Morgunblaðið - 22.05.2004, Síða 37

Morgunblaðið - 22.05.2004, Síða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2004 37 SJÁLFSAGT væri hægt að reyna það. En þótt undirritaður sé ekki lögfræðingur þá skilst mér að slíkt væri saknæmt. Ég reikna einnig með að flestir séu í dag sammála um hverju það mundi skila að reyna slíkt en verður það samt ekki að vera hafið yfir allan vafa? Þegar for- setisráðherra lýsti því yfir í frægu morg- unútvarpsviðtali að svokallaðir Baugs- feðgar eða -sonur hefðu haft í hyggju að múta honum til að hverfa frá völdum held ég að fæstir hafið tekið þetta alvarlega og allra síst hann sjálfur. Menn skynjuðu strax að þarna var forsætisráð- herra að leggja af stað í krossferð, hvort það sem það var af per- sónulegum óvildarskap, fyrir ónefnd hagsmunasamtök eða hópa eða fyrir Sjálfstæðisflokkinn gegn Samfylk- ingunni. Þar sem þetta hefur aldrei komist á hreint þótt málin hafi e.t.v. skýrst nokkuð með tilkomu fjöl- miðlafrumvarpsins þá vissi enginn hvort forsætisráðherra væri að berj- ast við vindmyllur eða áþreifanlegan óvin þjóðarinnar. Því miður hafa samt ýmsir legið í valnum síðan þessi krossferð hófst þótt það sé ekki eins alvarlegt og afleiðingar stríðsins í Írak og Palestínu sem við- komandi forsætisráðherra er ekki saklaus af. Það sem teljast mútur í einu landi eða heimsálfu telst sjálfsögð fyr- irgreiðsla í öðru landi eða heimsálfu. Við teljum okkur vera þjóð þar sem mútur koma varla fyrir í stjórnkerf- inu. Þó viðgengst hér æði margt sem mundi á hinum Norðurlöndunum teljast hreinar mútur og ráðherrar yrðu að víkja yrðu þeir uppvísir að slíku eða alla vega yrðu þeir krafðir um að borga skatt af slíkum fríð- indum. Hvenær mundi það viðgang- ast annars staðar í nágrannalönd- unum að ráðherrar færu í laxveiði í boði banka eða fyr- irtækja sem kostar formúu fjár án þess að vera krafðir greiðslu skatts svo ekki sé talað um frekari kröfur? Hversu oft fara ráð- herrar okkar ekki er- lendis í boði banka eða annarra fyrirtækja til að vera við opnun úti- búa eða dótturfyr- irtækja? Jú, það má alltaf réttlæta þetta með því að það sé verið að greiða fyrir sam- skiptum eða viðskiptum en hvar liggja mörkin? Það er einfalt að segja eftir laxveiðiferð að engin hætta sé á að samviskan geti ekki skorið úr um mútur eða ekki mútur og að engin hætta sé á að slíkt boð geti haft áhrif á ákvörðunartöku við- komandi. Í Morgunblaðsgrein í þriðjudags- blaðinu 18. maí 2004 skrifar hæsta- réttarlögmaður sem reyndar er titl- aður þar prófessor orðrétt vegna forsetans og fjölmiðlafrumvarpsins m.a.: „Í tilviki forsetans og fjölmiðla- laganna er staðan sú, að forstjóri Norðurljósa er formaður félags, sem staðið hefur straum af kostnaði for- setans við að reka kosningabaráttu og ná kjöri í embættið. Þar er sjálf- sagt um drjúgar fjárhæðir að ræða. Fyrirtækið, starfsmenn þess og fjöl- miðlar, sem það rekur, hafa sent for- setanum ákall um að staðfesta ekki lögin. Ef hann verður við þeim áskorunum er að minnsta kosti hugsanlegt, að ástæðan sé vilji til að endurgjalda fjárstuðninginn í kosn- ingabaráttunni. Í vanhæfisfræðum er m.a. talið að ekki sé nóg að sá sem fer með ákvörðunarvald sé í raun hlutlaus, hann þarf einnig að virðast vera það.“ Er lögfræðingurinn að gefa í skyn að hægt sé að múta forsetanum og að hópur fólks sé reiðubúinn að múta honum og gerast þar með brotlegur? Auðvitað verður slíkt að vera hafið yfir allan vafa eins og lög- fræðingurinn skrifar. En hvernig? Verður forsetinn vanhæfur til að undirrita lög ef það mundi á ein- hvern hátt verða Baugi til hagnaðar þar sem dóttir hans starfar hjá fyr- irtækinu samkvæmt upplýsingum forsetisráðherra? Hvers konar hundalógík er þetta? Eða er þá ekki forsætisráðherra vanhæfur þegar fjallað er um málefni Háskóla Ís- lands þar sem stórvinur hans og verjandi Hannes Hólmsteinn (pró- fessor) starfar? Undirritaður getur ekki tekið mark á lögfræðingi þótt hann sé hæstaréttarlögfræðingur og pró- fessor að auki sem lýst hefur því yfir eftir að hafa tapað máli fyrir Hæsta- rétti að hann mundi fara eins að við sömu aðstæður og hann var dæmdur fyrir. Sem sagt, ekkert er að marka dóm Hæstaréttar þegar það passar ekki viðkomandi. Hafa menn ekki heyrt svipuð rök annars staðar, t.d. frá ráðherrum? Eru ekki ýmsir pró- fessorar við Háskóla Íslands miklir fræðimenn þegar það passar en ekki neinn „Hæstiréttur“ þegar þeir eru á annarri skoðun en ráðamenn? Verður ekki að gera kröfur um að ráðamenn noti rök sem mark er tak- andi á en ekki bara hvað passar hverju sinni? Hér ráða lögmenn miklu um lög sem sett eru og fitna síðan á að vera ósammála um túlkun þeirra og hver borgar síðan brús- ann? Er ekki mál að linni? Er hægt að múta forsetanum? Víðir Kristjánsson fjallar um forsetann ’Verður ekki að gerakröfur um að ráðamenn noti rök sem mark er takandi á en ekki bara hvað passar hverju sinni? ‘ Víðir Kristjánsson Höfundur er starfsmaður hjá hinu opinbera. og inn í pólitíkina og tekur sér stöðu með andstæðingum frum- varpsins. Hann hefur ábyggilega fullan rétt til að skjóta málinu til þjóðarinnar þótt „lögspekingar“ reyni að snúa út úr texta stjórn- arskrárinnar til að „sanna“ hið gagnstæða. Aftur á móti er afleitt ef þetta mál verður fyrir valinu ef í fyrsta skipti á að láta reyna á mál- skotsréttinn. Ólafi Ragnari er örugglega fullljóst um hvaða grundvallaratriði málið stendur. Hann var formaður Alþýðu- bandalagsins, en Þjóðviljinn var blað þess, og reyndi oftar en einu sinni, í krafti stöðu sinnar, að hafa áhrif á ritstjórnarstefnu undirrit- aðs. Um þetta má lesa á slóðinni: http://ogmundur.is/news.asp ?id=667&news_ID=1639&type= one. Ég er ekki í hópi þeirra sem tortryggja blaðamenn á fjölmiðlum Norðurljósa, þótt mér finnist þeir stundum skjóta yfir markið, en þeir eins og aðrir starfsmenn fjöl- miðla eru í liði eigendans. Ekki er nokkur leið að lögþvinga eiganda fjölmiðils til að hafa fólk í vinnu sem hann vill ekki hafa eða leyfa því átölulaust að halda úti fjölmiðili á hans vegum sem hann vill ekki. Hann ræður því ferðinni að lokum, þótt mér detti ekki í hug að halda að eigendur Norðurljósa eða Fréttar andi stöðugt niður um hálsmálið á blaða- og fréttamönn- um og ritstýri umfjöllun þeirra. Fari lögin í þjóðaratkvæðagreiðslu er því miður mikil hætta á að þjóð- in verði spurð: Viltu lögfesta geð- vonskuna í Davíð? – en ekki um það sem skiptir miklu meira máli: Viltu setja lög sem hindra að örfáir geti átt stóran hluta fjölmiðlanna? Hinni fyrrnefndu mun hún örugg- lega svara neitandi en segja já við þeirri síðari. Höfundur er rithöfundur og fyrrver- andi ritstjóri Þjóðviljans. Bankastræti 3 sími 551 3635 www.stella.is eru líka fyrir karlmenn SNYRTIVÖRUR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.