Morgunblaðið - 22.05.2004, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2004 51
DAGBÓK
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
TVÍBURAR
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert þrautseig/ur og
kraftmikil/l og hikar ekki við
að ráðast í erfið verkefni.
Þetta gerir þig mjög af-
kastamikla/mikinn. Það
verður margt að gerast í fé-
lagslífinu og ástarmálunum
hjá þér á þessu ári.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Það liggur einstaklega vel á
þér í dag. Þú hefur mikla
orku og kemur því miklu í
verk á heimilinu. Þú ert ótví-
ræður leiðtogi fjölskyldunnar
þessa dagana.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú ert algerlega ómót-
stæðileg/ur í dag og getur því
sannfært næstum hvern sem
er um hvað sem er.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Það eru miklar líkur á að þú
eyðir miklum peningum í
dag.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú hefur mikla möguleika á
að auka þroska þinn þessa
dagana. Það er eins og hvað
sem þú tekur þér fyrir hend-
ur geti ýtt undir andlegan
þroska þinn.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þetta er góður dagur til
samninga við yfirvöld og
stórar stofnanir.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þér ætti að ganga vel að fá
fólk til samvinnu við þig í
dag. Þú hefur skýra sýn á
hlutina og átt auðvelt með að
fá fólk til liðs við þig.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þetta er góður dagur til að
koma hugmyndum þínum á
framfæri við yfirvöld og stór-
ar stofnanir. Kappsemi þín
vekur áhuga og traust á hug-
myndum þínum.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Hlutirnir ættu að ganga vel
hjá þér í dag. Þetta á ekki síst
við um hluti sem tengjast
ferðalögum og öðrum lönd-
um.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú munt líklega njóta góðs af
auði annarra í dag. Þú munt
því hugsanlega fá gjöf, arf,
lán eða einhvers konar fyr-
irgreiðslu sem mun koma sér
mjög vel fyrir þig.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú sérð hlutina í skýru ljósi í
dag og átt því auðvelt með að
koma hlutunum í verk og
hugmyndum þínum á fram-
færi. Þú veist hvað þú vilt og
hvað þú þarft að gera til að
hrinda því í framkvæmd.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú ert mjög orkumikil/l í dag.
Ef þú nýtir þér þetta í
vinnunni geturðu komið ótrú-
lega miklu í verk.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Það liggur vel á þér og því
muntu njóta þess að leika þér
við börn þín, maka þinn og
vini í dag. Leyfðu þér að
njóta þess á meðan það varir.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
RÍÐUM HEIM TIL HÓLA
Ríðum heim til Hóla.
Pabba kné er klárinn minn,
kistill mömmu fákur þinn.
Ríðum heim til Hóla.
Ríðum út að Ási.
Ef við höfum hraðan á,
háttum þar við skulum ná.
Ríðum út að Ási.
Ríðum heim að Hofi.
Senn er himni sólin af
sigin ljós í vesturhaf.
Ríðum heim að Hofi.
Guðmundur Guðmundsson skólaskáld
LJÓÐABROT
90 ÁRA afmæli. JónaBjörg Halldórsdótir
frá Húsavík, áður til heim-
ilis í Keldulandi 11, Reykja-
vík, verður níræð mánudag-
inn 24. maí. Í tilefni dagsins
tekur hún á móti gestum
sunnudaginn 23. maí eftir
kl. 15 í salnum á dval-
arheimili aldraðra í Selja-
hlíð, Hjallaseli 55, en þang-
að er hún nýlega flutt.
75 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 22.
maí, er sjötíu og fimm ára
Þorkell Bjarnason, fv.
hrossaræktarráðunautur á
Laugarvatni. Eiginkona
hans er Ragnheiður Ester
Guðmundsdóttir. Þau eru
stödd á Húsavík að sam-
fagna sonardóttur sinni, ný-
stúdent frá Framhaldsskól-
anum á Húsavík.
NS EIGA heima í sex
spöðum, en hindrun aust-
urs setur þá út af laginu og
þeir enda í viðkvæmum
fjórum hjörtum á 4-3
samlegu. Hvað fór úrskeið-
is?
Austur gefur; allir á
hættu.
Norður
♠D105
♥K42
♦86
♣ÁKD42
Suður
♠ÁKG86
♥D876
♦Á5
♣G8
Vestur Norður Austur Suður
-- -- 3 tíglar Dobl
Pass 4 tíglar Pass 4 hjörtu
Pass Pass Pass
Í tímaritinu The Bridge
World mynda 12 spekingar
kviðdóm og kveða upp úr-
skurð um sekt og sakleysi.
Spurningin er: Hvor á sök-
ina – norður eða suður?
Meirihlutinn kenndi
suðri um ófarirnar, en
skoðanir voru þó mjög
skiptar.
Steve Robinson: Suður
96%. Norður bað makker
að segja besta lit og suður
valdi lélegan fjórlit fram
yfir góðan fimmlit. Það er
ófyrirgefanlegt.
David Berkowitz: Suður
35%. Hér mætti margt
betur fara. Jú, vissulega er
fjögurra hjarta sögnin
óskiljanleg og suður fær
stóran skerf af skömminni
fyrir það val. Á hinn bóg-
inn veit norður að slemma
er raunhæfur möguleiki.
Tilgangurinn með fjórum
tíglum getur ekki verið
annar er sá að bjóða upp á
slemmu með fimm laufum í
kjölfarið. Passið við fjórum
hjörtum er því enn verri
sögn.
Nick Nickell: Suður
10%. Ég hef samúð með
suðri. Þótt það komi ein-
kennilega fyrir sjónir að
segja fjögur hjörtu á Dxxx
frekar en fjóra spaða á
ÁKGxx, er hugsunin skýr.
Ef norður er að leita eftir
besta geimi með fjórum
tíglum á hann annaðhvort
báða hálitina eða annan
hálitinn (fjórlit) og lauf.
Norður gæti hæglega átt
skiptinguna 1-4-3-5 og ætl-
að að breyta fjórum spöð-
um í fimm lauf. Suður
verður því að melda lægri
litinn með báða háliti.
Margir bentu á að opn-
unardoblið sé síður en svo
sjálfsagt og vildu frekar
segja þrjá spaða strax. Og
svo þótti ýmsum skrítið að
norður skyldi hætta á að
spila fjögur hjörtu á lík-
lega 4-3 samlegu með svo
góðan lauflit – suður gæti
hvað best verið með skipt-
inguna 4-4-1-4.
Hvað finnst lesand-
anum?
BRIDS
Guðmundur Páll
Arnarson
GULLBRÚÐKAUP. Í dag, laugardaginn 22. maí, eiga 50 ára
hjúskaparafmæli hjónin Sigríður Árný Kristófersdóttir og
Skúli Axelsson, fyrrverandi bændur á Bergsstöðum, Mið-
firði, V-Húnavatnssýslu. Þau fagna þessum merkisdegi í
faðmi fjölskyldunnar.
1. c4 Rf6 2. Rf3 e6 3. g3 d5 4.
d4 a6 5. cxd5 exd5 6. Bg2
Bd6 7. Rc3 O-O 8. O-O He8
9. Re1 c6 10. Rd3 Rbd7 11.
Bf4 Rf8 12. Bxd6 Dxd6 13.
Rf4 Bf5 14. Hc1 Re6 15. Dd2
h6 16. Hfe1 Had8 17. Hcd1
Rxf4 18. Dxf4 Dxf4 19. gxf4
g5 20. fxg5 hxg5 21. f3 Kg7
22. e4 Be6 23. e5 Rh5 24.
Ra4 Rf4 25. Rc5 Hh8
26. Rd3 Hh4 27.
Rxf4 Hxf4 28. Kf2
Hh8 29. Hh1 f6 30.
exf6+ Kxf6 31. Hd2
Bh3 32. Kg3 Bf5 33.
He1 Hhh4 34. Hed1
a5 35. b3 Hh8 36.
He1 Hfh4 37. Bf1 g4
38. f4 Be4 39. Hc1
Kf5 40. Hc5
Staðan kom upp á
Evrópumeistaramóti
einstakling sem
fram fer nú um
stundir í Anatalya í
Tyrklandi. Sviss-
lendingurinn Vadim Milov
(2680) hafði svart gegn
Athanasios Mastrovasilivis
(2488). 40... Hh3+! 41. Bxh3
Hxh3+ 42. Kf2 Hxh2+ 43.
Ke3 Hh3+ 44. Ke2 Hh1 og
hvítur gafst upp þar sem
hann getur ekki í senn var-
ist g4-g3 hótun svarts og f4
peðið sitt. Hægt er að fylgj-
ast með gangi mála á
mótinu á skak.is en þrír ís-
lenskir skákmenn eru á
meðal keppenda.
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
ÁRNAÐ HEILLA
Kjördæmamótið á
Sauðárkróki um helgina
Kjördæmamótið verður spilað á
Sauðárkróki 23.–24. maí í húsnæði
Hólaskóla, við höfnina.
Dagskrá:
Laugardagur 22. maí:
Mótssetning kl. 11.00
1. umf. kl. 11.15–13.15
Hádegisverður – Fundur svæða-
formanna
2. umf. kl. 14.15–16.15
3. umf. kl. 16.30–18.30
4. umf. kl. 18.45–20.45
Kvöldverður
Sunnudagur 23. maí:
5. umf. kl. 11.00–13.00
6. umf. kl. 13.45–15.45
7. umf. kl. 16.00–18.00
Verðlaunaafhending kl. 18.30.
Keppnisstjóri er Björgvin Már
Kristinsson. Kjördæmameistarar
síðasta árs er lið N-eystra.
Sumarbrids
Miðvikudaginn 19. maí sl. var
snúningsmitchell á dagskránni og
urðu þessi pör hlutskörpust:
Þórarinn Ólafs – Hlöðver Tómass. 43
Ísak Örn Sig. – Eiríkur Jóns 28
Unnar A. Guðm – Ómar Fr. Ómars 25
Á eftir var spiluð stórskemmtileg
miðnætursveitakeppni þar sem 5
sveitir öttu kappi.
Efstu sveitir:
María Har – Harpa Fold – Ísak
og Eiríkur Jóns 58
Ómar Fr Ómars - Hermann Friðr
- Unnar Atli - Jóhannes Guðm 55
Guðrún Jóh – Ólöf Þorst –
Böðvar Magn - Baldur Bjartmars 45
Á Uppstigningardag, 20. maí var
Barómeter og varð staða efstu para
þessi, eftir jafna keppni:
Guðlaugur Sveinss. – Sveinn Þorvalds 13
Magnús Haralds – Sverrir Haralds 6
Gylfi Bald – Hermann Friðriks
Spilað er fimm kvöld í viku, mánu-
daga til föstudaga, í allt sumar.
Spilastaður er húsnæði BSÍ, Síðu-
múla 37. Á dagskrá eru ávallt eins
kvölds keppni og hefst spilamennsk-
an klukkan 19:00. Umsjón hefur
Matthías Þorvaldsson, en hann hef-
ur fengið í lið með sér úrvalslið
keppnisstjóra sem verða að sjálf-
sögðu í sumarskapi. Nánari upplýs-
ingar má finna á heimasíðu Brids-
sambands Íslands: www.bridge.is
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson