Morgunblaðið - 27.05.2004, Page 10

Morgunblaðið - 27.05.2004, Page 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ SAMKOMULAG um þinglok náðist ekki á fundi formanna þingflokk- anna með Guðmundi Árna Stef- ánssyni, fyrsta varaforseta Alþing- is, í gær. Líkur eru á að sam- komulag náist um þinglok fyrir helgina. „Það er vilji til að koma samkomulagi á um það hvernig þinghaldi verði háttað næstu daga,“ sagði Guðmundur eftir fundinn. Fram undan væri hvíta- sunnuhelgin og verði þingi ekki frestað til haustsins á laugardaginn héldi þingfundur áfram á þriðju- daginn. Deilt er um hvaða málum verður frestað til haustþings svo sam- komulag náist. Helstu átakamálin, sem nefnd eru, eru stjórn fiskveiða, eða smábátafrumvarpið svokallaða, frumvarp um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna og raf- orkulögin. „Það eru 56 mál á dagskrá og ágreiningur um mörg þeirra. Það er ljóst að eitthvað þarf þeim að fækka þannig að unnt verði að ljúka þessu fyrir 17. júní,“ sagði Guðmundur og gagnkvæmur vilji sé milli stjórnar og stjórnarand- stöðunnar að leiða þau mál til lykta sem sæmileg sátt sé um. Þingfundur hófst í gærmorgun kl. 10 og áætlað að hann héldi áfram langt fram á kvöld. Fimm þingmál voru afgreidd sem lög frá Alþingi; breyting á sveitarstjórn- arlögum, tekjustofnum sveitarfé- laga, skyldutryggingu lífeyrisrétt- inda og starfsemi lífeyrissjóða, lög um uppfinningar starfsmanna og breyting á lögum um almanna- tryggingar. Þingfundur heldur áfram klukkan tíu í dag. Rætt um þinglok Vilji til sam- komulags Þröngt mega sáttir sitja í sal Alþingis eins og myndin ber með sér. Morgunblaðið/Sverrir UTANRÍKISRÁÐHERRA segir það iðulega hafa borið á góma milli Norðurlandanna að beita viðskipta- þvingunum gagnvart Ísrael vegna ástandsins fyrir botni Miðjarðar- hafs. „Við teljum að það sé ekki rétt að beita viðskiptaþvingunum gegn Ísrael og það sé ekki til árangurs. Það er að segja ef markmiðið er að stuðla að varanlegum friði og stöð- ugleika fyrir botni Miðjarðarhafs. Það bendir ekkert til þess að önnur Norðurlönd eða ESB íhugi svo rót- tækar aðgerðir enda líklegt að þessi ríki myndu missa öll pólitísk áhrif á framvindu mála,“ sagði Halldór Ás- grímsson í umræðum utan dagskrár á Alþingi í gær um stöðu mála fyrir botni Miðjarðarhafs og viðbrögð ís- lensku ríkisstjórnarinnar. Málshefjandi umræðunnar, Össur Skarphéðinsson, þingmaður Sam- fylkingarinnar, lýsti ástandinu í Pal- estínu og í hvaða sjálfheldu málið væri komið. „Alþjóðasamfélagið þarf þess vegna að finna nýjar leiðir til áherslu á kröfuna um að Ísr- aelsstjórn stöðvi árásir á Palestínu- menn, dragi heri sína til baka frá öllum herteknu svæðunum og setj- ist að samningaborðinu,“ sagði hann. Smáríkið Ísland gæti gert þrennt; beitt sér fyrir því að Norðurlöndin beri fram formleg mótmæli gegn landráðinu nýja, bæði gegn stjórn Ísraels og Bandaríkjanna. Einnig að Norðurlöndin stórauki efnahags- legan stuðning við uppbygginguna í Palestínu, t.d. heilsugæslu. Í þriðja lagi að Norðurlöndin og EFTA-rík- in ræddu það formlega sín á milli hvort tímabært væri að íhuga efna- hagslegar aðgerðir. „Það eitt að slíkt vitnaðist hefði fælandi áhrif á Ísraelsstjórn. Slíkt frumkvæði af okkar hálfu myndi vekja mikla at- hygli á alþjóðavísu,“ sagði Össur og spurði Halldór Ásgrímsson hvort hann væri reiðubúinn að beita sér fyrir þessu. „Hvað varðar hugsanlega upp- sögn fríverslunarsamnings EFTA þá er skemmst frá því að segja að slík aðgerð myndi valda Palestínu- mönnum mun meiri erfiðleikum heldur en Ísraelsmönnum. Aðgang- ur og tollafgreiðsla á vörum milli sjálfstjórnarsvæða Palestínumanna annars vegar og EFTA-ríkjanna hins vegar byggist að mestu á frí- verslunarsamningnum við Ísrael. Og uppsögn myndi að öllum lík- indum koma algjörlega í veg fyrir frekari viðskipti miðað við núver- andi ástand,“ sagði utanríkisráð- herra. Fjárfestingarbann Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstri-grænna, sagði Banda- ríkjamenn veita „ofbeldisfullri fram- göngu öfgamanna í Ísrael“ meiri stuðning og skjól en nokkru sinni áður. „Ég tel miklu meira en tíma- bært að taka til íhugunar sértækar viðskiptaþrýstiaðgerðir. Þær geta verið af mörgum toga og myndu án efa koma við Ísrael,“ sagði hann og nefndi fjárfestingarbann sem dæmi. „Aðalatriðið nú er að menn reyni að nýju að vekja upp friðarvegvís- inn. Forsendan er auðvitað gagn- kvæm viðurkenning deiluaðila; ann- ars vegar Ísraela á sjálfstæðu ríki Palestínumanna og hins vegar við- urkenningu Palestínumanna, þar með talið hryðjuverkasamtakanna Hamas, á tilveru Ísraelsríkis,“ sagði Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Ísland ætti að fylgja friðelskandi þjóðum í leit að pólitískum sáttum. Mörður Árnason, Samfylkingu, sagði eitt ljóst: „Voldugasta ríki heims og forystumenn þar, forseti Bandaríkjanna og forystumenn á Bandaríkjaþingi, hafa í höndum sér þann lykil sem einn gengur að upp- hafi á lausn fyrir botni Miðjarðar- hafs,“ og sorglegt væri að Banda- ríkjaforseti hefði breytt um stefnu frá því sem forverar hans tveir höfðu. Utanríkisráðherra við umræður utan dagskrár um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Viðskiptaþvinganir gegn Ísrael ekki til árangurs ÞINGMENN stjórnarandstöðu- flokkanna gagnrýndu harðlega við upphaf þingfundar í gær hvernig smábátafrumvarpið svokallaða var afgreitt úr sjávarútvegsnefnd Al- þingis seint í fyrrakvöld. Jóhann Ársælsson, Samfylking- unni, sagði að nefndarmenn hefðu verið boðaðir ekki sjaldnar en sex sinnum á fund í fyrradag. Þegar að fundi kom hefðu nefndarmenn þurft að bíða í 45 mínútur eftir að efnis- atriði væru kynnt. „Þá hafði stjórn- arliðið setið yfir því að búa til nýtt frumvarp úr því afstyrmi sem sjáv- arútvegsráðherra hafði lagt fram og niðurstaðan var sú að það ætti að af- leggja dagakerfi smábátanna,“ sagði Jóhann og það væri þvert á allar yf- irlýsingar fyrir og eftir síðustu Al- þingiskosningar. Vísaði hann sér- staklega til ummæla Kristins H. Gunnarssonar, þingmanns Fram- sóknarflokksins. „Ég verð að segja að mér finnst vinnubrögðin í þessu máli afar und- arleg. Það er nánast forkastanlegt hvernig að þessu máli er staðið,“ sagði Guðjón A. Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins. Lögð væri til gjörbreyting á þessu kerfi og stjórnarandstaðan hefði haft sáralít- inn tíma til að fara yfir málið. Sagði hann ekki séð fyrir endann á því hvernig þinghaldinu framheldur vegna þessa máls. Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri-grænna, sagði fulltrúa í sjávarútvegsnefnd hafa mátt þola furðuleg vinnubrögð, sem hann mótmælti. Sjávarbyggðir víða um land treystu á veiðar sóknar- dagabáta og fjöldi áskorana hefði borist, að staðið yrði við að setja lág- marksdagafjölda í dagabátakerfið. Í fyrradag hefði verið algjörlega kú- vent og nýtt frumvarp verið sent sjávarútvegsnefnd neðan úr sjávar- útvegsráðuneyti. Dagabátar yrðu með því þurrkaðir út og allt sett í kvóta. „Óskafyrirkomulag kvóta- greifanna,“ sagði Jón. Merkilegur dagur Formaður sjávarútvegsnefndar, sjálfstæðismaðurinn Guðjón Hjör- leifsson, sagði fyrradag vera merki- legan fyrir sögu sjávarútvegs á Ís- landi. Með frumvarpinu væri sóknardagabátum gert að stunda veiðar með krókaaflamarki frá og með næsta fiskveiðiári. Hann sagði ekkert óeðlilegt að ágreiningur væri um þessa leið enda hefði mikill ágreiningur staðið um þennan hluta flotans. Rætt hefði verið við hags- munaaðila um að ná sátt um þessar breytingar og unnið að þeim fram á kvöld. Ekkert væri því til fyrirstöðu að klára þetta mál á þessu þingi. Jón Gunnarsson, Samfylkingunni, sagði að sjávarútvegsnefnd, sem átti að hafa þetta mál á sínu forræði, hefði beðið eftir því að fulltrúar sjáv- arútvegsráðuneytisins mættu með breytingartillögurnar. „Telur hann þetta eðlileg vinnubrögð, að flutt sé breytingartillaga, sem algjörlega breytir því frumvarpi sem liggur fyr- ir?“ spurði hann formann nefndar- innar. Kristinn H. Gunnarsson, Fram- sóknarflokki, sagði að afgreiðsla frumvarpsins úr nefndinni hefði ver- ið eðlileg. Helst væri athugavert við þingmálið, sem sjávarútvegsráðherra lagði fram, að það hefði ekki verið samkomulag um efni þess. „Þess vegna fékk ráðherra það hlutverk að leita samkomulags við Landsamband smábátaeigenda. Og það var sú vinna sem var í gangi í [fyrradaga] og sú vinna leiddi til sameiginlegrar niðurstöðu," sagði Kristinn og hans afstaða hefði legið fyrir; hann myndi styðja sameiginlega niðurstöðu þess- ara aðila. Ekki væri þingmeirihluti fyrir óbreyttu dagabátakerfi. Magnús Þór Hafsteinsson, Frjáls- lynda flokknum, rifjaði upp að þing- menn stjórnarflokkanna hefðu sagt fyrir kosningar að þeir myndu standa vörð um dagabátakerfið. „Nú hafa þessir menn svikið þessi loforð sín og þeir hafa svikið kjósendur sína,“ sagði hann. Deilt um smábátafrumvarp og störf sjávarútvegsnefndar Gjörbreytt frumvarp lagt fram á kvöldfundi LAGT hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga um stofnun hlutafélags um Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar með það að markmiði að aðskilja rekstur flugstöðvarinnar og fríhafnarinnar. Hvort svið skal samkvæmt frumvarpinu rekið sem sjálfstæð eining; stjórnunarlega og fjárhagslega. Um viðskipti milli sviðanna gildi almenn viðskipta- kjör eins og hjá ótengdum aðilum á markaði. Einnig skuli bjóða út rekstur verslunar og þjónustu í flugstöðinni og gæta að ákvæðum samkeppnislaga við val á versl- unarrekendum og staðsetningu á þjónustusvæði. Rifjaður er upp í nefndaráliti ágreiningur milli leigutaka og stjórnendur flugstöðvarinnar árið 2002 um útboð og skilmála fyrir leigu þjónusturýmis. Með dómi Hæstaréttar í fyrra hafi dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, um að samkeppnislög giltu ekki að öllu leyti um rekstur í flugstöðinni, ver- ið staðfestur. Sérlög um flugstöð- ina gengju framar. Flutningsmenn telja að við upp- byggingu og rekstur flugstöðv- arinnar, með eins litlum kostnaði fyrir ríkissjóð og mögulegt er, verði að gefa félaginu nokkurt svigrúm til að selja vörur og þjón- ustu í tekjuöflunarskyni. Hins veg- ar verði að gefa einkaaðilum tæki- færi til að keppa við ríkið á jafnréttisgrundvelli. Samkeppni eigi að ríkja meðal fyrirtækja inn- an flugstöðvarinnar og aukin sam- keppni muni leiða til aukins vöru- úrvals, betri þjónustu og hagstæðara verðs fyrir við- skiptavini flugstöðvarinnar. Fyrsti flutningsmaður frum- varpsins er Guðlaugur Þór Þórð- arsson, Sjálfstæðisflokki. Með hon- um eru átta þingmenn Sjálf- stæðisflokksins og tveir þingmenn Samfylkingarinnar, þeir Jón Gunn- arsson og Helgi Hjörvar. Flugstöðinni gert að aðskilja rekstur sinn frá fríhöfn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.