Morgunblaðið - 27.05.2004, Page 4

Morgunblaðið - 27.05.2004, Page 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Dagskrá næstu daga Tónlistartorg Listahátíðar í Kringlunni Guðni Franzson KK og Guðmundur Pétursson Hjörleifur Hjartarson og Eiríkur Stephensen fimmtud. 27. maí kl. 17:00 föstud. 28. maí kl. 17:00 laugard. 29. maí kl. 14:00 Sigling Þýtur í stráum Hundur í óskilum LEITAÐ hefur verið til Persónu- verndar símleiðis og kvartað yfir því að nöfn og kennitölur hafi verið skráðar á undirskriftalistann askor- un.is án þess að viðkomandi einstak- lingar hafi óskað eftir því að vera bætt á listann. Þá hafa Morgunblaðinu bor- ist athugasemdir frá einstaklingum sem vildu skrá upplýsingar um sig á vefsíðuna en komust að því að nafn þeirra og kennitala hefði þegar verið skráð. Nöfn tæplega 2.000 manns undir 18 ára felld burt af listanum Róbert Marshall, formaður Fjöl- miðlasambandsins, segir að þetta sé öruggasta undirskriftasöfnun sem fram hafi farið á Íslandi og að nöfn tæplega tvö þúsund manns undir 18 ára aldri hafi verið felld burt af listan- um. Að sögn forstjóra Persónuverndar, Sigrúnar Jóhannesdóttur, hafa þó ekki borist formlegar kvartanir vegna þessa. Hún segir að berist slík kvört- un beri Persónuvernd að sinna henni og taka málið til rannsóknar. „Ég reikna ekki með að við myndum að óbreyttu hafa frumkvæði að því að skoða listann. En ef einhver telur að hann sé ranglega færður á listann þá á hann rétt á liðsinni okkar til að ganga um skugga um það.“ Fjölmiðlasambandið stendur að vefsíðunni www.askorun.is. Á vefsíð- unni er skorað á forseta Íslands að undirrita ekki lög um eignarhald á fjölmiðlum sem Alþingi hefur sam- þykkt. Einstaklingar geta skráð sig inn með því að skrifa nafn og kenni- tölu í þar til gerða reiti. Listi yfir þá sem hafa skráð sig er ekki birtur á vefsíðunni en Fjölmiðlasambandið af- henti forseta Íslands í fyrradag lista með undirskriftum 31.752 Íslendinga. Stjórn Fjölmiðlasambandsins fundaði í gærkvöldi þar sem söfnunin var rædd. Í tilkynningu sambandsins seg- ir að það telji að markmið söfnunar- innar hafi náðst en eftir að það hafi skilað listanum með tæplega 32 þús- und nöfnum til forseta Íslands hafi áhugasamir tekið sig til og haldið áfram að safna undirskriftum í nafni Fjölmiðlasambandsins án samráðs við það. Hafi þessum hópi tekist að safna fimm þúsund undirskriftum með úthringingum og undirskrifta- listum. Að sögn Róberts Marshall, for- manns Fjölmiðlasambandsins, hafa fleiri undirskriftir bæst við frá því í fyrradag og nú hafi nálægt 35 þúsund manns skráð nafn sitt á listann á askorun.is. Hann segir þá leið sem farin er við undirskriftasöfnunina, þ.e. að gera fólki kleift að skrá nafn og kennitölu á Netinu, vera örugga. Örugg undirskriftasöfnun „Ég fullyrði að þetta sé öruggasta undirskriftasöfnun sem fram hefur farið á Íslandi. Við höfum getað sann- reynt það á þessum lista að kennitala og nafn passi saman, að það sé raun- veruleg persóna á bak við kennitöl- una. Við höfum líka getað sannreynt það að sama manneskjan komi ekki tvisvar sinnum fyrir,“ segir Róbert. Spurður að því hvort hægt sé að tryggja að ekki séu skráð nöfn og kennitölur einstaklinga sem ekki hafa óskað eftir að vera á listanum segir hann að gert sé ráð fyrir að fólk sem skráir sig sé heiðarlegt. „Þá yrðum við að gera ráð fyrir því að einhverjir einstaklingar hefðu setið tímunum saman og pikkað inn nöfn og kennitöl- ur. Menn geta auðvitað gagnrýnt þessa undirskriftarsöfnun eins og þeir vilja. En ég stend við hana, ég held að hún sé algjörlega örugg og sú öruggasta sem framkvæmd hefur verið. Við gerum ráð fyrir því að for- seti Íslands og almenningur allur telji Fjölmiðlasambandið ekki bófaflokk sem myndi falsa slíka söfnun.“ Persónuvernd hafa borist kvartanir Undirskriftasöfnun á áskorun.is lokið HLEÐSLA fragtþotu B737 Íslandsflugs var veru- lega frábrugðin því sem fram kom á hleðsluskrá vél- arinnar og því voru afköst hennar ekki eðlileg í flug- taksbruni við brottför frá Keflavíkurflugvelli 23. júlí 2003. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefnd- ar flugslysa, RNF, sem rannsakaði umrætt flug- atvik en ekki urðu slys á mönnum né skemmdir á vélinni við atvikið. Í framhaldi af atvikinu beinir RNF því til Flugmálastjórnar, Flugþjónustu Kefla- víkurflugvallar, IGS, og Íslandsflugs að taka upp eftirlit, skráningu verklags og gæðaúttektir við und- irbúning og hleðslu flugvéla. Í skýrslu RNF um atvikið segir að í flugtaksbruni hafi ekkert óeðlilegt komið fram fyrr en flugtaks- hraða var náð og flugvélin lyftist ekki af brautinni fyrr en flugmenn höfðu tekið stjórnvölinn mun aftar en venja er og að stilling hæðarstýriskambs hafði verið færð aftur. Var vélin þá á um 20 hnúta meiri hraða en öruggur flugtakshraði ætti að vera. Flug- stjórinn ákvað að halda áætlun og fljúga til Edin- borgar en hann taldi víst að þotan væri töluvert framþyngri en hleðsluskrá sagði til um. Lenti hún í Edinborg og þar var farmurinn vigtaður. Þungamiðjan of framarlega Áður en þotan hélt til Edinborgar hafði hún verið í viðhaldi á Reykjavíkurflugvelli. Þar hafði um 300 kg af varahlutum og verkfærum verið hlaðið í fremri lest hennar án þess að upplýsingum um það hefði verið komið til flugstjórans eða hleðslustjórnar IGS sem sá um hleðslu vélarinnar. Við hleðslu vélarinnar í Keflavík notaði hleðslustjóri IGS bráðabirgðaeyðu- blað en á því eru ekki sýndar á myndrænan hátt upplýsingar um staðsetningu vörupalla „eins og á því eyðublaði sem nota hefði átt við hleðslu flugvél- arinnar“, eins og segir í skýrslu RNF. Þá segir um hleðsluna að við útreikninga eftir atvikið hafi komið í ljós að flugvélin var 300 kg þyngri en kom fram á hleðsluskránni. Öllu alvarlegri er sögð sú staðreynd að þyngdardreifingin hafi verið verulega röng og reiknuð þungamiðja flugvélarinnar miðað við flug- taksþyngd verið verulega framan við þau fremri mörk takmarkana sem sett séu af framleiðanda. Í skýrslu RNF segir að á síðustu árum hafi orðið aukning í verktakastarfsemi tengdri flugrekstri sem ekki virðist þurfa nein starfsleyfi eins og flugrekstr- araðilar og viðhaldsaðilar þurfi. Ábyrgðin á úttekt- um og eftirliti liggi hjá viðkomandi flugrekstrarað- ilum sem nýti sér þjónustu þeirra. Að sama skapi hvíli sú ábyrgð á flugmálayfirvöldum að hafa eftirlit með öllum þáttum er snúi að flugöryggi. Brýnt sé að bregðast við þessu hérlendis með því að tryggja að virkt eftirlit og beinar gæðaúttektir nái einnig til verktakastarfsemi í flugrekstri og er því atriði beint til Flugmálastjórnar. Fragtþota ranglega hlaðin KÍSILIÐJAN í Mývatnssveit hefur sent Svæðisvinnumiðlun Norðurlands eystra tilkynningu um að öllu starfs- fólki verksmiðjunnar verði sagt upp störfum. Kristján Björn Garðarsson, fram- kvæmdastjóri Kísiliðjunnar, sagði að þessi tilkynning til Svæðisvinnumiðlun- ar væri einn liður í því ferli sem vinna þyrfti eftir þegar um hópuppsagnir væri að ræða. Þar kæmi fram hvernig starfslokum starfsfólks væri háttað, en uppsagnarfrestur þess væri mislangur. „Þetta tekur allt sinn tíma, við erum snemma á ferðinni með þessa tilkynn- ingu,“ sagði Kristján Björn. Legið hef- ur fyrir í nokkurn tíma að Kísiliðjunni yrði lokað síðla árs, í síðasta lagi um næstu áramót. „Rót uppsagnanna er lokun verksmiðjunnar einhvern tíma fyrir næstu áramót,“ sagði Kristján Björn, en uppsagnir munu allar hafa tekið gildi í lok nóvember nú í ár. Um 50 manns starfa að jafnaði hjá Kísiliðjunni sem er stærsti vinnustað- urinn í Mývatnssveit. Stefnt er að því að reisa kísilduftverksmiðju í sveitarfé- laginu og ganga áætlanir út á að það geti gerst á fyrri hluta ársins 2006. Enn hefur þó ekki verið gengið frá endanlegri fjármögnun þessarar nýju fyrirhuguðu verksmiðju. Þungar áhyggjur Svæðisráð Svæðisvinnumiðlunar Norðurlands eystra sendi frá sér álykt- un vegna þessa í gær og lýsti yfir þungum áhyggjum yfir að starfsmönn- um yrði sagt upp. „Um er að ræða tæplega fimmtíu störf sem eru veruleg- ur hluti af vinnuafli sveitarfélagsins. Endalok Kísiliðjunnar munu auk þess hafa mjög neikvæð áhrif á þjónustu- starfsemi á Norðurlandi,“ segir í álykt- un svæðisráðsins sem einnig skorar á stjórnvöld að grípa nú þegar til rót- tækra aðgerða í atvinnumálum Mý- vetninga. Starfsemi Kísiliðjunnar í Mývatnssveit verður hætt í lok árs Tilkynnt um fyrirhug- aðar hópuppsagnir Morgunblaðið/BFH ÍSLENSKI hesturinn er þekktur út um víða veröld og ýtir oft undir þjóðarstolt landans. Það er því ekki úr vegi að kynna æskuna fyrir hestamennsku enda sérlega vinsæl íþrótt. Krakkahestar heimsóttu börnin á Stakkaborg og buðu upp á stutta reiðtúra. Börnin tóku tækifærinu fagnandi eins og vera ber og það voru í kringum 70 börn sem settust á bak. Þessi ungi maður tók leiðbein- ingum vel og virtist öllu vanur enda með hjálm á höfði og í tilheyrandi klæðnaði. Morgunblaðið/Ásdís Ungir hesta- menn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.