Morgunblaðið - 22.05.2004, Page 48
48 LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Grettir
Smáfólk
GEISP!
ROP!
ÞÚ HEFUR SLÆM ÁHRIF Á
MEINDÝRIN
HA!
HENTIRÐU TYGGJÓINU
ÞÍNU GRETTIR? NEI
ÉG ER AÐ GEYMA ÞAÐ Í SAMLOKUNNI
ÞINNI ÞANGAÐ TIL EFTIR MAT
GOTT HJÁ ÞÉR! ÞAÐ ÞURFA ALLIR
HRÓS VIÐ OG VIÐ
Beini
© LE LOMBARD
KÖTTUR! SJÁÐU HVAÐ ÉG
FANN! ÉG FANN SVOLÍTIÐ
SEM ER LJÓTARA OG
HRÆÐILEGRA EN ÞÚ!
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Í UMRÆÐUNNI um fjölmiðlafrum-
varpið hefur mikið verið rætt um
eignarréttarákvæði stjórnarskrár-
innar um hugsanlegan bótarétt Norð-
urljósa ef frumvarpið verði sam-
þykkt. Ef þetta yrði raunin hver er þá
staða landsbyggðarinnar þar sem al-
ger eignarupptaka hefur farið fram á
liðnum áratugum, allt vegna stjórn-
valdsákvarðana sem hafa valdið því
að allt hefur sogast suður. Víða á
landsbyggðinni situr fólk uppi eftir
ævistarfið með verðlitlar og illseljan-
legar eignir og því í raun eignalaust
og hefur samt alltaf borgað skatta og
af sínum lánum ásamt alltof háum
vöxtum sem eru til komnir vegna sí-
felldrar yfirþenslu á Reykjavíkur-
svæðinu, svokallað góðæri undanfarið
hefur ekki skilað sér til Vestfjarða.
Það er kominn tími til að það verði
skoðað í fyllstu alvöru hvort fólk sem
svona er komið fyrir eigi ekki að
greiða lægri vexti og skatta, og það
kemur ekki til greina að væntanleg-
um vaxtahækkunum verði enn eina
ferðina velt yfir á okkur, þeir verða að
borga þær sem urðu valdir að þeim.
Hvar eru þingmenn og sveitarstjórn-
armenn landsbyggðarinnar, ég hefði
viljað sjá þá vaka daga og nætur til að
bæta hag landsbyggðarinnar, gera
mönnum mögulegt að búa þar áfram
á mannsæmandi hátt, heldur en að
vera að vesenast út af einhverju fyr-
irtæki í Reykjavík sem auk þess hefur
misst frá sér ensku knattspyrnuna og
á sér því varla viðreisnar von. Til að
fólk geri sér grein fyrir hve fasteignir
úti á landi eru lítils virði, þá getum við
tekið dæmi: Hús í Bolungarvík selt, ef
það þá selst, brunabótamat
32.000.000 fasteignamat 10.000.000
það má þykja gott að fá það fyrir það,
eigandann vantar 22.000.000 til að
kaupa sambærilegt hús í Reykjavík.
Sambærilegt hús er selt í Reykjavík á
32.000.000 sennilega mun hærra, sá
eigandi kaupir sambærilegt hús í Bol-
ungarvík á 10.000.000 og á þá eftir
22.000.000 Munur upp á 44.000.000.
Er ekki tímabært að spyrja alþingis-
mennina hvar eru eignarréttar-
ákvæði stjórnarskrárinnar gagnvart
landsbyggðinni, hvenær á að borga
þessa eignaupptöku?
VÍÐIR BENEDIKTSSON,
Völusteinsstræti 12,
415 Bolungarvík.
Hvar eru eignarréttar-
ákvæði stjórnarskrárinnar
gagnvart landsbyggðinni?
Frá Víði Benediktssyni:
NÚ er reynsla komin á nýja kjara-
samninga milli Eflingar og Samtaka
atvinnulífsins. Mig langar að lýsa yfir
óánægju minni yfir þessum kjara-
samningum. Málið er að tímakaup
var hækkað skv. nýrri launatöflu en á
móti var bónus lækkaður þannig að
kjarasamningurinn virðist ekki ná
þeirri prósentuhækkun sem samið
var um. Þetta er það sem fólk á mín-
um vinnustað, þar sem ég vinn með
námi, hefur verið að tala um upp á
síðkastið. Almenn óánægja er um
þessa kjarasamninga innan þessa
fyrirtækis meðal verkamanna. Þetta
er frystihús úti á landi. Vera má að
launin hafi hækkað en ekki í sam-
ræmi við það sem fólk bjóst við. Hluti
af bónusskerðingunni kemur fram í
lækkun á bónusstuðlum við snyrt-
ingu, en áður gátu konurnar sem
hvað fljótastar eru að snyrta fiskinn
haft mjög góða uppbót uppúr bón-
usnum. Eftir að nýju samningarnir
tóku gildi hafa þessar konur orðið
fyrir hreinni launaskerðingu. Þetta
kemur verst við þær sem fljótastar
eru, en einnig illa við aðrar sem áður
voru að fá ágætan pening fyrir en fá
núna nánast ekkert. Það hefur alltaf
verið mín skoðun að því meira sem
bónusinn hækkar því meira græðir
fyrirtækið (því meiri framleiðni inn-
an þess). Nú hafa atvinnurekendur
heldur betur sparað sér aura með því
að samþykkja þessa samninga, þar
sem sama magn af snyrtum flökum
gefur minna í vasa þeirra sem vinna
að snyrtingu þeirra.
Margir spyrja sig þá eflaust af
hverju fólk samþykki yfir sig svona
loðna kjarasamninga. Því er ekki svo
erfitt að svara, amk. ef ég held áfram
að miða við fyrirtækið þar sem ég
starfa. Flestir sem vinna þarna
mynda sér skoðun af fréttaflutningi
af málum sem þessum. Í þeim frétta-
flutningi sem var einkennandi fyrir
þessa tilteknu samninga var verið að
lofa gulli og grænum skógum. Allt
leit þetta mjög vel út í fjölmiðlum og
allir hlutaðeigandi aðilar lýstu yfir al-
mennri ánægju. Svo er það líka þann-
ig að hugsanagangur fólks sem er
með jafn lág laun og þetta ágæta fólk,
sem ég er að vinna með, er þannig að
það hefur ekki efni á að fara í verk-
fall. Fólk með svona lág laun hefur
litla möguleika á að safna sér upp
varasjóði. Þriðja ástæðan er svo sú
að stéttarfélagið er svo stórt að fólk
býst við því að samningarnir verði
samþykktir annars staðar og þannig
þýði lítið að vera að hafna samning-
um sem þessum.
Mér þætti gaman að vita hvort
þessi vandi hafi komið upp annars
staðar en hér, þ.e. hvort þessir samn-
ingar séu almennt svona lélegir sem
virðist? Mér var bent á að: „Ekki
verður betur séð en fólk sem vinnur
við fiskvinnslu og aðra ákvæðisvinnu
borgi sér sjálft stóran hluta launa-
hækkunarinnar, þar sem tímakaupið
hækkar um nokkur prósent, en bón-
us lækkar á móti um allt að 30%.“ Er
verkalýðshreyfingin ánægð með
þetta? Og að lokum; hvenær fær fólk
sem vinnur við að skapa mestu út-
flutningsverðmæti Íslands mann-
sæmandi laun?
STEFÁN ÓMAR STEFÁNSSON,
nemi í Menntaskólanum á
Egilsstöðum og formaður ungra
jafnaðarmanna á Austurlandi.
Launatilfæring eða
launaskerðing?
Frá Stefáni Ómari Stefánssyni: