Morgunblaðið - 22.05.2004, Qupperneq 53
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2004 53
ÍSLENSKA landsliðið í handknatt-
leik vann lið Túnis 30:28 í fyrsta
leik sínum á fjögurra landa móti
sem fram fer í Belgíu. Íslenska liði
náði undirtökunum strax í byrjun
og var þremur til fjórum mörkum
yfir allan leikinn. „Við erum mjög
ánægðir með leikinn. Túnismenn
hafa verið að leggja Egypta og það
sýnir að þeir eru með sterkt lið,“
sagði Einar Þorvarðarson aðstoð-
arlandsliðsþjálfari í samtali við
Morgunblaðið í gær.
„Við lékum flata vörn allan leik-
inn og hún gekk mjög vel. Túnis-
menn prófuðu ýmislegt, flata vörn,
5-1 vörn og 3-3 líka en okkur tókst
að leysa þetta allt saman með ágæt-
um,“ sagði Einar.
Staðan í leikhléi var 16:12 fyrir
Ísland og sá munur hélst meira og
minna allt til loka, það var aðeins á
endasprettinum sem Túnis tókst að
minnka muninn, en sigurinn var
ekki í hættu. Ásgeir Örn Hall-
grímsson fór mikinn í sókninni og
gerði tíu mörk. Að sögn Einars átti
Kristján Andrésson góðan leik, var
sérlega öflugur í vörninni. Björgvin
og Birkir Ívar skiptu með sér leikn-
um í markinu, léku sinn hálfleikinn
hvor, og vörðu 7–8 skot hvor um sig
að sögn Einars.
Danir og Serbar áttust við í hin-
um leiknum og höfðu Serbar betur,
28:26. Danir náðu fjögurra marka
forystu í síðari hálfleik en Serbar
náðu að snúa leiknum sér í hag.
Túnismenn lagðir með
tveggja marka mun
FÓLK
MAGNÚS Ólafsson, knattspyrnu-
maður úr Haukum, er genginn til
liðs við 1. deildarlið Njarðvíkur.
Magnús varð Íslandsmeistari með
KR árið 2002 og lék þá átta leiki
með Vesturbæjarliðinu í úrvals-
deildinni. Árið áður skoraði hann 24
mörk fyrir Hauka og varð marka-
kóngur 2. deildar.
SPÆNSKA knattspyrnustórveld-
ið Real Madrid hefur fest kaup á
argentínska varnarmanninum Walt-
er Samuel frá Roma á Ítalíu. Talið
er að Spánverjarnir greiði um 1.800
milljónir króna fyrir Samuel, sem
hefur skrifað undir fimm ára samn-
ing við þá. Hann hefur verið í röðum
Roma frá árinu 2000.
HEIMSLIÐ kvenna í knattspyrnu
sigraði heimsmeistaralið Þýska-
lands, 3:2, í sýningarleik sem háður
var á Stade de France í París í
fyrradag. Það voru sænsku stúlk-
urnar Malin Moström og Viktoria
Svensson og Mercy Akide frá Níg-
eríu sem skoruðu fyrir heimsliðið en
Birgit Prinz og Kerstin Garefrekes
gerðu mörk Þýskalands. Áhorfend-
ur á leiknum voru 41 þúsund en
hann fór fram á undan karlaleik
Frakklands og Brasilíu, afmælisleik
FIFA, sem endaði 0:0.
STJÓRN Liverpool virðist ekki
hafa áhuga á að halda Gerard Houll-
ier í starfi knattspyrnustjóra félags-
ins. Enskir fjölmiðlar túlka við-
bragðaleysi stjórnarinnar við
síendurteknum fregnum um brott-
hvarf Houlliers sem staðfestingu á
því að þeir leiti að arftaka hans. Al-
an Curbishley, sem hefur stýrt
Charlton með frábærum árangri í
níu ár, er nú talinn efstur á óskalista
stjórnarmanna Liverpool en einnig
eru nefndir til sögunnar þeir Jose
Mourinho hjá Porto, Martin O’Neill
hjá Celtic og Rafael Benitez hjá
Valencia.
ARGENTÍNSKI varnarleikmað-
urinn Gabriel Heinze, sem leikur
með París St. Germain, er sagður á
leiðinni til Manchester United, sem
er tilbúið að greiða um 800 millj. ísl.
kr. fyrir hann.
ÞÁ er líklegt að Alan Smith, mið-
herji Leeds, gangi til liðs við Man-
chester United á næstu dögum.
Everton, Newcastle og Middles-
brough vilja einnig fá þennan 24 ára
leikmann til sín, en Smith er spennt-
astur fyrir United.
SÆNSKI landsliðsmaðurinn Hen-
rik Larsson vonast til að hann
kveðji Celtic með sigurleik. „Það er
draumur minn að leggja Dunferm-
line að velli og kveðja með bikar-
meistaratitli,“ sagði Larson, sem
hefur skorað 240 mörk í 314 leikjum
með Celtic á sjö keppnistímabilum
með liðinu. Dunfermline hefur að-
eins tvisvar orðið bikarmeistari í
Skotlandi – síðast 1968 er liðið lagði
Hearts að velli og 1961, þegar liðið
lagði Celtic.
Þátttaka Millwall í þessum úrslita-leik er mikið ævintýri, hvort sem
er fyrir leikmennina eða hina dyggu
stuðningsmenn þess sem sjaldan eru
fleiri en 10 þúsund á leik. Liðið hafn-
aði í 10. sæti 1. deildarinnar í vetur, á
þriðja tímabili sínu þar eftir að liðið
vann 2. deildina vorið 2001. Frá því
þetta litla Lundúnafélag fékk inn-
göngu í deildakeppnina árið 1920 hef-
ur það leikið í neðri deildunum þrem-
ur, ef undanskilin eru tvö tímabil, frá
1988 til 1990, þegar það komst óvænt í
hóp þeirra bestu og hélt sér uppi eitt
ár en féll eftir það.
Millwall hefur aðeins þrisvar kom-
ist í undanúrslit keppninnar, síðast
árið 1937, og var þá fyrsta liðið úr
þriðju efstu deild sem náði svo langt.
Ekkert félag hefur aftur á móti
unnið enska bikarinn jafn oft í 132 ára
sögu hans og Manchester United,
sem hampaði honum í 10. skipti vorið
1999. United jafnar í dag met Arsenal
í fjölda úrslitaleikja, leikur til úrslita í
16. skipti.
Roy Keane, fyrirliði Manchester
United, leikur í dag sinn sjötta úr-
slitaleik í keppninni en hann hefur
náð sér af meiðslum í læri og verður
örugglega með. Ryan Giggs spilar
sinn fimmta úrslitaleik.
Dennis Wise, spilandi knatt-
spyrnustjóri Millwall, er eini leikmað-
ur 1. deildar liðsins sem hefur leikið
úrslitaleik í bikarnum. Hann tók við
bikarnum fyrir hönd Chelsea sem fyr-
irliði vorið 2000, og varð líka bikar-
meistari með félaginu árið 1997 og
með Wimbledon árið 1988. Wise get-
ur spilað sinn fimmta úrslitaleik í dag
og gæti orðið fyrsti leikmaðurinn í
sögunni sem verður bikarmeistari
með þremur félögum.
Manchester United og Millwall
hafa aðeins einu sinni áður mæst í
bikarkeppninni og það eru liðin 52 ár
síðan. Manchester United vann þá,
1:0, en spilað var á The Den, heima-
velli Millwall í hafnarhverfi London.
Millwall hefur alveg losnað við að
mæta úrvalsdeildarliðum í keppninni
til þessa og er aðeins fimmta liðið í
sögu bikarsins sem kemst í úrslita-
leikinn án þess að spila við lið úr efstu
deild. Síðast gerðist það vorið 1953 og
þá átti Bolton í hlut, rétt eins og 1926,
en West Ham (1923) og Blackpool
(1948) léku sama leik.
Árangur Millwall hefur þegar
tryggt félaginu sæti í UEFA-bikarn-
um, sama hvernig fer í dag. Man-
chester United fer í forkeppni Meist-
aradeildar Evrópu svo sæti
bikarmeistaranna í UEFA-bikarnum
er í höndum Millwall, sem aldrei hef-
ur áður komist í Evrópukeppni.
Þetta er 123. úrslitaleikurinn í
elsta knattspyrnumóti heims, sem hóf
göngu sína árið 1872 en lá niðri á með-
an heimsstyrjaldirnar geisuðu á síð-
ustu öld. Wanderers sigraði Royal
Engineers, 1:0, í fyrsta úrslitaleikn-
um á Kennington Oval leikvanginum
vorið 1872. Af þeim félögum sem enn
eru við lýði varð Blackburn fyrst til að
verða bikarmeistari, árið 1884.
Jeff Winter dæmir leikinn í Car-
diff í dag og er þetta kveðjuleikur
hans. Winter er orðinn 48 ára og þarf
því að draga sig í hlé.
Reuters
Dennis Wise, knattspyrnustjóri og leikmaður Millwall, fagnar hér sigrinum á móti Sunderland
ásamt markverðinum Andy Marshall – í undanúrslitaleik á Old Trafford í Manchester.
Millwall vonast
eftir kraftaverki
Úrslitaleikur Manchester United og Millwall í enska bikarnum í Cardiff í dag
ÞAÐ er heldur betur ólíku saman að jafna þegar litið er á liðin tvö
sem mætast í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu á
Millenium-leikvanginum í Cardiff í dag. Manchester United-menn,
fimmtánfaldir enskir meistarar, tífaldir bikarmeistarar og tvívegis
Evrópumeistarar, taka á móti Millwall sem aldrei hefur leikið bik-
arúrslitaleik og aðeins spilað tvö ár í efstu deild í 119 ára sögu
sinni. Ekki þarf að fjölyrða um hvort liðið þykir sigurstranglegra en
flestir telja að hreint kraftaverk þurfi að eiga sér stað til að Millwall
skáki stjörnum prýddu liði Manchester United og hampi bikarnum
eftirsótta.
Reuters
Roy Keane, fyrirliði
Manchester United.
ÓLÖF María Jónsdóttir, kylf-
ingur úr Keili, komst auð-
veldlega áfram af fyrsta stigi
úrtökumótsins fyrir Opna
bandaríska golfmót kvenna á
miðvikudaginn. Ólöf María
lék völlinn í Houston í Texas
á 75 höggum og lenti í 4.–7.
sæti en 23 af 64 komust
áfram á næsta stig, og það
síðasta, en það verður 13.
júní í Bloomingdale Michigan.
Þar ætlar hún sér að tryggja
sér rétt til að spila á Opna
bandaríska mótinu.
Ólöf María hitti ellefu flat-
ir, úr upphafshöggum sínum
hitti hún tíu brautir og notaði
33 pútt.
Völlurinn sem leikinn var
að þessu sinni var langur og
erfiður og fékk Ólöf María
tvisvar skramba eftir að hafa
slegið í vatn.
Ólöf María
á Opna
bandaríska