Morgunblaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ SIGURÐUR Steinþórsson, prófess- or í jarðfræði við Háskóla Íslands, segir það vel geta staðist að um tíu þúsund manns hafi látist í Englandi í kjölfar Skaftáreldanna 1783–4 en Morgunblaðið greindi frá því í gær að rannsókn vísindamanna við Há- skólann í Cambrigde hefði leitt í ljós þessa tölu. Sigurður segir það löngu við- urkennt meðal fræðimanna að áhrifa eldanna hafi gætt víðs vegar utan landsins. „Það liggja fyrir sannanir um að öskufall og gufur hafi borist norður að Grænlandsjökli en einnig til Am- eríku, Skandinavíu og Evrópu. Í móðunni frá eldunum var brenni- steinssýra og ummerki sýna að sýr- an brenndi göt á trjálauf á Suður- Englandi,“ segir Sigurður. Hann segir engan vafa leika á því að eldarnir hafi valdið dauða fjölda manns í Evrópu. „Öskufallið og gufan frá eldunum ollu dauða fjölda fólks með beinum eða óbeinum hætti. Í móðunni sem barst til Evrópu voru auk brenni- steinssýrunnar ýmsar hættulegar gastegundir sem geta valdið dauða fólks. Móðan leiddi jafnframt til erf- iðs árferðis sem hefur orsakað dauða fjölda manna,“ segir Sigurður. Ýttu Skaftáreldar undir frönsku byltinguna? Því hefur stundum verið haldið á lofti að Skaftáreldarnir hafi ýtt undir frönsku byltinguna. Sigurður segir að gosið hafi haft áhrif í Frakklandi veturinn eftir að það hófst. „Í Frakklandi ollu harðindin því að um veturinn 1783–4 var ekki til sprek að brenna en yfirvöld höfðu haldið hita í heimilislausum í París með því að gera stórar brennur sem fólk gat hlýjað sér við. Í kjölfarið lét- ust fjölmargir fátækir og heim- ilislausir sem olli mikilli óánægju meðal Frakka,“ segir Sigurður. Að hans sögn var Benjamin Franklin, sem var sendiherra Bandaríkjamanna í Frakklandi þetta ár, fyrstur til að halda því fram að ástæða þess að veturinn 1783–4 var jafnkaldur og raun bar vitni, væri vegna eldgoss í öðru landi. „Franklin benti á þetta í erindi sem hann hélt í París veturinn 1783–4 og nefndi m.a. Heklu sem mögulega uppsprettu öskufallsins,“ segir Sig- urður. Sigurður Steinþórsson, prófessor í jarðfræði við HÍ Skaftáreldar ollu dauða fjölda fólks í Evrópu Hér má sjá þá staði í Evrópu þar sem öskufalls og gufa frá Skaftáreldum varð vart í júní 1783. Talið er að móðan og öskufallið hafi fyrst borist til Evrópu 18.–20. júní en vindáttin í seinni hluta júní 1783 stóð í norðaustur frá Íslandi. Dreifðist aska alla leið austur til Rússlands og suður til Ítalíu.                               !       !        ENGIN bitastæð rök benda til þess að hvalveiðar og ferðamennska geti ekki átt samleið. Þetta var sú nið- urstaða sem Jón Gunnarsson, for- maður Sjávarnytja, dró að loknum fundi um hvalveiðar á Grand hóteli í gær. „Snúum okkur að því að vera í sama liðinu og reynum að gera af- komuna hér sem besta á sem víð- tækustum vettvangi,“ sagði Jón. Þótt flestir sem til máls tóku á fundinum væru hlynntir hvalveiðum voru ekki allir á einu máli. Ólafur Hauksson, talsmaður Ice- land Express, sagði að hann vildi að áhættan sem Ísland taki með veið- unum sé íhuguð, þótt þær vísinda- hvalveiðar sem stundaðar voru síð- asta sumar hefðu, að því er virðist, ekki haft áhrif á starfsemi flug- félagsins eða áhuga á ferðum hing- að til lands. „Við sluppum fyrir horn í fyrra gagnvart erlendri fjöl- miðlun. En spyrja má hvort það sé sjálfgefið að svo verði áfram? Við vitum um áhuga fjölmiðla á að ná krassandi myndum og við höfum séð hvernig slíkar myndir geta gjörsamlega breytt afstöðu heims- byggðarinnar á skömmum tíma.“ Ólafur sagði að ekki sé hægt að jafna saman hvalveiðum Íslendinga og pyntingum fanga í Írak, en við- brögðin við myndunum þar hafi sýnt áhrifamátt krassandi mynda. „Við skulum samt ekki vanmeta of- fors æsifréttamanna og friðunar- samtaka sem vilja koma hingað og segja frá þessu, því Ísland er afar spennandi bráð í augum þessara aðila,“ sagði Ólafur. Hvalveiðar leikur að eldi Hann taldi að hvalveiðar Íslend- inga væru leikur að eldi þar sem hvaladráp hafi verið fordæmd í meira en 30 ár. „Ég segi hvaladráp, ekki hvalveiðar. Í umræðunni hérna er alltaf talað um hvalveiðar, er- lendis er alltaf talað um hvaladráp. Í 30 ár hefur ein og hálf kynslóð al- ist upp við það að dýrka hvali eins og heilagar kýr,“ sagði Ólafur. Hann sagði að þessi umræða byggðist á tilfinningasemi og því dugi rök skammt. Jóhannes Kristjánsson, sem rek- ur hótel að Höfðabrekku í Mýrdal, hefur leitað sérstaklega eftir við- horfi ferðamanna til hvalveiða. „Enginn gestur hefur svo mikið sem ýjað að hvalveiðum, bara aldrei nefnt það. Fararstjórar sögðu mér að það væri mjög fátítt að ferða- menn nefndu hvalveiðar, en þeir tæptu oft á því sjálfir. Það helsta sem ferðamenn spyrðu þegar þeir ræddu þessi mál við fararstjóra væri hvar væri hægt að kaupa hval og smakka,“ sagði Jóhannes. Hann sagði að hvalveiðar, hvalaskoðun og ferðamennska eigi að geta farið vel saman, en það væri eins með hval- ina og hrossin, hann myndi ekki slátra hrossi á hestamannamóti. Ferðaþjónustan andvíg hvalveiðum Einar K. Guðfinnsson, þingmaður og formaður ferðamálaráðs, sagði að hann væri bæði ákafur hval- veiðisinni og stuðningsmaður ferða- þjónustunnar og að hann telji að greinarnar tvær geti farið saman. Einar sagði að þrátt fyrir vísinda- hvalveiðarnar hafi verið vöxtur í komu ferðamanna á Íslandi, bæði á þessu og síðasta ári. Menn hafi spáð því í upphafi þessa árs að fjölgun erlendra ferðamanna yrði um 10% á þessu ári en það sem af sé ársins hafi vöxturinn verið 14%. Hann sagði að það hafi komið skýrt fram í viðræðum hans við starfsmenn í ferðaþjónustu að þeir séu almennt andvígir hvalveiðum. Einar sagði mikilvægt að þessu sjónarmiði verði sýnd virðing, þetta sé mat fólksins sem vinni í grein- inni. Sjálfseyðingarhvöt á báða bóga Friðrik Jón Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, skoraði á að- ila í ferðaþjónustunni að láta af árásum á þá sem vilja að hvalveiðar verði hafnar og sagði að ferða- mennska og hvalveiðar eigi að geta unnið saman. „Manni finnst það vera hálfgerð sjálfseyðingarhvöt, þegar maður sér hvalaskoðunarbáta elta hvalveiðibátana til að ná, við getum sagt sem „bestum“ myndum, en mér virðist sjálfseyðingarhvötin vera báðum megin. Það að sjá hrefnuveiðimenn, með hjarta hvals- ins á lofti, er auðvitað algjörlega ótrúlegt. Ég vil hvetja menn til að vinna saman að þessu, því að þann- ig og einungis þannig náum við þessum markmiðum sem við stefnum að,“ sagði Friðrik. Opinn fundur um hvalveiðar á vegum Sjávarnytja Hvatt til samvinnu í ferðamennsku og hvalveiðum Morgunblaðið/Þorkell Tæplega 100 manns voru á fundinum í gær, m.a. fulltrúar sjávarútvegsins og ferðaiðnaðarins. Fremst á myndinni má sjá Jón Gunnarsson, formann Sjávarnytja, og Jóhann Sigurjónsson, forstjóra Hafrannsóknarstofnunar. SIGURÐUR Markússon, rekstrar- stjóri Nóatúnsverslananna, sagði á fundinum um hvalveiðar í gær, að á þeim tíma sem hvalkjöt hefur verið þar á boðstólum hafi nokkrir tugir tonna af kjöti verið seldir. Heil kyn- slóð hafi ekki kynnst hvalkjöti en um leið og varan sé auglýst rjúki salan upp. Það sé klárt mál að ís- lenskir neytendur vilji hvalkjöt, en það þurfi að ráðast í markaðsstarf til að fólk viti af því að það sé á boð- stólum. Árni Arnórsson, starfsmaður í kjötborði í Nóatúnsversluninni í Austurveri, segir að kílóið af hrefnukjöti kosti 699 krónur og að hrefnan sé fín á grillið. Nú fáist ein- göngu innflutt norskt hvalkjöt, en í fyrrasumar hafi kjöt úr vísindaveið- unum verið á boðstólum. Hann segir að eldra fólk kaupi aðallega hrefnu- kjöt, en yngra fólk sé opið fyrir nýj- ungum og spennt að smakka. Íslenskir neytend- ur vilja hvalkjöt STRÁKUM líður verr í skóla en stelpum og þeir upplifa frekar til- gangsleysi með námi sínu. Foreldr- ar fylgjast betur með dætrum sín- um en sonum og eru líklegri til að setja þeim skýrari mörk. Þá eru foreldrar líklegri til að þekkja vini dætra sinna og foreldra þeirra. Þetta var meðal þess sem fram kom í erindi dr. Ingu Dóru Sigfús- dóttur, félagsfræðings hjá Rann- sóknum og greiningu, á fundi fræðsluráðs í Iðnó sl. mánudag. Inga Dóra greindi fundarmönn- um frá niðurstöðum rannsókna á líðan ungmenna og námsárangri og ræddi sérstaklega um kynjamun í skólastarfi. Niðurstöðurnar eru unnar út frá viðamiklum rannsókn- um sem gerðar voru á átta þúsund nemendum í áttunda bekk árin 2000 og 2003. Hún segir báðar rannsóknir hafa leitt í ljós umtalsverðan kynjamun. Hún segir mun fleiri strákum en stelpum á unglings- aldri finnast námið tilgangslaust. Í tölum hennar kom fram að 40% stráka segja þá staðhæfingu eiga við sig nær alltaf, oft eða stundum, en einungis fjórðungur stelpna. Í erindi Ingu Dóru kom fram að athygli hefði í aukn- um mæli verið beint að strákum á undanförnum árum af tveimur ástæðum. Annars vegar sýni er- lendar samanburðar- rannsóknir að strákar hafi dregist aftur úr stelpum. Þær hafi aukið forskot sitt í tungumálum og lestri auk þess sem þær hafi náð strákum á þeim sviðum þar sem þeir höfðu áður yfir- burði, eins og í stærð- fræði. Hins vegar sé meðaltal skólaein- kunna víðast hvar lak- ara hjá strákum en stelpum. Þá hafi rannsóknir sem unnar voru hjá Rannsóknum og greiningu leitt í ljós að strákum líð- ur verr í skólanum. Inga Dóra segir hluta skýring- arinnar á slökum námsárangri stráka kunna að liggja að einhverju leyti í ólíkum uppeldisaðferðum. Rannsóknir hafi leitt í ljós að 36% unglingsstelpna segjast búa við reglur um hvenær þær eigi að koma heim á kvöldin en einungis 23% stráka. Þá kom fram í er- indinu að 67% stelpna segja að for- eldrar þeirri þekki vini þeirra en einungis 47% stráka. Þá segja fleiri stelpur en strákar að foreldrar fylgist með því hvar og með hverj- um þær séu á kvöldin. Hún segir aukið samstarf foreldra og skóla mikilvægt til að krökkum gangi vel í skólanum. Fleiri strákar en stelpur á unglings- aldri telja námið tilgangslaust Inga Dóra Sigfúsdóttir HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað framkvæmdastjóra verktakafyrirtækis af ákæru lög- reglustjórans í Reykjavík um að fyrirtækið hafi stundað ólöglega efnisflutninga í atvinnuskyni fyrir bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ. Ákærði var sakaður um brot gegn lögum um fólksflutninga, vöruflutninga og efnisflutninga á landi í fyrra án þess að fyrirtækið hafi öðlast almennt rekstrarleyfi, en lögreglan hafði tvisvar afskipti af bifreið fyrirtækisins í fyrrasum- ar. Málið dæmdi Arnfríður Einars- dóttir héraðsdómari hinn 25. maí. Verjandi ákærða var Örn Hösk- uldsson hrl. og sækjandi Daði Kristjánsson, fulltrúi lögreglu- stjórans í Reykjavík. Sýknaður af ákæru vegna flutninga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.