markmiðin í umhverfismálum nást ekki. Hvað þarf að gera? Auðugu ríkin þurfa að axla aukna ábyrgð Við þurfum að byrja á því að við- urkenna misvægið í umhverf- ismálum milli auðugu iðnríkjanna og þróunarlandanna. Auðugu löndin eiga að miklu leyti sök á umhverf- isspjöllunum; þótt íbúar þeirra séu aðeins 15% jarðarbúa bera þau ábyrgð á 50% af koltvísýringslos- uninni í heiminum – og loftslags- breytingunum sem henni fylgir. Samt eru það þróunarlöndin sem þurfa að miklu leyti að standa undir „kostnaðinum“ – tapa allt að 8% af vergri þjóðarframleiðslu sinni vegna hnignunar umhverfisins, auk skelfilegra áhrifa hennar á heilsu og lífskjör íbúa þróunarlandanna. Þar sem auðugu ríkin valda meiri umhverfisspjöllum þurfa þau að axla meiri ábyrgð á því að vanda- málin verði leyst. Þetta þýðir að breyta þarf því hvernig orkan er framleidd og nýtt í auðugu lönd- unum – draga úr niðurgreiðslum á vörum sem valda umhverf- isspjöllum og leggja hærri skatta á þær. Ennfremur þarf að sjá þróun- arlöndunum fyrir meiri fjármunum til umhverfisverndar. Eins og í þróunaraðstoðinni var stöðnun í aðstoðinni við þróunar- löndin í þágu umhverfisins á milli áranna 1990 og 2000. Aðstoðin í þágu umhverfisins nam um tveimur milljörðum dollara (tæpum 150 milljörðum kr.) að meðaltali á ári og hún var miklu minni en gert var ráð fyrir á leiðtogafundinum í Rio de Janeiro 1992 og fundinum í Jóhannesarborg tveimur árum síð- ar. Til að átta sig á forgangsröð- uninni í heiminum er hægt að bera þessa tölu saman við þá 900 millj- arða dollara sem ríki heims eyða í heri sína á ári hverju. Til að tryggja sigur í stríðinu gegn hnignun umhverfisins þurfum við að gerbreyta aðferðum okkar. Það eru einkum þrjú svið sem geta flýtt því að árangur náist:  Í fyrsta lagi þurfa iðnríkin að ganga á undan með góðu fordæmi og beita sér fyrir umhverfisvænni framleiðslu og neysluvenjum, gera til að mynda meira til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og beita nýjum aðferðum, svo sem sér- stökum sjóðum til að umbuna þró- unarlöndum sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Auðugu ríkin þurfa ennfremur að auka að- stoðina í þágu umhverfisins, bæði með tvíhliða samningum og fjöl- þjóðlegum. Gott væri að byrja á því að auka framlögin til alþjóðlega um- hverfissjóðsins Global Environment Facility, en framlögin til hans hafa minnkað um 10% miðað við verga landsframleiðslu ríkjanna 38, sem leggja til féð, frá því að sjóðurinn var stofnaður 1991.  Í öðru lagi þurfa þróunarlöndin að bæta stefnu sína í vatnsveitu-, orku-, samgöngu- og viðskipta- málum – meðal annars hvað varðar verðlagninguna – til að stuðla að minni nýtingu náttúruauðlinda sem eru af skornum skammti. Þá þarf að samþætta betur umhverfis- verndarsjónarmiðin og stefnuna í þróunarmálum almennt.  Í þriðja lagi þurfa ríki heims að leggja miklu meiri áherslu á end- urnýjanlega og aðra umhverf- isvæna orkugjafa. Við getum ekki haldið áfram á sömu braut þar sem áætlað er að losun koltvísýrings aukist um 70% fyrir árið 2030 og hlutdeild endurnýjanlegra orku- gjafa í orkunotkuninni í heiminum aukist aðeins um 2–4%. Við þurfum að taka höndum saman eins og gert var fyrir mannsaldri í landbún- aðarmálum þegar græna byltingin hófst. Alþjóðabankinn og öll ríki heims Alþjóðabankinn hefur þegar látið að sér kveða á þessum sviðum, í samstarfi við ríkisstjórnir, óopinber samtök og fyrirtæki: lagt meira fé í verkefni sem tengjast umhverf- isvernd, aðstoðað þróunarlönd við að móta framsækna stefnu og gera þeim kleift að grípa til nauðsynlegra aðgerða, og aukið fjárfestingarnar í endurnýjanlegum orkugjöfum. Við búumst við því að bankinn beiti sér enn meira á þessum sviðum eftir að við höfum lokið rannsókn okkar á starfsemi fyrirtækja á sviði jarð- efnavinnslu. Þótt framlag Alþjóða- bankans nægi ekki eitt og sér getur það haft veruleg áhrif í umhverf- ismálum. En þegar öllu er á botninn hvolft þurfa ríki heims að taka höndum saman til að viðunandi ár- angur geti náðst. Við stöndum frammi fyrir því að jarðarbúum mun fjölga um tvo milljarða á næstu 35 árum – lang- mest í fátæku löndunum – þannig að þörfin fyrir orku og hagvöxt verður gífurleg. Við vitum að ef hagvöxt- urinn næst ekki með sjálfbærri þró- un verða afleiðingarnar hrikalegar – fyrir alla sem búa á plánetu okkar. Eftir 25 ár verður of seint að velja rétta kostinn. Vegna barnanna okk- ar og barnabarna verðum við að hefjast handa núna. hverfinu u sett Reuters n þurfa ’Við vitum að ef hag-vöxturinn næst ekki með sjálfbærri þróun verða afleiðingarnar hrikalegar – fyrir alla sem búa á plánetu okkar.‘ Höfundur er forstjóri Alþjóðabankans. k- ríku og ð þær umbót- fyrir m og m á sömu s af um. Það sa þró- ri að- rlanda. r erf- drátt í átækt nnk- irunnar ríku kur í á eins og Asíu. sama gni og g vegna ð draga enda á ra er bótum, ta markvissa stefnu í baráttunni gegn fátækt. Þar að auki eru tveir þætt- ir nauðsynlegir: aukinn aðgangur að mörkuðum og erlend aðstoð. Þróunarlöndin þurfa aðgang að mörkuðum Til að tryggja þann hagvöxt sem nauðsynlegur er til að draga úr fá- tæktinni þurfa þróunarlöndin að fá aðgang að erlendum mörkuðum fyrir landbúnaðarafurðir sínar, framleiðsluvörur og þjónustu. Um 70% hinna fátæku í heiminum framfleyta sér á landbúnaði, en markaðirnir fyrir afurðir þeirra í auðugu löndunum eru þeim mjög óhagstæðir. Þetta stafar meðal annars af því að ríku löndin verja 330 milljörðum dollara á ári (24.000 milljörðum króna) í stuðn- ing við bændur sína. Ráðstafanir sem miða að því að draga úr vernd- arstefnunni í landbúnaðarmálum í auðugu ríkjunum – með því að draga úr innflutningshindrunum og aftengja beingreiðslur til bænda frá fyrri framleiðslu – gætu bætt mjög hag fátækra bænda í þróunarlöndum. Þótt meðaltollarnir á fram- leiðsluvörur séu lágir í aðild- arríkjum Efnahags- og framfara- stofnunarinnar, OECD, er enn haldið í háa „tollatoppa“, oft á þær vörur sem skipta þróunarlöndin mestu máli, svo sem fatnað og skó. Til að mynda standa mörg lönd í Suður- og Austur-Asíu frammi fyr- ir tollum sem nema 200% eða meira á skófatnað sem þau selja til Japans. Í Bandaríkjunum eru lögð yfir 50% innflutningsgjöld á skó frá sumum löndum. Jafnvel þegar tollarnir eru lágir hafa sum þróun- arlönd, sem hafa náð góðum ár- angri í útflutningi til auðugu ríkjanna, orðið fyrir barðinu á að- gerðum gegn undirboðum. Þrír fjórðu af öllum opinberum rann- sóknum á undirboðum í OECD- ríkjunum tengjast þróunarlöndum eða nýiðnvæddum ríkjum, þótt vörur þeirra nemi aðeins þriðjungi af öllum innflutningi OECD- ríkjanna. Þróunaraðstoð skiptir ennþá miklu máli Að lokum má benda á að þróun- arlönd geta haft gríðarlegan hag af auknum kaupum fyrirtækja í auð- ugu löndunum á þjónustu og af fjárfestingum fyrirtækja, en það myndi hafa góð áhrif á hagvöxtinn og baráttuna gegn fátækt. Auðugu ríkin þurfa að halda því svigrúmi sem fyrirtæki hafa til að kaupa þjónustu frá öðrum löndum og sýna vilja til að auka aðgang þjón- ustufyrirtækja frá þróunarlöndum. Ennfremur skiptir þróun- araðstoð enn miklu máli, einkum fyrir fátækustu löndin. Miklu meiri fjárfestingar í menntamálum, heil- brigðismálum og innviðum þróun- arlandanna eru nauðsynlegar til að hjálpa þeim að ná markmiðum leið- togafundarins um árþúsundamótin hvað varðar fjölda þeirra sem skráðir eru í skóla, dánartíðni með- al barna, heilsu mæðra og barátt- una gegn alnæmi, og losa þau úr fátæktargildrunni. Opinbera þró- unaraðstoðin frá 22 OECD- löndum, sem nam 58 milljörðum dollara (4.200 milljörðum kr.) árið 2002, er langt undir því sem þarf í slíkar fjárfestingar. Við verðum að byggja á þeim lærdómum sem við drögum af fyrrgreindum tölum sem varpa ljósi á þróunina í barátt- unni gegn fátækt. Þær sýna að við þurfum að breiða út, eins og mögu- legt er, þær efnahagsumbætur sem skilað hafa svo miklum ár- angri í Austur- og Suður-Asíu. Þær staðfesta að auðugu löndin, nýiðnvæddu ríkin og þróun- arlöndin þurfa að opna markaði sína fyrir viðskiptum við þróun- arlönd. Þá sýna þær að þörf er á markvissri aðstoð, sem felst í því að tryggja hinum fátæku menntun, heilsugæslu og næringu, til að skapa aðstæður sem ýta undir hag- vöxt. Tekist hefur að draga úr fátækt- inni um helming frá 1981 og það sýnir að við getum gert það aftur. Verkefni okkar er að tryggja að helmingurinn, sem losnar úr fá- tæktinni fyrir árið 2015, komi frá öllum þróunarlöndunum. kað um helming – aftur Höfundur er aðalhagfræðingur Alþjóðabankans. Reuters hlið í Bombay, Indlandi. Greinarhöfundur tel- ðar til þess fallin að draga úr fátækt. ’Til að tryggja þannhagvöxt sem nauð- synlegur er til að draga úr fátæktinni þurfa þróunarlöndin að fá aðgang að er- lendum mörkuðum fyrir landbúnaðar- afurðir sínar, fram- leiðsluvörur og þjón- ustu.‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.